Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 6
6 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þróunin á íbúðalánamark-aði hefur verið mjög já-kvæð fyrir almenning,enda hefur hörð sam-
keppni síðustu mánuði leitt af sér
hagstæðari lán til íbúðakaupa og
endurfjármögnunar en áður hafa
sést. Fram hjá því verður hins
vegar ekki horft að þessi þróun
hefur verið afar
hröð og er með-
al annars talin
hafa átt sinn
þátt í hækkun
fasteignaverðs
síðustu mánuði.
Kapp er best
með forsjá
Landsbank-
inn hefur nú
endurmetið
stöðuna með hliðsjón af fenginni
reynslu og núverandi stöðu á
markaði. Í ljósi þeirrar úttektar
var talið skynsamlegt að lækka
hámarks veðsetningarhlutfall fast-
eignalána niður í 90%.
Ef íbúðir eru fjármagnaðar með
lánum að fullu (100% veðhlutfall)
getur komið upp sú staða að lánin
hækki meira en verð fasteignar-
innar. Slíkar aðstæður sköpuðust
einmitt á árunum 1982-1986 og
aftur á árunum 1988-1989. Á tí-
unda áratugnum myndaðist einnig
slíkt misgengi, en í mun minna
mæli.
Þannig hefði 100% verðtryggt
veðlán sem tekið var t.d. í júlí
1995 eða í apríl 2001 hækkað
meira en fasteignaverð og veðhlut-
fallið farið hæst í 104%. Í báðum
tilfellum var um tímabundið
ástand að ræða og veðhlutfallið
lækkaði aftur undir 100% innan
fjögurra ára. Bankinn telur það
því vera skynsamlega og ábyrga
ákvörðun að lækka hámarks veð-
setningarhlutfall fasteignalána í
90% af markaðsverði.
Sú ákvörðun er tekin til að
vernda hagsmuni viðskiptavina
bankans, sem og hagsmuni bank-
ans sjálfs, enda fara þeir hags-
munir saman í þessum efnum.
Þjónustan styrkt
Þótt Landsbankinn hafi lækkað
hámarkslán í 90% er bankinn alls
ekki að draga úr þjónustu. Lána-
framboðið og þjónustan í kringum
lánveitingar bankans hefur verið
styrkt enn frekar og Landsbank-
inn býður mesta úrval íbúðalána á
markaðnum í dag.
Viðskiptavinir Landsbankans
geta valið um fasta eða breyt-
anlega vexti á lánstímanum, auk
þess að geta valið um lán með
jöfnum afborgunum eða jafn-
greiðslulán (annuitets).
Gengistryggð lán eru einnig í
boði, en bankinn hvetur til sér-
stakrar aðgæslu hvað þau varðar.
Erlendu lánin henta best þeim
sem hafa tekjur eða sparnað í er-
lendum myntum, en fyrir lang-
flesta sem hafa tekjur í krónum er
öruggast að taka innlend lán. Auk
þessara lána veitir bankinn fyrir-
greiðslu til skemmri tíma til að
mæta heildarfjármögnun vegna
kaupa og má þar nefna brúunar-
lán, sem margir nýta sér.
Að sníða sér stakk
eftir vexti
Ráðgjöf til fólks í fasteignavið-
skiptum verður að vera ábyrg og
vönduð, enda ættu stórar fjár-
hagslegar skuldbindingar eins og
íbúðakaup, að vera hvatning til
þess að skoða heildarmyndina í
fjármálum fjölskyldunnar. Það
felst í því mikil skuldbinding að
taka íbúðalán til 25 eða 40 ára,
sérstaklega þegar afborgun slíkra
lána er orðin hátt hlutfall ráðstöf-
unartekna heimilisins.
Það er því mikilvægt að leggja
dæmið vel niður fyrir sér og gæta
þess að hafa alltaf borð fyrir báru
til að mæta óvæntum útgjöldum,
enda má lítið út af bera ef boginn
er hátt spenntur. Launavernd
Landsbankans hentar þeim sem
vilja tryggja fjárhagslegt öryggi
fjölskyldunnar, verði heimilið til
dæmis. fyrir óvæntum tekjumissi
vegna sjúkdóms eða fráfalls fyrir-
vinnu.
Fljótlegt greiðslumat
Landsbankinn hefur þróað
greiðslumatskerfi vegna íbúðalána
og eru allir umsækjendur metnir í
því kerfi. Kerfið hefur aukið veru-
lega skilvirkni og hraðað ákvörð-
unum um lánveitingu, sem skiptir
miklu máli. Eins fá viðskiptavinir
Landsbankans heildarniðurstöðu
greiðslumatsins á einni blaðsíðu
sem hjálpar þeim að glöggva sig
nákvæmlega á fjárhagsstöðu sinni,
útfrá núverandi skuldbindingum
og þeim sem bætast við með nýju
íbúðaláni.
