Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.08.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 14.08.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 14: ágúst 1950. j'1" nu>VJ|:l... »■'• ... , ;• rr.ii.r. mAnudagsblaðeð - .' ■■■■ ■ ' .. • • Marshallaðstoð tíl Islands á árinu 1949-1950 Efnisvörur til málning- ar- og sápugerðar .. 30.000 Litarefni og harpix .... 40.000 J urtaolíur ............. 15.000 Sápuefni og fitusýrur .. 5.000 0*0 A, IV ■OAP ■ • 1 1 h Heildarfjárhæð innkaupaheim- ilda þeirra, er veittar voru íslandi samkvæmt Marshalláætluninni. námu alls 7,066.000 dollurum á íjárhagsárinu 1. júlí 1949 — 30. júlí 1950. Af þessari upphæð voru 3.262,- 000 dollarar veittir í júní, síðasta mánuði tímabilsins. í heildarfjárhæð fyrir júní- mánuð eru meðtaldar fyrstu sér- stöku heimildirriar til vörukaupa til hinna fyrirhuguðu virkj- unarframkvæmda við Sogið og Laxá nyrðra. Þessar innkaupa- heimildir eru sem hér segir: Sogsvirkjunin: 1.668.000 dollarar. Dollarar Rafalar og 'hreyflar .. 407.000 Rafmagnstæki............ 961.000 Vinnuvélar ........... 214.000 Tæknileg þjónusta .. 11.000 . Ýmsir kostnaðarliðir .. 75.000 Laxárvirkjunin: 329.000 dollarar. Dollarar Rafalar og hreyflar .... 83.000 Raímagnstæki ........ 136.000 Hverflar (túrbínur) .. 53.000 Vinnuvélar ............ 40.000 Vélknúin verkfæri .... 7.000 Tæknileg þjónusta .. 10.000 í júnímánuði sótti íslenzka rík- isstjórnin um, og var veitt, inn- kaupaheimild fyrir margs konar hráefnum, er nauðsynleg þóttu til þess að starfrækja verksmiðjur, án þess að til þess kæmi að fækka þyrfti starfsfólki þeirra eins og allt benti til að gera þyrfti. Þá voru og einnig veittar innkaupa- heimildir fyrir nauðsynlegum neyzluvörum. Fyrrnefnd hráefni voru veitt, sem hér greinir: Til vinnufatagerðar o. fl.: Dollarar Vefnaðarvara, einkum vinnufataefni, svo og netagarn, kjötpokar og gerfisilki- og baðmull- argarn ............... 100.000 Til málningarverksm. og sápu- verksm.: I Dollarar^ Linolía .............. 50.000, Eftirfarandi listi sýnir inn- kaupaheimildir f yrir öðrum vöruteguridum í júní: Matvörur: Dollarar. Hveitimjöl ........... 130.000 Hrísgrjón .......... 20.000 Sykur .............. 150.000 Sojubaunaolíur til smjörlíkisgerðar .... 100.000 Til landbúnaðarins: . Fóðurbætir .......... 100.000 Iffnaðarvörur: Til útvcgsins: Pappír til fiskumbúða 50.000 Blikkþynnur ............. 15.000 Byggingarefni úr alúm- inium til saltfiskþurk- unarhúsa ............ 10.000 Varahlutir í spil á tog- urum ................ 10.000 Iðnaðarvélar ........ 100.000 Varahlutir í dieselvélar 25.000 Aðrar vörur: Rafmagnstæki -önnur en til Laxár- og Sogsvirkjana) ... Koparvír í rafIeiðslur .. Glerhúðunarefni til „Rafha“verksm. .... Varahlutir í jarðýtur, vélskóflur og vega- gerðarverkfæri .... Ýmiskonar járn- og stálvörur .......... 25.000 Smurningsolíur ....... 100.000 Að meðtöldum heimildum þeim til vörukaupa, er íslandi voru veitt í júnj, námu innkaupaheim- ildir samkvæmt Marshalláætlun- inni alls 15.366,000 frá 3. apríl 1948. 100.000 34.000 6.000 50.000 Leikritaútgáfa Framhald af 8. síðu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs ræðst í þessa leikritaútgáfu í trausti þess, að stuðningsmenn hennar verði svo margir, að hún geti borið sig fjárhagslega. Leik ritaútgáfa þessi á þvi að skoð- ast sem tilraun, er þvi aðeins verður haldið áfram, að nægjan lega margir leiklistarunnendur, leikfélög og bókamenn veiti henni virkan stuðning. Framhald af 4. síðú. til að vera viðstaddur. Jósef þessi var raunar aðstoðar- maður G. W. Pábst, hins fræga austurríska kvik myndaleikstjóra. Þegar próf- inu var lokið, sagði hann henni að koma til viðtals á skrifstofu Pabst. Fyrir Mich- eline er þetta viðtal í endur- minningunni eins og martröð: „Eg var ekki annað en stelpu- hnjáka með bústnar kinnar og einmitt þennan dag var ég með eina heljarmikla bólu á nefinu. Ennfremur var ég sárkvefuð, og mamma hafði vafið feiknalegum ullartrefli um hálsinn á mér. Eg var í þykkum ullarsokkkum og með Tyrolahatt með brotinni f jöður á höfðinu. Eg man, að ég kom inn á skrifstofu Pabst og þeir störðu á mig og skel<tú upp úr. Eg fór að skæla og sneri mér við til að fara. En Pabst kallaði á mig og sagði mér að vera kyrr. Hann sagði: „Farðu ekki. Það er bara, að þú ert