Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 Þ egar sómakærir Íslendingar eru rétt búnir að kyngja jólaöndinni sprettur fram hinn forboðni ávöxtur leikhúsjöfranna Bertolts Brecht og Kurts Weill. Þetta óp- eruútfrymi gerði allt vitlaust þegar það var frumsýnt í Berlín 1928. Túskild- ingsóperan synti á móti straumi og stefnum, ristilspeglaði borgaraleg gildi og var ann- aðhvort lofsungin eða úthrópuð sem argasta klám. Áhorfendur kölluðu þó ekki allt ömmu sína í Weim- arlýðveldinu, Sódómu milli- stríðsáranna. Áður en verkið varð eins árs reyndist það mesti „hittari“ þýskr- ar leiklistarsögu, var leikið tíu sinnum á dag í fimmtíu borgum víðsvegar í Evrópu. Sagan sem byggist á Betlaraóperu Johns Gay frá 1728 fjallar um skrautlegan lýð, brodd- borgara og bófa. Þar segir af ólöglegum yfirtök- um á eignum og tilfinningum. Makki hnífur spyr: Hver er munurinn á að ræna banka og að taka yfir banka? Missið ekki af þessu sveitta sí- gilda Weimarpönki, breiðu bökunum, hórunum og þjófunum …“ Svo hljóðar kjarnyrt fréttatilkynning Þjóð- leikhússins um jólaleikritið, Túskildingsó- peruna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill, krassandi verk, þar sem tekist er á um borg- arleg gildi, siðferði, glæpi og ást. Það þarf ekki að fjölyrða um vinsældir þessa verks, – og hér á Íslandi hefur það verið sett upp alloft, jafnt af atvinnuleikhúsum og áhugamönnum. Stefán Jónsson er leikstjóri sýningarinnar nú, og hann segir erindi aðstandenda sýning- arinnar með uppfærslu þess nú vera að spegla samfélagið eins og það kemur þeim fyrir sjónir gegnum heim sölumennskunnar. „Þetta er heimur þar sem allt er til sölu – í stóru sem smáu. Fólk gengur svo langt að selja jafnvel að- gang að tilfinningalífi sínu og kynlífi fyrir smá frægð, og jafnvel engan pening.“ Stefán segir að þegar Brecht samdi verkið, á dögum Weim- arlýðveldisins, hafi hann verið að spegla sam- félag millistríðsáranna; kaunum hlaðið og gegn- sýrt af úrkynjun. „Það er margt í samfélagi okkar í dag sem er sambærilegt ástandinu þar og þá, – sérstaklega í hugarfari. Í dag er hins vegar búið að pakka því betur inn í neyt- endavænni umbúðir og hlutirnir framreiddir af markaðsfræðingum og ímyndarsérfræðingum.“ Andstæður í hreinni ást og sölumennsku Í Túskildingsóperunni er verið að taka á borg- aralegum gildum í þessu ljósi, og þar er stillt upp hvítflibbamönnum andspænis harðsvír- uðum glæpamönnum, og að sögn Stefáns, því sem þeir eiga sameiginlegt. „Í gegnum þetta er líka rakin ástarsaga Pollýjar, sem er ung stúlka og hrein. Í hreinni baráttu hennar fyrir hinni sönnu ást – á reynar mjög óheppilegum manni, Makka hníf, – sjást vel andstæðurnar við heim sölumennskunnar.“ Stefán er spurður um ómældar vinsældir Tú- skildingsóperunnar og hvaða skýringar hann eigi á þeim. Hann segir að í höfundum verksins hafi mæst tveir byltingarmenn sem með Tú- skildingsóperunni hafi brotið blað hvor á sínu sviði og lagt drög að nýju leikhúsi. .„Tónlist Weills hefur kannski haldið verkinu hvað hæst á lofti. Þeir kalla verkið óperu, sem það er mest að nafninu til þótt tónlistin sé eins og konfekt- kassi með margbreytilegum molum í og alveg frábær. Þeir voru líka að stríða smáborg- urunum með því að sveipa verkið óperuljóma og sviðsetja það í sollinum. Þeir eru báðir að ögra ríkjandi gildum, og kannski er það það sem á að vera hlutverk leikhússins – velta við steinum, spegla það sem er í gangi og kveikja nýjar hugsanir hjá áhorfandanum. Það er það sem gott leikhús á að gera, og er ef til vill það sem gerðist með frumflutningi þess á sínum tíma.“ Stefán segir að þótt verkið gerist í London, eins og hjá þeim Brecht og Weill, séu snertiflet- irnir margvíslegir. Í ljósi hnattvæðingar og ís- lenskrar útrásar sé líka leikið með tákn og til- vísanir í íslenskan raunveruleika. „Þótt við færum verkið ekki hingað heim, beitum við þó ýmsum aðferðum við að minna okkur á að við erum hluti af þessum heimi hér á okkar litla skeri.“ eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill Íslensk þýðing: Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Rannveig Gylfadóttir. Myndvinnsla: Gideon Kiers. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson. Dansar og sviðshreyfingar: Palle Dyrvall. Aðstoðarmaður leikstjóra: Jón Atli Jónasson. Leikarar: Egill Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Atli Rafn Sigurðarson, Halla Vilhjálmsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Baldur Trausti Hreins- son, Bjartmar Þórðarson, Eline McKay, Gísli Pét- ur Hinriksson, Hjálmar Hjálmarsson, Margrét Kaaber, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Selma Björnsdóttir og Sigurður Skúlason. Hljómsveit: Jóhann G. Jóhannsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Ásgeir H. Steingrímsson/ Sveinn Birgisson, Kjartan Hákonarson/Samúel J. Samúelsson, Tatu Kantomaa, Matthías Stefánsson, Birgir Bragason, Pétur Grétarsson/Ólafur Hólm. Túskildingsóperan Allt til sölu, líka tilfinn- ingarnar og líkaminn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Brown lögregluforingi Atli Rafn Sigurðarson ræðir við meyjarnar í sollinum. Lucy og Polly Edda Björg Eyjólfsdóttir og Halla Vilhjálmsdóttir í hlutverkum sínum. Makki hnífur Hann er hér leikinn af Ólafi Agli Egilssyni. Þjóðleikhúsið frumsýnir á annan í jólum Tú- skildingsóperuna eftir Bertold Brecht og Kurt Weill. Vinsælt verk þar sem tekist er á um borgarleg gildi, siðferði, glæpi og ást.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.