Alþýðublaðið - 29.07.1988, Page 5
Föstudagur 29. júlí 1988
5
| mönnum var kastað úr ís-
landsversluninni vegna yfir-
boöa annarra, eins og t.d.
Hörmangarafélagiö gerði. Yf-
irleitt var ekkert athugað
hvort kaupmaöur gæti staðið
undir leyfi sínu. Því var það
að kaupmenn leituðust við
að fá sem mest út úr íslandi
þegar góðæri var og reyndu
svo að sneiða frá verslun við
íslendinga eftir bestu getu
þegar harðæri var.
Þá kom til kasta íslendinga
sjálfra og margar helstu deil-
ur þeirra við kaupmenn stöf-
uðu af því að þeir voru að
koma sér undan verslun í
harðæri. Það tókst að miklu
leyti hjá íslendingum að
knýja þá til að koma til lands-
ins og versla með góða vöru í
harðæri og þá stórtöpuðu
kaupmenn.
RAUNVERULEGT AFNÁM
LOKS 1854
Skúli Magnússon barðist í
Ijósi þessa alls mjög fyrir
vetrarsetu kaupmannaog
peningaverslun og kom með
tillögu um afnám einokunar-
verslunarinnar, en gegn
þessu voru flestir höföingjar
hér um 1770. Það er athyglis-
vert að þegar talað er um af-
nám einokunarinnar upp úr
móðuharðindunum er sagt
að íslendingar hafi aðallega
verið að taka við frjálsræðis-
hugmyndum erlendis frá.
Sem er vissulega rétt, en
ekki veigaminni ástæða er
sú, að á tímum harðærisins
1783-1787 var svo mikið tap á
versluninni að viðkomandi
verslunarfélag, sem var í eigu
konungs, var komið á haus-
inn. Konungur hafði þá um
tvennt að velja, að gefa versl-
unina frjálsa eða dæla pen-
ingum í félagið úreigin sjóði.
Og hann valdi fyrri kostinn.
Sem var síðan í samræmi við
frjálsræðishugmyndir þess
tíma.
Eftir að búið var að afnema
einokunarverslunina fóru
höfðingjarnir að sjá hlutina í
nýju Ijósi. 1795 sameinuðust
íslenskir fyrirmenn í þeirri
kröfu að verslunin yrði gefin
miklu frjálsari en áður og all-
ar hömlur afnumdar — enda
hafði í raun engin fríverslun
tekið við. íslendingum var
þannig meinað öll verslun við
aðra en þegna konungsins.
En þegar Napoleonsstríðin
voru háð og Danir lenda í
styrjöld með Frökkum á móti
Englendingum setja þeir sið-
astnefndu siglingabann á
Dani og þá gátu þeir ekki
siglt til íslands eins og lög
mæltu fyrir um. Og þá fóru
Englendingar að sigla hingað
þvert gegn þessum lögum, í
byrjun nítjándu aldarinnar.
Danirstóðu í þessari styrjöld
1807-1814 og kom þá Magnús
Stephensen með tillögu um
algjört verslunarfrelsi. Þessu
var hafnað, en komiö á nýju
kerfi, sem var reyndar endur-
nýjun á gamla kerfinu með
þeirri breytingu, að skip
máttu sigla á milli íslands og
landa erlendis, en þó þannig
að mjög há tollgjöld voru
greidd af slikum skipum. Því
hafði enginn í raun hag af
slíkri verslun. Það var því
ekki fyrr en verslunin var gef-
in frjáls 1855, eftir talsverðar
pólitískar deilur, aö einokun-
arverslunin er raunverulega
afnuminn. Enda talar Jón
Sigurðsson um tímabil einok-
unarverslunarinnar 1602-1854,
þegar hann ræðir um gróða
Dana af versluninni í Nýjum
félagsritum 1862.
