Alþýðublaðið - 29.07.1988, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Qupperneq 14
14 Föstudagur 29. júlí 1988 MHpiilHi Þróunin í viðskiptalífinu 1979-1986 UMFANG HAGKAUPS ÞREFALDAÐIST Bankarnir vaxa en sveiflast. SÍS -veldið er stöðugt. Fyrirtœki á uppleið: Flugleiðir, Árvakur, Húsa- smiðjan, BYKO, IBM, K. Jónsson og co., íslenskir aðalverktakar og Hekla. Fyrirtœki á niðurleið: Mjólkursamsalan, Fálkinn, Mjólkurbú Flóamanna, Trygging, Kassagerðin og Bílaborg. Segja má að viðskiptalífið hafi á undanförnum árum einkennst nokkuð af sveiflum meðal stærstu fyrirtækja landsins. Nú er rætt um að mörg fyrirtæki eigi eftir að lenda í vondum gjaldþrota- málum á þessu ári og því næsta, en aftur á móti hefur vöxtur sumra fyrirtækja verið ævintýralegur. Þetta sést þegar velta stærstu fyrir- tækja landsins eru skoðuð fyrir tímabilið 1979-1986, eins og hún hefur verið tiunduð í Frjálsri verslun undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðleika í rekstri Sambands íslenskra samvinnufélaga virðist seint ætla að ganga hjá öðrum ris- um íslensks viöskiptalífs að koma SÍS af toppinum. Velta SÍS hafði á hinn bóginn nokkuð dregist saman að raungildi síðustu árin. Þannig var veltan á núvirði 22.400 milljónir króna árið 1979 en var komin í 20.900 milljónir árið 1984 og hafði þá dregist saman um 6,7% á fimm ár- um. En árið 1986 var veltan komin upp í 23.300 milljónir króna. Á sama tíma hefur velta Kaupfélags Eyfirðinga verið nokkuð stöðug og var tæplega 7.000 milljónir króna árið 1986. Velta stærstu fyrir- tækja samvinnuhreyfingar- innar er geysileg. Til samans veltu SÍS, ESSO (olíufyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar), Sláturfélag Suðurlands, Osta- og smjörsalan, Samvinnu- tryggingar, Samvinnubankinn og 9 stærstu kaupfélögin um 60.000 milljónum króna árið 1979 og var velta sama hóps mjög álíka árið 1986 að raun- virði. SVEIFLUR HJÁ BÖNKUM OG FLUTNINGSFYRIRTÆKJUM Þrátt fyrir sveiflur má segja að helsti vaxtabroddur við- skiptalífsins sé fésýslan og er þá einkum átt við banka og sparisjóði. Reyndar var ár- iö 1986 nokkuð erfitt ár hjá bönkunum með samdrætti i veltu, en fram að því hafði velta þessara peningastofn- ana tvöfaldast að raungildi 1979-1985. Þannig nam heild- arvelta 13 stærstu banka og sparisjóöa um 16.000 milljón- um króna árið 1979, en árið 1985 var veltan komin upp í 29.000 milljónir króna. 1986 nam samdrátturinn hins veg- ar hjá sömu peningastofnun- um um 27% og velta þeirra fór niður í 21.000 milljónir. Tap Útvegsbankans var hrika- legt og aðeins að finna vöxt hjá Alþýðubankanum. Ef eitthvért fyrirtæki gerir sig líklegt til að nálgast SIS að umfangi þá er það Flug- leiðir. Velta þess fyrirtækis var um 6.400 milljónir króna árið 1980 en komst upp í 10.600 milljónir árið 1985, en dróst sföan nokkuð saman 1986. Ef undan eru skilin út- flutningssamböndin stóru, SH og SÍF, eru Flugleiðir annað stærsta fvrirtæki landsins, en sem kunnugt er var rekstur þess erfiður í fyrra og kom út réttu megin við núllið með þvi að flugvél var seld. Hitt flugfélagið sem að kveður, Arnarflug, hefur mátt þola miklar sveiflur í veltu að undanförnum árum. Umfang þess jókst þannig úr 400 milljónum króna 1979- 1980 i 1.300-1.600 milljónir ár- in 1981-1983, en fór niður í um 960 milljónir árið 1984. Veltan fór síðan