Alþýðublaðið - 29.07.1988, Side 9
Föstudagui' 29. júlí 1988
9
Guðjón Oddsson,
formaður Kaupmannasamtakanna
STAÐA VERSLUNARINNAR I
SAMRÆMI VIÐ HAG FÓLKSINS
Vestmannaeyjum. Reynslan
sýndi þó aö lítil von væri á
aö kaupstaðir þessir gætu
þroskast, sem slíkir nema
Reykjavík.
Stjórnin reyndi þá aö bæta
aöstööu þeirra með tveimur
tilskipunum áriö 1792 og
1793, sem miðuðu jafnframt
aö því aö bægja of mikilli
samkeppni frá kaupendum
konungsverslunareigna.
Þessir menn sem reyndust
misjafnlega aflögufærir þeg-
ar aö því kom'að þeir færu aö
greiöa afborganir af skuldum
sínum, kvörtuöu bæöi yfir
lausakaupmönnum og fjölg-
un verslunarstaða. En lausa-
kaupmenn höfðu einkum lát-
iö aö sér kveöa suðvestan-
og vestanlands og yfirleitt
reynt aö sniðganga þær tak-
markanir sem verslun þeirra
viö landsmenn var háö.
ÁHRIF TILSKIPANANNA
1792 OG 1793
Þessar tilskipanir áttu aö
heita nánari skilgreiningar á
ýmsum atriöum fríhöndlunar-
laganna en fólu í rauninni í
sér nokkur ný ákvæöi. Þau
helstu þeirra voru, aö allur
verslunarrekstur utan gömlu
verslunarstaðanna og staða,
er konungur kynni eftirleiðis
aö löggildasem kauptún,
væri stranglega bannaður. í
samræmi viö það var fyrir-
skipaö að verslun yrði hætt I
Þorlákshöfn, Selvogi og á
Akranesi og nokkru síðar
einnig á Seyöisfirði. Þeir,
sem stofna vildu fasta versl-
un á löggiltri úthöfn, skyldu
einnig veröa aö reka stööuga
verslun í þeim kaupstaö er
sú úthöfn lægi undir. Kaup-
endur konungsverslunar-
eigna voru þó undanþegnir
þessu ákvæöi og látið óátal-
iö aö þeir byggju ekki einu
sinni sjálfir í landinu. Þá var
lausakaupmönnum algerlega
bannað að versla lengur en
fjórar vikur á sama verslunar-
staö eöa flytja varning sinn í
land. Loks var tekiö fram aö
íslenskum bændum væri
óheimilt aö versla með inn-
fluttar vörur, nema því aöeins
aö þeir flyttust til kaupstaö-
anna og gerðust kaupmenn
þar.
Áhrif tilskipananna frá
1792 og 1793 uröu mun meiri
viö það, aö um sama leyti
brutust út í Evrópu styrjaldir I
kjölfar frönsku stjórnarbylt-
ingarinnar sem stóöu linnu-
lítið allt til 1815. Meðan Dön-
um tókst aö standa utan
þessara átaka var kaupskipa-
floti þeirra og annarra þegna
Danakonungs önnum kafinn
viö alls konar flutninga, sem
kaupför styrjaldarþjóöanna
önnuðust viö venjulegar
aöstæöur. Þetta var aö vísu
langtum áhættusamari
atvinnuvegur en íslenska
verslunin en mörgum sinnum
arövænlegri meöan hann ent-
ist. Meö því að þessi tæki-
færi tóku einmitt aö bjóöast
þegar kjör lausakaupmanna
voru þrengd til muna, sáu
flestir þeirra sér leik á boröi
aö hætta allri verslun á ís-
landi.
SUMIR GRÆDDU
Á TÁ OG FINGRI
Þótt ýmsir hinna fyrstu frí-
höndlunarkaupmanna ættu í
sífelldu basli og sumir þeirra
yröu aö lokum að gefast upp
á versluninni, voru þeir þó
fleiri sem vegnaói sæmilega
eða vel. Nokkrir hinna dug-
legustu viröast hafa grætt á
tá og fingri, enda leiö ekki á
löngu unz þeir færðu út kví-
arnar til annarra verslunar-
staöa og náöu sumum þeirra
alveg í sínar hendur er stétt-
arbræöur þeirra lögöu upp
laupana. Þannig náöi t.d.
