Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 8
rJTl úmá! í S.4meriku - Ktsskíss e'ða Bangbang Skálaið Christopher Isherwood, sem hefur ferð- ast í hálft ár um Suður Ameríku, hefur nýlega, gefið út bók um ferðalag sitt. I bókinni er margs getið um háttu S.-Ameríku- manna og m. a. eftirfarandi: Isherwood var á ferð i einu smáríki í S.A. og dvaldist þá þar í þorpi einu. Þetta var um páskana og voru mikil hátíðahöld hjá íbúunum. Fremst í skrúðgöngunni var mikið likneski af Jesú Kristi, en þeir innfæddu höfðu fundið upp á því að setja á hann skátahatt, en á eftir líkneskinu gekk hljómsveit þorps- ins og lék hið alkunna „I Can’t give you anything but love, baby“. ★ Ibúum á eyju einni í Kyrrahafi hafa nú verið sendar amerískar kvikmyndir um skeið og þess jafnframt getið, að þetta sé til þess að auka menningu þeirra. Nú hefur þess orðið vart, að eyjaskeggjar hafa skipað myndunum í tvo flokka og ekki óalgengt, að þeir spyrji náungann hvort þeir hafi séð síðustu kvik- myndina. Spurning þeirra er ofur einföld en þó felur hún í sér ótrúlegan sannleika um amerískar myndir. ,,Er það kisskiss eða bangbang mynd, sem þeir sýna núna?“ Menn eru réttilega reiðir því, hveru ástandið er nú slæmt í sigarettumálum hér. Tóbakseinkasalan hefur á boðstólum ákaflega lélegt tóbak og skýringar forstjóra tóbakseinkasölunnar eru einskis virði. Ef hann aftur á móti gæti sagt okkur, hverjir hafa umboð fyrir tegundir eins og t. d. OK, Convoy, Astorias, etc., þá yrði ástandið ef til vill skiljanlegra öllum þorra manna. ForraaSur Fjáríiagsráðs ... Framhald af 1. síou. verið í Fjárhagsráði. En dæmið er táknrænt um þau vinnubrögð, um þær kííkur og um það svívirðilega óréttlæti, sem við gengst innan skrifstofuveggja ráðs- ins. í Bandaríkjunum hafa háttsettir embættismenn, jafnvel persónulegir \inir forsetans, verið dæmdir frá embætti og æru fyrir það að Ieggja jafnvel vilyrði sitt með því, að einhver kunningi þeirra eða venzlamaður fengi fremur einhverja samninga við ríliið en annar umsækjandi. Hér Iejfir dómsmálaráðuneytið sér að láta það viðgangast, að opinberir starfsmenn brjóti svo freklega orð og eiða embæíta sinna, ,að það gangi glæpum næst. Ekki einnngis gegn einstaklingum, held- ur þjóðinni i heild. Svo langt gengur ósvífni manna eins og meðlima Fjárhagsráðs, að þeir beinlínis neita að koma f ram með opinber plögg um störf sín, þó að sjálft Alþingi fari þess á leit að sjá þau. En í öðrum tilfellum eru slík plögg ekki fyrir hendi. Það þarf ekki sérstakan, útlærðan mann til þess að sjá, að þessir menn hafa einhverju að Ieyna, sem ekki má koma fram. Það er ekki nýtt að hið opinbera ryðjist inn í einkahirzlur fyrirtækja, sem þau gruna um svik og hafi á brott með sér allt bókhald þeirra, en þegar til opinberra nefnda á að leita, þá neita meðlimimir beinlínis að láta slík plögg af hendi. Slíkar yfirhyímingar ganga glæpum næst. Góð kvikmynd Framhald af 2. síðu alltaf óttazt einkennisföt, og af ótta við að verða drepinn flýr hann með hópi annarra bama. ÖIl börnin nást nema hann og annar, sem dnikknar, ágæfir hijómleikar einlægni ungfrú Simonar rnunu færa henni heiðavíða frægð Einbúans í Atlants- hafinu. — Þetta er árangur áhuga og dugnaðar — þvi flest íslenzkt listafólk, gónir allt sitt líf upp í himininn, von andi að þaðan rigni niður gulli og grænum skógum. — Bíð- andi hvert ár eftir nokkur þús. kr. styrk frá úthlutunar- nefnd hins háa Alþing- is. — Fritz Weisshappel aðstoðaði. Weishappel er alltaf hinn trausti og list ræni undirleikari, jafnvirk- ur og vandvirkur að spila gamla Gluck sem orkester partitúr Puccinis. Sig. Skagfieid en síðan snýst myndin um líf Maliks litla þar til hann er tekinn í hálfgert fóstur af bandarískum verkfræðing. Mynd þessi fellur aldrei niður, en heldur áhuga áhorfenda vakandi frá byr jun. Hvert at- riði er hnitmiðað, en hvergi kemur fram áróður gegn nokkurri þjóð, aðeins fyrir hinu göfuga málefni. Metro-Goldwin-Mayer fé- lagið í Hollywood og Praesens Film, Zurich, hafa í samein- ingu séð um kvikmyndun, en allt samtalið fer fram á ensku, þótt bæði þýzku, pólsku o. fl. bregði við. Það hefur bjargað myndinni mest og jafnvel gert hana að þeirri ágætismynd, sem hún er, að evrópskir kvikmynda- starfsmenn hafa haft hönd í bagga með öllum framkv. Svona efni myndi ekki skyn- samur maður treysta í hönd- um bandarískra kvikmynda- framleiðenda eingöngu. — A. B. CLIO Framli. af 5. síðu rífast. Það liggur í hlutarins eðli, að hjón rífist.. Hér um bil 15 af hundraöi rífast út af peningamálum“. Hann segir, að eiginkon- ur kvarti oftast undan því að eiginmenn þeirra séu ekki nógu hugsunarsamir við þær og bjóði þeim ekki nógu oft út á mannamót. (Venjulegu fólki eins og mér verður það á að hugsa, að ,,all staðar í heiminum er kvenfólkið eins!