Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 8
r Framhald af 5. síðu. „Helgur" sfaSur Þegar það þarfafyrirtæki yar á döfinni, að breikka Lækjargötuna, komu upp ýmsar raddir um það, að ekki mætti skerða hinn sögulega blett, Menntaskólatúnið. Man ég ekki betur en að rektor sjálfur og aðrir Skrifuðu í blöðin um þessa fyrirhuguðu svívirðu og vanhelgun. Svo fór, að Lækjargatan var breikkuð saxnt, sem bet- ur fer. En áhugi hinna ýmsu fyrir því að halda Mennta- skólatúninu óskertu, — og þá líklega velhirtu líka ? -— hefur gufað skyndilega upp eins og dögg fyrir sólu. Eða. hvar er nú þeirra heilaga vandiæt- ing? Menntaskólatúnið er nú ljótara en nokkru sinni fyrr, og er það nú enn meira áber- andi en fyrr, þar eð gatan er orðin svona fautafín fyrir neðan. Ekki man ég til þess, að nokkru sinni hafi verið hlynnt að Menntaskólatúninu, þess- um ,,helga“ stað, nema hvað túnið var slegið einu sinni eða tvisvar á sumri. Aldrei var þáð sléttað, heldur var það alla tið holótt og hnúskótt rétt eins og það er enn þann dag í dag, og aldrei datt nokkrum manni í hug að koma þar upp fallegum blóma eða trjágróðri. Túnbrekkan var almenn sleðabraut ung- viðis bæjarins, og man ég ekki til að nokkurntíma hefði ver- ið amaztvið því, þótt við gerð- um túnið að gljáandi svelli vetur eftir vetur. Og vart mun sú meðferð hafa bætt úr skák. Þó er rétt að geta þess, að einu sinni voru settár niður trjákrséklur meðfram girðing- unni, en aldrei báru þær þess merki, að nokkuð væri að þeim hlynnt, enda fá þær nú að deyja Drottni sínum í friði. Sem sagt, það var ekki fyrr en að það átti að breikka Lækjargötuna, að þessir menn voru gripnir óviðráðan- legri ást á hinum vanhirta 'Sögublétti. Nú skyldi maður halda, að þegar þeir voru búnir að vekja athygli á þessari ást sinni og virðingu é bléttinum með blaðaskrifum, hefðu þeir séð sóma sinn í því að sýna virðinguna í verki með að hef jast handa og gera Menhta skólalóðina fallega. En gangi maður fram hjá Menntaskól- anum, kemst maður að.raun um, að þvi fer víðs f jarri. Þegar hin óslétta Jjóta brekka var gerð niður að breikkaðri Lækjargötunni, voru trjákræklurnar fluttar jipp fyrir hana, og þar standa þær nú hálfdauðar og krækl- óttari en nokkru sinni fyrr öllum gömlum og ungum Menntskælingum og öðrum bæjarbúum til megnustu van- virðu. Ekki þarf að taka það fram, að gamla túnið „hinn helgi sögustaður", er alveg jafn óræktarlegt og fyrr. Hvernig getum við verið þekkt fyrir þetta nú, þegar allir bæjarbúar með Fegrun- arfélagið í broddi fylkingar eru einmitt að vakna af dval- anum og eru farnir að hugsa um að fegra og prýða bæinn ? Það ætti að vera hægt að gera Menntaskólalóðina fallega með blóma og trjágróðri ekki síður en aðra garða bæjarins. Væri nú ekki góð hugmynd fyrir rektor og aðra, sem þykjast vilja láta sér annt um þennan títtnefnda ,,scgustað“, að sýna það i verki með því að beita sér með oddi og egg fyrir fegrun lóðarinnar, koma þar upp fallegum trjám og blómabeðum ? Alveg er ég handviss um, að ungir og gamlir nemendur skólans mundu fúslega leggja þar lið sitt til, annaðhvort meo fjár- framlögum eða sjálfboða- vinnu. T. d. get ég getið þess hér, að mörg skólasystkin mín og aðrir, sem ég hef átt við tal um þetta, hafa sagt, að þeir mundu með ánægju vera til í að vinna þar í sjálfboðavinnu. Bekkimir gætu tekið sig sam- an og gefið eitt dagsverk bekkjarins, og gæti það orðið skemmtilegt fyrir gömul skólasystkini að hittast þannig, en gamla skólanum gerður greiði um leið. Einhver jar raddir hafa ver- ið uppi um það, að ekkert þýði að setja niður blóm og tré á Menntaskólatúninu. Það mundi strax traðkað niður af nemendum skólans. En þetta finnst mér hljóta að vera ó- verðskuldað vantraust á krakkagreyjunum, því að bágt á ég með að trúa því, að nemendur Menntaskólans séu 1 meiri skríll en nemendur ann- arra skóla. Eða litum t. d. á hinn fagra garð í kringum Menntaskólánn á Akureyri, sem virðist þrífast hið bezta! Sé það svo, að nemendur Menntaskólans í Reykjavík kunni ekki að umgangast blómabeð og snyrtilegan garð, þá er sannarlega kom- inn tími til þess. að þeir læri það! , Eins og er, er lóðin og van- hirðing hennar okkur öllum og bænum sjálfum til hábor- innar skammar, og er þvf nauðsynlegt að hafizt verði handa til úrbóta eins fljótt og unnt er á nokkum hátt. CLIO. Vígsla Borgar- virkis Framhald af 2. síðu. lagni gera eina þolanlega sneið úr þremur. 1 hinum tjöldunum var verðið eftir því, og kostaði ein pylsa og bjór krónur níu, en harðsoðið egg tvær krón- ur. Enn fleiri dæmi maétti nefna um okurstarfsemi greiðasalanna þarna, þó ekki verði það gert að sinni. Hátt á þriðja þúsund manns sótti vígslu Borgarvirkis, svo ætla má, að ekki hafi verið tap á starfsemi félagsins, sem um skemmtunina sá, Þeir, sem forgöngu höfðu um end- urreisn virkisins, hafa ef til vill gert það af áhuga fvrir sýslunni, en víst er um það, að svona prangarastarfsemi einstaklinganna hlýtur að skapa sýslunni í heild leiðin- legt og óverðskuldað orð. R.ikið veitti félaginu styrk til framkvæmdanna og að lík- indum sýslan sjálf. Blöð og útvarp hófu fagurgala for- ráðamanna um fórnfýsi og ræktarsemi „við gömlu heim- kynnin“ upp til skýjanna. Fjöldi manna trúir þessu og leggur fé í dýrar ferðir til þess að styrkja þessa virðing- arverðu viðleitni. En þegar á staðinn er kom- ið, þá er ekki um annað að ræða en auðvirðilega okur- starfsemi, sem gerði þessa góðu og gagnmerku hugsjón að ömurlegum skrípaleik, samboðnum því einu, sem lægst er í mannlegu eðli. Táknrænt dæmi um þann blett, sem nokkrir einstakling- ar settu á Húnvetninga, voru 'nokkrir ölkærir félagar, sem sátu á virkisgarðinum og köstuðu niður tómum brenni- vínsflöskum og æptu: „Grípið mörsiðrið piltar, hér er nóg af eldsmeti“. Ferðamaður.... Framhald af 1. síðu. Eftir að hafa horft á starfs- aðferðir Garðars Þormars og Gunnars Þórðarsonar, bif- reiðarstjóra, hjá Norðurleið- um h.f. og heyrt umsögn þeirra, sem ferðazt hafa með þeim, þá er ekki annað hægt en að hvetja menn að ferðast með því félagi, sem hefur svo frábæra menn í þjónustu sinni. —OO— Konan: Margir þeirra manna, sem ég vísaði frá, eru nú orðnir ríkir menn. En það ert þú ekki.“ Bóndinn: „Það er ástæðan“. Mánu JagsblaSíð Mánudagsþankar Framhald af 3. síðu armannaflokkinn íslenzka, því á síðustu tímum hefur sá flokkur tekið steínu, sem gæti orðið okkur dýr- keypt. Þessi flokkur hefur hafnað samstarfi við aðra borgaralega flokka í þjóð- málunum og hefur nú enga aðra viðleitni en þá að reyna ' að auka fylgi sitt og miðar allar aðgerðir við það eitt. At- kvæðaveiðarnar eru Iiins vegar algerlega miðaðar við kommúnistaflokkinn, og má því segja, að þessir rfeir flokkar vinni nú al- gerlega saman að því að koma á sem mestri ringul- reið. Það nýjasta, sem ger- ist í þessum efnum, er, að Alþýðusamb. undir forystu jafnaðarmanna reynir nú að koma af stað sem víðtækastri verkfallsöldu í haust. Flokknum dettur vitaskuld eklii í liug að leita samstarfs við liið opin bera um nauðsynlegar að- gerðir til að FORÐA verk- föllum í haust. Hann reyn- ir ekkert slíkt, heldur æs- ir til uppsagna á vinnu- samningum í samkeppni við konunúnista. Það hefur mikið verið um það talað, að ís- lenzku jafnaðarmennirnir væru miklir bitlingasegg- ir. Víst er það rétt, að þeir kunna á því gott lag að sjá um sig í þeim efnum, en aðrir flokkar eru sízt sak- iausir af slíku heldur. En stefnuleysi flokksins er þó miklu verra en bitlingasýk- in. Flokkurinn hefur ekki birt neina ákveðna þjóð- málasíefnu, sem miðuð er við vandamál dagsins í dag. Þegar flokkurinn sleppti stjórnartaumunum, lét hann sem það væri vegna ágreinings út af dýrtíðar- málunum, en lét þó alveg farast fyrir að leggja fram nokkrar tillögur til úrbóta. Það eina, sem flokkurinn gerði, var að gagnrýna með almennum orðum að- gerðir hinna, en greinilegar tillögur komu aldrei fram. Það er líka vitað, að flokk- urinn fór ekki úr stjórn vegna raunverulegs ágrein ings út af dj'rtíðarmálun- um, heldur vildi flokkurinn leysa hendur sínar til þess að geta stundað atkvæða- veiðar, ef það mætti verða til að stöðva hrun fíokks- ins. íslenzld jafnaðarmanna- flokkurinn er lík í lest vorr- ar stjóramálafleytu, og er öll siglingin nógu óburðug, þó ekki væri slíkur farmur undir þiljurn. Og það má segja, að "full heilindi fáist ekki í borgaralegt stjóra- málasamstarf hér á landi frekar en annars staðar fyrr en þessu líki hefur ver- ið sökkt í djúpið með þeim yfirsöng ua „nie mehr Wiedersehen“, sem hæfi- legur er. Hegðun íþréifantanna Framhald af 7. síðu. fari ekki líkt að og hinir út- lendu íþróttamenn, er ég gat um áður. Eg hef nc-kkuð gagnrýnt hegðun íþróttamanna og aðal- iega bent á hið neikvæða í fari þeirra. Það má þó enginn skilja orð mín þannig, að ég álíti alla íþróttamenn með sama marki brennda. Við eigum, sem betur fer, marga sanna íþróttamenn, sem við megum vera stoltir af, en hinu er ekki að leyna, að við eigum marga, sem gera íþróttasamtökunum ógagn og skömm með líferni sínu og hegðun. Við þurfum þvi að fara eins að og læknir, grafast fyrir meinið og síðan uppræta það. Forystumönnum verður að vera ljóst, ao þeir þurfa að taka saman höndum af ein- urð og fylgni og þvo hiirn svarta blett af, sem ósannir íþróttamenn hafa sett á hinn hvita skjöld íþróttahreyfing- rinnar. Þetta er hægt, en það kostar auðvitað fómir. En mikið skal til mikils vinna. Við megum ekki gleyma því, að sæmd er í veði. S. Þ. Hámssfyrkir fil 4 ára Menntamálaráð íslands hef- ur nýlega veitt eftirtöldum stúdentum námsstyrk til f jögurra ára (f járlög 14. gr. B. H. á.) : Bjarna Bjarnasymi til náms .í heimspeki í Sví- þjóð, Eyjólfi Kolbeins Hall- dórssyni til náms í grísku í Danmörku, Gunnari Her- mannssyni til náms í húsa- gerðarlist í Danmörku, Gunn laugi Elíassyni til náms í efna fræði í Danmörku, Stefáni Að alsteinssyni til náms í búnað- ai'vísindum í Noregi, Sverri Júlíussyni tij náms í hagfræði í Noregi, Þóreyju Sigurjóns- I dóttur til náms í þýzku í Nor- egi og Þorsteini Þorsteinssyni : : til náms í náttúruíræði í Dan- mörku.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.