Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BJARGAB AF VATNAJOKLi SJaldan ef nokkurntíma hafa Reykvikingar og alþjóð glaðst jafn inniiega og nú i síðastliðinni viku. Tilefni gleð- innar var auðvitað hin giftusamlega björgun Geysismanna. Þessum gleðiatburAi hafa verið gerð það rækiieg sliil í dag- blöðum bæjarins að ekki er ástæða trl þess að rekja hann hér. Við hyggjum að við tölum fyrir munn allra lesenda okkar, þegar við fögnum þessum gleði atburði. Við minn- umst með þakklæti allra þeirra sem stuðluðu að fundi þessara rösku manna og hugprúðu flugþernu. Samstarfs- menn þeirra við flugfélögin ,sem ekkert létu ógert til þess að komast fyrir um afdrif féla.ga sinna, og starfsmenn í flugturninum. Björgunarflugmenn Keflavíkur og hinar mörgu leitarsveitir, sem lýstu sig reiðubúnar og leituðu svæðin, sem líkur bentu til, að vélin gæti verið á. Flugmenn Bandarikjanna, sem þegar buðu hjálp sína og flugmenn annarra þjóða, sem þátt tóku í Ieitinni. Brengskapur og fórnfýsi allra þessara aðila mun þjóð- inni seint úr minni líða. Á myndinni sést Bolli Gunnarsson, loftskeytamaður á Geysi, ásamt móður sinni frú Guðlaugu Jósepsdóttur og systur ungfrú Lilju Gunnarsdóttur. (Ljósm. G. Þóraðars.) Einar Runólfsson, vélam., kona hans Alma Lindquist og dóttir þeirra. — Áhöfnin talið að ofan: Magnús Guðmunds- son, flugstjóri, Dagfinnur Stefánsson, 2. flugm., Ingigerður Karlsdóttir, flugþerna og Guðmundur Sívertsen, siglinga- fræðingur. — Neðst, Geysir. Mánudagur 25.. september 1950. K R Ö F U P Ó LITIKIN heíur æSsta úrskurðarvaldið! Það sem af var árinu i ágúst- lok, vár verð innfluttra vára komið upp í 319 millj. króna en verð útfluttra var aðeins 190 millj. kr. Vöruskiptahall- inn nam því 129 milljónum króna — hafði vaxið um 12 millj. í ágúst, sem vanur er að vera einn hæsti útflutnings- mánuður ársins. Það er von að menn furði sig á þessu — hvernig unnt er að flytja svona miklar vör- ur inn í lartdið, þegar ísfisks- veiðar hafa verið stöðvaðar á 3. mánuð, síldveiðin rekin með stórtapi og markaðshorf- ur verða sífellt ískyggilegri eftir því sem keppinautarnir ná sér betur á strik. Eins furða menn sig á því hvernig stendur á því, að þess ir ótrúlegu innflutningsmögu- leikar skuli ekki vera notaðir til að kaupa eitthvað af þeim daglegu nauðsynjum, sem fólkið skortir tilfinnanlegar en átt 'hefur sér stað síðan hungurtímunum létti. Og samt hefur almenningur — og meira að segja börn og ung- lingar, fleiri peninga milli handa en nokkru sinni áður. Það sem mest styður inn- flutninginn til landsins er auð- vitað Marshall-hjálpin. En hvers vegna gerir þessi hjálp samt ekki fært að bæta úr nauðsynjaskortinum ? Því valda hinar æðisgengnu fjárfestingar eftir stríðið — sem og enn halda áfram — snöggbyltihg og offjármögn. un á atvinnuvegunum, sem þjóðin ræður nú ekkert við, bæði vegna skorts á kunnáttu og vegna þess að hin nýju tæki og hinar nýju aðferðir m. a. í búnaðarháttum, eru svo frekar á erlendan gjald- eyri, að meðalframleiðsla og meðalsala á henni nægir ekki til að halda öllu á floti. Nú erum við komnir á það stig, að í stað þess að láta vélarnar vinna fyrir okkur verðum við að slíta okk ur út fyrir vélarnar og þola skort þeirra vegna. Brezkur bankamaður, sem vissi allt um okkar hagi, átti tal við íslending og varð að orði eitthvað á þessa leið: Hverskonar fjárstjórn er það, sem þið hafið haft? — Þið eruð nú svo umburðar- lyndir, — en þeir staðir eru til í heiminum að slíkir menn væru orðnir höfði skemmri. Landanum varð orðfátt. En ef 'hann hefði viljað fræða spyrjandann hefði hann getað sagt eitthvað á þessa leið: — Við höfum því miður enga á- byrga fjármálgstjórn. Stjórn- arskráin gerir ekki raunhæf- ar ráðstafanir til slíks, og fá- fróðum almenningi er sagt, að samkvæmt lýðræðinu eigi hann að hafa æðsta úrskurð- arvald í'f jármálum sem öðru — hann eigi bara að gera sín- ar kröfur og standa á þeim, Áíbragðsmynd í Gamla Bíó 1 Gamla Bíó er sýnd um þess ar mundir svissnesk-amerísk kvikmynd, sem heitir The Search og fjallar um flótta- börn í Þýzkalandi. Þeir eru víst margir, sem ekki hafa gaman af börnum í kvikmyndum, en þó mun vart sá maður til, sem ekki hrífst af Ivan Jandl, (Karel Malik), drengnum, sem leikur aðal- hlutverkið í myndinni. Leik- ur hans í gegnum myndina er allur frábær og nær yfirnátt- úrlegur á köflum. Eymdin, hungrið, hræðslan og gleðin, flóttasvipurinn og örvænting- in koma öll skýrt fram i leik þessa drengs. Montgomery Clift (Steve) leysir 'hlutverk sitt skemmti- lega af hendi, og er samleikur þeirra Clifts og Jandls mjög skemmtilegur á köflum. Jar- mila Novotna (frú Malik) er sýnilega ágæt leikkona, en virðist hafa orðið fyrir of miklum amerískum áhrifum í einstaka atriðum, en annars er leikur hennar áhrifamikill og látlaus. Aline MacMahon (frú Murray) sýnir vel, hvernig fólkið, sem vínnur að hjúkrún arstörfum CNRRA, eigi að starfa. Kvikmyndin f jallar um lít- inn dreng, sem settur er í fangabúðir ásamt móður sinni, en síðan sleppt lausum, en móðirin fer í þrælavinnu. Barnið flækist svo víða um Þýzkaland ásamt öðrum flóttabörnum, þar til UNRRA kemur til sögunnar. Barnið hræðist einkennisklæði stárfs- fólksins eins og hann hefur Framhald á 3. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.