“) Dr. Locke segir, að eigin- menn hafi oftast kvartað sárast undan því, að venzla- fólk konu hans — (aðallega tengdamamma!) — træði honum um tær með lang- vinnum og ótímabærum heimsóknum. Sérfræðingurinn, Locke, segir það vera reglu, að yf- irleitt hafi hamingjusam- lega gift fólk sameiginlegar „interessur“. „Hamingju- sömum hjónum þykir gam- an að því að lesa góðar bæk ur saman, hlusta á góða tón list eða útvarpið (hm! den var go!) í sameiningu. Einn ig hafa hamingjusöm hjón venjulega sameiginlegar „interessur" í sporti, eins og t.d. skíðaferðum, golfi, tenn is, eða þvíumlíku“. (Þá veit maður það!) Locke segir, að þau hjóna bönd sem oftast enda í skilnaði, séu þau, þar sem eiginmaðurinn og eiginkon an hafa það eitt sameigin- legt, að þykja gaman að því að dansa og fá sér glas. „Þá vakna lægstu hvatirnar, báöir aðilar daðra á báöa bóga, og allt fer í uppnám“, segir dr. Locke með vand- lætingarsvip. Hann segir, að helmingur allra fráskildra kvenna, sem hann hafði talað við hafi kvartað undan því, að eig- inmaðurinn hafi drukkið of mikið. Og í þrem tilfellum af hverjum fimm var skiln- aöarsökin sú, að haldið hafi verið fram hjá. Sumir fráskildir sögðu einfaldlega, að þau elskuð- ust ekki lengur,--------- En Dr. Locke er nú í þann veginn aö gefa út bók um þessi mál, og getið þið þá lesiö nánar þar um þetta allt saman. En nú verður fávísum leikmanni á að hugsa: Ef það er svona einfalt, að ekki þurfi nema koss á dag til þess að halda hjónaband- inu hamingjusömu,-------- af hverju kyssa þá ekkki all- ir eiginmenn konur sínar á hverjum degi og eru ham- ingjusamir? Menn skyldu ætla, að það væri billegra en að leggja í kostnaöar- samt skilnaðarmál? Ætli það sé ekki annars góð speki hjá katólskum mönnum að banna skilnaði? Þá verö- ur fólk bara að sætta sig við maka sína, — rétt eins og afi og amma áður fyrr? CLIO SKRÍTLUR Forstjórinn: Nú, og hvers- vegna fóruð þér úr síðustu stöðunni, sem þér voruð í? Unga stúlkan. Mér var sagt upp, af því að ég kyssti for- stjórann. Forstjórinn: Þér getið byrjað strax í dag. — O — Kennarinn: Getur þú sagt mér, hvort þessi hauskúpa er af karli eða konu ? Nemandinn: Hún er aí konu. Kennarinn: Af hver ju held- ur þú það ? Nemandinn: Kjálkarnir eru svo slitnir. — O — Stóra systir: Hvað er þetta, þú kemur heilum tíma fyrr en venjulega úr skólanum? Litli bróðir: Já, í dag sat ég ekki eftir. — O — Frúin: (Maðurinn hennar hafði dottið útbyrðis). 1 ham- ingju bænum bjargið mann- inum mínum, hann er með alla peningana á sér. — O — Erla: Hvað á ég að gera. Andlitið á mér er eins og það sé allt stungið, mig logsvíður í það. Sigga: Segðu honum að raka sig. Ritstjórn Þjóðviljans Framhald af 1. gíðu. þær persónulegu árásir, sem blað þeirra hefur gert á einstaklinga, með upp- íognum sögum og svívirð- ingum, enda ætlast víst fá- ir til, að leiguþý á borð við ritstjóra Þjóðviljans munl lygar sínar stundinni leng- ur. Það er svo frá sjónár- miði þessara manna glæp- ur, sem varðar við lög, ef kona flokksbróður þeirra Icitar til utanríkisráðherr- ans, vegna þess að ekki hef ur heyrzt frá manni henn- ar grunsamlega lengi. Hvað olli hinni miklu þögn Ein- ars? Er það satt, að skoð- anabræður hans innan járn t jaldsins hafi kúskað hann, vegna þess að Einar þótti of óstyrkur á „línunni“ ? Það kann að „varða við lög“ hjá kommum, ef kon- ur óttast um menn sína, sem of lengi dvel jast í sælu- ríkinu, en hjá vitibomu fólki er slíkt ekki talið til afbrota. Hitt getur ritstjóm Þjóð viljans gert sér ljóst, aðhér verða hvorki afturkölluð skrif blaðsins um þetta mál né afsökunar beðizt á nokkurn hátt. Ógnanir rit- stjórnarinnar skelfa okkuí ckki stórlega. Við höfum áður lieyrt grísi gnyðja.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.