Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 F 17
Hótel Staðarborg
Vel búið og snyrtilegt 21 herbergis hótel
með baði í öllum herbergjum, 19 tveggja
manna og 2 eins manns herbergi. Auk
tveggja matsala, sem hægt er að sam-
eina, er u.þ.b. 120 fm samkomusalur
tengdur hótelinu og gefur möguleika á
stórum samkvæmum, s.s. ættarmótum,
árshátíðum, ráðstefnum o.fl. 4033
Stórhöfði
580 fm gott húsnæði með sérinngangi. Í
húsnæðinu eru innréttuð u.þ.b. 25 herb.
ásamt móttöku. Mögleiki á góðum
greiðslukjörum. V. 49,0 m. 3915
Bolholt
Vel staðsett og ný innréttað gistiheimili á
fjórðu hæð með 13 rúmgóðum herbergj-
um, þvottahúsi og sal. Húsnæðið er mið-
svæðis í Reykjavík. Lyfta er í húsinu og
glæsilegt útsýni. V. 65,0 m. 5011
Laugavegur - til leigu
Jarðhæðin í þessu glæsilega húsnæði er
til leigu. Eignin getur leigst í einu eða
tvennu lagi. Einstakt tækifæri. Nánari
upplýsingar gefur Þorlákur á skrifstofu
Miðborgar eða í síma 820 2399. 4819
Hyrjarhöfði
588,5 fm gott atvinnu-, iðnaðarhúsnæði
með góðri lofthæð og innkeyrsluhurðum.
Allt mjög snyrtilegt og í góðu viðhaldi.
Stórt girt og malbikað bílaplan. V. 55,0
m. 4919
Allar eignir
á netinu:
www.midborg.is
Vesturgata - frábær staðsetning 76,8
fm stórglæsileg 2ja herb. íbúð með sérinngangi á
annarri hæð í mikið uppgerðu húsi í hjarta borgar-
innar. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, svefn-
herbergi, baðherbergi og geymslu. Lýsing í loft-
um er glæsileg halogen-lýsing. Nýtt rafmagn og
rafmagnstafla er í íbúðinni, sem og nýjar pípu-
lagnir, vatnslagnir og ofnar. Búið er að klæða
veggi og loft uppá nýtt. V. 16,9 m. 5083
Hraunteigur 25,6 fm góð ósamþykkt stúdíó-
íbúð í kjallara. Íbúðin skiptist í hol, stofu/herbergi,
eldhús og baðherbergi. Einnig fylgir ca 3 fm köld
geymsla. V. 4,4 m. 5072
Naustabryggja Í byggingu 73,0 fm 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin
skiptist í forstofu, stofu, herbergi, eldhús, baðher-
bergi, þvottahús og geymslu. Sérnotareitur af
garði. Íbúðin selst tilbúin án gólfefna og er til af-
hendingar í desember 2005. V. 14,6 m. 4439
Naustabryggja Í byggingu 65,3 fm 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin
skiptist í forstofu, stofu, herbergi, eldhús, baðher-
bergi, þvottahús og geymslu. Sérnotareitur af
garði. Íbúðin selst tilbúin án gólfefna og er til af-
hendingar í desember 2005. V. 13,3 m. 4441
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Gleðilegt nýtt ár
þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða
❆
❆
❆
❆
❆
❆
❆
❆
❆ ❆
❆
❆
❆
❆
❆
❆
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali
RAFN H. SKÚLASON, SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR, GUNNAR HALLGRÍMSSON, SÖLUMAÐUR SÍMI 898 1486
„ÉG HELD að það sé full ástæða til
að hvetja fólk til að vera á varðbergi
gagnvart gömlum lausum rafmagns-
snúrum frá heimilistækjum, einkum
eldavélum sem orðnar eru þrjátíu
ára eða eldri,“ sagði Harald S. Hols-
vik rafvirki, en hann kvaðst í starfi
sínu hafa rekið sig á að lausar raf-
magnssnúrur, sem liggja frá elda-
vélum yfir í innstungu í vegg, geti
orðið varasamar þegar þær eldast
og grotna niður.
„Svona ónýtar snúrur geta auð-
veldlega valdið íkveikju. Þær grotna
niður með þeim afleiðingum að sam-
sláttur í vírum getur valdið neista-
flugi og kveikt í eldfimum efnum á
bak við eldavélina, svo sem gólfdúk,
enda vill oft vera fita á veggjum og
gólfi á bak við eldavélar. Og þetta
getur hæglega gerst án þess að
kveikt sé á eldavélinni,“ sagði Har-
ald ennfremur.
Harald tók dæmi af atviki er hann
var að lagfæra og mála í kringum
rúmlega þrjátíu ára gamla Rafha-
eldavél, en þá kom í ljós að einangr-
unin utan um vírana sáldraðist niður
við snertingu og þrír berir vírar
blöstu við. „Ég fékk þær upplýsing-
ar hjá rafmagnsöryggisdeild Lög-
gildingarstofu að tvær gerðir af raf-
magnssnúrum hefðu verið á
markaðinum þegar þessi tiltekna
Rafha-eldavél var sett upp í íbúð-
inni.
Annars vegar var það gúmmí-
lausataug með olíuþolinni einangrun
og hins vegar taug með venjulegu
gúmmíi sem virðist skemmast fyrr
en sú olíuþolna. Ef það er staðreynd
að aðeins þessar tvær gerðir af
lausasnúrum hafi verið á markaðin-
um fyrir þrjátíu árum finnst mér
ástæða til að vara fólk við þessu, sem
er með gamlar eldavélar í húsum
sínum vegna þess að þarna getur
myndast eins konar rafsuða þegar
og ef einhver hreyfing verður á elda-
vélinni.“
Harald sagði að auðvelt væri að
ganga úr skugga um það hvort raf-
magnssnúrur frá eldavélum væru í
lagi eða ekki. „Fyrst þarf fólk að
taka öryggið, eða sjálfvarið, úr sam-
bandi og síðan taka vélina frá veggn-
um og kippa henni úr sambandi. Þá
er óhætt að beygja snúruna saman
og þá sér maður strax hvort hún er í
lagi eða ekki. Ef snúran molnar nið-
ur þarf auðvitað að skipta um snúru,
en það er auðvelt og svona snúrur
kosta innan við þúsund krónur.“
Samkvæmt skýrslum frá Löggild-
ingarstofu eru eldavélar það raftæki
sem oftast kemur við sögu þegar
bruni verður vegna rafmagnsbúnað-
ar og notkunar hans. Þar á eftir
koma þvottavélabrunar og síðan
brunar vegna sjónvarpstækja.
Eldhætta vegna eldri rafmagnssnúra
Gamlar eldavélar
sérstaklega varasamar
Eldfim óhreinindi, svo sem fita, leynast oft á bak við eldavélar.
Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson
Með því að beygja snúruna saman sér maður strax hvort hún er í lagi eða ekki.
svg@mbl.is