LAUNVERSLUN OG
VESÆLD KAUPMANNA
Um einokunina má bæta
því við að það var alltaf ein-
hver launverslun, sem að
sjálfsögðu var ólögleg og er
hvergi skjalfest. Meðan skip
sigldu til íslands til að fiska
var óhjákvæmilegt annað en
að skipin kæmu að landi, til
að afla sér t.d. vatns þó ekki
væri annað. Þetta var aðal-
lega fyrir norðan og austan
og liggur nokkuð í hlutarins
eðli að þessi skip hafi haft
nokkur samskipti við lands-
menn. Skúli Magnússon gekk
mjög hart í það sem sýslu-
maður í Skagafjarðarsýslu
um 1740 að uppræta þess
launverslun og hefði senni-
lega ekki orðið landfógeti ef
hann hefði ekki orðið kaup-
mönnum mjög þóknanlegur í
þessum málum. Seinna taldi
hann að með þessari uppræt-
ingu launverslunarinnar hafi
hann valdið Norðlendingum
miklum búsifjum. Það má
nefna t.d. að Hollendingar
sigldu hingað og skiptu á
áfengi og tóbaki fyrir ullarvör-
ur sem virðast hafa orðið hin
blómlegasta verslun og eng-
inn sagði neitt við þar til
Skúli kom. Eftir aðgerðir
Skúlajókst mjög eftirspurn
eftir íslenskum vettlingum og
sokkum í Amsterdam.
Dönsku einokunarkaupmenn-
irnir komu þá til skjalanna,
þeir seldu þessar vörur í
gegnum millilið, sem tók
sinn hlut og leitaði þar til
þriðja aðilans sem seldi vör-
una í Hollandi. Eymd dönsku
kaupmannanna til útflutnings
stafaði meðal annars af þvi
að þeir höfðu aldrei styrk
nema allra síðustu ár einok-
unarinnar til að koma ís-
lenskum vörum almennilega
á markað utan Danmerkur.
Danskur kaupmaður var á svo
lágu stigi. Fyrir 1602 höfðu
Hamborgarar ráðið mestu um
íslandsverslunina og komu
þeir upp góðu söluneti á
afurðum víða um Evrópu.
Þetta sölunet var notað
áfram allt til ársins 1770.
Danskir kaupmenn gátu sem
sagt ekki komið íslenska
fiskinum, sem mesti gróðinn
var af, til neytenda, nema
með því að koma honum
fyrst til Hamborgar. Kannski
kom vesæld einokunarinnar
einmitt best fram í þessu, að
þeir sem höfðu einokunina
með höndum gátu ekki
stundað hana — höfðu ekki
krafta til þess, að afla ís-
lenskum afurðum nýrra mark-
aða. Þeir komust til Kaup-
mannahafnar en ekki lengra,
nema með aðstoð annarra
fyrirtækja.
HÖFOINGJAR HÖF0U ALLT
SITT Á ÞURRU
Um þessa dönsku kaup-
menn einokunarverslunarinn-
ar má enn fremur segja, að
þeir meöhöndluðu viöskipta-
vini sína hér mjög misjafn-
lega. Þeirvoru miklu mýkri
og betri í viðmóti við rika
höfðingja, embættismenn og
bænduren fátæklingana.
Guðmundur Runólfsson lög-
sagnari í Gullbringusýslu og
sýslumaður í Kjósarsýslu
segir hrikaleg dæmi um
hvernig kaupmenn gátu með-
höndlað fátæklingana og
virðist hann hafa verið eini
embættismaðurinn á þessum
tíma sem hafði verulegar
áhyggjur af kjörum fátækling-
anna. Það er þó athyglisvert
að skoða það þegar fátækl-
ingarnir sjálfir komu til orðs,
sennilega fyrir tilstuölan
Guðmundar, í bréfi til Lands-
nefndarinnar 1770, þvi þar
minnast þeir hvergi á verslun-
ina, heldur einungis hvernig
húsbændur gátu farið með
vinnuhjúin. En það má álykta
að fátæklingarnir hafi farið
illa út úr þessu á meðan
höfðingjarnir höfðu allt sitt á
þurru, hvort sem það ríkti
harðæri eða ekki.
r
Ur bók dr. Gísla Guðmunds-
sonar „Upp er boðið ísalandu.