Johan Christian Suncken-
berg í Reykjavík eignarhaldi á
Eyrarbakkaverslun áriö 1795
og verslaði síöan á báöum
stöóum. Um sama leyti
komst Jens Lassen Busch á
Djúpavogi yfir fyrrverandi
eignir konungsverslunar á
ísafirði og um aldamótin yfir
verslanirnar á Skagaströnd
og I Kúvíkum. Voldugasti
kaupmaöur á Austurlandi og
austanverðu Noröurlandi á
fyrstu tveimur áratugum frí-
höndlunar var Georg Andreas
Kyhn. Hann eignaðist Reyö-
arfjaröarverslun áriö 1788,
Vopnafjarðarverslun fjórum
árum síöar og verslaði einnig
á Akureyri, Siglufirði og víöar.
Arftakar hans sem stórveldi í
verslun eystra og nyrðra voru
Örum & Wulff, en þaö fyrir-
tæki byrjaði feril sinn á Eski-
firöi áriö 1798. Ólafur
Thorlacius á Bíldudal færði
út kvíarnar til ísafjarðar er
Björgvinjarmenn hurfu þaðan
og til Stykkishólms árið 1807,
og hann var ennfremur at-
hafnasamur útgerðarmaöur.
HARDORÐ RÆNASKRÁ
MÓÐGAR KONUNG
Árió 1795, aö undirlagi
Magnúsar Stephensens setts
landsfógeta og Stefáns Þór-
arinssonar amtmanns i norö-
ur- og austuramti, hittust
fyrirmenn landsins á Alþingi
viö Öxará og sömdu bæna-
skrá til konungs, þar sem far-
iö var fram á fullt verslunar-
frelsi við utanríkisþjóöir og
stuðlað yröi meö ýmsu móti
að myndun raunverulegrar
verslunarstéttar í landinu
sjálfu. Áhrif þjóófélagsþró-
unar í Bandaríkjunum og
Frakklandi þóttu augljós og
var bænaskráin mjög harð-
orö, svo mjög að konungi
mislíkaói athæfiö herfilega. í
samræmi við þetta fengu
bænaskrármenn alvarlegar
konunglegar áminningar frá
Friðriki krónprins með hótun-
'im um embættismissi ef
ithæfiö yrði endurtekið! Öll-
m beiðnum var algjörlega
ifnaö.
Kaupmannasamtök íslands
eru landssamtök smásölu-
verslunarinnar, kaupmannafé-
laga og einstaklinga. Sam-
tökin hafa starfað um nærri
fjögurra áratuga skeið, en
innan þeirra eru nú starfandi
15 sérgreinafélög og 10
landshlutafélög auk einstakl-
inga. Kaupmannasamtökin
eru eins og gefur að skilja
málsvari kaupmanna og
hagsmunasamtök stéttarinn-
ar, sem telur um það bil 700
kaupmenn í hinum ýmsu
greinum smásöluverslunar-
innar. Samtökin hafa á und-
anförnum árum haft áhrif á
mótun ýmissa þeirra laga og
reglugerða, sem sett hafa
verið um starfsemi smásölu-
verslunarinnar i landinu, t.d.
lög um verslunaratvinnu, lög
um tollamái, lög um tekju- og
eignaskatt, lög um söluskatt
og lög um verðlag og sam-
keppnishömlur.
Formaður stjórnar Kaup-
mannasamtakanna er Guðjón
Oddsson kaupmaður í Litn-
um í Síðumúla, en aörir í
stjórn eru Bjarni Finnsson
varaformaöur, Jóhannes
Jónsson ritari, Ingibjörn
Hafsteinsson gjaldkeri og
Kolbeinn Kristinsson meó-
stjórnandi, en varamenn eru
Steinar Waage, Jónas Ragn-
arsson og Ragnar Guö-
mundsson. Framkvæmda-
stjóri er Magnús E. Finnsson.
