Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 29. júlí 1988
Enginn fékk að versla á íslandi með
nokkurn hlut erlendis frá nema með leyfi
konungsgegn gjaldi.
ÍSLAND VAR UPPSVEIT
KAUPMANNAHAFNAR
Dr. Gisli Gunnarsson gaf á
síöasta ári út bókina „Upp er
boðið ísaland“, þar sem hann
fjallar um einokunarverslun-
ina á íslandi 1602-1787. Á
þeim tíma var hagur íslend-
inga bágbornari en hann hef-
ur verið fyrr og siðar. Það
kemur hins vegar fram hjá
Gísla að ekki var einokuninni
einni um að kenna, heldur
hafi landsmenn sjálfir verið
íhaldssamir og héldu fast i
fornfálega og úrelta siði —
óttuðust reyndar allar nýj-
ungar i atvinnumálum.
A þessum tíma var mikil
stéttaskipting ríkjandi í land-
inu og 95% bænda voru
leiguliðar. Valdastéttin ís-
lenska var mótfallin því að
sjávarútvegur efldist og dafn-
aði, það gæti veikt stöðu
hennar. En hvað fólst eigin-
lega í hinni svokölluðu einok-
un þessara tíma. Dr. Gísli
féllst góðfúslega á að lýsa
þessu fyrir okkur.
Einokunarverslunin á ís-
landi 1602-1787 fólst i því, að
engin fékk aö versla á íslandi
með nokkurn hlut erlendis
frá nema hann fengi til þess
sérstakt leyfi frá konungi og
hann borgaði þá konungi fyr-
ir það ákveðið gjald. Um tima
var íslendingum sjálfum
meira að segja bannað að
versla innbyrðis í innanlands-
versluninni. Það er því mun
víðtækara hugtak en við not-
um almennt í dag, þegar að-
allega er talað um ákveðna
flokka af vörum.
Einokunarverslunin var í
eðli sínu ekkert nýmæli. Það
þótti alla tíð sjálfsagt að
ákveðnar reglur væru á versl-
uninni og ákveðið hverjir
mættu versla hér. Á þjóðveld-
isöldinni höfðu goðarnirvald
til þess, en eftir að goðarnir
afsöluðu sér sínu valdi til
konungs yfirtók konungur
þetta hlutverk. En hvað var
þá nýtt við einokunarverslun-
ina úr því að á öldum fyrr
þótti frjáls utanríkisverslun
ekki sjálfsagt mál, heldur
þvert á móti óæskileg undan-
tekning?
ALÞÝÐAN SKYLDI HALDA
DÝRÐINNI UPPI
Um árabil hafði verið gripið
til ráðstafana til að draga úr
möguleikanum á því að hinir
voldugustu á íslandi misstu
völd sín til erlendra aðila og
riðluðu íslensku samfélagi.
Má nefna vetrarbann kaup-
manna 1431 í því sambandi,
að kaupmenn máttu ekki
dvelja hér yfir vetur og ekki
ráða íslendinga til vinnu. Hér
máttu með öðrum orðum
ekki myndast ný valdastétt
við hliðina á íslensku höfð-
ingjunum. Menn óttuðust að
áhrif erlendra aðila myndi
riðla hinni fornu íslensku
samfélagsskipan og jafnvel
skapa algjörlega nýtt samfé-
lag.
Það sem gerðist nýtt 1602
var, að fyrir þann tíma þurfti
aðeins leyfi konungs til versl-
unar, en nú var öllum mönn-
um sem ekki voru þegnar
Danakonungs bannað að
versla á íslandi og leyfi voru
veitt til margra ára í senn í
stað eins árs í einu. Leyfin
voru veitt kaupmönnum í
Kaupmannahöfn, Málmey og
Helsingjaeyri. Verslun fluttist
reyndar mjög fljótt öll til
Kaupmannahafnar. í raun
urðu róttækastu breytingarn-
ar 1619, en þá gerðist tvennt í
einu. í fyrsta lagi var ákveðið
að eitt verslunarfélag skyldi
vera fyrir alla landsmenn og
um leið var einokunin sterk-
ari en áður. I öðru lagi ákvað
konungur einn verðlagstaxta
fyrir allt landið, en áður
höfðu íslendingar — sýslu-
menn og þar áður goðar —
ákveðið hvernig taxtinn
skyldi vera. Verðlagsákvarð-
anir voru því færðar út úr
landinu. Þessar miklu breyt-
ingar sköpuðu því raunveru-
lega upphaf einokunarversl-
unar að mati mínu.
Þessar nýju hugmyndir
tengdust hinni svo kölluðu
kaupskaparstefnu, um að efla
iðnað og verslun rikinu,
gjarnan með því að veita
þegnum konungs vernd. En
kaupskaparstefnan var ná-
tengd ýmsu öðru, svo sem
því lénsveldi sem ríkti á
þessum tima í landbúnaði.
