Alþýðublaðið - 29.07.1988, Síða 8

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Síða 8
8 Föstudagur 29. júlí 1988 r r Verslunarsaga Islands 1774-1807. A nœst- unni kemur út bók Sigfúsar Hauks Andrés- sonar sagnfrœðings og skjalavarðar um upphaf fríhöndlunar á íslandi. FRELSII KJOLFAR MODU- HARDINDANNA I haust kemur út bókin „Verslunarsaga íslands 1774- 1807“ sem Sigfús Haukur Andrésson, sagnfræðingur og skjalavörður, er að taka saman fyrir Verslunarráð ís- lands. Undirtitillinn er „Upp- haf fríhöndlunar og almennar bænaskrár. „Þó að þessi timamörk séu dregin á þenn- an hátt þá nær þetta tímabil þó til miðrar nitjándu aldar- innar, að áhugi vaknar á ís- landsmálum hjá nýjum ráöa- mönnum. Það má t.d. strax nefna „Innréttingarnar", þeg- ar stjórnin féllst á að styrkja innréttingar Skúla Magnús- son og gerði. Það var i raun táknrænt dæmi um stefnu- breytinguna,“ segir Sigfús. Sigfús segir að um það leyti hafi stjórnin verið að vinna að því að koma upp alls konar iðnaði I Danmörku sjálfri, en það sem hefði ver- ið sérstakt í þessu máli var, að stjórnin fékkst til að styrkja iðnað og atvinnu í hjálendu sem bjó í raun við nýlenduverslun og hafði gert frá 1602. Það er í raun upp úr þessu sem farið var í raun að af- nema einokunina. Hörmang- arafélagið hafði hér einka- leyfi á verslun en var svipt því árið 1758 og hófst þá rík- iseinokun, sem stóð til 1764 að Almenna verslunarfélagið tók við versluninni. Sú versl- un hélt versluninni við mis- jafnan orðstír allt til 1774, en þá kaupir ríkið í raun Almenna verslunarfélagið upp og tók þá við Konungs- verslunin sfðari. Gullberg- stjórnin var þá komin til valda og var það stefna henn- ar að láta ríkið taka mjög mikinn þátt í atvinnurekstri. Rikiseinokun var tii að mynda í verslun á Grænlandi, Finnmörku, Noregi og í Fær- eyjum. Síöar var þetta sam- einað í stórt verslunarbákn auk þess sem Konungsversl- unin síðari hóf mikla skipa- útgerð. Hafði meðal annars hér á landi all mikla skútuút- gerð frá Hafnarfirði 1776 allt til loka einokunarinnar. FRELSI í UÓSI MÓÐUHARÐINDA Svo æskilegt sem það var fyrir íslendinga að einokunin væri afnumin, verður ekki annað sagt en þeir væru ákaflega illa búnir undir hinar snöggu breytingar á verslun- arfyrirkomulaginu. Þau miklu harðindi o.fl. plágur, sem hrjáð höfðu landsmenn við- stöðulítið síðan um miðja öldina og náðu hámarki með Skaftáreldum árin 1783-1784 og hungursneyðinni og bólu- sóttinni er komu I kjölfar þeirra, höfðu valdið þjóðinni gífurlegu eigna- og mann- tjóni. Mannfjöldi í landinu var t.d. ekki nema rúmlega 38 Sigfús H. Andrésson: Versluninni var sniöinn þröngur stakkur. Sumir fríhöndlunarkaup- manna áttu í sífelldu basli og urðu að gefast upp, en aðrir virðast þó hafa grætt á tá og fingri. þús. í lok ársins 1786. Ýmsir málsmetandi menn, danskir og islenskir og þar á meðal landsnefndin frá 1770, öðru nafni landsnefnd fyrri, höfðu eindregið mælt með afnámi einokunarinnar. Hins vegar töldu flestir þessara manna, að raunveruleg frjáls verslun væri óhugsandi á ís- landi fyrr en þar hefði mynd- ast stétt manna, búin nægri þekkingu og efnum til að geta tekist verslunina á hend- ur. Eftir að konungsverslunin tók til starfa álitu margir, að eitt af hlutverkum hennar ætti að vera að undirbúa frjálsa verslun sem svo mætti auðveldlega koma á í áföngum. í þessu efni