Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 6
6 „En þetta er aðeins eðii- legt,“ sagði Paul og brosti. „Hundar elta kétti. Kettir elta mýs, guð einn veit hvað annað mýs elta en osta. En ef þér viljið fara hærra í dýra- ríkið, þá skulum við gera það. Kvenfólk eltir karmenn." „Væri ekki réttara að segja að karlmenn elti kvenfólk?" greip Cara fram í. Hann hló allt í einu. „Eng- an veginn nú á dögum. Ef það þá hefur nokkurntíma verið rétt. En“, bætti hann fljótt við, „við skulum ekki ræða það. Það eru tveir rauðir depl- ar efst á kinnbeinunum á yð- nr. Eg veit af reynslu, að þess- ir deplar þýða að hætta er í aðsigi“. , „Viljið þér fara út með hundinn svo ég ge^i lagfært hér?“, spurði hún kuldalega. Hann leit á hundinn sinn. „Eg held varla, að Sweet- heart vilji fara strax“ sagði hann. „Mér er ekkert um það sjálfum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá kom ég hingað til að heimsækja yður. Get- um við ekki talað saman í friði einhvers staðar hér?“ ,,Og skilja hundinn eftir hér til þess að kvelja köttinn minn?“ spurði Cara æst. „Við getum tekið Sweet- lieart með okkur“, sagði hann. „Er þetta bakherbergi skrif- stofan yðar? Gætum við ekki farið þangað?“ Allt i einu brosti Cara. „Allt í lagi“ sagði hún. „Við skulum fara inn á skrifstofuna mína.“ Hún hafði allt í eihu munað --eftir því, að Lady Faversham var þar. Það var mátulegt á hann. Hana grunaði, að hann langaði ekkert að hitta ömmu sína. En hann hefði gott af því, sagði hún við sjálfa sig. Hann var í versta skapi og hæðinn í þokkabót. Auk þess var hann ekkert leiður yfir skemmdunum, sem hann hafði gert í búðinni, þótt ekki væri minnst á tilfinningar Tidworths. Það var erfitt að trúa því, að Paul væri í dag sá sami Paul sem þá er hann var herbergi hennar héma um kvöldið. — Þá hafði Hann verið æstur. Það liafði verið eitthvað næstum miskunnarlaust við hann. Hún hafði jafnvel verið hrædd við hann, og þegar hann kyssti hana, hafði eitthvað villt og frumstætt hlaupið í blóð henn- ar. En núna .... var hann aðeins ósvífinn ungur maður alveg án mannasiða. „Gerið svo vel“ sagði hún, „og hafið hundinn með yður.“ Sweetheart ákvað að fylgj- ast með þeim, en ekki fyrr en hún var dregin á hálsbandinu. Cara lauk upp dyrunum og Sweetheart kom inn með WSB MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 25. september 1950. FRAMHALDSSAGAz Ríkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG hjálp Pauls. Þegar inn á skrif stofuna kom, sagði Paul í undrunarróm: „Hvert þó í logandi. Þarna er amma.“ 16. KAFLI Lady Faversham kinkaði ró lega kolli og litlu hvössu aug- un hennar tindruðu. Hún hall- aði sér lítið eitt áfram og spennti greipar um handfang stafsins síns. „Jæja ungi maður“ sagði hún. „Hvað segirðu mér af þér núna ?“ „Ekkert meira en vant er, amma“ sagði hann „ég vona að þú verðir ekki fyrir von- brigðum." „Og þú lifir ennþá sama iðjuleysislífinu, býst ég við?“ spurði hún hranalega. Hann brosti, næstum hló. „Heldurðu ekki að ég lifi vel á því, amma ?“ Hún hvessti svipinn. „Ef ég mætti ráða. .. . “ „Ef þú mættir ráða yfir mér,“ greip hann fram í, „myndirðu loka mig inni í öm- urlegri skrifstofu, þar sem síminn hringdi stanzlaust, einkaritarar bæðu mig að und- irskrifa skjöl, sem ég ekki skildi og f jöldi manna, sem ég vildi ekki tala við, væru að reyna að fá að tala við mig .. Hvílíkt líf.“ „Miklu betra en að lifa á slætti eins og þú virðist gera“ svaraði hún höst. Hann stakk höndunum í vasa sína og vaggaði sér. „Að lifa á slætti væri mjög góð atvinna, ef maður hefði gáfur til þess. Ertu ekki sam- mála, amma?“ „Þú ert alveg ótækur strák- hvolpur“ sagði hún en það var eitthvað við augnaráðið, sem bætti fyrir kuldann í röddinni. „Nú fyrst það er útrætt“ sagði Paul vingjarnlega „mætti ég þá ekki biðja um tesopa? Eg sé að það er til- búið og það væri sannarlega gott.“ „Seztu þá, sagði Lady Fav- ersham. „Tesopann skaltu fá, þótt það sé meira en þú átt skilið.'1 „Blessaður sé sá, sem ekk- ert á skilið, því h’ann mun allt fá“ sagði Paul og rangfærði orðin. Cara sagði ekkert. Hún hafði horft á þau.með dálitlu brosi. Þegar hún sá þau sam- an, þá sá hún sér til mikillar undrunar að þeim svipaði til í mörgu. Það var ekki svo mik- ið svipurinn heldur var það eitthvað í skapgerð þeirra, sem hún gat eiginlega ekki bent á. „Mér er sagt ungi maður,“ sagði Lady Faversham um leið og hún rétti honum annan bollann „að þú hafir haft mik- ið saman að sælda við ill- ræmda konu, sem heitir Letty Havilant“. Það varð stuljt óþægileg þögn. Cara hafði fölnað lítið eitt. Hún leit á Paul dálítið sek á svipinn og dálítið ótta- slegin. Hvað myndi hann gera ? Og hvað gat hann gert eftir að hafa tekið við þessum þúsund pundum frá Favers- ham? Og samt fannst henni, að það væri honum vissulega betra að neita því. „Ja, því ekki það?