í tilefni tveggja alda afmælis
frjálsrar verslunar ræddi Al-
þýöublaöiö stuttlega viö
Guöjón formann og spuröi
fyrst hvernig hann mæti
stööu verslunarinnar í dag og
þá einkum meö hliðsjón af
hagsmunum smásölukaup-
manna.
„Einokun, höft og svo
frjáls verslun er eins og svart
og hvítt, enginn þjóö er frjáls
nema sá undirstöðuatvinnu-
vegur sem verslun er sé
frjáls. Viö sem munum þá
tíma er höft og skammtanir
ríktu, eigum erfitt meö að
átta okkur á hvernig hægt var
að reka verslanir í þá daga.
En staöa verslunarinnar í dag
fer eingöngu eftir hag fólks-
ins í landinu á meðan kaup-
geta almennings er góð er
hagur verslunarinnar góður.“
Hverjir hafa verið stærstu
áfangasigrar ykkar stéttar á
umliönum árum?
„Kaupmannasamtök ís-
lands eru ekki enn orðin 40
ára svo þaö má segja að þau
séu ekki gömul samtök. Auð-
vitað hafa margir áfangasigr-
ar unnist, mér dettur í hug
frjálst verðlag, ný tollskrá og
t.d. er heimilað var að selja
mjólk og mjólkurafuröir í
matvöruverslunum var
áfangasigur."
Hvað mætti gera til að
auka hagkvæmni og lækka
verðlag?
„Lækka eöa fella niöur þá
mörgu skatta sem eru lagðir
á verslun eöa verslunin þarf
Guðjón Oddsson.
að innheimta ásamt því aö
gæta ýtrustu hagsýni í
rekstri mundi lækka vöru-
verð.“
Er eitthvað i versiunarlöggjöf-
inni sem mætti breyta að
þínu mati?
„Þaó yrói til bóta aö sam-
þykkja þau drög að frumvarpi
um verslunaratvinnu er nefnd
á vegum viðskiptaráöherra
skilaði frá sér 11. febrúar
1988. Meginmarkmið þessara
frumvarpsdraga er aó færa
löggjöf um verslunaratvinnu
til nútímalegra horfs og
rýmka skilyröi einstaklinga
og félaga til aö mega stunda
verslun."
Nú er mikið talað um of-
framboð á verslunarhúsnæði,
þenslu og offjárfestingu.
Hvert er þitt mat á þessu?
„Þaö er staðreynd aó ot-
fjárfesting á verslunar-
húsnæði hefur viögengist nú
um skeið.“
Hvað með verslun á höfuð-
borgarsvæðinu gagnvart
landsbyggðinni?
„Þaö er staðreynd að víða
út um land hefur fólki fariö
fækkandi viö þaö verður
verslun óhagkvæm og kaup-
menn gefast upp, hér á höf-
uðborgarsvæöinu hefur aftur
á móti verió fólksfjölgun er
kemur versluninni til góða."
Hvernig metiö þiö kaup-
menn stöðu launcfólks i
verslunargreinunum?
„í dag eru gerðar miklar
kröfur til verslunarfólks, t.d.
af neytendum er krafist langs
opnunartíma. En staöreyndin
er sú að eftir því sem kaup-
menn gera betur viö sitt fólk
því hæfara fólk fæst til
starfa."
Sérðu fyrir þér miklar breyt-
ingar á verslunarháttum og
vörukaupum á næstu árum
og áratugum?
„Miklar breytingar hafa ver-
ið aö gerast í verslun síöustu
ár eins og allstaöar i ná-
grannalöndum okkar, verslun-
um hefur fækkað og þær
stækkaö. í þeirri miklu sam-
keppni sem nú ríkir í verslun
er ég hræddur um aö fækkun
verslana verói örari og af-
drifaríkari en viö hefóum
óskaö.“