Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 ! Hefurðu eitt eða tvö ess í lífs- stíl, spyr ég vinkonu mína og kollega á næsta bás. Ha? Ég sko, ég er að skrifa svona annál í áramótablaðið, með yfirskrift, ég var bara að spá … Hún kinkar kolli, segist hafa tvö ess: … en þú getur auðvitað ýmist notað stofn- eða eignarfallssamsetningu. Svo grípur hún gamla íslenska orðabók, síðan enginn veit hvenær, og blaðar. Og blaðar. Ekkert finnst, og það verður allt í einu óstjórnlega fyndið: Neibb, þetta orð er ekki hér, enda er þessi bók svo gömul að fólk þakkaði fyrir að vera almennt á lífi … án þess að velja til þess sérstakan stíl … Yfir þessum nöturleik má skemmta sér langt fram yfir kaffi. Þá er þarna sennilega ekki gefið upp orð eins og lífsflótti? Nei, ekki heldur. Og þá, þegar fólk hafði ekki og myndi aldrei heyra talað um lífsstíl, talaði það heldur ekki um lífsfyllingu, hvað þá lífs- gæði, varla lífsnautn heldur. En það var lífsháski, sennilega, og annaðhvort voru manneskjur með lífsmarki eða ekki. Al- veg spurning hvort lífsskoðanir voru áhugaverðar; viðhorf til lífsins, hugs- unarstefnur eða sannfæring. Það þurfti einfaldlega að lifa af, sem var frum- kennd. Lífsleiðinn var ekki færður í orð, en kannski mátti finna fyrir honum. Hið fal- lega orð líftjón hafði miður fallega merk- ingu en ögn af lífi, líftóra, var með sum- um, ef hún var ekki barin úr þeim eða hrædd. Eða menn dæmdir í lífsstraff. Hvers lags tímar voru þetta eiginlega, síðan hvenær er þessi bók? Grannkonan er löngu snúin að praktískari málum fyr- ir blað morgundagsins, ég er bara týnd í þessari orðabók og hlátrinum okkar, komin út í lík, líkaböng, líkaábreiðsl og líkfylgdir. Voru alltaf allir að deyja bara, þarna í gamla daga? Grunaði engan að börnin og barnabörnin myndu innan skamms finna upp betri lífsskilyrði og lífskjör og rífast um þau í sjónvarpsþátt- um í beinum útsendingum á eftir fréttum um nýjustu líftæknirannsóknir og sönn- uð sakamál út frá lífsýnum? Hvað var þetta fólk að hugsa, sá það ekkert betra í fjarskanum? Í íslenskri þjóðtrú var lífsteinn steinn sem gat læknað sár. Einmitt. Það hafði ekkert heyrt um DeCode og hátækni- sjúkrahús, fólkið. Trúði bara á stokka á og steina. Lífsteinn gat líka verið verm- isteinn, eins konar ylur í jörðu sem sagði til sín þegar snjór fór að þiðna. Þá var lífsnauðsynlegt að vera á negldum dekkj- um, en það vissi fólkið ekki. Það átti ekki einu sinni dekk. Hvurslags stemmning hefur þetta eiginlega verið? Sótsvart kaffi var kannski þess helstu lífgrös og sjómenn björguðu sér í besta falli í líf- höfn. En ætli þeir hafi nokkuð safnað al- mennilegum lífeyri? Er orðið lífeyrir í þessari orðabók, yfirhöfuð? Nei. Allir voru samt með helstu líffæri á hreinu, kunnu jafnvel að gera lífg- unartilraunir en máttu þá klára þær sjálfir, engin neyðarlína … hringja fyrst, hnoða svo. Það lærist nú, enda erum við enn lífhrædd – það hefur ekkert þrosk- ast af okkur. Þótt við eigum lífeyrissjóði og tyggjum lífrænt ræktað grænmeti. Jafnvel lífrænt ræktað kaffi. Jú, víst, ég hef séð það. Og veit að það er partur af lífsstílnum, það verður að huga að lífern- inu, stöðugt. En samt héldu konurnar lófunum yfir lífbeininu og fundu lífið kvikna og slokkna þar undir, þær spurðu ekki um lífhimnur eða lífmassa eins né neins, heldur lögðu þær líf sitt við líf barns og vonuðu að guð og góðar vættir yrðu þess lífgjafar. Þá fór enginn á