Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAglÐ Mánudagurinn 1. maí 1950, Viljið þið giftast stúlkur? Skjall og skrum hrun - þið Effir prófessor Andre Mauroðs Það má vera, að þið séuð undrandi, að prófessor skuli Teyna að kenna ykkur um ástir og giftingar. Ef til vill haldið þið, að lífið kenni ykkur þau mál betur en nokkrir kennarar. Kannske, en lífið kennir ykkur liægt og bítandi, gegnum þrautir og vonbrigði. I»ví ættuð þið ekki að læra ai reynslu annarra? Það er talið, að menn reyni að ná ástum kvenua — en raunverulega er það stúlkan, sem breytir kunningsskap og kéleríi í hjónaband. Stúlkurnar eru sagðar bíða eftir pilt- unum. Að vísu — eins og kóngulær bíða í netum sínum. Það er rétt hjá stúlkunum, að iáta mennina giftast sér. Á þann hátt eiuan verða þær fyllilega hamingjusamar. Gg kvenfóikið verður að gera ýmsar „kunstir“ til þess að ná yilja sínum, því að menn elska freMð. En allir karlmenn eru montnir og fuílir sjálfsálits. Það er sama, hvað maður er ljótur — ef-stúlka segir honum, að henni finnist liann fallegur, þá trúir hann því eins og nýju neti og er upp með sér. Eg ætla að sýna ykkur, að stytzta leiðin frá kummings- skap í hjónaband er, að stúlkan hafi áhuga á atvinnu jnannsins og sýni honum aðdáun. ... Lærið aí reynslu annarra verður mannsins nappið hann Við skulum ímynda okk- ur dálitla sögu. . Við höfum tvær persónur. María er tuttugu ára og ynd- isleg. Philip er 27 ára og arkitekt. Þau eru í sumarfríi við ströndina og flatmaga í sand- inum. Hann kvartar um, að hún sé köld við hann. Hún kvartar um, að þó hann langi til að fá hana til að dufla við sig, þá segi hann henni aldrei, að hann elski hana. Hann: Ást? Hvað er ást? Mér þykir þú betur vaxin en nokkur önnur stúlka hér um slóðir. Þú ert sú eina, sem mig langar til að vera með og horfa á. Er það ást? Hún: Nei, það er ekki ást. Vöxtur minn . . . . ég gæti al- veg eins verið teikning. Eg hef tilfinningar og hugmynd- ir, Philip. Þú ættir að muna það. Þú ættir ekki að kyssa mig aðeins vegna þess, að það er tunglsljós og stjörnu- hjart. Hann: Hvers vegna ætti ég að kyssa þig? Hún: Vegna þess að ég hef isagt eitthvað, sem þér líkar, eða vegna þess að við höfum dáðst að einhverju saman. — Mig lang^ar helzt að kyssa þig, jþegar þú talar um hlutina. Skjall. Hann: Hvaða hluti ? Og hún segir hopum, að það sé, þeg- &v hanh tali af svo miklum áhuga um atvinnu sína. Sjáið þið, hveraig hún skjallar hann. Hún segir, að þegar hann talar um eða skýr ir jafnvel erfið atriði atvinnu sinnar, þá skilji hún þá. Og Ihún segir, að þegar hann tal- ar um þá, þá verði hún „upp- numin“. „Það er eins og þegar við syndum saman,“ segir hún. „Þessar stóru öidur . . strax og þú leggur handleggina yf- ir axlirnar á mér til þess að hjálpa mér, þá 'verð ég ekki hrædd. Eg verð gagntekin." Þetta kemur Philip alveg úr jafnvægi. Hann hættir um- ræðuefninu og missir jafnað- argeðið og á erfitt um að stjórna tilfinningum sínum. (Og þar sem María er það, sem hún er, kvenmaður, þá notar hún tækifærið til þess að reyna sjálfstjórn hans og kyssir hann langa rafmagns- kossa. En einmitt þegar Philip er að komast í gang, þá hættir hun og fer að ræða um allt aðra hluti — veraldlega hluti og framtíðaráætianir hacs og vonir. Og hann segir henni allt. Og það væri sannarlega leið- inlegt fyrir hana að hlusta á það, ef hún hefði ekkert á- kveðið í huga í sambandi við hann. Hann segir henni meðal annars, að eftir um það bil ár, þá hafi hann tækifæri til þess að ferðast tii útlanda fyrir fyrirtæki sitt. Og hún andvarpar og segir: „Mikið ertu heppinn — ég elska ferðalög." Áður en hann veit af, hefur hann sagt: „Því kemurðu ekki með mér, María?“ Og hún svarar: „Pabbi og mamma myndu aldrei leyfa mér að fara í ferðalag með manni, sem ég væri ekki gift.“ En hann er óveiddur enn. Slæg kona myndi byrja ástar- atlot aftur. María veit, að enn er ekki kominn tími fyrir rómantík. Gifting er, þegar öllu er á botninn hvolft ekki tómir kossar og ástarbrögð. Svo enn einu sinni gerir hún sér upp djúpan áhuga og skjallar: „Mikið var það gott, að ég sagði pabba, hvílíkur ágætismaður þú ert.“ „Sagðirðu honum það?“ segir Philip. „Það er skrítið. Eg sagði mömmu það einmitt í gærkvöldi, að ég hefði loks- ins fundið stúlku, sem skildi mig. Flestum stúlkum finnst ég vera of alvarlegur.