svo tilvalin í aðalhlutverkið. Ef þú ert eins góð leikkona og Jósef segir, þá færðu. rulluna. Það tók þá hálftíma að hugga mig svo að ég gæti lesið línurnar“. Myndin hét „Stúlkur í vanda, og Micheline varð fræg á sömu stundu og byrj- að var að sýna hana. Hún lék þar stúlku á kostskóla, sem fer til innanríkisráðherrans, til þess að fá hann til að koma í veg fyrir, að foreldr- ar hennar skilji. Það var typ- iskt Deanna Durbin hlutverk og Micheline var óhjákvæmi lega hyllt sem Deanna Dur- bin Frakklands“. Leikur margar tegimdir kvenna Hún fékk nú hvert hlut- verkið af öðru. Hún lék konu Fernand Gravet í Glötuð paradís; ákaf lega 1 jóta stúlku, sem Louis Jordan verður ástfangin af í Kome- dia hamingjunnar (sýnd í Tripolibíó fyrir nokkru) ; og þrítugt kvenskass, sem spýt- ir framan í Francoise Rosay í „Tólf konur“. Við hverja mynd bættist nýr leikstjóri siálfkrafa í hóp þeirra, semj kölluðu hana hina beztu af yngri leikkonum Frakklands; og árið 1940 bar hún sigur úr býtum í keppni við Francoise Rosay, Arletty, Michele Morgan og allar hinar miklu kvikmyndaleikkonur Frakk- lands, um titilinn „Bezta leikkona ársins“, sem fransk- ir kvikmyndagagnrýnendur veittu henni fyrir leik sínn móti Fernand Gravet í „Ó- trúleg nótt“. Árið 1940 var Micheline í Róm til þess að leika í Tosca með Louis Jourdan, en leik stjóri var Frakkinn Jean Re noir. Þá sá hún skrifað með stórum stöfum á veggi borg arinnar: „England og Frakk land urðu af strætisvagnin' um. Þjóðverjar aðeins 150 kílómetra frá París.“ Seinna um daginn sá hún stúdenta í svörtum skyrtum bera vax- mynd í líkkistu um göturnar, 'áletraða: „Frakkland“. Hún flýtti sér til járnbrautar- stöðvarinnar, og það má.tti ekki tæpara standa, þegar hún kom til Parísar, höfðu Þjóðverjar brotizt gegnum Maginotlínuna og Italía var komin í stríðið með Þjóðverj- um. Micheline dvaldist ekki lengur í París en svo, að hún las fyrirsagnir blaðanna, náði í móður sína og 13 ára gamlan bróður. Þau kornust að í bíl eins vinar, og í 3 daga samfleytt óku þau framhjá hópum af flóttafólki í áttina að spönsku landamærunum. Á næturnar svaf kvenfólkið í grasinu við veginn, en karl- mennirnir í bílnum, til þess að koma í veg fyrir að honum yrði stolið. Þau komust til Cannes í hinum óhernumda hluta Frakklands og bjuggu þar um tíma, en þegar Þjóð- verjar komu þangað líka, fluttust þau aftur til Parísar, og þar voru þau til stríðs- loka. Hún lauk við þrjár myndir á þessum tíma, sem voru þó ekki sýndar fyrr en eftir, stríð. En það var fyrsta myndin hennar eftir stríðið, sem átti eftir að verða ein- hver umdeildasta mynd, sem gerð hefur verið. Hún heitir „Satan í holdinu“ (Le diable au corps) og fjallar um nýgifta, franska konu, sem verður ástfangin af 17 ára skólapilt, meðan hermað- urinn, bóndi hennar, er á víg- vellinum í fyrri heimsstyrj- öldinni. Franski sendiherrann í Belgiu gekk út, meðan verið var að sýna hana á Briissel- kvikmyndahátíðinni, sem þá mynd, sem Frakkar gerðu sér mestar vonir um. Hún var bönnuð í Kanada og kom af stað óeirðum í Bordeaux, þar sem franskir uppgjafaher- menn fóru í mótmælagöngu. Hún var fyrst bönnuð í Bandaríkjunum sökum of innilegra ástaratriða, en var sýnd við meiri aðsókn en dærifii voru til í Antwprpen, Milano, London, Marseille, Buenos Aires og Mexikóborg. Um eitt voru allir sammála: Micheline hafði sýnt einhvern. bezta leik, sem sézt hafði 1 kvikmynd í áratug. Franskir gagnrýnendur launuðu henni riieð La Victoire verðlaunun- um, sem svara til Oscarverð- launanna í Bandaríkjunum. Og nú er ungfrú Prelle komin til Bandaríkjanna, en hún kann illa við sig í Holly- wood, og það kann svo að fara, að hún snúi aftur heim. „En jafnvel þó svo færi“, seg- ir einn ameríski leikstjórinn, „þá eiga Ameríkanar eftir að sjá hana mikið á næstu árum. Hún er eftirlætisleikkona það margra brezkra og ev- rópiskra kvikmyndastjóra, sem sýna myndir sínar hér.“ K a u p i ð Mánudagsblaðið K a u p i ð Mánudagsblaðið Ég undirrit........óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Nafn................................................. Heimili.............................................. Staður ........................................ . . . « Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavík

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.