Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 8
Göbbels hlær
helvíti
r
I
Crein þessi birtist I einn af dagblöðum Lundúna og er eftir
Rricbard Crossman, sem er m'eSlimur neSri deildar brezka jrings-
ins. Creinin er skrifuS í tilefni af rœSu, sem Winston Churcbill
hélt nýlega, j>ar sem hann rœddi ttm aS vópna ÞjóSverja til f>ess
aS verja Vestur-Evrópu.
Mig hefur lengi grunað að
endurvopnun Þýzkalands
væri raunveruleg stefna
brezka íhaldsflokksins og
Bandaríkjamanna. En Chur-
chill neitaði því samt sem
áður núna síðast í fyrrasum-
ar. Eg skoraði á hann í. þing-
inu 21. júlí að svara því hrein-
lega, hvort til stæði að vopna
Þjóðverja til þess að verja.
Vestur-Evrópu.
Hann svaraði mér þessum
orðum: „Eg er því mjög fylgj
andi að afvopnunaraðgerðum
gegn Þýzkalandi verði haldið
áfram. Eg hef aldrei sagt
neitt gegn því. Herra Cross-
man er nú að reyna að koma
á mig ýmsu, sem ég hef aldrei
haft í huga.“
Ef Churchill hefur ekki
haft það 1 huga í júlí síðastl.,
að endurvopna Þýzkaland, þá
hefur hann sannarlega komizt
á þá skoðun síðustu 9 mánuð-
ina; og það var réttmætt hjá
Attlee að kalla ræðu hans um
endurvopnun Þýzkalands gá-
lauslega.
Aðeins fimm árum eftir lok
2. heimstyrjaldarinnar sem
Þýzkaland hefur hafið, þegar
300.000 vesalingar, sem
sluppu við gasofnana bíða enn
i Þýzkalandi eftir að fá heim-
ili í öðru landi, stingur Churc-
hill upp á því að vopna Þjóð--
verja svo að þeir verði verj-
endur vestræna lýðræðisins.
Dr. Göbbels hlýtur að lilæja
í helvíti. í síðasta útvarpser-;
indi sínu frá Berlín, þegar ó-
sigurinn var viss, spáði Göbb-
els, að herra Churchill myndi
brátt komast að raun um að
hann hefði barizt í röngu
•stríði og hengt ranga stríðs-
glæpamenn og myndi bráð-
lega biðja um þýzka aðstoð
gegn Rússum.
Ef Churchill hefur á réttu
að standa nú, þá liafði Dr.
Göbbels á réttu að standa
1945. En í því tilfelli væri sá
Churchill, sem deildi á friðar-
stefnu Chamberlains og
drakk skál Stalins á Yalta, ó-
hamingja brezku þjóðarinnar.
Mér er gjarnara að hugsa,
að maðurinn, sem var leiðtogi
okkar í mestu raunun-
um, þótt hann gerði mörg ax-
arsköft, hefði haft á réttu að
standa um þýzku pláguna, og
að maðurinn, sem við 'heyrð-
um tala í þinginu nýlega væri
ekki hinn raunverulegi Churc-
hill, heklur vofa Neville
Chamberlains.
Auðvitað hefur Churchill
eitt mögulegt svar — að við
höfum lokið annarri heim-
styrjöldinni og verðum að
undirbúa okkur undir þá
þriðju.
Þjóðverjar eru ekki lengur
nein hætta, en Rússar eru
það svo við verðum að gleyma
gömlum erjum og vopna Þjóð
verja.
En hvaða Þjóðverja? Það
er varla til sú f jölskylda, sem
ekki hefur misst ástvini í
styrjöldinni og það síðasta,
sem þýzkur verkamaður vill
fá upp í hendurnar er byssa.
Hann vill öllu fremur vinnu,
hús og rólegt líf. Þeir einu,
sem vilja endur\mpnun eru
Ruhr-barónarnir, nazistarnir
fyrrverandi og leiðtogar hinn
ar þjóðernislegu æskulýðs-
hreyfingar, sem vegna ame-
rískrar hjálpar eru nú að fá
aukin áhrif í Vestur-Þýzka-
landi. Ef við látum þá fá vilja
sínum framgengt þá eyðileggj
um við síðasta tækifæri okk-
ar til þess að Þýzkaland verði
að friðsömu lýðveldi.
Og hversvegna ættum við
að trúa því að þessir þýzku
þjóðernissinnar yrðu banda-
menn okkar, sem hægt væri
að reiða sig á ?
Þeir eru þegar farnir að
heimta, að Frökkum beri að
skila aftur kolanámunum í
Saar og Pólverjar skili aftur
Slesíu.
Ef við opinberlega játum,
að við séum of aumir til þess
Þetta er nýjasta útgáfa af vor-
höttum. — Ekki ólaglegtr.
MARSHALLHJÁLPIN
TIL EVRÓPU
Framhald af 1. síðu
Evrópuríkjanna á fyrstu
tveim árum Marshalláætlun-
arinnar alls 8,726,500,000.
dollurum.
Heildarframlög til hvers
einstaks hinna þáttökuríkj-
anna í marzmánuði, og í þau
tvö ár, sem Marshall-áætlun-
in hefur verið framkvæmd,
eru sem 'hér segir:
Fyrri töluliður ei"upphæðin
í marz 1950, en síðari heildar-
f járhæð í dollurum.
Bretland:
39.900.000 2.391.400.000
Frakkland:
119.100.000 1.838.800.000
ítalía:
67.500.000 974.500.000
V.-Þýzkaland: 4.100.000 840.400.000
Holland: 18.500.000 808.900.000
Belgía-Luxemburg:
11.800.000 472.200.000
Austurríki: 14.900.000 404.900.000
Grikkland: 18.500.000 301.400.000
Danmörk: 11.500.000 189.100.000
Noregur: 8.800.000 172.400.000
írland: 4.700.000 117.700.000
Svíþjóð: 5.000.000 84.400.000
Tyrkland: 7.600.000 82.500.000
Trieste: 1.400.000 23.900.000
Portúgal: 8.400.000 13.100.000
að verja okkur kn. aðstoðar
þeirra, mundu þeir aðeins
snúa sér við og hóta að semja
við Rússana.
Það myndi ekki vera hótun
ein saman eða hefur herra
Churchill gleymt Hit!er-Stal-
ín sáttmálanum?
MÁNUDA6SBLADIB
Af en gismá I i n
Framh. af 4. síuðu
þeim þó ætti að vera ljúft að
bjarga. Þeir berja sér á
brjóst og þakka fyrir, að þeir
eru ekki eins og þessir menn.
Þeir sjálfir eru hinir heilögu
og frelsuðu, logandi af sjálfs-
ánægju út af yfirburðum sín-
um yfir drykkjumennina.
Þeir eru fullir af ergelsi og
geðvonzku út í allt og alla,
sem ekki eru eins og þeir. Þá
skortir gersamlega allan
húmör. Ef ég ætti að nefna
einhver einkenni temiplara
öðrum fremur, væri það
fyrst geðvonzka og í öðru
legi sjálfbyrgingshátturinn.
Það er þessi andi, sem veld-
ur því, að sífellt dregst inn
í stúkurnar framhleypið, sér-
gott og geðvont fólk og tek-
ur þar öll völd, en menn, sem
vilja vinna að jákvæðu um-
bótastarfi, fá þar engan byr.
Fólkið, sem ræður í stúkun-
um, er þangað komið til að
láta ljós sitt skína, hneyksl-
ast á auðvirðileik náungans
og hælasf um af því, að það
sé betra eri aðrir. Það er
Iðnnemar mófmæia
30. marz-dómunum
Á fundi stjórnar Iðnnema-
sambands íslands, sem hald-
inn var 21. þ. m. var ein-
róma samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Stjórn Iðnnemasam-
bands íslands mótmælir
harðlega hinum ranglátu
undirréttardómum, sem
kveðnir hafa verið upp
yfir 20 íslendingum,
vegna atburðanna 30.
marz 1949.
