Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 8
KILPUR ARNORSSON Framh. af 3. síðu. í drápi Smiðs, og sannarlega hefðu hvorki Flteyjarannáll eða Einar Hafliðason undan fellt að geta um það ef Hún- vetnskir höfðingjar hefðu komið þar við mál. Það er undantekningarlaust taiið, að allir prestar og höfðingjar vestan Öxnadalsheiðar stæðu með Jóni Skalla móti Ey- firðingum og það er engum öðrum en Eyfirðingum boðið að sverja á Alþingi fyrir hlutdeild í drápi Smiðs, árið 1367. Það hafa því engir aðrir en eyfirzkir menn kom ið þar við sögu, og það er enga nveginn hægt að skera úr þvi eftir kvæði Snjólfs hvorumegin í liði þessir menn Kolbeinsson og Þor- steinn, nema það er lík- legt að þeir hafi báðir verið Smiðs menn samkvæmt vopnabúnaði sínum. þar sem annar hafði sverð frítt en en hinn langa vigur, en kvæðið og önnur umsögn geta um axir og kylfur í liði Eyfirðinga, og hefur það verið aðalvopnabúnaður þeirra, þar sem gera má ráð fyrir því að enginn höfðingi hafi viljað að sín vopn þekkt- ust á þeim fundi; samkvæmt því sem síðar varð um und- anfærzlu á sökum af drápi Smiðs. Benedikt Auðkýlingur gat líka á þessum tíma verið orð in fast að sjötugur að aldri. Þótt hann lifði til 1379, og verður að vera það ef hann er albróðir Þórðar, sem hefndi föður síns 1310. En fráleitara er þó hitt, sem fyrirlesarinn bollalagði mikið um, að Þorsteinn með vigurinn sé Þorsteinn lög- maður á Urðum. Öhrekjandi heimildir Það þýðir ekkert að hafa uppi slíka rangfærslu á sam- tíma heimildum að Þorsteinn Eyjólfsson hafi ekki farið utan eftir Hólafund 14. apríl 1362. Þetta er skýrt og óvé- fengjanlega tekið fram af samtímaheimild, að þeir Þorsteinn prestur Hallsson, sem var foringi uppreisnar- manna í Eyjafirði, og eins- konar biskup á Möðruvöllum og prestarnir Stefán, Guð- mundur og Lágur, en Þor- steinn Eyjólfsson og Ólafur Pétursson leikmenn, hafi farið útan strax eftir Hóla- fund, og keyptu ferju á Þver- árstað til ferðarinnar. Hafa þeir sýnilega ætlað að leggja málin fyrir konung og erki- biskup, ;en rrjóttökurnar í Noregi eru kunnar. Það eru því getgátur af verstu teg- und eð halda því fram að Ólafur Pétursson hafi tekið við hirðstjórn strax að Smið látnum. Hann er í varðhaldi með Þorsteini Eyjólfssyni í Vaðbergsfangelsi í Halllandi minnsta kosti fram á haust. Einar prestur Hafliðason, manna merkastur á þessum tíma, oficialis Hólakirkju, önur hönd Jóns skalla bisk- ups, maður rúmlega fimm- tugur að aldri skrifar þetta í Lögmansannál og það á að gera óp að slíkum afbökunar fræðingum í íslandssögu, er þetta rengja. alveg eins og Álfi úr Króki á Hegranes- þingi. Nei, næstum að segja. Það fæst ekki nýtilegur mað- ur í Eyjafirði til að vera fulltrúi á söguvangi að drápi Smiðs hirðstjóra, og skömm- inni skeltu á konu. Þetta sannast líka óvéfengjanlega í dómi Þorsteins á Urðum á Alþingi 1372. Þar sem hann segir að sveitungar sínir hafi ófyrirsynju í hel slegið Smið Andrésson og lætur dæma hann bótamann. Fyrir hverja? Norðmenn eða hvað? Skyldi Þorsteinn hafa verið einn af þessum sveitungum sínum? Það fer að vera lítill heiður að heita prófessor upp á svona afrek. Það er nokkuð annað fólk sem finnst í liði Smiðs í Eyjafjarðarför. Þar er hver höfðingin öðrum meiri, og voru þeir taldir í Smiðs-sögu Ormur Snorra- son og Jón langur, hinir frægu ættfeður íslendinga. En höfundur Smiðs sögu vildi ekki gera getur um Þor- geir Egilsson, því nálega er ekkert um hann vitað að ætt né staðfestu. En hér má gera það. Það er líklegt að hann hafi átt heima í Hauka- dal, en það er ákaflega erfitt að finna líkur fyrir ættar- sambandi hans. Þó er lang líklegast að hann sé sonur hins merka biskups Egils Eyjólfssonar á Hólum d. 