“ svaraði hann rólega. „Letty er ekki ó- fríð, finnst þér, amma?“ „Eg hef aldrei séð stelpu- tuðruna og vona að ég sjái hana aldrei“ sagði Lady Fav- ersham kujdalega. „Eg þykist vita, að hún er fyrirlitleg.“ „Svona amma, ekki að vera vond“, sagði Paul og brosti. „Má ekki ungur maður vera dálítið óvarkár?“ „Það sem að þér er“, sagði Lady Faversham stuttlega, „er að allt þitt líf hefur verið ein löng óvarkámi. En ekki þar fyrir,“ og röddin mýktist „þú getur lokið teinu með okkur.“ Hann hneigði sig. Bláu aug- un hans Ijómuðu. „Þakka þér fyrir virðulega hefðarfrú." Ef nokkuð er til, sem heitir endurholdgun, þá hlaut Sweet heart að hafa verið sendiherra í síðustu tilveru sinni á jörð- unni. Hvort það var eðlileg hrifning eða hún hélt að Lady Faversham væri hinn mikli býtir stórra sykurmola, er ekki víst. En hvað sem því leið, þá settist hún hjá gömlu konunni og starði á hana aug- um fullum af lotningu. Að lokum Jagði hún stóra haus- inn sinn í hné Lady Favers- ham. „Þetta er" mjög Ijótur hundur,“ sagði Lady Favers- ham, „en hann er vel siðaður.“ - „Siðaður“ . hrópaði Cara. „Þér hefðuð átt að sjá öng- þveitið, sem hann skapaði í búðinni“. En Lady Faversham strauk höfuðið á Sweetheart. „Ef til vill dálítið f jörugur“ sagði hún. „Eva getur hreins- að til. Til hvers komstu hing- að Paul?“ „Eg kom til að heimsækja Cöru“ sagði hann. „Eg kom til þess að bjóða henni út að aka með mér“. Hann sneri sér að Cöru. Bláu augun hans brostu en það var auðsýnileg beiðni í þeim. „Viljið þér koma Cara? Það er dálítið, sem ég þarf að sýna yður“. Cara greip andann á lofti. „En ég get það ómögulega“ sagði hún. „Við lokum ekki fyrr en klukkan sex.“ „Eftir klukkutíma“ sagði Lady Faversham allt í einu. „Eg skal vera hér ef þú vilt, barnið gott, og Eva getur tek- ið á móti viðskiptavinunum, ef nokkrir verða. Hún kink- aði kolli eins og henni litist vel á hugmyndina. „Já“ sagði hún, „þú hefur gott af þvi, fríið verður þér til góðs.“ „En hvað er að segja um Faversham?" sagði Cara. Það hafði verið skilið milli þeirra, og þó ekki endanlega ákveðið, að hann myndi hringja til hennar um kvöldið. „Frí fyrir hann líka“ sagði Lady Faversham og hló dálít. ið. „Farðu“ sagði hún, „Paul cr allra manna ósvífnastur, en alls ekki óskemmtilegur“. „Þetta er ákaflega vel gert af þér amma“. Rödd Pauls var hikandi og það leit út fyrir, að hann væri innilega þakklát ur. „Uss“ sagði Lady Favers- ham. „Ef þú einhvemtíma kemst á þá skoðun, drengur minn, að þú viljir og getir unnið heiðarlega fyrir þér —“ hún lyfti brúnum „þá komdu og heimsæktu mig.“ Hann svaraði ekki augna- blik. Svipur hans þykktist fyrst dálítið. Því næst kom dá- lítið háðbros í augum. „Jæja þá, amma“ sagði hann, „ef til vill kem ég til þín fyrr en þú býst við. En eitt er víst. Eg kem ekki til þess að biðja þig um vinnu.“ „Alltaf jafn þrár,“ sagði gamla konan. „Eins og þú ert, góða ámma“ sagði Paul og hló. „Kippir í kynið.“ Lady Faversham sat yfir tebollanum dálitla stund eft- ir að Cara og Paul voru farin út úr búðinni. Hugsanir henn- ar voru ekki alltaf í samræmi. „Augun hennar Lauru“ tautaði hún. „Hlæjandi og kæruleysisleg. Röddin hennar Lauru líka, aðeins dimmri og hárið, ljósara en hárið á Lauru var nokkurn tíma .... Ófyrirleitinn, en gat Laura ekki verið ófyrirleitin líka? Daginn, sem hún klifraði upp í kirsuberjatréð og át öll berin eftir að ég hafði strang- lega bannað henni það. Hún varð auðvitað veik. Eg sagði við hana: Eg vissi að þú mynd ir verða veik, Laura. Hún brosti á sinn sérstaka hátt og svaraði. „Er ekki betra að hafa skemmt sér og verða veik, en að hafa alls ekki skemmt sér?“ Síminn hringdi og hreif hana úr endurminningum sín- um. Hún tók upp heyrnartól- ið. Ég undirrit . . . . . óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsbiaðinu. - Nafn - Heimili Staður Utanáskrift: MánudagsblaSiS ' - Keykjavík Bezt að auglýsa í Mánudagsblaðinu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.