Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 25. september 1950. M Á N UDAGSBLAÐIÐ BLAD FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Biaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöS, 48 krónur Afgreiðsla: Tjamargötu 39. Sími ritstjóra: 3496. PrentsC Sja Þjóðviljans hJ. Enn um vegtoll Sandsbóndans Kjósæringum hefur þótt mikið við þurfa að bera blak af hinni fáheyrðu framkomu bóndans á Sandi, er hann tók upp á því að krefjast vega- tolls af öllum bílum, sem um jörð hans óku. Þeir hafa sent hvorki meira né minna e# fimm ritsnillinga fram á víg- völlinn til að lofa og prísa þetta framferði. Tveir þeirra fara á stúfana í Tímanum, tveir í Mánudagsblaðinu og einn í Vísi. Ekki kannast ég við neitt af þessu fólki nema Sólmund Einarsson frá Elekkudal, sem var kunningi minn í gamla daga. Sóhnundui er bezti karl, en hann er meé þeim ósköpum fæddur, aí hann, er einhver for- Ihertasti lókalpatríót á þessu .landi. Honum finnst allt bezt 5 Kjósinni og að það sé hrein goðgá að leyfa sér að gagn- xýna eitt eða neitt í þeirri fyr- ármyndarsveit. Kjósin og Kjósæringar eru í augum Sól- mundar hámark allrar full- komnunar, sem unnt er að ná á þessum hnetti. Ekki fæ ég séð, að öll þessi skrif haggi miklu af því, sem ég sagði um þetta mál á dög- 'unum. Hið eina, sem verjend- Tir Sandsbóndans hengja hatt sinn á, er það, að þessi vegar- kafli, sem tollaður var, sé ■einkaeign, en ekki sýslu- eða hreppsvegur, eins og mér hafði verið tjáð af bílstjóra <einum, sem er kunnugur á 'þessum slóðum. Þetta breytir •engu um það, að þetta athæfi Sandsbóndans er árciðanlega •ólöglegt. Eg hef spurt lög- fræðing um þetta efni, og full yrðir hann, að bóndinn hafi að vísu rétt til að loka þess- um vegi fyrir umferð, en hins •vegar sé honum algerlega ó- iheimilt að kref jast vegatolls :af ferðafólki, sem um veginn fer. Fyrir slíkri heimild sé <ekki stafkrókur 1 íslenzkum ilögum. Það mundi líka hafa *einkennilegar afleiðingar, ef svo væri. Víða á landinu er f alsverð umferð um einkavegi, eigandanum algerlega óvið- komandi, en fram til þessa ihafa eigendur slíkra vega ekki gert sig svo auðvirðilega n« lotið svo lágt af fégræðgi, að þeir hafi farið að heimta vega toll af þeim sökum, enda væri þeim það algerlega óheimilt. Ef Sandsbóndinn vildi koma fram sem siðuðum manni sæmdi, gat hann gert eitt af tvennu, lokað veginum fyrir umferð eða þá að leyfa frjálsa umferð um hann. Ef hann taldi veginn liggja undir skemmdum vegna umferðar, sem mun þó vera hreinasta vitleysa, var sjálfsagt fyrir hann að loka honum. Hitt var óumræðilega lítilmótlegt að fara að plokka fé af fátæku alþýðufólki úr Reykjavík, sem var að lyfta sér upp einn dag með því að fara í berjamó. Eg held fast við það, að þessi framkoma sé bóndanum til skammar, og ég er ekki far- inn að hitta einn einasta mann, hvorki Reykvíking né sveitamann, sem ekki er mér sammála um þetta. Þessir fimm skriffinnar eru einu mennirnir, sem ég veit um, sem finnst svona framkoma og nirfilsháttur óaðfinnanleg og ágæt í alla staði. Það væri annars fróðlegt að athuga það dálítið nánar, hverjar afleiðingar það mundi hafa, ef heirnilt væri að leggja vegatoll á alla einka- vegi. Stígurinn af götunni heim að húsinu mínu í Reykja vík er einkavegur. Setjum nú svo, að ég vildi fara að dæmi Sandsbóndans marglofaða og fá skaðabætur fyrir slitið, sem verður á stígnum vegna um- ferðar. Ef einhver kæmi í heimsókn í húsið til