Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 5
Mánudagurimi 1. maí 1950.
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
5
Hvimleiðir gesfir
Kona ' nokkur skrifar mér
bréf, sem hljóÖar svona:
„Kæra Clio. Eg- held, aö ég;
sé ekki ógestrisnari en gerist og
gengur, en mig langar til hess
að biðja þig að minnast á þi hvim
leiðu tegund fólks, sem kem-
ur.í heimsóknir i öllum tímuin
og þá helzt þegar verst gegnir
Fólk þetta skeytir því engu, þótt
maður sé á kafi í verkunum eða
haf'i öðru að sinna; það ætlast
til, að farið sé að hafa fynr sér,
hanga yfir sér og spjalla.
Ekki veit ég, hverju það sæt-
ir, en alltaf er ég að fá svona
heimsóknir.
Sem dæmi get ég neínt það,
að um daginn var ég önnum kaf-
in við að pressa föt, strauja kjól-
inn minn og snóast í ýmsu, því
að við áttum að fara í leikhúsið
klukkan átta um kvöldið. Þá kom
kona nokkur í heimsókn, sem ég
þckki frekar lítið. Eg bauð henni
inn til málamynda, eins og lög
gera ráð fyrir, en bjóst satt að
segja við .því, að hún’mvnd: fara
mjög bráðlega, vegna þess áð ‘<
sagði henni, að ég væri að útbúa
okkur í leikhúsið.
En það var öðru nær. Hún
kom klukkan fimm og fór klukk-
an sjö! Eg þurfti að hafa fvrir
kaffi, sitja inni í stofu vfir henni
og reyna að fitja upp á umræðu-
efnum, því að við eigum fremur
lítið sameiginilegt og fátt van-
talað saman. Þú getur ekki í-
mypdað þér, hvernig mér leið!
Ekki gat ég rekið hana út. og
hún vildi ómögulega láta sér
skiljast það, að ég hafði öðru að
sinna, þar sem ég hefi rnga liús
hjálp
Þegar hún loksins fór, þurfii
ég á einum klukkuttma að geía
manninum og krökkunum að
borða, reka börnin í rúmið og
búa mia; í leikhúsið CV be(nu
D D J D
við loksins á síðustu stundu kom
umst niðureftir, var ég svo upprif
in og'þreytt, að mér lá við að
skæla.
Þetta er nðeins citt damið ai
mörgum. Fólk
getur
r veriö s\’;> ó-
trúlega þaulsætið, þótt það viti,
að maður hefur engan tima tii að
hanga yfir því. að ég hefi stund-
um velt því fyrir mér. hvort þnð
stafi af því, að það hecur enga til-
finningu fvrir bví að ttern ekki
öðrum ónæði. eða li \ort þetta er
beinlínis gert tii j ess að ergja
mann?
Oðru máli gegnir auðvitað
um vinkonur mínar og aðra góð
kunningja. Sé ég önnum kafin,
þegar þau koma í heimsókn, þá
lield ég ótrauð áfrani störlum
mínurn, og geta þau þá setið hiá
mér í eidhúsinu og spialiað \áð
mig, ef þau vilja. Langi þau
í kaffi, þá læt ég þau hita það
sjálf, þegar svo stendur á.
En gagnvart þessum heim-
sóknum þaulsætna fóiks'rií. senr
.vill sitja í stofu-og láta hafa fyr-
ir sér, þegar verst gegrúr, eins
og t d. konan mr daginn, er
maður algjörlega varnarlaus. A
maður að vísa því á dyr í fússi,
þegar það vill ekki skilja það
með góðu, að heimsóknin er
ekki tímabær?
Með beztu kveðjum. S.M.“
S. M. heíur mikið til síns
máls, og þeir þaulsætnu ættu að
hirða sneiðina og reyna eftirleiðis
að finna það, hvenær þeir eru
velkomnir og hvenær ekki. En
það undarlega er, að sumt fólk
heldur, að það sé sjálft svo
skemmtilegt og dásamlegt, að
það komi aldrei til óþæginda,
hvernig sem á stendur, og; situr osj
situr heilu og hálfu dagana og
stundum fram á rauða nótt, þar
til gestgjafar eru farnir að gapa
og geispa.
fdefði ég verið í sporum S. M.
um daginn, þegar hún átti að
fara í leikhúsjð, þá hefði ég sann
arlega rekið kerlinguna út, —
annað hvort með góðu eða illu.
En það er hart að þurfa þess.
Grútarstybban
• í síðasta Mánudagsblaði var
mikið talað um grútarstybbuna,
sem leggur stundum yfir bæinn.
Varla getur það sakað, þótt
minnzt sé á þennan dómadags-
ófögnuð, en hætt er við, að það
beri lítinn árangur, þar eð verk-
smiðja þessi er þegar komin á
laggirnar og tekin að framleiða
fýlu sína.
