Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Page 7

Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Page 7
Mánudagur 12. júní 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7i íslandsmótið Framhald af 8. síðu. inu með hendi. Dæmd var vítaspyrna og skoraði Gunn- laugur úr henni. Leit nú illa út fyrir Reykjavíkurmeist- urunum, 2:0 þeim í óhag. Þeir voru samt ekki búnir að missa móðinn. Hófu 'þeir geysimikla og þunga sókn og þjörmuðu mjög að Víkingum. Voru þeir á tímabili sem sagt einráðir á vellinum. Fengu þeir einnig fjölmargar horn- spymur á Víkinga. Þeirra fyrsta mark skoraði Lárus og var það eitt fallegasta mark sem hefur sézt hér í sumar. Annað markið gerði Sæmund ur úr aukaspyrnu af löngu færi sem Gunnar hefði átt að geta varið. Þriðja markið kom úr vel teknu horni sem Lárus skallaði að lokum í mark. Fjórða markið kom úr aukaspyrnu sem Hermann tók. Framarar unnu sem fyrr segir á sínu góða út'haldi og þrautseigum sigurvilja sem virðist aukast hjá þeim við hverja raun. Beztu menn framlínunnar voru þeir Lár- us og Óskar og er sá fyrr- nefndi að verða hættulegasti miðframh. sem við eigum. Ríkharður er að komat á strikið aftur og var sæmileg- ur í þesum leik. Hermann og Sæmundur réðu mestu á mið biki vallarins. Vömin var ó- likt traustari en í seinasta leik. Beztu menn Víkinga voru þeir Kristján og Gunnlaugur, sem voru báðir harðduglegir. í vörninni var Helgi eins og klettur traustur. Veiku hlið- ar liðsins voru útherjarnir, sem ekki einu sinni geta tek- ið sæmileg horn hvað þá ann- að. Leikinn dæmdi Hrólfur Benediktsson og stöðvaði hann leikinn óþarflega oft vegna smávægil. yfirsjóna. K.R.—Víkingur 2:2 Veður var mjög óhagstætt fyrir knattspyrnu og var leik urinn því mjög þvælinn og leiðinlegur. KJt. liðið náði engum samleik og óvenju mikill baráttuhugur í Vík- ingsliðinu. Valur—Akranes 2 2 Islenzkar úrvalsbækur með afborgun Glæsilegt bókaúrval Einstæð kostakjör BOKABÚÐIN ARNARFELL, LAUGAVEGI 15 (Sími 7331), hefur aflað sér helztu og eigulegustu ritverka eftir íslenzka höfunda, frá flestum bókaútgáfum landsins, og býður yður þess nú til sölu með mánaðarlegum af borgunum, hvar sem þér búið á landinu. — Þér getið valið úr öllum heildarútgáfum af ritverkum islenzkra skálda, sem nú eru fáanlegir, auk fjöltía mörgum öðrum dýrmætum, þjóðlegum og skemmtilegum bókum, sem hér eru taldar: • 100.00. Heildarútgáfur eru þessar: Jón Trausti. Ritsafn, 8 bindi. Skinnb. kr. 640.00. Bóiu-Hjálmar. Ritsafn, 5 bindi. Skinnb. kr. 280.00. Einar H. Kvaran. Ritsafn. 6 bindi. Skinnb. kr. 350.00. Einar Benediktsson. Ljóðasafn, 3 bindi. Skinnb. kr. 175.00. Jónas Hallgrímsson. Ritsafn, 1. bindi. Skinnb. kr. 75.00. S. G. Stephansson. Bréf og ritgerðir. 4 bindi. Skinnb. kr. 215.00. Jóhannes úr Kötlum. Ljóðasafn, 2 bindi. Skinnb. kr. 220.00. Guðrún Lárusdóttir. Ritsafn, 4 bindi. Skinnb. kr. 265.00. Jakob Thorarensen. Ritsafn, 2 bindi. Skinnb. kr. 150.00. Páll Ölafsson. Ljóðmæli. Skinnb. kr. 110.00. Stefán frá Hvítadal. Ljóðmæli. Skinnb. kr. 120.00. Jón Magnússon. Ljóðasafn, 4 bindi. Skinnb. kr. 160.00. Kolbeinn í Kollafirði. Ljóðasafn, 3 bindi. Skinnb. kr. 75.00. Guttormur J. Guttormsson. Kvæðasafn, kr. 70.00 og 85.00. I Jóhann G. Sigurðsson. Kvæði og sögur. Skinnb. kr. 90.00. Matur og drykkur, eftir Helgu Sigurðardóttur, ib. kr. Úr byggðum Borgarfjarðar. 2 bindi. Skinnb. kr. 140.00. Heklugosið. Guðm. Einarsson frá Miðdal. Rexin kr. 50.00. Oddyseifskviða Hómers. Skinnb. kr. 95.00, rexin 65.00. Illionskviða Hómers. Skinnb. kr. 105.00, rexin 80.00. Ódáðahraun. eftir Ólaf Jónsson, 3 bindi. Skinnb. kr. 300.00. Fákur. Skinnb. kr. 135.00, rexin 110.00. Faxi, eftir Brodda Jóhannesson. Skinnb. kr. 130.00. Göngur og réttir, 2 bindi. Skinnb. kr. 170.00. Ferðabók Sveins Pálssonar, kr. 160.00 og 180.00; Sagnakver Skúla Gíslasonar. Skinnb. kr. 100.00. Þjóðhættir og ævisögur Finns á Kjörseyri. Rexin kr. 96.00. Þúsund og ein nótt, 3 bindi, handunnið skinnb. kr. 360.00. Fjölnir. Ljósprentuð útgáfa, öll 