mín eða leigjendanna, mundi. ég stilla mér upp í hliðinu og heimta tíu króna vegatolí af hverjum gesti, sem vildi fá að ganga stíginn heim að húsinu. Ef Sólmundur og sálufélagar hans vildu koma í heimsókn í húsið, yrði þetta aumingja fólk að punga út með tíkall i hvert skipti, er það heimsækti kunningja sína. Auðvitað mundi Sólmundur borga þetta fé með glöðu geði og finnast það sanngjarnar skaðabætur fyrir slitið á gangstígnum. Hann er svo hrifinn af vega- Ágætir hijómieikar ung- frú Guðrúnar Á. Símonar íGamla Bíó12.sept. 1950 Þegar ungfrú Símonar söng hér fyrir tveimur árum, þá var hún á góðum vegi að verða fyrsta flokks óperu- söngkona: Nú hefur ungfrú- in lært og þjálfað rödd sína í s.l. tvö ár, og hefur hún auðheyrilega ekki legið á liði sínu, því um mjög mikla framför er að ræða. Röddin hefur þroskazt, og músikalskt syngur nú ung- frúin eins og skrifað stend- ur, með nákvæmri um- hygggju að túlka lög og aríur sem næst því, sem tónhöfundarnir myndu hafa hugsað sér. Gluck, Monte- verdi og Durante söng ung- frúin ágætlega, óræk sönn- un þess, að kennarar henn- ar hafa viljað láta ungfrúna læra málsnilld hinna gömlu tónfræðinga . og þannig smám sama að breiða yfir hina íslenzku villtu náttúru- tóna, sem allt íslenzkt söng- fólk á í svo ríkum mæli. Ung- frú Símonar er fyrst og fremst á þeirri línu að verða óperusöngkona, og yrði hún nú þegar sett á bekk með hinum þýzku og ítölsku „hádramatísku“ söngkon- um, þar sem hún yrði látin syngja hlutverk í „Fidelio“ Leonore, eða Carmen, sem oft hádramatískar söngkon- ur syngja. Og einmitt aría Santussu úr Cav. Rusticana, sem ungfrúin söng svo snilldarlega, sýndi, að á leik- sviðinu á hún heima. Og þeg ar tímar líða mimu Wagn- ers hlutverkin eins og Sieg- linde og Briinnhilde verða hennar beztu hlutverk. Eg óska ungfrú Simonar til hamingju meö þann ágæta árangur, sem hún nú hefur náð, og ég efast ekki um, að röggsemi, dugnaður og' Framhald á 8. síðu. tolli vinar síns á Sandi, að hann mundi ekki hafa margt á móti því, þótt aðrir tækju upp á því sama. Hann er svo skeleggur talsmaður fyrir frið helgi einkaivega, að honum yrði auðvitað ljúft að greiða slíkt gjald. Það hljóta líka að gilda sömu reglur um þetta í Reykjavík og Kjósinni, ekki satt, Sólmundur? En í alvöru talað, er það sorglegt tímanna tákn, að hér á landi skuli finn- ast fólk, þótt fátt sé, sem tekur að sér að verja slíkan viðbjóðslegan nánasarhátt, sem Sandsbóndinn hefur sýnt. Að vísu fletta verjendurnir fyrst og fremst ofan af sínu eigin lágkúrulega innræti með þessum skrifum, en engu að siður er það grátlegt, að til skuli vera slíkir íslendingar. Ajax. Hákiudagsblaðið fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlunum: Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymundsson Isafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Eimreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Braga Brynjólfssonar Bækur og ritföng Greiðasölustöðum: Fjólu Florida West End Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa óðinsgötu 5 Vöggnr Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg 86) Skeifan Isbúðin, Bankastræti Bjargi Veitingast. Vesturgötu 53. Verziunum: Verzi. Helgafell, Bergstaðastr. Skálholt Axelsbúð, Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigfús Guðfinnsson, Nönnug. 5 Árni Kristjánsson, Langh.v. Rangá, Skipasundi Drífandi, (Samtúni 12) Leikfangag., Laugaveg 45 Drífandi, Kaplaskjólsv. