Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 31. júlí 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Handaskön Það er annars merkilegt, hvað fólk getur, óátalið, koru- izt upp með hér í henni Reykjavík. Hér má ekki gagn rýna lélega vinnu eða fram- leiðslu, heldur er það hefð að froðufella af hrifningu yfir hvaða „skitti“ sem er, og hvaða hroðvirkni sem er — bara af því að íslendingar hafa framkvæmt það. Gerist maður svo djarfur að gagn- rýna nokkuð, þá er æpt upp um, að það sé „atvinnurógur“. Af þessu stafar svo að sjálf- sögðu það, að fólk kemst upp með það, að hafa fé út úr manni fyrir lélega eða einskis- nýta vinnu. Eg held, að það væri óhætt að segja, að Reykjavík er borgin, þar sem ekki er hægt að fá viðgerð á nokkrum hlut með góðu lagi. Biðji maður faglærða menn að gera við eitthvað fyt ir sig, er engu lík- ara en að maður sé að biðja þá að gefa sér gull. Það segir sig sjálft, að slíkt er í frekara lagi óheppilegt hér hjá okkur, þar sem ekkert fæst og menn verða að nýta vel það, sem þeir eiga. Auðvitað er það alkunna, að t. d. vantar bæði stoppu- garn og aðra smávöru í búð- irnar, sem gera mönnum kleift að viðhalda görmum sínum. Og nú þegar sífellt er verið að prédika fyrir okkur að spara, þar sem landið er hvort eð er á kúpunni, þá er það eiginlega einkar skrítin pólitík að gera fólki ókleift með öllu að viðhalda því, sem það á fyrir. Nú ætla ég að gerast svo frek að gefa einni „atvinnu- grein“, ef svo mætti að orði komast, til tevatns síns. Hún á það svo sannarlega skilið, og er ég bara mest hissa á því, að ekki skuli vera fyrir löngu búið að segja viðkom- andi aðilum til syndanna á opinberum vettvangi, svo að þeir geti séð að sér og bætt ráð sitt. Eg á hér við hinar svoköll- uðu „fataviðgerðir" bæjarins. Mér hefur borizt bréf frá konu, sem kvartar sáran yfir lélegri vinnu þessara stofn- ana og frábærlega háu verði. Bréf þetta kom eins og kallað, því að sjálf hef ég nýlega átt viðtal við eina af þessum „fataviðgerðum" og var þeg- ar búin að ákveða að láta þær fá það óþvegið sem allra, allra fyrst. Það segir sig sjálft, að fata- viðgerðir eru bráðnauðsyn- legar stofnanir. Þær ættu að vera þannig, að einhleypir menn og aðrir, sem hvorki hafa tíma né getu til þess að gera vel við föt sín, gætu þar fengið fyrata flokks viðgerðir og væri þá vandað svo til vinn unnar sem framast er unnt. „Fataviðgerðirnar" héma auglýsa „vandaða vinnu“. Satt að segja ættu þær að auglýsa „vandaða vinnu“ inn- an gæsalappa, eins og ég skrifa það, því að vinna þeirra er mildast sagt, hreinasta handaskömm. Sem dæmi um það, að ég fer hér með rétt mál, skal ég segja ykkur frá viðskiptum mínum við eina „fatavirð- gerðina." Eg á gamla röndótta dragt. Dragt þessi hefur verið mín uppáhaldsflík í langan tíma og þar eð hún nú var orðin slitin á alnbogunum, hugði ég mér gott til glóðarinnar að láta bæta hana vel og nota hana síðan í ferðalög og því- umlíkt. Eg bjóst að sjálfsögðu við ,að „fataviðgerð“ mundi geta gert þetta miklu betur en ég sjálf og ákvað því að kosta upp á klössun á dragt- argreyinu, — og gerði ráð fyrir að fá hana fautafína til baka. Eg átti afgang af efn- inu og fór því með hann með mér og bauð þeim að nota í bæfcur. Á tilsettum tíma fór ég að sækja listaverkið, — var að fara úr bænum morguninn eft ir og hugði gott til dragtar- innar góðu. Og nú skal ég reyna að lýsa aðkomunni: Þennan tiltölu- lega stóra efnisbút, sem ég hafði komið með, höfðu mann eskjurnar auðsjáanlega byrj- að á' að klippa niður í smá- pjötíur, því að í staðinn fyrir að set ja eina heila bót á hvorn olnboga höfðu þau aukið sam an tvær pjötlur! Og ekki nóg með það. Þar eð dragtin er röndótt, hafði ég haldið, að ennþá auðveldara hlyti það að vera að bæta hana, svo að lítið bæri á. En þessar „út- lærðu“ viðgerðardömur höfðu látið rendurnar snúa þvers- um í bótunum, hvarímóti þær snúa langsum í jakkanum! Nú heyri ég ykkur í anda segja: „Nei, þetta er ekki hægt. Svona vitlaus er ekki nokkur manneskja!“ En þetta er nú satt samt. Þegar stúlkan sýndi mér verksummerkin á mínum heitt elskaða jakka, var ég svo dol- fallin, að ég mátti ekki mæla (aldrei þessu vant!). Stúlkan leit á snepilinn, sem nældur var í veslings jakkan minn og mælti: „Já, þetta verða víst sjötíu krónur!“ Þá fékk ég málið! Orðin streymdu af vörum mér, með álíka krafti og tekinn væri tappi úr kampavínsflösku. Eg fræddi hana á því, að þeg- ar ég var tólf ára, hefði ég kunnað að bæta miklu betur en þetta. Eg tilkynnti henni, að þessi handaskömm væri á borð við það að smákrakki hefði verið að leika sér að því að gera þetta sem verst, — — og upplýsti hana um, að systurdóttir mín, sem er sex ára, mundi hafa getað gert þetta betur, — hvað þá held- ur ég!! Eg spurði hana, hvort þær, sem þarna störfuðu, hefðu svo sérkennilega ónátt- úrulega kýmnigáfu, að þeim þætti það fyndið að reyna að gera sem verst við föt manna, til þess að komast að raun um það, hvort þeir væru svo vit- lausir að láta bjóða sér slíka ómynd — og borga drjúgan skilding fyrir! Eða hvað o. s. frv. ‘ Þegar ég var búin að hóta málaferlum og Víkverja, rauk ég út og skellti hurðum. Og borgaði ekki sjötíu aura — hvað þá heldur sjötíu krónur! Það mætti segja mér það, að stúlkugreyið hafi lagzt í rúmið á eftir af tauga-sjokki. En það verður nú að hafa það. Og svo að ég segi söguna til enda: Efnisbútinn, sem ég átti, höfðu þær klippt svo rækilega niður, að þegar ég kom heim og fór að athuga það, hvort ég gæti ekki lag- fært þetta sjálf (og látið a. m. k. rendurnar snúa rétt!) kom upp úr kafinu, að ekki var til nóg í slíka bót. Jakkinn er rnér því algjör- lega ónýtur, því að ekki fer ég að ganga í honum svona illa viðgerðum! Fólk gæti haldið, að ég hefði sjálf gert við liann og ég væri svona mikil ekkisen ómynd í hönd- unum! Þegar ég hafði fengið bréf- ið frá konunni, sem segir að ,,fataviðgerð“ hafi eyðilagt algjörlega kápu af dóttur hennar og tvenn nýtileg föt af manni hennar og heimtaði of f jár fyrir vikið, fór ég að kynna mér þetta nánar, — með mína eigin reynslu í huga. Og allstaðar er sama sagan. Viðgerðirnar eru illa unnar og ’ verðið gífurlegt. Kunningja- kona mín ein sagði mér af því, að „fataviðgerð" hefði gjör- j eyðilagt þrennar buxur af i manni hennar, alveg að á- stæðulausu. En hún borgaði þegjandi og hljóðalaust fyrir skemmdarstarfsemina, kján- inn sá ama, og það er einmitt það, sem flestir gera, og þess- vegna komast þessar stofnan- ir upp með það að vinna illa fyrir mikinn pening. Við eigum að þverneita að taka við og borga fyrir svona viðgerðir. Við eigum ekki að líða þessu fólki það, að eyði- leggja föt okkar og heimta of f jár fyrir.Að þessar hroðvirkn issjoppur skuli þrífast hér í bæ, ber þess einungis vitni, að við kunnum ekki að gera greinarmun á góðri og lélegri vinnu, og er það því bæði okk- ur og (ekki sízt) þeim sjálf- um til háborinnar skammar! Svo sannarlega ætti að vera eftirlit með því, að fólk það, sem setur upp fataviðgerðar- stofur, kunni að minnsta kosti undirstöðuatriðin í sauma- skap. Eins og er, álít ég það víðs f jarri. Enginn þessara „fatavið-. gerða“, sem ég hér kasta hnúi um að, tekur að sér að kúnst- stoppa. Hér í bæ liafa undan* farin ár stundum verið konur^ sem taka að sér að gera „ó- sýnilega“ við fatnað fólks^ sem sé kúnststoppa. En af ein, hverjum óskiljanlegum ástæð- um hafa þær allar gefizt upp, en þó get ég sagt, af mínum eigin viðskiptum við konur þessar, að vinna þeirra var óaðfinnanleg. Ef nú einhver þessara kvenna gæti verið það snið- ug að setja upp „fataviðgerð11, sem gerði smekklega og vel við föt manna, þá er ég ekki í nokkrum vafa um það, að sú stofnun mundi verða vin- sæl með afbrigðum — og viss er ég um, að þéna mætti dr júg an skilding á henni. Slík fyrsta flokks fatavið- gerði mundi gera það að verk- um að enginn mundi verzla við þær fimmta flokks „fatavið- gerðir“, sem nú eru við lýði, og mundu þær því lognast út af og deyja Drottni sínum. Sem og réttmætt er. Framhald á 8. síðu. AUGLYSING Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptamönn- um vorum, að afgreiðslumenn vorir í London, Messrs. MeGregor, Gow & Holland Ltd., hafa fyrir skömmu flutt í ný húsakynni, og er hið nýja heimilisfang þeirra: 16, St. Helen’s Blace Londoa E. C. 3. Símnefni afgreiðslumannanna verður eftir 3em áður EASTWARDLY, LONDON, en símanúmer verður hins vegar London Wall 7500 (25 línur). Virðingarfyllst, H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Bókaverzlun Böðvars, Hafnarfirði. Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafosa. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. IsafirðL Jónas Tómasson, bóksalL Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Bókaverzlun Lárusar Blöndals, Siglufirði. Auk þes er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum. Þeir, sem beðið hafa um árgang Mánudags- blaðsins 1949, eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 3975.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.