lífsleikn- inámskeið, það kunni bara sitt fag, fólkið, að lifa og deyja og hafði til þess engin haldreipi eða orðabækur, það hafði bara sinn innri kompás, lífsbjargarviðleitnina og fáein lífsblóm að lifa fyrir. Til hvers er þá að skrifa um fánýti eins og lífsstíl á okkar dögum, ef hann skipti engu máli þegar gömul orðabók var tekin saman, og mun kannski ekki skipta máli þegar þarnæsta bók verður smíðuð? Eru eitt eða tvö ess í lífsstíl? Hver er í essinu sínu? Rétt’ upp hönd sem er í lífrænt ræktuðum fötum hér inni. Dauðadjúpar sprungur Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is I Íslensk menning hefur sennilega aldreigert það eins gott í útlöndum og á árinu sem er að líða. Og líklega hefur íslensk menning aldrei verið jafnmikils virði í peningum talið og einmitt á þessu ári. Það er svo annað mál hvort íslensk menning hafi aldrei verið jafngóð og nú, jafnmerkileg, jafnmikilvæg, jafnfróðleg, jafndjúp. Það er eitthvað sem segir manni að svo þurfi ekki endilega að vera en það kunna að vera fordómar aftan úr rómantískri fortíð þegar menningin átti að vera hrein og ósnert af gráðugum fingrum peningavaldsins. Fuss og svei! II En hvað gerðist? Hvers vegna er íslenskmenning, sem í aldir hefur haft á sér sér- þjóðlegt yfirbragð, allt í einu orðin alþjóðleg? Og hvers vegna kostar hún svona mikið? Þetta hófst kannski með Björk þó að íslenskir tón- listarmenn hafi auðvitað gert víðreist fyrir hennar tíð. Í kjölfar hennar fylgdu aðrir ís- lenskir rokkarar eins og Sigur Rós sem sýndu það og sönnuðu á tónleikum ársins í Laug- ardalshöll að þeir eru hverrar krónu virði. Síð- an gerðist eitthvað í myndlistarheiminum, einkum tengt i8 og frægð Ólafs Elíassonar, sem varð að alþjóðlegri myndlistaruppákomu Listahátíðar í Reykjavík í vor. Íslenskt leik- húsfólk er meira að segja farið að ferðast til London með loftfimleikasýningar á klass- ískum verkum eins og Rómeó og Júlíu og Woyzeck sem slá þar í gegn og hljóta him- inhrópandi dóma. Íslenskir kvikmyndagerð- armenn gera myndir fyrir erlent fjármagn í meira mæli en áður þekktist – Baltasar er fyrsti íslenski Hollywood-leikstjórinn. Og meira að segja íslenskar bókmenntir eru orðn- ar að söluvöru og metfé erlendis, einkum vegna ótrúlegrar velgengni krimmahöfund- arins Arnaldar Indriðasonar. Hvað er að ger- ast? III Þetta hefur auðvitað ekki gerst í einuvetfangi. Gleymum ekki þeim sem skópu jarðveginn, grufluðu í íslenskri mold með sorgarrendur undir nöglum árum og öldum saman og náðu fæstir máli utan héraðsmarka. Og auðvitað eru flestir íslenskir listamenn enn ofan í íslenskum jarðvegi krókloppnir á putt- unum að reyna að grafa eitthvað upp um lífið á skerinu. Og í mörgum tilfellum virðist það ein- mitt vera frjósemi og sérkenni íslensku mold- arinnar sem útlendingar sækjast eftir, upp úr henni spretta furður í hugum þeirra. Þegar upp er staðið og augum skotrað út yfir mold- arbinginn þá kemur kannski í ljós að það eru ekki stórsamningar og frægð í útlöndum sem skipta mestu máli heldur haugurinn sem blasir við heima. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Það fylgir því vandræðagangur að tala um ljóð. Margir þurfa að byrjaá því að ræskja sig aðeins eða setja sig í stellingar, ýmist af óþolieða andakt þegar það væri kannski heillavænlegast að bretta bara upp ermarnar og láta vaða. Nú fyrir jólin komu út fjórar ljóðabækur í ritröð Nýhils sem kennd er við Norrænar bókmenntir. Þetta er fyrra hollið en í því má finna bækur eftir Örvar Þóreyjarson Smárason, Hauk Má Helgason, Óttar M. Norð- fjörð og Eirík Örn Norðdahl. Það er býsna fánýtt að bera saman bækur, hvað þá ljóðabækur en það er freistandi þar sem þessar eru svona fag- urlega spyrtar saman. [...] Í heildina er þessar fjórar bækur hinar eigulegustu og indælar aflest- arar fyrir þá lesendur sem þola ljóð og þora að lesa þau. Þær eru fyrirtaks inngangur að íslenskri ljóðlist eins og hún grasserar í hausunum á ungu fólki þó það sé af einu kyni og einni eyju en ekki samnorrænn samtíningur eins og yfirskriftin gefur villandi til kynna. Ekki skemmir að þær fara ótta- lega vel í hillu vegna myndskreytinganna sem prýða kili og kápur, og vel í vasa ein og ein. Kristrún Heiða Hauksdóttir Kistan www.kistan.is Skugga-Sveinn yfir ofninum, um miðja hillu Þegar ég var lítill drengur taldi ég að Skugga-Sveinn hlyti að vera af- skaplega merkilegt bókmenntaverk, kannski af því að í lífi mínu var hann um tíma á lista bannaðra bóka. Makalaust hvað smá ritskoðun eflir áhuga á bókmenntum. Önugur karlskröggur sem starfaði í útibúi Borgarbókasafnsins við Hofs- vallagötu vildi nefnilega ekki leyfa mér að fá Skugga-Svein lánaðan, og ekki heldur ævisögu Kennedys, sem var önnur bók sem ég hafði augastað á. Sagði að ég ætti að halda mig í barnabókunum. Ég man enn hvernig bók- in forboðna leit út og hvar hún var staðsett í safninu; gæti gengið að henni blindandi enn þann dag í dag – í fyrstu hilluröð til vinstri þegar komið var inn á safnið, yfir ofninum, um miðja hillu. Bókin um Kennedy var hins veg- ar úti í horninu, hægra megin við gluggann sem sneri út að Ásvallagötu. Egill Helgason Silfur Egils www.visir.is Á hillunni Morgunblaðið/Golli Gleðilegt ár! Sjónarmið þeirra sem gagnrýnt hafafegurðarsamkeppnir máttu sín lítilsandspænis þeim almenna fögnuði ogblússandi þjóðarstolti sem nýfenginn sigur okkar Íslendinga í fegurðarsamkeppn- inni Ungfrú heimur vakti nú á dögunum. Gleðifréttirnar breiddu úr sér á síðum dag- blaða og í ljósvakamiðlum á meðan nöldur nokkurra femínista í krókum og kimum fjöl- miðlalandslagsins vakti ekki mikla lukku. Þeg- ar kvenréttindasinnar voguðu sér að spyrja hvort sigur í kroppasýn- ingu væri endilega tilefni til árnaðaróska frá leiðtog- um þjóðarinnar, var þeirri gagnrýni mætt af mikilli hörku á hinum ýmsu vef- miðlum þar sem misfögur orð voru látin falla um hinn eilífa femínska öfgahátt þeirra sem voguðu sér að taka sér stöðu gegn meg- instraumsálitinu og minna á að fegurð- arsamkeppnir snúast fyrst og síðast um það að upphefja og stilla upp til sýnis tiltekinni ímynd kvenlegrar fegurðar, hvað sem öllum há- skólastyrkjum, persónleikaviðtölum og góð- gerðarheimsóknum líður. Sú almenna þróun fegurðarsamkeppna í átt til þess að leggja áherslu á að keppendur hafi gáfur og aðlað- andi persónuleika, til viðbótar við, en þó ekki óháð hinni ytri, líkamlegu fegurð, breytir því ekki að keppnin snýst um kvenlíkama sem stillt er upp til sýnis í kastljósi fjölmiðlanna. En ekki voru það aðeins mismælskir net- verjar sem ávíttu femínista fyrir að deila á gildi fegurðarsamkeppna. Elín Hirst, frétta- stjóri Sjónvarpsins, harmaði það t.d. í pall- borðsumræðum sem fram fóru að loknu mál- þingi um hlut karla og kvenna í sjónvarpi þann 14. desember sl. að kvenréttindaumræðan færi alltaf niður á það plan að tala illa um feg- urðardrottningar. Í kjölfarið spurði