“ María sannfærir hann um, að alvara sé hans bezti eigin- leiki. „Vinir mínir segja mér, að ég sé alltof alvarleg," seg- ir hún. „Þeir segja, að ef stúlka sé lagleg, þá hópist menn í kringum hana. En ég vil ekki lifa fyrir karlmenn- ina. Eg vil lifa fyrir sjálfa mig.“ Og hún segist ætla að verða atvinnustúlka. „Þú verður það ekki,“ seg- ir hann. „Þú giftist.“ „Giftist?" segir hún með uppgerðarundrun. „Nei, alls ekki. Giftast hverjum?" „Mér,“ segir hann. María hefur náð sér í mann. Hvað getum við lært af henni ? Ef gifting er takmark þitt, láttu sem þú hafir áhuga á því ,þegar menn tala um at- vinnu sína og sjálfa sig. í ástum eins og í stjórn- málum verða þeir einir lán- samir, sem kunna að láta sér leiðast, og þeir verða fyrr lán- samir, sem látast njóta sín, þegar þeim leiðist. Þarf ég að benda á það, að þessa aðferð, sem við vorum að at’huga, verður að heim- færa við kringumstæðurnar. Ef hann er bóndi, verður þú að sýnast snarvitlaus í nýja súrhéysturninum hans, app- aratið, sem gefur kúnum hans upp á eigin spýtur og traktorinn, sem gerir bók- staflega öll ræktunarstörfin á heimilinu. Sé hann bakari, þá gildir sama máli um kökurnar, brauðin, kexið og allt það, sem að þeirri iðn lýtur. Ef hann er stjórnmálamaður, þá verður þú að vera tilbúin með flokkslínuna á hverju augna- blikinu. Brúðkaupsferðin. Þegar þú ert nú orðin trú- lofuð, þá hefur enginn efni á að gefa þér ráð fyrr en brúð- kaupsferðin byrjar. Byrjanir eru alltaf skemmtilegar. Erf- iðleikar lífsins eru enn ekki byrjaðir. Þeir byrja með brúðkaups- ferðinni. Allt i einu er tveim mann- eskjum, sem vart þekkja hvort annað, kastað saman í hjónabands hítina. — Þau halda, að þau þekki hvort ann að, en raunverulega þekkja þau aðeins hinar viðsjálu hlið- ar ástarinnar. Við skulum athuga ástand- ið hjá Philip og Maríu á járn- brautinni, sem flytur þau í brúðkaupsferðina. Fyrst: IIVAÍ) EKKI SKAL GERAÍ Þau byrja með því að tala um vinina, sem voru viðstadd- ir giftinguna. „Allar þessar sveittu hend- ur, sem við urðum að taka í,“ segir Philip. „Eg elska þig mjög mikið, María, en ætt- ingjar þínir eru einkennilegt samansafn. Hver var þessi gamli skarfur, sem alltaf var að segja: „Passaðu hana, góði, passaðu hana vel.“ Maríu rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hann minntist á „skarfinn“, og bendir honum á, að þessi „gamli skarfur“ sé uppáhalds frændi hennar. Og síðan spyi’ hún: „Hvér var þessi grann- vaxni maður, sem alltaf vildi -vera að kyssa mig?“ Samtalið heldur áfram í hættulega átt og Philip segir: „Þetta hefur verið hræðileg- ur dagur, en þó var það dá- lítil bót, að Kristín var yndis- lega falleg.“ Þetta er ekki heppilegt að segja á þessu augnabliki. — Maríu hefur lengi grunað, að Philip hefði verið hrifinn af Kristínu, og heldur að enn eimi eftir af þeirri hrifningu. Og samtalið verður að rifrildi. „Veiztu, hvað Bernhard Shaw sagði, þegar einhver spurði hann, hvort hann áliti það óhamingju að giftast á föstudegi," spyr Philip beizk- lega. „Hann svaraði: Auðvit- að, því ætti föstudagur að vera undantekning?“ Þetta er nóg. María fer að gráta og snýr sér út í horn í klefanum, en Philip hreyfir sig ekki. RÉTTA LEIÐIN Auðvitað getið þið sagt að fólk hagi sér ekki svona eftir gifttinguna. En það er þó mögulegt, — því að gifting- ardagurinn er alltaf erfiður, jafnvel fyrir stúlkuna, sem hertók manninn. En við skul- um athuga, hvernig þú ættir að haga þér við svona sér- stakt tækifæri. Það er sama daginn á sömu jámbrautinni og sömu hjúin. Hann: „Loksins erum við saman, fyrir fullt og allt. Eg er svo hamingjusamur, María. Hún: „Eg líka, Philip.“ Hann: „Réttu mér höndina, María — það er yndislegt að halda í hönd konunnar sinnar og hugsa, að það, sem eftir er ævinnar get ég haldið í hönd hennar eins og mér sýn- ist .... það er að segja, ef hún vill það.“ Hún: „Ó, hun mun vilja það alltaf, Philip.“ Hann: „Elskan, ég ætla að kyssa þessar töfrandi varir. Að hugsa sér, að við getum kysst alltaf eins og þú segir. Eg vli halda þér, ekki vegna hvemig á ég að koma orðum að því? .... löglega trú mér. Eg vil halda þér, ekki vegna þess, að lögin mæla svo fyrir, heldur vegna hins, að þú ert mín.“ Hún: „Það er meira en það, Phihp. Eg hef kosið að vera þín. Héðan í frá lifi ég ekki fyrir mig sjálfa., heldur fyrir þig líka.“ Hann: „Ef þú heldur áfram að segja þessa fögru hluti, þá hætti ég aldrei að kyssa þig.“ Og svo framvegis.......... Ég undirrit . . . . . óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavik »

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.