upp í 2.200 milljónir króna árið 1985, en hrundi niður í 1.200 milljónir árið eftir. Af öðrum flutnings- fyrirtækjum ber auðvitað mest á gjaldþroti Hafskips, en fram að því hafði velta fyr- irtækisins vaxið stórlega eða úr 1.000 milljónum 1979-1980 í 3.500 milljónir árið 1985. Eimskipafélagið var heldur á niðurleið um tíma í veltu. Hún var þannig um 5.500 milljónir króna árin 1981-1983, en fór undir 5.000 milljónir 1985 en fór síðan aftur í sitt fyrra horf árið 1986. HAGKAUP ER ORDIÐ STÓRVEL0I Athyglisvert er að skoða veltutölur olíufélaganna. Inn- byrðis hlutföll þeirra á milli hafa haldist mjög svipuð á undanförnum árum, þótt hlut- fall ESSO hafi nokkuð vaxið en minnkað hjá ÓLÍS. Það sem á hinn bóginn er athygl- isverðara er að samanlögð velta olíurisanna þriggja dróst saman að raungildi úr 18.900 milljónum króna árið 1979 í 13.700 milljónir árið 1986 eða um 27,5%, einkan- lega þó vegna mikils sam- dráttar 1986. Á hinn bóginn er um nokkra veltuaukningu hjá stærstu tryggingafélög- unum að ræða. Þannig veltu 7 stærstu almennu trygg- ingafélögin um 5.900 milljón- um króna árið 1979 en um 6.400 milljónum árið 1986. Það leikur enginn vafi á því að það er Hagkaup sem hef- ur tyllt sér tryggilega á topp- inn meðal íslenskra verslun- arfyrirtækja og má segja að Kringluævintýrið sé tákn- mynd þess. Velta Hagkaups var þannig um 1.500 milljónir króna árið 1979, en árið 1986 var hún komin udd í 3.900 milljónir. Á sama tíma stofnaði Pálmi Jónsson fyrirtækið Miklatorg sf utan um IKEA-deildina og var velta þess fyrirtækis tæplega 700 milljónir króna árið 1986 og til samans hafa því þessi fyr- irtæki vaxið úr 1.500 milljón- um í um 4.500 milljónir eða þrefaldast. Sjálfsagt er um enn hærri tölur að ræða nú orðið, enda er Hágkaup að komast í hóp y stærstu fyr- irtækja landsins í veltu talið. Til samanburðar má nefna að velta Miklagarðs var um 1.300 milljónir árið 1984 og um 1.500 milljónir árið 1986 eða aðeins um þriðjungur af sam- anlagðri veltu Hagkaups og Miklatorgs. Um leið liggur fyrir að þessi tvö tengdu fyr- irtæki veltu árið 1986 álíka miklu og Mikligarður, KRON, Fjarðarkaup, Kaupfélag Hafn- arfjarðar og Sölustofnun lag- metis til samans. NOKKUR FYRIRTÆKI í GÓÐUM VEXTI Af öðrum fyrirtækjum á-, uppleið má nefna að velta Ár- vakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, hefur vaxið ævin- týralega undanfarin ár. Hún hefur vaxið úr 500 milljónum í um 930 á þessu 8 ára tíma- bili eða nær tvöfaldast að raungildi. Húsasmiðjan er óð- um að verða að stórveldi í versluninni, sem sjá má á uppbyggingunni við Súðavog. Velta Húsasmiðjunnar var um 600 milljónir árið 1979 en árið 1986 komin upp í tæplega 1.300 milljónir og hafði því tvöfaldast eins og gerist hjá Árvakri. Þá má nefna að velta Smjörlíkis-Sólar jókst á þessu tímabili úr 475 milljón- um í 870 m.kr. árið 1984 en fór niður í 820 m.kr. árið 1986. Aukning á veltu BYKO hefur veriö nokkuð stöðug á þessu tímabili, hún var um það bil l. 000 milljónir árið 1979, en var komin upp í 1.700 milljón- ir árið 1986 og hafði því auk- ist um 70% að raungildi. Velta IBM á íslandi hefur vax- ið enn hraöar eða úr 340 m. kr. árið 1979 í tæplega 1.100 m. kr. árið 1986 eða rúmlega þrefaldast. Fyrirtækið K. Jónsson og co. hefur einnig verið á góðri siglingu í um- fangi taliö, veltan fór úr