1341, rúmlega fertugur að aldri. Egill biskup var einn hinn merkasti og vinsælasti biskup, sem um getur á Hól- um og einn af sárfáum ís- lendingum sem náðu því að verða biskupar á þessum tíma fyrir ofríki erkibiskups- ins í Niðarósi og kórbræðra hans, sem á þessum tíma kusu íslandsbiskupa, og var frek móðgun við íslenzku þjóðina, hverja þeir jafnan kusu. Egill biskup Agli biskupi er svo lýst, í samtíðarheimildum, með dæmum um marga góða hluti að hann má teljast biskup allra biskupa í biskuparöðinni fram á þennan dag, og fóru eftir því vinsældir hans og virðingar í Hólabiskups- dæmi. Ef Þorgeir hefði verið eithvað líkur honum, og þó eigi hefði verið um annað að ræða en hans föðurfrægð og vinsældir í Norðlendinga- fjórðungi virðist hann ákaf- lega vel valinn maður í þá för, sem jafna vildi þennan stóra ágreining, sem uppi var í biskupsdæminu. Það er mjög eftirtektarvert að þessi höfðingi skuli vera í þessari Myndin er frá Jerúsalem, þegar kirkjan við Gröfina helgu skemmdist í eldsvoða, sem varaði tvo daga. Eldurinn hefur læst sig um hvolfþak kirkjunnar. « Er það satt, að skömmtunarstjórinn sé að hætta? för, og ekki vitað um neitt það samband hans við aðra menn í förinni, sem gerir álitlegt að álykta það, að hann fylgi þessum mönnum af öðrum ástæðum eða hvöt- um, en sáttamálum. Og verð- ur fyrst og framast öllum öðrum sjónarmiðum að hafa uppi sáttamálasjónarmiðið í Smiðsför þvílíkir menn sem með Smiði voru í þessari för. Þeir hljóta allir að stefna á hið eitt og sama mark, sem einn maður, og það er ekki fært að álykta að Ormur, Jón langur og Þargeir hafi þangað stefnt til manndrápa einna saman, hvað sem menn vilja álíta um Jón Guttormsson og Smið. Það þekkjast allir bezt af vinum sínum, Jón og Smiður líka. gert. Benda má á það að Steinn Dofri (eftir minni) hefur talið Jón Lang, prest, Ormsson, son Orms Snorra- sonar sem var í Grundar- bardaga, og mun hann heit- inn eftir Jóni Lang, sem féll á Grund, og fæddur litlu síð- ar en Grundarbardagi varð, og gæti það ibent til þess að Ormi Snorrasyni hafi þótt Jón Langur góðrar minning- ar verður. Þótt hann tæki ekki það ráðið að ,kyssa kyr kirkjunar dyr“ eins og hann. En fyrirlesarinn þurfti að fá sem flesta af Smiðs mönn- um í útlendingaröð sína, og var nú Jóni Lang skipað þar í fyrsta sinn í íslenzk- um fræðum. Það var auðvit- að ekki verri útreið en Ari fróði fékk hjá sama höfundi í bók þagnarinnar. Það er kanske hægt að verða fræg- ur maður af svona fræðum nú á dögum á íslandi, en koma dagar — koma nýir menn og saga — að líkind- Meira. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Skraddari kom til náms- manns með reikning, sem lengi hafði verið ógreiddur og bað hann að greiða hann: „Þú þarft ekki að hafa á- hyggjur út af þessu lítilræði, því að við frændur greiðum alltaf skuldir okkar fyrr eða síðar. Hann afi minn, sem er 8*1 ára, er alveg nýbúinn að greiða eina af háskólaskuld- um símun.“ Jón Langur En Jón Langur á nú að fá sögulega afgreiðslu. Það gæti orðið viðsjált mál fyrir tilveru íslendinga að strika hann alveg út, því hann er ættfaðir allra núlifandi ís- lendinga, og örugglega geng- ið frá honum í fræðum ís- lands, bóndinn sem bjó í Axarfirði og féll á Grund, en annars ekkert um hann vitað, nema sonur hans var Finnbogi, sem kallaður hef- ur verið hin gamli. (Sjá þó grein um Árna biskup milda í Tímanum í haust sem leið), og bjó í Ási í Kelduhverfi, hinn ríkasti höfðingi. Ef far- ið er að neita þessum fræð- ■um um Jón Lang í Axarfirði, má eins vel búast við því að það verði talin röng saga að Jón Arason hafi verið háls- höggvinn í Skálholti, það er svo lygilegt að það hafi verjð um.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.