Hugarfarið var á þá leið að
bændur og sveitirnar yfirleitt
voru fyrst og fremst til þess
að styðja við öfluga yfirstétt
og konung. Borgirnar voru
glæsilegasta dæmið um
mátt og dýrð ríkisins og kon-
ungsins. Hlutverk sveitaal-
þýðunnar, bæði í Danmörku
og á íslandi, var að stuðla að
því aö aðallinn og landeig-
endurnir hefðu það sem best
og auðvitað konungur. Alþýð-
an skyldi greiða fyrir dýrðina.
ÍSLAND VAR UPPSVEIT
KAUPMANNAHAFNAR
Það var því gengið út frá
óbreyttu ástandi í atvinnulífi
sveitanna. Hugsunin var að
það væri ekki hægt að bæta
neitt að ráði og vaxtabroddar
aðeins til í iðnaði og kaup-
skap.
Þetta er einnig tengt þeirri
hernaðarhyggju sem tengdist
vaxandi einveldishyggju: því
því öflugri sem iðnaður og
verslun væru þeim mun öfl-
ugra yrði rikið þegar að hern-
aði og landvinningum kom.
Það er fyrst þegar hug-
myndir um framfarir í land-
búnaði fara að slá í gegn á
18. öld sem einokunarversl-
unin fer almennt að víkja. í
þessu sambandi er nauðsyn-
legt að árétta að i hugum
ráðamanna voru fiskveiðar
nákvæmlega eins og land-
búnaðurinn, með öðrum orð-
um þótti jafn sjálfsagt að
arðræna fiskimenn sem
bændur.
Kaupmannahöfn varð mið-
stöð íslandsverslunarinnar.
ísland var notað til að auka
dýrð Kaupmannahafnar, alveg "
eins og borgir annars staðar
höfðu sínar uppsveitir, sem
það höfðu einkaleyfi til að
versla á — allri Evrópu var
meira og minna skipt í áhrifa-
svæði borga. Kaupmanna-
höfn var einfaldlega úthlutað
íslandi sem uppsveit, en
borgin hafði auk þess Sjá-
land og auðvitað konunginn
og var lang stærsta borgin á
Norðurlöndum á þessum
tíma.
Þegar verið var að innleiða
einokunarverslunina komu
engin mótmæli frá íslending-
um. Sem var fullkomlega rök-
rétt framhald fyrri tíma. Á 17.
öldinni höfðu Islendingar
ekkert út á einokunarverslun-
ina sjálfa að setja. Þeir gátu
hins vegar klagað yfir því að
fá ekki nógu gott verð fyrir
afurðir sínar miðað við verð-
lag á innfluttum vörum.
En áður en lengra er haldið
skulum við athuga nokkur
grundvallar einkenni einokun-
arverslunarinnar. Það ríkti
fast verðlag sem ákveðið var
með konungsboði. Það þótti
nauðsynlegt að nokkru leyti
til að vernda íslendinga fyrir
því að okrað væri á þeim í
skjóli einokunarinnar, en
einnig var það beint framhald
af fyrri hefðum. Þetta var
samræmt sem mest íslensku
verðlagi, þar sem verðlag
hafði ávallt verið hátt á land-
búnaðarvörum miðað við
sjávarafurðir. í Búalögunum
íslensku var slík viðmiðun og
hún einfaldlega yfirfærð á
taxta einokunarverslunarinn-
ar. Kaupmenn greiddu því
mun minna fyrir fiskinn en
þeir hefði getað gert. Enda er
það svo, að þegar gróði ein-
okunarverslunarinnar er
• skoðaður kemur i Ijós að
hann kom næstum eingöngu
frá verslun með fisk. Land-
búnaðurinn gerði vart meir
en rétt að standa undir sér
og jafnvel tap þegar á heild-
ina er litið.
EKKI VETRARSETA NÉ
INNFÆDDIR í VINNU
í öðru lagi fólst einokunar-
verslunin ( því, að kaupmenn
voru skyldaðir til að sigla á
allmargar hafnir, 24 að meðal-
tali, án tillits til hagkvæmnis.
Þetta tryggði íslendingum
eða ákveðnum byggðum
öryggi. „Byggðastefnan" fólst
( þessu atriði, þannig að á
óbeinan hátt var flutt verð-
mæti frá sjávarbyggðum
sunnanlands og vestan til
landbúnaðarhéraða norðan
lands og austan. Enda má
heita athyglisvert í þessu
sambandi, að þegar farið var
að tala um afnám einokunar-
inar um 1770, þó óttast menn
að kaupmenn hafi ekki leng-
ur áhuga á því að sigla til
hafna norðanlands. Það má
ekki gleyma því að á þessum
tíma stunduðu menn róðra
stutt frá landi, aðallega þegar
Dr. Gísli Gunnarsson sagnfræð-
ingur: ísland var notað til að auka
dýrð Kaupmannahafnar — það var
hlutverk alþýðunnar til sjávar og
sveita að greiða fyrir dýrð kon-
ungsins og ríkisins.
litið var að gera í landbúnaði
sunnanlands og og vestan að
vetri til.