rúm- lega 300 m. kr. árið 1981 í nær 770 m. kr. árið 1986. Þá má minnast á ævintýralega aukningu á veltu íslenskra aðalverktaka, sem að vísu hefur mætt sveiflum. Velta íslenskra aðalverktaka jókst þannig úr tæplega 1.000 milljónum árið 1979 allt upp í 2.600 milljónir árið 1983, en þá tóku umsvifin að minnka og veltan fór niður í um 1.500 milljónir árið 1985. Árið 1986 reyndist hins vegar metár hjá verktakafyrirtækinu, þá fór veltan alla leið upp í 2.900 milljónir króna. Loks má minnast á mikla veltuaukn- ingu hjá Helku hf. sem fór úr 900 milljónum árið 1979 í yfir 2.000 milljónir árið 1986. MEGA MUNA FÍFIL SINN FEGURRI Nokkur rótgróin fyrirtæki hafa verið á niðurleið undan- farin ár. Nýjustu fréttir herma að á þessu og á næsta ári munu mörg gjaldþrotin eiga sér stað og nýjasta dæmið af áður stöndugu fyrirtæki sem nú hefur átt í erfiöleikum er Veltir hf./Gunnar Ásgeirsson. Umfang þessa fyrirtækis hef- ur verið mjög sveiflukennt á undanförnum árum. Þannig nam veltan um 780 milljónum króna áriö 1980 og fór upp í 1.500 milljónir árið 1982. Næstu ár voru hins vegar ár mikils samdráttar þegar velt- an hrundi niður í 650 m. kr. árið 1985. En árið 1986 kom uppsveifla þegar veltan fór upp í 950 m. kr. Grunnurinn hefur hins vegar ekki verið nógu traustur og nú hefur fyrirtækið verið selt eftir mikla erfiðleika. Onnur fyrirtæki á stöðugri niðurleið hafa verið t.d. Mjólkursamsalan, hvers velta fór úr 5.300 m. kr. árið 1981 í 3.500 m. kr. árið 1986, Mjólk- urbú Flóamanna, úr 2.500 m. kr. árið 1979 í 2.000 milljónir árið 1986, Fálkinn, sem fór úr 570 m. kr. árið 1979 í 415 m. kr. árið 1985 og er nú varla til lengur miðað við fyrri tíma, Trygging hf. úr 970 m. kr. árið 1979 í um 400 milljónir árið 1986 og hefur verið yfirtekið af Sjóvá, Þýsk-íslenska, úr 680 m. kr. árið 1983 í 460 m. kr. árið 1986 eftir kunn skattavandræði, Kassagerð Reykjavikur úr 750 m. kr. árið 1983 í 660 m. kr. árið 1986, Bernhard Pedersen úr 1.200 m. kr. árið 1980 í 630 m. kr. ár- ið 1986, Bílaborg úr 1.600 m. kr. árið 1982 í 1.100 m. kr. árið 1986 og vart þarf að minnast á erfiöleika og samdrátt, jafn- vel hrun hjá fyrirtækjum eins og Útvegsbankanum, Haf- skipum, Arnarflugi, Samlagi skeiðarframleiðenda, Ala- fossi og Kirkjusandi. SKÝRINGAR 1. Framreikningur veltutalna miðast við þróun fram- færsluvisitölunnar til loka ársins 1986. Vankantarnir eru auðvitað ýmsir, en lærðir menn eru nokkuð sammála um að sú vísitala gefi grófa en einna rétt- asta mynd af þróun verð- lagsins. 2. Veltutölurnar eru fengnar úr listum Frjálsrar versl- unar, sem ár hvert birtir skrá yfir 100-150 stærstu fyrirtæki landsins. Þarer velta skilgreind sem brúttótekjur, þ.e. heildar- tekjur áður en nokkur kostnaður eða umboðs- laun eru dregin frá. Tölurn- ar tala í flestum tilfellum sinu máli, en velta banka og sparisjóða er talin brúttó vaxtatekjur ásamt verðbótum og trygginga- félög eru reiknuð eftir bók- færðum iðgjöldum. 3. Ljóst er að stofntölur eru mismunandi og hér fyrst og fremst um gagnlegar og fróðlegar visbendingar að ræða. Sérstaklega er samanburðurinn marktæk- ur innan hverrar atvinnu- greinar, eins og hér hefur verið miðað við. Hér er ekki um neinn endanlegan dóm að ræða, en í réttu samhengi eru upplýsingar þessar þó marktækar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.