5 heftin kr. 113.00. Árbækur Espólíns, ljóspr., allar í 8 bindum, heft kr. 365.00. Búvélar og ræktun, eftir Árna G. Eylands. Hin nýja og nauð- synlega bók hverjum þeim, sem búvélar nota og að jarðrækt vinnur. Verð: rexinb. kr. 112.00. Skinnb. kr. 132.00. Önnur ritsöfn og einstakar bækur: íslandsklukkan. H. K. Laxness, 3 bindi. Skinnb. kr. 300.00. Ferðaminningar Sveinbj. Egilssonar, 2 bindi. Skinnb. kr. 180.00. Sölvi, eftir sr. Friðrik Friðriksson, 2 bindi. Skinnb. kr. 150.00. Fjallamenn. Guðm. Einarsson frá Miðdal. Skinnb. kr. 145.00. Minningar úr Menntaskóla. Skinnb. kr. 125.00. , Anna frá Stóruborg. Alskinn, kr. 57.00. ísland þúsund ár, 3 bindi. Skinnb. kr. 300.00. ísl. þjóðhættir eftir Jónas frá Hrafnagili. Skinnb. kr. 115.00. Saga Vestmannaeyja, 2 bindi. Skinnb. kr. 170.00. Læknar á íslandi. Skinnband kr. 100.00. Sjómannasága, eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Skinnb. kr. 125.00. Sjósókn, skráð af sr. Jóni Thorarensen. Skinnb. kr. 100.00. Sjómannaútgáfan hefur nú gefið út 12 bækur, allt úrvalsbækur. Skáldsögur, sjóferðasögur eftir fræga höfunda, svo sem Kiel, land, Joseph Conrad, Edgar Allan Poe, Sven Hedin o. fl. — Þessar bækur getum vér boðið innbundnar á kr. 425.00, með afborgunum, séu þær teknar allar. Ritsafn Jóns Trausta, öll 8 bindin, eru nú væntanleg bráðleg^úr bókbandi. Eftirspurn eftir því hefur verið mikil síðan það var auglýst með mánaðarlegum afborgunum, og er því vissara að skrifa sig fyrir pöntun nú þegar, því lítið er orðið eftir aí sum- um bindunum. Vér getum ennþá selt það á sama verði og áður, þ. e. öll átta bindin, 4117 bls. í skinnbandi, á kr. 640.00 með af- borgunum. Bækur hækka nú í verði eins og annað. — Þær bækur, sem hér eru taldar, seljum vér á sama verði og áður, og eru því ódýrari en nýjar bækur verða í haust. Það er því fullvíst, að upplag margra þeirra þrýtur fyrr en varir. Bókamenn! Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að cignast þessar bækur á hagkvæman hátt. — Þeir hagsýnu kaupa bæk- urnar strax og greiða þær með mánaðarlegum afborgunum. Bókaskrá er í prentun. — Lítið á bækurnar. — Athugið greiðsluskilmálana. Bókabúöin Arnarfeil Laugavegi 15. — Sími 7331. SL5 3 *■ «*aoí*-B*"e'enra Skagamenn voru mjög ó' heppnir að vinna ekki þenn- an leik. Valur kom enn á ný með breytt lið á sjónarsviðið og er þetta tvímælalaust sterkasta niðurröðunin hjá þeim. Skagamenn skoruðu öll mörkin, sem sett voru í leikn um þar á meðal tvö óvar.t hjá sjálfum sér. ■ K.R. vann Val 3.*0 Leikurinfi milli KR og Vals síðastliðið fimmtudagskvöld var með daufara móti. Fyrir nokkrum árum voru það skemmtilegustu leikar sem sáust hér á vellinum milli þessara sömu félaga. KR var vel að sigrinum komið þar eð þeir léku betur og spiluðu meir saman en Valsliðið. í fyrri hálfleik skiptust félög- in á upphlaupum sem flest strönduðu á vörnunum. Nokkuð var um tilgangs- lausa bolta upp í loftið og út í bláinn, sem eyðilagði heild- arsvip leiksins. Valur fékk þrjú gullvæg tækifæri í þess um hálfleik sem öll voru eyðilögð með því að spyrna yfir, af mjög stuttu færi. KR settj eitt mark seinast í hálf- leiknum og var það Ólafur Hannesson sem skoraði. Seinni hálfleikur var sama þófið og sá fyrri nema hvað kom smá fjörkippur í leikinn undir lokin. Annað mark KR skoraði Ari með fallegum skalla, eftir að Hörður hafði gefið vel fyrir markið. Sein- asta markið var klaufamark sem skrifast má á reikning Guðbrandar og markmanns Vals. Beztu menn Vals voru þeir Sveinn og Gunnar útherji sem voru þeir einu í fram- unni sem reyndu að leika saman. Einar Halldórsson van beztur í vöminni. Ellert vai* óvenju lélegur í þessum leik. Beztu menn KR voru þeii* - Steinar og Ólafur Hannes- son. Steinn var mjög örugg- ur í vörninni eins og fyrril daginn. Bergur stóð sig með prýði í markinu. Þráinn Sigurðsson dæmdii leikinn og gerði það með prýði. A S MÓI . M ■ 4* ét .aama.ú Ut-ssstí 'íúj'/í. KS-icl"; inindí. !i; * r» *****

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.