Kaupmönnum var bannað
að vera hér á vetrum, þótt
undantekningar á því væru
til, svo sem í Vestmannaeyj-
um. Kaupmenn áttu að koma
hingað á vorin, versla hér
eins fljótt að auðið væri á
sumrin og sigla aftur á haust-
in. Þeir máttu engan mann
skilja hér eftir, en máttu hafa
hér vörur á lager, en ekki
versla með þær. Þegar við lít-
um til þess er Skúli Magnús-
son varð að brjótast inn í
birgðaskemmu kaupmanna
og bar fyrir sig neyð lands-
manna, þá má ekki gleyma
því að Islendingar höfðu
sjálfir krafist þess að ekki
yrði verslað með þessar vörur
að vetri til. Það er kannski
dálítið hlálegt að á svipuðum
tíma og Skúli gerði þetta
með tilvísun í neyð, þá voru
bændur í Stokkseyrarhreppi
að klaga yfir því að kaupmað-
ur, sem af einhverjum ástæð-
um hafði vetrarsetu, var að
versla.
Auk þess máttu kaupmenn
ekki ráða íslendinga í vinnu
hjá sér til sjósóknar. Ef þeir
ætluðu að stunda hér fisk-
veiðar, sem var ekki beinlínis
bannað, þá urðu þeir að gera
það á eigin skipum, að sumri
til og með eigin fólki. Þeir
máttu hins vegar ráöa til sín
íslendinga á þeim kjörum að
þeir kæmu með þeim á vorin
og færu á haustin. Að sumu
leyti er þetta skiljanlegt út
frá sjónarmiðum gamla
bændasamfélagsins vegna
þess að vistarbandið fól í sér
ákveðna tryggingu fyrir
bændur og að nokkru leyti
vinnumenn Iika, en það fólst
í þv( að menn voru ráðnir til
eins árs í senn, en þá gátu
bændur bætt sér upp vinnu-
tap á veturna, þegar lítið var
að gera, með því að hafa fólk-
ið hjá sér á sumrin. En menn
óttuðust sem sé að kaup-
menn hefðu hér vetrarsetu
og þá tæki við samkeppnin
við þá um ódýrt vinnuafl.
Þetta bann við vetrarsetu
og bannið við að ráða íslend-
inga í vinnu að sumri til við
sjávarútveg voru farin að riðl-
ast eftir 1760 og er það samt
í raun ekki fyrr en 1781 að
farið var að leyfa þetta, 6 ár-
um áður en einokuninni er af-
létt.
ÍSLENDINGAR MÁTTU EKKI
HAFA PENINGA UM HÖND
Það hefur komið fram að
íslenskir bændahöfðingjar og
sýslumenn höfðu ekkert á
móti því að einokunarverslun
væri og má segja að tilvist
hennar hafi einmitt viðhaldið
fornum samfélagsháttum, t.d.
stuðlað að óbreyttu verðlags-
kerfi innanlands, þar sem
sjávarafurðir voru lítt metnar
miðað við landbúnaðarvörur.
Ef við tökum eitt mjög skýrt
dæmi, þá voru kaupmenn á
móti því að íslendingar not-
uðu peninga, vildu helst bara
selja vöru gegn vöru, því það
var hagstætt að geta i senn
grætt á sölu og kaupum á
vörunni. Einnig þegar vel ár-
aði á íslandi var ekki gefið að
íslendingar þyrftu að versla
við kaupmenn nema með
brýnustu nauðsynjar eins og
járn og aðrar framleiðsluvör-
ur. íslendingar voru meira og
minna sjálfum sér nógir með
matvöru í venjulegu árferði
og því var það kaupmönnum
nauðsynlegt að fá íslendinga
til að versla. Og þá þótti lang
auðveldast að koma íslend-
ingum í skuldastöðu gagn-
vart sér — gera þá sem háð-
asta sér, en um leið vildu þeir
ekki að íslendingar ættu inni
hjá þeim. Þetta einkenni ein-
okunarverslunar er ekkert
sérkenni fyrir ísland, því
nákvæmlega sama leikinn
léku kaupmenn í Bergen
gagnvart norskum fiskimönn-
um.
Að íslendingar höfði ekki
peninga á milli handanna
hafði ýmis áhrif, þegar vel ár-
aði hefði auðvitað verið upp-
lagt að selja fyrir peninga
eða fá að leggja inn, til að
nota inneignina þegar illa ár-
aði. En vegna þess að kaup-
menn vildu ekki slfkt stóðu
íslendingar upp berskjaldaðir
þegar illa áraði, með þeim
árangri að þeir gátu ekki not-
að góðærið og f harðæri
reyndu kaupmenn eftir
fremstu getu að fá einhverjar
vörur frá Islandi, sem gekk
illa. Þeir græddu í góðæri en
töpuðu í harðæri og því dett-
ur manni í hug hvort kaup-
menn voru virkilega svo lítt
hagsýnir. Svarið við þessu er
að konungur var alltaf að
krefjast sem mest fjár frá
kaupmönnum — þeir greiddu
fyrir einokunarleyfið. Og kon-
ungur var alltaf að skipta um
aðila og kom hvað eftir ann-
að fyrir að reyndum kaup-