Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 3
Mánudagurinn 1. mai 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ ’-IBTOT 'fi'i I uw.i.pwm'.v S RADDIR LESENDÁNNA Herra ritstjóri. í tilefni af grein í blaði yðar umm Tóbakseinkasölu ríkisins, iangar mig aö varpa þeirri spurningu fram, hversvegna nefndri einkasölu líðst að stór- hækka verð á öilum sínum fyrirliggjanidv örum — sera keyptar munu vera með eldra gengi, en ása ma tíma er skorað á aiia að sýna ,.þegnskap“ — og ekkert má hækka sem keypt hefur ver ið áður en gengislækkunin varð, enda heldur ekki á- stæða til þess. Eg er pípu- reykingamaður, reyki teg- und sem fáir nota og alltaf er fáanleg, en nú hækkar þessi tegund urn rúmar 5 krónur dósin — þótt áreið- anlega sé um gamlar byrgð- ir aö ræða. Svona. hegðar hið „opinbera" sér, en við hinir aumingjarnir — sem fyrir nokkru voru þó hátt- virtir kjósendur, eigum bara að sýna ,.þegnskap“ — þá er allt í lagi. Pípureykingamaður. * \ Mánudagsblaðið! Það, sem ég hef verið að brjóta heilann um nú upp á síðkastið er: Hvað líða enn mörg ár, þar tii Samband ísl. samvinnufé- laga er búið að saína mest öllum fjármunum íslendinga undir sinn hatt? Gaman væri að geta athugað, hvað mikið af fasteignamati þjóðarinnar er á höndum bændanna og S. I. S. í dag. Hver auðsöfnun bændanna hefur verið sein- ustu 10—15 ár. Hvað mikinn hluta S. I. S. og bændumir hafa fengið af fjárfestingu þjóðarinnar undanfarin ár. — Hve marga bíla, þvottavélar, ísskápa, yfirleitt heimilistæki S. í. S. hefur fengið innflutn- ing á seinustu árin. Hvað mik- ill hluti móts við alla aðra innflytjendur. — Og margt fleira mætti spyrja um í þessu sambandi. ’Eins og alþjóð veit, hafa bændurnir, af stéttum til, orð ið þeir fyrstu til að hljóta meðgjöf með framleiðslu sinni. Hvað hefur S. 1. S. auðg azt um margar milljónir síð- an ? Hvað haf a kaupfélögin og Sambandið byggt og keypt margar hallir í borg og bæ á sama tima ? Keypt mörg skip og fyrirtæki o. s. frv. Allt þetta er mikill fróðíeikur að fá að vita, og allan almenning þyrstir í þennan fróðleik. Er það heilbrigð þróun mál anna, að S. í. S. og bændum- ir, ein stétta- í þjóðfélaginu, fái umyrðalaust að halda áfram að gera sig og félagsskap sinn að stór- veldi í landinu, meðan þú og ég erum látnir blæða til ó- lífis? Hin hliðin er svo sú, að ef einhver jum bónda hlekk- ist á, horfellir fé sitt, missir heilsu, sem sagt verður hjálp- arþurfi, þá er það ég og þú, sem átt að hjálpa. Ekki gerir viðkomandi kaupfélag það,- ekki helöur S. I. S. Nei, það er útilokað, að hans eiginn auðhringur hlaupi þar undir bagga, það auðvald, sem hann hefur þó kannske eytt sínu hálfa lífi til að skapa. Það opinbera, þú og ég, verða að koma þar til hjálpar, og þeg- ar sú hjálp hefur verið innt af hendi, þá tekur viðkomandi kaupfélag við honum aftur, og allt er í lagi. Hvers konar þjóðfélagsfræði er hér á ferð ? Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hefur marga menn í þjónustu sinni, eðli- lega, ekki er svo lágt á þeim risið. Hin þrautpínda bænda- stétt íslands hefur ráð á því, að undirhalda hér í Reykja- vík mjög fjölmennt skrifara- lið. Rétta tölu veit ég ekki, en vart mun þar færra en 2 til 3 hundruð manns, og flest- ir munu skrifaramir vera. A bílastæði Sambandsins, sem mundi metið hér nokkur hundruð þúsundir, samanber Hótel Islands-grunninn, standa daglega. tugir svo- nefndra „Luxusa". — Margir nota kannske ekki bíla sína úr og i mat, og eru þeir þá geymdir heima. Vel mætti gizka á, að lið þetta ætti um 50 bíla, sennilega miklu fleiri. En ef þeir væru 50, þá væri verðmæti þeirra í dag ca. 20 milljón króna virði. Segjum nú að þeir, eins og aðrir