Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 | 13 H vað er það við sjálfstortíminguna sem virðist svona óendanlega heillandi? Af hverju finnur fólk hugarfróun í meinfýsi og hvað í ósköpunum er svona spennandi við það að geta fylgst í öruggri fjarlægð með annarri manneskju hætta lífi sínu með rugli og óráðsíu? Það að sjá ungan, hæfi- leikaríkan mann einbeittan í því að eyðileggja sjálf- an sig hefur slíkt aðdráttarafl að Pete Doherty – fyrrum meðlimur The Libertines, núverandi með- limur Babyshambles og allra handa rokk og ról brjálæðingur – náði meira að segja að krækja í Kate Moss, eina af heitustu ofur- fyrirsætum heims. Þetta er því ótrúlegra þar sem maðurinn minnir meira á óframfærinn eðlisfræð- inörd, með sitt barnslega fés, en rokkpíslarvott. Þetta er ekki rétti vettvangurinn til að fara lengra með þessa vangaveltur en alltaf þegar grein- ar um Pete Doherty birtast í tónlistarblöðum stekk ég óðfluga á þær. Ég les með hálfum huga um hvað er að gerast hjá Doherty hvað tónlistina varðar á meðan öll athyglin er á því hvað er að gerast hjá honum. Lenti hann í fangelsi nýlega? Hvaða eit- urlyf er hann að taka? Er hann kannski í stein- inum? Hvert er eiginlega nýjasta ævintýri Do- herty, en svo gott sem vikulega virðist hann koma sér í einhver vandræði. Eftirminnilegt er t.d. viðtal sem birtist við hann í breska tónlistartímaritinu Q, en þá sofnaði hann í miðju viðtali og gerði hlé á því undir lokin til að koma einhverri ólyfjan inn í sig; krakki, heróíni eða hvað það var nú. Myndirnar sem viðtalinu fylgdu voru ekki síður magnaðar, augu þrútin og sokkin, drengurinn gjörsamlega út- lifaður. Svona er þetta búið að vera meira og minna síðustu tvö árin og maður er farinn að fá á tilfinn- inguna að fólk sé hreinlega farið að bíða eftir for- síðufréttum á borð við þær er birtust þegar Kurt Cobain svipti sig lífi fyrir ellefu árum. Eins og stað- an er í dag virðist þetta alveg örugglega ætla að enda með ósköpum … Skráveifur Þetta hefur ekki alltaf verið svona slæmt hjá okkar manni. En nautnalíf það sem fylgt hefur rokkinu hefur ávallt verið misnotað og eftir því sem Do- herty komst í álnir stigmagnaðist vitleysisgang- urinn. Doherty fyllir vel þekktan flokk manna á borð við Jim Morrison og Sid Vicious og hegðan hans er mjög dæmigerð „rokk og ról“ hegðun þannig séð, þó hann sé fyrir margt löngu orðinn sérfræðingur í þannig háttum. Óþarfi er að rekja allar þær skráveifur sem hann hefur gert á til- tölulega stuttum ferli, slíkt myndi fylla opnu, en í þessum töluðum orðum er Doherty jafn óútreikn- anlegur og hann hefur alltaf verið, gangandi tíma- sprengja í raun. Doherty á frama sinn í rokkheimum hljómsveit- inni The Libertines að þakka, sveit sem hann stofn- aði ásamt besta vini sínum Carl Barât, skömmu fyrir árþúsundamót. Fyrsta smáskífan „What a Waster“ kom svo út árið 2002 og var það Bernard Butler, gítaristi Suede (nú Tears) sem sneri tökk- um. Forspárgildi nafnsins er mikið eins og sjá má og áðurnefnt Q nýtti það það í fyrirsögn í dómi sín- um um fyrstu plötu Babyshambles sem áður er get- ið. Dómar hafa verið æði misjafnir, en víkjum nánar að því í enda greinar. Libertines komu út tveimur breiðskífum, báðum prýðilegum … já, eiginlega bara mjög góðum (Up the Bracket (2002) og The Libertines (2004)). Fólk er þó ekki á eitt sátt með gæði þeirrar síðustu, en þá voru Barât og Doherty komnir í hár saman og hljómsveitin rústir einar þegar platan loks kom út. Bresku tónlistarblöðin voru fljót að gera Libert- ines