virtist sumum að enn væri talsverð- ur tími til stefnu, því að í til- skipun frá 1781 var gert ráð fyrir að konungsversluninni yrði haldið áfram allt til árs- ins 1810. Landsnefndin slðari, sem skipuð var snemma árs 1785 til að fjalla um afleiðingar móðuharðindanna og hugs- anlegar úrbætur, lagði til í samræmi við skoöanir hinna nýju valdhafa að íslenska verslunin yrði gefin frjáls sem allra fyrst. Hún sá hand- hæga lausn á þeim vanda að engin íslensk verslunarstétt vartil. Starfsmenn konungs- verslunar, sem höfðu eins og fyrr segir búið í landinu und- anfarin ár, virtust henni auð- veldlega geta fyllt upp I þetta tómarúm í íslensku þjóðfé- lagi. Hér kom það líka til að kaupmenn konungsverslunar og næstu aðstoðarmenn þeirra höfðu flestir verið það lengi í þjónustu verslunarinn- ar, að ekki þótt sæmandi að segja þeim upp vistinni án þess að gefa þeim kost á öðrum störfum eða þá eftir- launum. ÞRÍR INNLENDIR MEÐ BOLMAGN Þannig atvikaðist það, að þessir menn fengu hús, skip og vörubirgðir konungsversl- unar með vildarkjörum vorið 1788 ásamt hagstæðum pen- ingalánum til þess að hefja verslun á íslandi á eigin spýt- ur. Allt átti þetta aö greiöast vaxtalaust á tíu árum frá ár- inu 1790 að telja nema skip- in. Þau mátti greiða á sex ár- um með verðlaunum, sem svöruðu til árlegra afborgana og kaupmenn fengu, ef þeir létu skipin stunda fiskveiðar við ísland á sumrin meðan þau biðu eftir vörum til út- flutnings. Með þessu var líka ætlunin að hvetja kaupmenn til að stunda útgerð við land- ið. Auk þessara hlunninda skyldi íslenska verslunin vera undanþegin tollum og öðrum álögum næstu tvo áratugina. Þetta ákvæði var síðan fram- lengt og hélst lítið breytt allt fríhöndlunartímabilið. Aðeins þrír Islendingar voru í þessum hópi. Það voru Ólafur Þóröarson Thorlacius, sem fékk Bíldudal, Hans Hjaltalín, er fékk Búðir og Stapa og Árni Jónsson, sem hreppti Grindavík. Verslun Árna varð skammvinn en hin- um tveimur vegnaói betur, einkum Ólafi. Bjarni Sigurðs- son (Slvertsen) bættist svo í hópinn árið 1794, er kaup- maður sá sem fengið hafði meginhluta verslunareign- anna í Hafnarfirði varð að gefast upp. ÍSLENDINGUM ÞRÖNGUR STAKKUR SNIÐINN Lögin um fríhöndlunina sniðu íslensku versluninni það þröngan stakk, að við- skipti kaupmanna I landinu hlutu einkum að beinast til Kaupmannahafnar. Þess vegna hentaði þaó kaup- mönnum að ýmsu levti betur að búa þar en á íslandi. Eng- inn bein verslun mátti nefni- lega fara fram milli íslands og landa utan Danaveldis. Væru kaupmenn búsettir á Islandi urðu þeir að vera í fé- lagi við þekkt verslunarfyrir- tæki í Höfn eða annarri borg Danaveldis, ef þeir vildu skipta við utanríkisþjóðir, og voru viðskiptin þá gerð undir nafni þess fyrirtækis. Þetta ákvæði var að vísu numið úr gildi árið 1816 en Kaup- mannahöfn var þó áfram mið- stöð íslensku verslunarinnar. Allt fríhöndlunartimabilið mátti aðeins nota skip í eigu þegna Danakonungs til ís- landssiglinga. Við upphaf frlhöndlunar var stefnt aö því að koma upp 6 kaupstöðum á íslandi, í Reykjavík, Grundarfirði, Isa- firði, Akureyri, Eskifirði og í Hafnarfjörður varð jmr einn merkasti verslunarstaður landsins. Fyrsti íslenski kaupmaðurinn þar var Bjarni Sigurðsson (Sivertsen), sem áriö 1794 tók við af dönskum kaupmanni, sem gafst upp á verslun hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.