dauðlegir menn, hafi þurft að kaupa ca. helminginn af þeim á svörtum, er þá andvii'ði þessara bíla milli 30 og 40 milljón króna. Hvað margir bændur á íslandi hafa hug- mvnd um, hversu auðugir þeir eru nú árið 1950? Þá vildi ég minnast á brun- ana og óhöppin, sem nú um tíma hafa hrjáð okkar þjáða þjóðfélag. Vilt þú ekki, góða Mánudagsblað, hafa fastan ramma í blaði þínu, sem þú þó birtir ekki nema þegar eitt hvað hefur skeð. Eg meina, að nú þegar þú birtir þú lista yfir það, sem orðið er, og næst þegar bruni eða skemmd ir verða á miklum verðmæt- um, þá birtir þú aftur listann í heild, að viðbættu því sein- asta. Bezt væri, að þú yrðir þér úti um verðgildi hvers tjóns og segðir frá því aftan við hverja frásögn. Það er mjög mikils virði, að þjóðin fylgist með í þessum málum. Eg man nú ekki, hvar upp- hafið er að þessari runu, en kannske er það, þegar 65 síldarnætur brenna rétt fyrir síldarvertíð. Þá eni íshús- brunarnir o. fl. Og nú sein- ast íkviknunin í Lagarfossi, sápuverksmiðjan á Akureyri og skemmdirnar á sykrinum og gærunum í Reykjanesinu. Allt þetta eru mikil „valuta- spursmál“ fyrir þjóðina, og virðist varla einleikið. Skattgreiðandi. ★ Að unöanförnu hefur tölu- vert borið á því, að hringt hafi verið til mín, aðallega hafa þetta verið konur, og erindið þá eins og oft vill verða hjá þeim eitt og hið sama, að spyrja um heilsufar mitt. Þetta hafa verið giftar konur, ógiftar konur, sauma- konur, hjúkrunarkonur og allskonar konur. Þessi mikla umhyggja kvenna þessara fyrir heilsufari mínu virðist, eftir því sem ég hef komizt næst, stafa af grein, sem birzt hafði í Mánudagsblaðinu fyr- ir ekki all löngu og töldu þær mig föðurinn. Spurning- arnar voru venjulega þessar. Er hann heima? Eg kvað hamr ekki við. Eigið þér heima þarna? Já, ég kvað svo vera. Segið mér, hvernig hefur hann það? Og án þess að bíða eftir svari, héldu þess ar kjólklæddu verur tuttug- ustu aldarinnar áfram leit- inni að saðningu við sinni meðfæddu forvitni. Þetta er, svo kom nafnið, föðurnafnið og ættin í tíunda lið. Sko, mig langaði svo mikið til þess að frétta eitthvað áf honum, hefur hann kannske ekki verið heima að undan- förnu. Sko, það er óhætt að segja mér eins og er, ég þekki hann svo vel, ég meina hann er þó víst ekki kominn á spííalann. Þarna hafið þið það, þið skuluð bara segja fólki sann leikann í Ijósi náttúrunnar, og sjá svo, hvernig fen Fyrstu dagana á eftir, þá.,er þið mætið vipjim á gptu borg arinnar, þá megið þið búast við því, að þeir horfi á þig með uppmálaða skelfingu í andlitunum og sama augna- ráði og ugla horfir á músar- holu. Já, tímarhir breytast og mennirnir með, það er óhætt að táka undir það; máltæki. Fyrir ekki állmörgum tugúm ára var uppi góður og gegn bóndi. Það var á þeirn árum, Framhald á 5. síðu. Mánudagsblaðii fæst á eftirtöldum stöðum Békaverzlunum: Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymuudsson Isafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Eimreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Braga Brynjólfssonar VerzL Helgafell Berg.str. Bækur og ritföng Greiðasölustöðum: Fjólu Florida West End Litla kaffistofan Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa ! Óðinsgötu 5 Vöggur Hressinsarskálinn Stjarnan (Laugáveg 86) Skeifan Isbúðin, Bankastræti argi ; Verziunum: Skálholt Axelsbúð Barmahlíð 8 Söluturni Austurhæjar Sigf. Guðfinnss. Nönnug. 5 | Árni Kristjánss. Langli.v. Rangá Skipasundi Brífandi (Samtúni 12) Leikfangag. Laugaveg 45 Drífandi Kaplaskjólsv. Nesbúð I Þorsteinsbúð | Júliusar Evert Lækjargötu Verzlunin Ás Hvérfisgötu 71 1 Árna Páissonar Mikltibr. !

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.