Elín hvort það væri virkilega svo að fegurðarsamkeppnir teldust svo ómerkilegt viðfangsefni, að fjöl- miðlar ættu að forðast að fjalla um þær. Ég er reyndar sammála því að þegar rætt er um fegurðarsamkeppnir, eigi gagnrýnin ekki að beinast að þeim sem taka þátt. Það er t.d. engin ástæða til að áfellast stúlku fyrir það að sækjast eftir því sem talið er helsti kosturinn í fari kvenna – þ.e. að teljast almennt falleg og uppfylla drauminn sem er djúprættur í menn- ingunni um að bera prinsessukórónu og verða fallegasta stúlkan í öllu kóngsríkinu. Og þegar kemur að spurningunni um fréttamat er ljóst að sigur Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur í Ungfrú heimur keppninni er stórfrétt fyrir landann. Við Íslendingar höfum jú skapað okkur sess í samfélagi þjóðanna sem undra- land fagurra kvenna, og hefur þeirri ímynd verið teflt fram leynt og ljóst til þess að efla ferðamannastraum til landsins og afla okkur athygli út á við. Við höfum byggt þjóð- arsjálfmynd okkar að hluta til á þeirri kenn- ingu að íslenskar konur séu meðal fallegustu kvenna heims – og varð sigur Unnar Birnu til þess að staðfesta þá sjálfsmynd ennfremur. En sú hlið málsins sem reynt var að vekja athygli á við dræmar undirtektir, m.a. í um- ræðunum á áðurnefndu málþingi, lýtur ekki að því hvort rétt eða rangt sé að taka þátt í feg- urðarsamkeppnum eða hvort fjölmiðlar eigi að reyna að forðast að fjalla um svo vinsælan við- burð. Nauðsynlegt er að fjalla um fegurð- arsamkeppnir en ekki þó án þess að horfast í augu við það hvers konar viðburðir þær eru í eðli sínu. Fegurðarsamkeppnir eru að grunninum til viðskiptahugmynd sem snýst um það að virkja sölumátt kvenlíkamans. Þó svo að hluti þess- arar verðmætasköpunar renni til góðgerð- armála, (nokkuð sem tryggir fegurð- arsamkeppninni tilverurétt sinn, sbr. slagorð keppninnar „fegurð með tilgang“), snýst hún engu að síður fyrst og síðast um það að skapa fjölmiðlaviðburð í kringum fagra kvenmann- skroppa, fjölmiðlaviðburð sem fyrirtæki geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri. Á heimasíðu Miss World fyrirtækisins er t.d. vakin athygli á þeim gríðarmiklu kynning- artækifærum sem hin árlega fegurð- arsamkeppni felur í sér fyrir styrktaraðila. Bent er á að tveir milljarðar áhorfenda fylgist með sjónvarpsútsendingu keppninnar og styrkaraðilum gefist margvísleg tækifæri til að tengja vöru sína viðburðinum, t.d. með því að auglýsa vörumerki sín á keppnissviðinu, á vefsíðu keppninnar, á rútunni sem ferðast um heiminn með sigurvegarann og jafnvel á borð- unum sjálfum sem keppendurnir bera. Þessi virkni fegurðarsamkeppninnar sýndi sig glöggt í frétt sem barst af ferðum hinnar nýk- rýndu alheimsfegurðardrottningar í Morg- unblaðinu á aðfangadag. Þar var greint frá heimsókn Unnar Birnu á barnaspítala Hrings- ins á Þorláksmessu, en í stuttri fréttinni var tekið fram hvaða styrkaraðili hafði ákveðið að tengja nafn sitt þessum fjölmiðlaviðburði, er sagt var frá því að ungfrú Heimur hefði fært sjúklingum handgerða jólaengla fráframleið- andanum Rush. Fréttinni fylgdi jafnframt stutt lýsing á vörunni og gæðum hennar. Þar með höfðu hin góðu störf sem fegurðardrottn- ingin innti af hendi snúist upp í auglýsingu í þágu vöru og vörumerkis. Í þágu vörumerkja ’Fegurðarsamkeppnir eru viðskiptahugmynd sem snýstum það að virkja sölumátt kvenlíkamans. ‘ Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.