Stjórnin tekur eindreg
ið undir þær áskoranir,
sem fram hafa komið á
æskulýð landsins, um að
hann beiti sér fyrir að
dómum þessum verði
hrundið og hinir dæmdu
sýknaðir.“
Utvarpið
Framh. af 1. síðu.
gætt safn klassiskra verka á hljómplötum, en Útvarpshljóm-
sveitin er í sannleika sagt mjög léleg. Létt lög og danslög eru
hvort tveggja gamaldags, enda. segir almannarómur, að út-
varpið kaupi draslið, sem ekki selst í hljóðfærahúsum bæjar-
ins.
Rekstur hins íslenzka ríkisútvarps er í heild svo langt
fyrir neðan allar þær kröfur, sem menn gera til slíks fyrir-
tækis, að fádæmmn sætir. Allstaðar nema hér væri fyrir
löngu búið að hreinsa til og varpa burt þeim óþarfalýð, sem
felst innan stofnunarinnar og lifir af henni. Landsmenn
borga gjöld til þess að geta notið ánægjunnar, sem vel rekið
útvaq) gæti veitt þeim. Útvarpið hikar ekki við að hóta
refsiaðgerðum í garð þeirra, sem ekki greiða þessi gjöld, en
varan, sem manni er ætluð fyrir þessi gjöld, er maðkétinn
óþverri.
þessi andi, sem veldur því,
að stúkunum gengur svo illa
að fá áheyrn hjá heilbrigðum
æskulýð. Unga fólkið rís af
heilbrigðri eðlishvöt gegn
allri þessari sérvizku, geð-
vonzku, fýlu og sífelldu
hneykslunum á brestum ná-
ungans
Oft er eins og terirplarar
finni til þess í leynum hug-
ans, að ekki sé allt hjá þeirn
eins og vera ætti. Þessi van-
máttarkennd þeirra sést bezt
af því, hve illa þeir þola
alla gagnrýni, en það er jafn-
an einkenni þeirra manna,
sem innst inni eru óánægðir
með sjálfa sig og störf sín.
Hverri hógværri og góðvilj-
aðri gagnrýni á starfshætti
templara hafa þeir svarað
með straumi af fúkyrðum og
svívirðingum. Allt slíkt á að
vera sprottið af svívirðilegu
innræti og samúð með
drykkjuskap og hvers konar
spillingu. Það er ekki heil-
brigður félagsskapur, sem
ætlar alveg að tryllast, hve
lítið sem hann er gagnrýnd-
ur. Sá sem bregzt æfur við
gagnrýni, viðurkennir með
slíkri framkomu, að hann
innst inni viti, að gagnrýnin
sé réttmæt. Ofsinn og reið-
in eru til að bæla niður þessa'
vitneskju með sjálfum sér.
Templarar hafa í starfi
sínu gefið því allt of lítinn
gaum, að ofdrykkja er oftast
afleiðing einhverra alvar-
legra þverbresta í sálarlífi
manna. iMenn drekka til að
hrinda af sér áhyggjum,
feimni og óframfærni eða
þá til að fylla eitthvert tóm,
af því að þeir eiga sér engin
áhugamál. Bezta vörnin gegn
drykkjuskapnum er sú að
hjálpa mönnum til að yfir-
-vinna þessar veilur og erfið-
leika, svo að þeir fleygi sér
ekki í fana drykkjuskapnum
af þeim ástæðum. Það verður
bezt gert með því að hjálpa
mönnum til að öðlast heil-
brigt sjálfstraust og fá þeim
í hendur viðfangsefni, sem
eru við þeirra hæfi og vekja
áhuga þeirra. Ef templarar
ynnu í þessum anda í stað
þess að hneykslast og
hneykslast og tútna út af
geðvonzku og fýlu og hrósa
sér af því, að þeir séu ekki
eins og aðrir menn, væri
von til þess, að starf þeirra
bæri meiri árangur en nú er
og hlyti samúð alþjóðar.
Eg vil í allri vinsemd
skjóta því að templurum, að
þeir taki nú rögg á sig og
vinni af alefli að því að koma
á fót myndarlegu drykfcju-
mannahæli, en spari á meðan
leiðinlegu fundahöldin og
lofi montnu skrafskjóðunum
að hvíla sig um stund.
AJAX.