RÉTT OG RANGT
í sagnaritun einokunarverslunarinnar
Tilkoma einokunarverslun-
arinnar svonefndu árið 1602
var í sjálfu sér engin nýjung
þar sem verslunin hafði
aldrei verið frjáls á íslandi og
jafnt utanlands sem innan
var hvergi vefengdur réttur
konungs til að ráða málum i
utanríkisverslun landsins.
Fram til ársins 1750 höfðu ís-
lendingar ekkert á móti ein-
okunarversluninni sem slikri;
hún tilheyröi náttúrlegu og
óbreytanlegu ástandi hlut-
anna eins og flest annað.
Þeir höfðu kvartað öðru
hverju undan ýmsum verslun-
armálum, einkum þó verðlagi,
vörumagni og vörugæðum og
þeir mótmæltu kröftuglega
og með góðum árangri kaup-
þvingunarskipulagi um-
dæmaverslunarinnar í upp-
hafi 18. aldar. Þá mótmæltu
þeir einnig, og meö góðum
árangri, leyfi kaupmanna til
að dveljast allt árið í landinu.
Einokunarverslun danskra
kaupmanna á íslandi 1602-
1787 féll þannig prýðilega að
fornum íslenskum samfé-
lagsháttum. Þessi staðreynd
er í sjálfu sér engin réttlæt-
ing fyrir einokunarversluninni
eins og Jón Aðils taldi árið
1897. Því má þvert á móti
halda fram, að einokunar-
verslunin hafi verið forsenda
óbreyttra samfélagshátta á
íslandi, og það hafi verið
slæmt, að samfélagshættirn-
ir héldust óbreyttir. Því hafi
einokunarverslunin verið
slæm. Slíkt hlýtur þó ávallt
að vera matsatriði og varast
ber að dæma 18. öldina ein-
hliða út frá mælistikum síð-
ari tíma.
Sú kenning er röng, að ein-
okunarverslunin hafi verið ís-
lendingum nauðsynleg til að
tryggja þeim vistir erlendis
frá. Ef siglingar danskra ein-
okunarkaupmanna til lands-
ins brugðust af einhverjum
ástæðum, var enginn hörgull
á þvi að aðrir kæmu í þeirra
stað. Það er samt hugsan-
legt, að einokunarverslunin
hafi tryggt siglingar á sumar
sláturhafnir norðanlands og
austan; slikt er erfitt að
sanna eða afsanna; en þó er
Ijóst, að einokunarverslunin
flutti einhver verðmæti frá
fiskihöfnunum sunnanlands
og vestan til sláturhafnanna
noröanlands og austan.
Öruggt má hins vegar telja,
að stjórn Danakonungs á ut-
anríkisverslun íslands hafi
verið forsenda þess að hann
gat verið í aldaraöir herra og
fursti landsmanna. Ef spurt
er hvort stjórn Danakonungs
á utanrikisverslun landsins
hefði verið til góðs eða til
ills, er viðfangsefnið i raun
og veru hvort æskilegt heföi
verið að ísland var hjálenda
Danakonungs. Engin tilraun
verður gerð hér til að svara
þessari spurningu, þar sem
svar við henni yröu fyrst og
fremst vangaveltur í stjórn-
málasögu um hvað hefði orð-
ið ef eitthvað annað hefði
Flatey i lok 18. aldar.
ekki gerst; slíkar vangaveltur
eru varhugaverðar og utan
verksviðs þessa rits.
Einokunarverslunin og
fornir framleiðsluhættir á ís-
landi fóru fyrir brjóstið á
mörgum framfarasinnuðum
einstaklingum í Danmörku
og á íslandi á seinni hluta 18.
aldar. Um 1770 íhugaði
danska stjórnin það i fullri al-
vöru að afnema einokunar-
verslunina, en flestir leiðtog-
ar íslendinga voru þá and-
snúnir hugmyndinni. Á tíma-
bili Guldbergsstjórnarinnar í
dansk-norska ríkinu 1772-
1784 réðu íhaldsmenn og
kameralistar ferðinni. Stjórn
þeirra á íslandsversluninni
var undarlegur samsetningur
framfarahyggju og afturhalds-
samrar miðstýringar. Blandan
reyndist mjög illa eins og
greinilega kom fram i útflutn-
ingi íslenskrar matvöru árið
1784.
Æðstu embættismenn
konungs tóku ekki mark á að-
vörunum íslandskaupmanna
um ástandið i landinu, þegar
haustskipin komu til höfuð-
borgarinnar árið 1783. Ekkert
mátti gera íslandi til bjargar
fyrr en sérstakur sendimaður
(og aðalsmaður) hafði sótt
landið heim og skiiað stjórn-
inni skýrslu um ástandið.
Hrokafull formfesta tafði
þannig allar ráðstafanir til
hjálpar íslendingum i Móðu-
harðindunum um eitt örlaga-
ríkt ár.
Frihöndlunin svonefnda,
sem innleidd var árið 1787,
fól í sér nýjar verslunarhöml-
ur, og það var fyrst árið 1854,
að þeir þegnar Danakonungs,
sem búsettir voru á íslandi,
fengu sama rétt í utanríkis-
versluninni og aðrir þegnar
hans. Frjálsræðisbreytingin
1854 var afleiðing þess aukna
alþjóðlega verslunarfrelsis,
sem kom í kjölfar afnáms
breska korntollsins árið 1846.
íslendingar fóru að gagn-
rýna einokunarverslun
danskra kaupmanna og aðrar
hömlur á utanríkisverslun
landsins á síðustu áratugum
18. aldar og héldu þeirri
gagnrýni áfram á 19. öldinni.
Hér var óneitanlega um
stefnubreytingu að ræða
miðað viö umræðuna árin
1770-1771. Oddvitar íslend-
inga fóru að krefjast þess, að
fríverslun væri aukin. Danska
stjórnin var ávallt andsnúin
þessum kröfum og taldi þær
ógna samheldni rikisheildar-
innar. í þessum deilum ís-
lenskra forystumanna og
danskra stjórnvalda eftir lok
einokunartímabilsins árið
1787 er að finna rætur þeirrar
almennu fordæmingar á
„dönsku einokunarverslun-
inni“ 1602-1787, sem varó ráð-
andi í íslenskri sagnritun og
þjóðarvitund á 19. öld. í þess-
ari fordæmingu varð einokun-
arverslunin að átakamáli milli
„Dana og íslendinga" og varó
á þann hátt mikilvægt áróö-
ursatriði í þjóðernisbarátt-
unni. Sérhver öld skapar
sagnritun í sinni eigin mynd.
Arðsemi einokunarverslun-
arinnar var breytileg frá ein-
um tíma til annars. Venjulega
skilaði verslunin kaupmönn-
um og verslunarfélögum
nokkrum hagnaði, enda hefði
lítill áhugi verið á þátttöku í
þessari verslun að öðrum
kosti. Hagnaðurinn var yfir-
leitt ekki mjög mikill, ef
undan eru skilin stríðsgróða-
ár eins og tímabilið 1776-
1783.
Tapár voru önnur undan-
tekning frá reglunni um
þokkalegan hagnað einokun-
arverslunarinnar. Umtalsvert
tap varð helst á versluninni
þegar harðæri var á íslandi.
Jákvæð áhrif íslandsversl-
unarinnar á atvinnulíf Kaup-
mannahafnar hafa vafalaust
verið mikilvægari fyrir eflingu
borgarinnar en hreinn aröur
af versluninni. Hún var meg-
instoðin í siglingum Kaup-
mannahafnarbúa til fjarlægra
landa tímabilið 1602-1750 og
veitti fjölda þeirra atvinnu.
Tekjur konungs af íslands-
versluninni voru einkum leig-
an, sem greidd var fyrir
einkaleyfisbréfin. Leiga þessi
var all há tímabilin 1689-1732
og 1743-1758.