En það er önnur fýlu-upp-
spretta hér í bæ, sem bæjaryfir-
völdin ættu með hægu móti að
geta stemmt stigu fyrir. Og það
er það, að meina fólki að bera
grútarstybbu-mjöl á túnbletti
sína. Fýlan frá verksmiðjunni
ætti að duga okkur (og vel það!),
án þess að fólk sé að bæta nokkru
þar við af’ sjálísdáðum.
Satt að segja hélt ég, að bann-
að hefði verið að bera síldarmjöl
á ''tftnbletti í bænum. En það
hlýtur að vera rangt, því að t. d.
má geta þess, að túnið við eitt
hús’við Laufásveginn er alþakið
síldarmjöli.
Af þessu leggur hinn megnasta
óþef, og taka flestir vegfarendur
á sig; stóran krók til þess að
sleppa við að anda „ilmi þess-
um að sér.
Fólkið, sem þarna býr, hlýtur
að vera afar hrifið af þessari fýlu,
því að varla getur annað verið en
að hús þess angi alltaf af grútar-
lykt, ef það nokkurn tíma opnar
glugga. Og sé svo, þá fyndist
mér það nærgætnara, ef það stráði
ögn af síldarmjöli í stofur sínar
til þess að njóta iknsins sjálft,
heldur en að eitra loftið fyrir al-
saklausum vegfarendum með því
að strá þessum fýlugjafa á túnið.
Nei, við höfum nóga ólykt
samt, þótt garðeigendur séu ekki
að bæta þar gráu ofan á svart.
Og ég segi fyrir mig, að ég kýs
heldur að finna hreinlega mykju-
lykt, heldur en þessa þykku, við-
bjóðslegu grútarfýlu.
Meira m SkúEagöfu-
híisin
Um daginn skrifaði ég lítillega
um sóðalega umgengni í bæjar-
húsunum við Skúlagötu. Mig
grunaði, að hreinlegt fólk, sem
þarf að búa þarna innan um sóða
og skemmdarvarga, mundi verða
mér sammála, þar eð því þætti
leitt að þurfa að liggja undir sóða
orði vegna þessa fólks. Enda kom
það á daginn.
í fýrradag fékk ég skilaboð
um það, að kona nokkur, er
byggi í Skúlagötuhúsunum, vildi
tala við mig. Með hálfum huga
hringdi ég til hennar, því að satt
að segja bjóst ég við, að fá eiry
hverja skammardembu yfir mig.
En því fór víðs fjarri. Þetta
kona, og
var
greinagóð
var bún hin elskulegasta, og spjöll
uðum við heilmargt saman. —
Helzt hefði hún viljað bjóða mér
heim til sín upp á svellandi kaffi-
sopa, en úr því gat því miður ekki
orðið. Hún vildi láta mig sann-
færast um það, að ekki væru allir
sóðar, sem í húsum þessum
byggju, en það vissi ég nú fyrir-
fram. En hitt er líka staðreynd,
að sóðarnir eru auðsjáanlega of
margir, og fá þá þeir hreinlegu
ekki við ncitt ráðið.
Frúin kvaðst fegin þviý að ég
skyldi hafa minnzt á þetta, og
sagði,’ að sig hefði lengi langað
til, að vakin væri athygli á þessu.
Hún sagðist fara mjög lítið ut
sjálf, og þar eð það væri hennar
aðalánægja í lífinu að hafa hreint
og þokkalegt í kringum sig og
hlúa að heimili sínu, þá tæki sig
það sárt, að þurfa að búa innan
um fólk, sem gengur um eins og
svín, en ekki menn. Sagði hun,
að líkt væri ástatt um marga
aðra, sem þarna búa.
„Þegar bærinn á húsið, þá er
eins og fólkinu sé alveg sama,
hvernig það gengur um. — Það
nennir ekki einu sinni að banna
börnum sínum að eyðileggja og
skemma að gamni smu. Bærinn
á bara að borga,“ hélt hún afram.
Sem dæmi um þetta, sagði
hún mér frá því, að einu sinni
hefðu þau hjónin heyrt barsmíði
mikla frammi í ganginum. Mað-
ur hennar hajfði farið að aðgæta,
hverju þessi ósköp sættu, og sá
hann þá, hvar nokkur börn vöru
í óðaönn að mölva steypuna upp
úr stiganum og veggjunum með
hamri! Er hann leyfði sér að fara
fram á, að þau hættu þessu, svör-
uðu þau skætingi einum. For-
eldrar þeirra létu sér einnig fátt
um finnast.
Eins sagði hún, að bak við
húsin hefðu verið túnblettir, sem
íbúum hefðu verið ætlaðir til af-
nota á góðviðrisdögum. — Sumir
þeirra væru nú orðnir að moldar-
flögum vegna þess, að strákar um
fermingaraldur notuðu þá til fót
boltaleikja.