Greiðslumat hjá bankanum
vegna íbúðalánaumsóknar kostar
ekkert, aðeins er greitt fyrir út-
prentun viðskiptayfirlits og veð-
bókar ef bankinn hefur milligöngu
um að útvega hana.
Landsbankinn með víðtækasta
íbúðalánaframboðið
Morgunblaðið/Golli
Markaðurinn
eftir Pétur Bjarna Guðmundsson,
deildarstjóra Fasteignaþjónustu
Landsbankans.
Pétur Bjarni
Guðmundsson
Ingólfsstæti - laus Glæsileg ný upp-
gerð íbúð á tveimum hæðum í hjarta borg-
arinnar. Flísalagt baðherbergi með HTH
innréttingu og innbyggðu salerni, eldhús
með HTH innréttingu, keramikhelluborði
og stálháf. Rósettur og listar í loftum.
Vandað eikarparket og flísar á gólfum.
Áhv. 13,5 mill, 4,2%. Verð frá 22,9 millj
Seljavegur Vorum að fá í sölu mjög
góða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með
aukaherbergi í kjallara. Þrjár íbúðir í hús-
inu, ein á hæð. Tvö rúmgóð svefnherbergi
og góð stofa með útgangi á lóð. Rúmgott
herbergi, sem hentar vel til útleigu í kjall-
ara. Verð 16,9 millj.
Kleppsvegur - rúmgóð Rúmgóð 69
fm lítið niðurgrafin 2ja herbergja íbúð í
snyrtilegu fjölbýlishúsi. Gluggar á stofu og
svefnherbergi snúa inn í garð (suður) en
gluggar á eldhúsi, baðherbergi og þvotta-
herbergi snúa út á götu (norður). Nýtt gler
í öllum gluggum. Áhv. 3,6 húsbréf. Verð
10,5 millj.
Maríubakki - laus Mjög góð ósamþ.
48 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í ný-
lega klæddu fjölbýlishúsi. Eldhús með
góðum innréttingum og nýstandsettu
flísalögðu baðherbergi. Áhv. 4,0 millj.
Verð 6,5 millj.
Bakkabraut Vorum að fá í sölu mjög gott
atvhúsnæði á tveimur hæðum. Um er að
ræða endarými. Á neðri hæð er iðnaðarrými
með mikilli lofthæð og háum innkeyrsludyr-
um. Á efri hæð er skrifstofurými, sem nýtt
er í dag sem íbúð. Verð 13,5 millj.
Flatahraun - atvinnuh. Gott 105,5 fm
atvinnuhúsnæði með góðri innkeyrslu-
hurð. Húsnæðið skiptist í sal, tvö herbergi
og snyrtingu. Á millilofti er góð kaffistofa
og eldhús. Snyrtileg og góð aðkoma er að
húsnæðinu. Áhv 5,5 millj. Verð 8,9 millj.
Stórhöfði - sala/leiga Á glæsilegum út-
sýnisstað við Grafarvogin erum við með tvö
345 fm skrifstofurými á 2. hæð. Annar hlut-
in er fullbúinn og skiptist í opið rými með
móttöku, níu skrifstofur, eldhús, snyrtingu
og ræstiherbergi. Hitt er tilbúið til innrétt-
inga og er möguleiki að innrétta og skipta
því upp eftir þörfum. Áhv. samkomulag.
Sala/leiga. Eignaskipti eru möguleg.
Vorum að fá í sölu steinsteypt 147,7
fm einbýlishús í byggingu á einni
hæð með innbyggðum 32,3 fm bíl-
skúr, alls 180 fm. Húsið skilast full-
búið að utan með grófjafnaðri lóð og
fokhelt að innan. Hægt er að fá húsið lengra komið í samráði við bygging-
araðila. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 23,5 millj.
SMÁRARIMI - STEINSTEYPT EINBÝLI
Vorum að fá í sölu glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggð-
um bílskúr. Á neðri hæð er forstofa, salerni, þvottaherbergi, bílskúr, eld-
hús, stofa og borðstofa. Á efri hæð er sjónvarpshol, baðherbergi, fjögur
svefnherbergi og garðsvalir. Verð 36,2 millj.
Lyngrimi
Mjög skemmtileg og falleg 165 fm hæð á þessum eftirsótta stað í miðborginni.
Hæðin skiptist í tvö stór svefnherbergi og tvær stórar stofur. Massíft eikarparket á
gólfum. Sérþvottaherbergi og geymsla eru á hæðinni. Húsið er allt endurnýjað að
utan, ný málað og endurnýjað þak. Fallegt útsýni. Sérbílastæði á lóð. Áhvílandi 21,0
millj. 4,15%
Laufásvegur - laus