Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 11 Allir þeir Kínverjar sem þekkja ameríska drauminn, til dæmis úr kvikmyndum, eiga sér hann heitastan; þeir sem búa í sveitinni vilja komast í borgina og þeir sem búa í borginni vilja kynnast umheiminum. Fólksflutningarnir eru því gríðarlegir og mér var sagt að óskráðir íbúar sumra borga slagi talsvert langt upp í tölu þeirra skráðu og að mörg þorp í sveitum séu rúin ungu fólki þótt opinberar skráningartölur sýni annað. Erlendir sérfræðingar telja að um hundrað milljónir manna séu farandverkafólk í Kína – án fasts dvalarstaðar eða fastrar vinnu. Hið opinbera vill þó ekki kannast við nema um fimmtung þess hluta. Mjög mikið ber sem sagt á milli í skilgreiningum og tölfræði um ástandið í þessu risavaxna hagkerfi, sem auðvitað er einungis vísbending um þann usla sem gríðarlegar breytinga undanfarinna ára á sam- félagsgerðinni hafa valdið. Skemmst er að minnast frétta af mót- mælum bænda sem enduðu með því að lögreglan skaut nokkra þeirra til bana, eða sex samkvæmt opinberum tölum, en allt að þrjátíu samkvæmt öðrum. Í kjölfarið var svæðinu lokað og eng- inn komst inn eða út – sem er svo dæmigert fyrir Kína. Þar er allt til og allt í gangi í einu; ótrúlegt frelsi til athafna og ótrúleg höft; ótrúlegur auður og ótrúleg fátækt. Mest áberandi er bilið á milli ríkra og fátækra þegar ferðast er úr borgum í sveitirnar. Ekki þarf heldur neinn sérfræðing til að merkja muninn á stöðu kvenna í borgum og sveitum. Í borgunum njóta konur virðingar og eiga góða möguleika á að ná frama í starfi og einkalífi. Í sveitunum lúta þær valdi misviturra karl- manna – feðra, bræðra eða eiginmanna – og sjá um erfið heim- ilisstörf auk þess að skila sínum vinnudegi við hlið karlanna. Í sveitunum ráða þær litlu sem engu um hverjum þær kvænast, og eru jafnvel seldar á unga aldri sem eiginkonur af fjölskyldum sín- um. Jafnvel þótt yfirvöld hafi lagt töluvert á sig í baráttu gegn sölu kvenna í Kína er erfitt um vik, þar sem heilu þorpin bindast oft þagnarböndum til að bjarga heiðri fjölskyldna – og af vor- kunnsemi við karlmenn sem ekki tekst að finna sér kvonfang með öðrum hætti. Höft á fjölskyldustærð Þau höft sem kínversk stjórnvöld settu á barneignir til að stemma stigu við fólksfjölgun hafa haft margvíslegar afleiðingar á félagslega sviðinu sem erfitt er að bregðast við – fyrirsjáan- legur skortur á eiginkonum er aðeins ein þeirra. Vegna þeirrar hefðbundnu uppbyggingar fjölskyldunnar sem enn er að stórum hluta við lýði í Kína fellur það í hlut sona að sjá um foreldra sína er þeir eldast, en stúlkur sjá um tengdaforeldra sína. Af þessum sökum, og vegna þess að drengir eru álitnir betra vinnuafl við erfiðisvinnu til sveita, hefur sú stefna stjórnvalda að heimila hjónum einungis að eiga eitt barn orðið til þess að sveinbörn eru mun velkomnari í heiminn en stúlkubörn. Sú staða er þó ekkert nýnæmi í Kína, en hefur orðið þess valdandi í samtímanum að erfitt hefur reynst að koma í veg fyrir ótímabæran dauða stúlkna – ýmist vegna slysa eða vanrækslu. Það er engin tilviljun að nán- ast öll börn sem gefin eru til ættleiðingar í Kína eru stúlkur og segir auðvitað sína sögu um viðhorf samfélagsins til þeirra. Í kjölfar þeirrarkapítalísku hreyfingar sem lagt hefur Kína undir sig er einnig ljóst að mun fleira er nú falt en harðlínustefna kommúnista leyfði áður. Þannig hefur vændi blossað upp í borg- um sem aldrei fyrr og fer hreint ekki leynt. Eins og ávallt er fá- tækustu konunum sérstök hætta búin hvað þetta varðar og óprúttnir glæpahringir gera þær út eða selja fyrir ómældan hagnað. Örlög barna úr fátækustu lögum samfélagsins geta einnig vak- ið ugg, eins og sést best á þeim götum borga þar sem betlararnir halda sig. Börn sem eru átakanlega limlest eða sködduð sitja þar um útlendinga og aðra sem eiga eitthvað aflögu – oft í skelfilegu ástandi. Allt sem að betli og vændi lýtur er þó mikið tabú í sam- ræðum manna á milli og þannig virtust til dæmis allir í afgreiðslu hótelsins míns í Peking furðu lostnir er ég lýsti fyrir þeim útliti betlibarna er víða urðu á vegi mínum og litu út fyrir að vera brennd af sýru. Þau voru hárlaus og því sem næst andlitslaus, augu, nef og munnur einungis óskýrar holur, en hendur og fætur samankreppt ör. Óneitanlega mjög grimmileg og stingandi sýn, sem enginn innfæddur vildi þó kannast við að hafa séð. Einnig mátti sjá börn betla sem á vantaði svo marga limi að augljóst var að einhver hafði komið þeim fyrir á götunni – stundum á hjóla- bretti til að auðvelda tilfærsluna. Löngun til að verða málsmetandi Um allt Kína bindur fólk miklar vonir við Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking árið 2008. Í augum Kínverja eru leikarnir beinlínis tákn þess að landið sé að verða málsmetandi í alþjóða- samfélaginu. En framkvæmd Ólympíuleikanna er þó þegar farin að kosta kínverskt samfélag töluverðar fórnir, ekki síst á menn- ingarsviðinu. Kröfur um uppbyggingu verslunar- og þjónustu- húsnæðis að vestrænum hætti eru gríðarlegar og sömuleiðis hafa kröfur um afkastameira gatnakerfi í miðborginni vegið að und- irstöðum elstu hluta hennar með afdrifaríkum hætti. Umhverfis hina fornu borg keisaranna, forboðnu borgina, var allt fram undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar einhver stærsta heildstæða miðaldaborg heimsins – Hutong-hverfið svo- nefnda. Þessi miðaldaborg hafði varðveist nánast í upprunalegri mynd, með borgarmúrum og öllu saman, í gegnum allan þann ófrið sem að Kína steðjaði fram að þeim tíma rétt eins og yfir henni væri ávallt haldið ósýnilegri verndarhendi. Það var sjálfur Maó sem markaði upphaf eyðileggingar hennar með því að láta brjóta niður nánast allan borgarmúrinn, og eftir það var eins og ekki yrði aftur snúið. Nú er svo komið að stór hluti þessa aldna borgarhluta í hjarta Peking hefur verið rifinn, þrátt fyrir að hann eigi að njóta friðunarákvæða vegna aldurs síns. Stjórnvöld hafa nýtt sér ákvæði um að byggingar á svæðinu væru í svo mikilli „niðurníðslu“ að hætta stafaði af til þess að jafna þær við jörðu að eigin geðþótta. Auðvitað til að rýma fyrir nútímalegri borg- armynd skýjakljúfa og verslunarmiðstöðva er fært hafa spilling- aröflum í borginni mikið í aðra hönd. Eins og Ian Johnson greinir frá í kafla um þetta mál í Wild Grass hefur ungur kínverskur arkitekt, Fang Ke, átt stærstan þátt í því að afhjúpa þetta hneyksli í bók sem hann skrifaði um málið og var fyrir einhverja ótrúlega tilviljun birt af kínversku útgáfufyrirtæki er helgar sig arkitektúr og byggingarlist. Fang Ku sýnir, að sögn Johnsons, fram á að á tíunda áratug síðustu aldar hafi hagnaður þeirra sem unnu að „þróun“ nýrra bygginga á þessu svæði – á kostnað Pek- ingborgar – numið 1,25 milljörðum bandaríkjadala, sem er um það bil sami arður og Pekingbúar allir framleiða með vinnu sinni á einu ári. Fólki sem hefur búið í hverfinu, jafnvel í marga ættliði, var komið fyrir í lélegu húsnæði í úthverfum og greidd smánarleg upphæð fyrir eignir sínar á besta stað í hjarta milljónaborg- arinnar. Enn er verið að taka toll af þessu heillandi borgarhverfi sem hefur þó síaukið aðdráttarafl í landi vaxandi túrisma. Eins og er lítur út fyrir að einungis um þrettán prósent þessarar mið- aldaborgar muni fá að standa til framtíðar, restin hefur orðið eða verður brátt eyðileggingu að bráð – eyðileggingu sem fyrst og fremst þjónar þeim tilgangi að ræna Pekingborg fagurfræðilegri sérstöðu sinni og hefð á sviði byggingarlistar og gera hana um leið líkari öðrum einsleitum stórborgum. Forboðnu borginni hefur þó verið hlíft við þessari eyðileggingu svo þrátt fyrir allt munu „keisarans hallir skína“ enn um sinn í Kína eins og Tómas Guðmundsson kvað – og það í fleiri en einni merkingu. Því þótt stjórnvöld samtímans hafi gert forboðnu borgina að þjóðarsafni til að undirstrika skil á milli keisaradæm- isins og kommúnistaflokksins, bannað persónudýrkun til að greina á milli ógnarstjórnar Maó Tsedong og þess kínversk/ kommúnistíska kapítalisma sem nú er við lýði – hafi m.ö.o. lagt mikið á sig til að greina á milli fortíðar og framtíðar – er enn ótrú- lega margt líkt með þeim og keisurum fortíðar. Einræðið er auð- vitað augljósasta líkingin, en vandinn við að koma í veg fyrir spill- ingu og halda landinu saman á forsendum jafnræðis og framfara undir jafn viðamikilli miðstýringu og þar hefur tíðkast í gegnum aldirnar er enn til staðar, rétt eins og forðum. Ef til vill liggur ástæðan fyrir þeirri staðreynd hreinlega í eðli lands og þjóðar. Í landfræðilegu og menningarlegu umfangi, tilhneigingunni til að innlima allt sem til þeirra berst og heimfæra upp á grunn hinnar fornu heimsmyndar taó og Konfúsíusar. Í Kína er með öðrum orðum ávallt þessi kyrrð í hreyfingunni eins og fjallað var um í fyrsta hluta þessara greinaskrifa, en þegar til langs tíma er litið – árþúsundanna eins og Kínverjum er tamt – er þó fyrst og fremst hreyfing í kyrrðinni. Úr Hutong-hverfi Pekingborgar Inn um útidyrnar sést til íbúa dytta að húsum sínum, en margir vona að þá verði þeim hlíft. Búddamunkar Í hinni þekktu bók „Andi kínversku þjóðarinnar“ segir höfundurinn Ku Hung-Ming að „hof, siðvenjur og athafnir taóisma og búddisma í Kína [séu] fremur hlutverving dægrastyttingar en siðbótar“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.