Mér varð þá á að spyrja, hvort
ekki væri þarna neinn húsvörð-
ur, sem hefði eftirlit með því, að
börn og fullorðnir léku sér ekki
að því að eyðileggja eignir bæjar-
ins. Hún sagði, að að visu væri
þarna húsvörður, en hann hefði
svo mörgu öðru að sinna fyrir
bæinn, að hann mætti ekki vera
að.því að líta eftir umgengninni,
— enda léti hann hana sig harla
litlu skipta.
„Nei, bærinn á ekki að eiga
hús sjálfur, heldur á hann að
selja íbúðirnar,“ sagði frúin. „Eg
hef áður búið í húsi, sem var eign
bæjarins, og það var alveg sama
sagan. Fólk er margt svo éin
kenniléga hugsandi, að það
hugsar sem svo, að ekkert geri
til þótt það skemmi og eyðileggi.
Bærinn borgar! Og þar sem en
inn er til þess að gæta hagsmuna
eigandans, þar verður engra hags-
muna gætt. Þér gerðuð um dag-
inn samanburð á umgengninni í
þessum húsum og húsunum við
Hringbrautina. En það er ekki
réttmætt, því að þar eiga íbúarnir
sjálfir hver sína íbúð. Og það,
sem fólk á sjálft, reynir það að
vernda fyrir skemmdum."
Eo- álít, að bessi frú hafi mikið
D
til síns rnáls. Menn geta bezt séð
það á því, að hús þau, sem bær-
inn á sjálfur, hafa ótrúlega fljótt
fallið í niðurníðslu. Það er fjandi
hart, að fólk skuli geta verið svo
mikill skríll, að því þyki sjálf-
sagt að eyðileggja allt, sem bær-
inn á. Getur það ekki skilið þab.
að kostnaðurinn'af. mikilli firn-
ingu bæjareignanna kernur niður
á því sjálfu, — kemur niður á
okkur skattgreiðendum ?
Ef bærinn ætlar að halda því
áfram að byggja hús og reka þa*u
sjálfur, þá ætti hann að athuga
það, að það hlýtur að borga sig,
að hafa húsvörð á hverjum stað,
'sem hefur strangt eftirlit með
því, að fólk gangi sómasamlega
um, en yrði ella að víkja ur hus-
næðinu..
Til slíks starfa ætti bærinn að velja
-d« -■•‘v,y.
samvizkusama, miðaldra verka-
mðrin af gamla skólanum, sena
þréýttir eru orðnir eftir langan
vinnudag, og þarfnast þess að fá
rólega atvinnu. Þeir ættu að fá
frítt húsnæði og sæmilegt kaup,
svo að þeir þyrftu ekki að hafa
annað fyrir stafni en að ráfa um
eignina og sjá um það, að börn
og fullorðnir gengju vel um. —
Eins ættu þeir helzt að vera lag-
hentir, þannig að þeir gætu ditt-
að að ýmsu, sett rúður í og því-
umlíkt.
Allir, sem í bæjarhúsum búa,
ættu að heimta bað, að slíkur hús-
vörður sé til staðar. Sóðarnir og
skemmdarvargarnir mundu þá
neyðast til þcss að læra það að
ganga um húsin eins og mann-
eskjur, og hinir, sem alla tíð
ganga snyrtilega um, hvar svo
sem þeir búa og hver sem húsið
á, þyrftu ekki að bera kinnroða
fyrir því að búa í húsum, sem
bærinn á og orðlögð eru að verða
fyrir sóðaskap.
Ög firning á húsunum hlýtur
að vera gífurleg á ári hverju, þar
sem fólk og börn gerir allt, sem
það getur til þess að níða þau
niður, og notar jafnvel hamra til
þess að ná sem ,,beztum“ ár-
angri! Tel ég því, að öllu athug-
uðu og samanlögðu, mundi það
borga sig fyrir bæinn, að borga
húsverði sómasamlegt kaup fyr-
ir það eitt, að gæta hagsmuna
sinna og skattgreiðenda í húsum
þessum.
CLIO.
RADDIR
LESEHDANNA
Framhald af 3. síðu.
sem tízkutildrið hafði ekki
hafið yfirreið sína um sveitir
landsins og hver og einn
minnkaðist sín ekki fyrir
það að koma til dyranna eins
og hann var klæddur. Bónda
þótti það óþarfi, er menn
tóku upp á þvi að sýna ein-
hverja smávegis tilbreytni í
klæðaburði. Hann hafði átt
að segja: Hér fyrr á öldum
gengu menn í einum svell-
þykkum vaðmálsbuxum og
létu sér það nægja, en nú eru
menn farnir að ganga í grá-
bröndóttum ullarfötum. Já
svo sagði þessi góði bóndi.
En hvernig er ástandið í
þessum málum nú til dags.
Það mun ekki óalgengt, að
sumar frúr þessa bæjar neiti
að fara með mönnum sínum
á héraðamót eða aðrar sam-
komur, nema þeir skaffi
þeim nýjan , kjól, þó að
klæðaskápar þeirra séu
kannski svo yfirfullir af ó-
aðfinnanlegum kjólum, að
ekki komist fleiri fyrir.
HERMAHN.