að „breska“ bandi samtímans, var þeim hamp- að viðlíka mikið í þarlendum fjölmiðlum og við ger- um með Sigur Rós. Eftir að Doherty hætti svo í Libertines hafa þau fylgst grannt með hverju fót- spori hans. Góð plata! Það gleymist of oft að tónlistin var það sem kom fyrst, ef ekki væri fyrir hana værum við ekki að tala um Pete Doherty. En á fyrstu stigum Babyshambles virtist sveitin vera ódýr leið fyrir Do- herty til að halda geðveikinni áfram, tónleikar voru iðulega tómt rugl, allir út úr heiminum bæði á sviði og út í sal. Menn vissu þó sem var að Doherty er hörkulagahöfundur en á tíma virtist hann vera búinn að gleyma því af hverju hann henti sér í þetta hark til að byrja með (og margir vilja meina að svo sé enn). Babyshambles var sett í gang á meðan Libertines var enn starfandi og fyrsta smáskífan, samnefnd sveitinni, kom út í apríl 2004. Bandið fór þó ekki al- mennilega í gang fyrr en þá um sumarið eftir að Doherty var rekinn úr Libertines. Veturinn 2004–2005 fór í mannabreyt- ingar, tónleika (og „ekki“ tón- leika) og meira bull og brölt. Í mars á þessu ári hófust svo upp- tökur á Down in Albion, sem kom svo loks út um miðjan síð- asta mánuð. Upptökustjóri var Mick Jones, fyrrum Clash- limur, en hann stýrði og upp- tökum á síðustu plötu Libertines. Það er merkilegt að lesa dóma um þessa- … ja … „merkilegu“ plötu. Margir gagnrýnendur eru beinlínis fúlir út í Doherty fyrir að gera ekki betur, segja plötuna velkta og stefnulausa og NME kallaði plötuna „besta demó“ ársins í jákvæðum dómi reyndar. Margir sjá kostinn við losara- legheitin og „beint af augum“ vinnsluferlið en eru samt flestir á því að það sé einfaldlega farið offari í þeim efnum. Eiturlyfin og ástand Dohertys hefti beinlínis listræna getu hans, punktur sem sann- arlega er umdeilanlegur. Þetta er allt rétt, utan að umrædd slappheit eru það sem fyrst og síðast gera þessa plötu. Í þeim liggur sjarmi hennar. Það er því erfitt að átta sig á því hvað fólk vildi eiginlega fá fram hjá Doherty. Hér eru t.d. snilldarlög á borð við byrjunarlagið, „La Belle et la Bête“, þar sem Kate Moss leggur unnustanum lið. Sjóræningjalegt fenja-billy sem slær vel tóninn fyrir restina af plötunni. „Fuck For- ever“ er yndislega draslaralegt og „Albion“, sem nú er komið út á smáskífu, er einfaldlega yndislegt. „Back from the Dead“ og „Loalty Song“ eru enn frekari dæmi um undarlegt aðdráttarafl plötunnar; eru kæruleysislega spilað rokk líkt og bandið sé að komast skelþunnt í gírinn á morgunæfingu (þó morgunæfingar séu nú ekki til í rokkheimum). Og hugsa sér, nú eru bara nokkrir mánuðir í að Doherty verði 27 ára en á þeim aldri deyja goð- sagnirnar (Morrison, Hendrix, Joplin, Cobain, Ro- bert Johnson og fleiri). Þið getið þess vegna treyst því að greinarhöfundur mun fletta blöðunum af enn meiri áfergju á næsta ári. Doherty orðar þetta best sjálfur í hinu Smiths- lega „Loalty Song“, einu besta laginu á Down in Al- bion: „We’re on the one road/Maybe the wrong road/It’s the road to fuck knows where.“ Ruglið Hraðferð Pete’s Doherty til helvítis undanfarin ár hefur heillað bæði tónlistarunnendur og al- menning. Samband hans við Kate Moss hefur verið vel dekkað, svo og eiturlyfjaneysla hans og önnur ólæti sem jaðra við einsslags dauðaósk. En einhvern veginn tókst honum þó að koma út plötu með sveit sinni Babyshambles á dögunum. Ber hún heitið Down in Albion og hefur fengið vægast sagt misjafnar viðtökur, a.m.k hjá gagn- rýnendum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Pete Doherty Á hraðri leið ... til helvítis? Ein virtasta, vinsælasta ogframsæknasta rokksveit samtímans, Radiohead, hefur nú lætt út ýmsum upplýsingum um væntanlega plötu en sú síðasta, Hail to the Thief, kom út árið 2003. Sveitin hefur verið iðin við hljóðversvinnu það sem af er þessu ári en mun spila á nokkrum smærri tónleikum á næsta ári í þeim tilgangi að prufu- keyra ný lög. Þetta staðfestir Ed O’Brien, gítarleikari sveitarinnar. Segir hann jafnframt að vonandi verði tilbúin tvö ný lög til að sækja á netið í apríl eða maí. O’Brien segist vonast til þess að um tíu ný lög verði klár um mitt næsta ár því að stefnan er jafn- framt tekin á Ameríku hvað tón- leika áhrærir. Ekki er búið að ákveða útgáfu- dag á plötunni nýju enn, en frek- ari hljóðversvinna mun fara fram í febrúar. Hafa meðlimir verið í viðræðum við upptökustjórnand- ann Mark „Spike“ Stent (Ma- donna, Björk) og staðfestir O’Brien að þeir muni ekki vinna með Nigel Godrich á þessari plötu, en hann hefur unnið með Radiohead allar götur síðan The Bends kom út árið 1995.    Bandaríska sveitin Calexico,sem blandar saman kántríi, nýbylgju, mexíkóskri tónlist, fado- tónlist, Morriconetónlist og Guð má vita hverju, mun gefa út nýja plötu í apríl. Kemur hún í kjölfar hinnar lofuðu Feast of Wire, sem út kom 2003 en einnig þykja plöt- ur á borð við The Black Light (1998) og Hot Rail (2000) afbragð. Platan mun kallast Garden Ruin. Joey Burns, Calexio-limur, lýsir plötunni þannig að suðrænu stemmurnar verði í meira auka- hlutverki en oft áður og engin ós- ungin lög verða á plötunni. Calexico gerði plötu nýlega í samstarfi við Iron & Wine, sem er listamannsnafn Samuel nokkurs Beam. Kom hún út í september og kallast In the Reins og hefur fengið framúrskarandi dóma. Þá leggja Calexicoliðar kanadísku söngkonunni Neko Case lið á nýrri plötu hennar.    Sveimþungarokksveitin ógur-lega Isis, sem heillaði landann með hreint út sagt stórkostlegum tónleikum í vor, er að fara að gefa út tónleikaplötu – einungis á vínyl og það í 1.000 ein- tökum eingöngu. Um er að ræða sex laga plötu sem hefur bara verið fáanleg á tónleikum til þessa, þá sem geisladiskur. Hljóðritunin var gerð fyrir útvarp í Stokkhólmi í mars 2003. Í burð- arliðnum er svo mynddiskur og svo samstarf við hina einu sönnu Melvins. Radiohead. Calexico. Isis. Erlend tónlist Brian Wilson er án efa einn mesti snillingurdægurtónlistarsögunnar. Hann samdimörg af þekktustu og bestu lögum TheBeach Boys og um tvítugt var hann handhafi sex gullplatna, fyrir metsölu á bandarísk- um hljómplötumarkaði. Hann var allt í öllu hjá hljómsveitinni; Lagasmiður, útsetjari og stjórnandi á upptökum. Tónsmíðar hans spanna allan skalann, allt frá einföldu vinsældapoppi upp í flókin tónverk. Snilligáfa Brians Wilsons skín þó hvarvetna í gegnum allar hans tónsmíðar og um hana hafa vitn- að ýmsir mektarmenn í tónlistarheiminum. Banda- ríski hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bernstein sagði eitt sinn að Brian væri „Beethoven sam- tímans“ og Sir George Mart- in, tónlistarlegur ráðunautur og leiðtogi Bítlanna, sagði að sér hefði alltaf þótt ósanngjarnt að svona miklir hæfileikar skyldu sameinast í einum manni. „Hann var einn að gera það sem skiptist á margar herðar hjá okkur í Bítlunum,“ sagði Sir George. Samlíkingin við Beethoven er síður en svo út í hött því haft er fyrir satt að Brian hafi heyrt „inni í höfðinu á sér“ allar raddir og öll hljóðfæri í hverju verki fyrir sig, hvort heldur um var að ræða ein- falda bassalínu eða flókna útsetningu fyrir strengjasveit. Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar hætti Brian að ferðast um með The Beach Boys og ein- beitti sér þess í stað að tónsmíðum. Hann var ákveðinn í að semja fyrstu popp-sinfóníu sögunnar. „Einhvern tíma mun ég semja tónlist sem fær fólk til að krjúpa á kné og biðja,“ sagði hann eitt sinn og ef menn hlusta á upphafsstef tónverksins SMILE, sem kallað hefur verið „Týnda meistaraverk Brians Wilsons,“ er ljóst að þar er hann kominn býsna ná- lægt „guðdóminum“, ef hægt er að nálgast hann í gegnum tónlist, enda er stefið nefnt Our Prayer. Skömmu áður en Brian Wilson hófst handa við að semja tónverkið SMILE, sendu The Beach Boys frá sér plötuna Pet Sounds, sem var eins konar forsmekkur að því sem koma skyldi. Gunnar Þórðarson hefur opinberlega útnefnt þá plötu sem bestu poppplötu 20. aldarinnar. Eitt lag- anna á þeirri plötu er God Only Knows, sem Paul McCartney sagði að væri „besta popplag allra tíma“. Við sköpun SMILE fékk Brian í lið með sér eitt umtalaðasta ungskáld Bandaríkjanna um þær mundir, Van Dyke Parks. Til að undirbúa jarðveg- inn sendi hljómsveitin frá sér tveggja laga plötu með einu stefinu úr SMILE-tónverkinu, Good Vibrations, en það lag hafði mikil áhrif á þróun popptónlistar á sjöunda áratugnum og varð gríð- arlega vinsælt um allan heim. Bítlarnir hafa sagt svo frá að þetta lag hafi breytt tónlistarstefnu þeirra til frambúðar. Þegar Brian var langt kominn með SMILE verk- efnið brá hins vegar svo við að félagar hans voru ekki tilbúnir til að leggja í þetta verk, fannst það of þungt og vildu heldur baða sig í sviðsljósi vinsælda- poppsins og brimbrettarokksins. Þessi neikvæðu viðbrögð félaganna varð Brian gríðarlegt áfall og til að gera langa sögu stutta lagðist hann í þunglyndi, sem hann átti við að stríða meira og minna næstu 30 árin. Eflaust hefur þar líka ýtt undir að hann var farinn að nota vímuefni, þar á meðal ofskynjunar- lyfið LSD. Nokkrir bútar úr SMILE-tónverkinu, auk Good Vibrations, komu þó út á næstu árum. Má þar nefna Heroes And Villains og Surf́s Up, sem út kom á samnefndri hljómplötu árið 1971, og er án efa ein besta poppplata sögunnar. Lög af þessari plötu hafa þó afar sjaldan heyrst á öldum ljósvakans hér á landi, enda hafa Íslendingar aldrei almennilega áttað sig á fyrir hvað The Beach Boys stóðu í raun og veru, með örfáum undantekningum að vísu. Brian Wilson lagði SMILE tónverkið til hliðar og það var ekki fyrr en um síðustu aldamót sem hann hófst handa við að klára verkið eftir hvatningu og með hjálp góðra manna. Það ferli gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig og hvað eftir annað var Bri- an að því kominn að leggja árar í bát. En loksins, árið 2004, leit „týnda meistaraverkið“ dagsins ljós og hefur hvarvetna hlotið lof dómbærra manna. SMILE ber þess að vísu merki að vera „barn síns tíma“, en engum dylst þó snilligáfan sem að baki liggur. Þetta verk gerir kröfur til hlustandans og maður þarf að liggja talsvert yfir því til að meðtaka allt sem þarna er borið á borð. SMILE hefur verið gefið út á DVD diski, þar sem menn geta fylgst með öllu ferlinu og um verkið hefur verið skrifuð bók, The Story of Brian Wilsońs Lost Masterpiece, sem er vitaskuld skyldulesning fyrir alla áhugamenn um tónlist, auk þess sem menn ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að hlusta á verkið í heild. Týnda meistaraverkið Poppklassík Eftir Svein Guðjónsson svg@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.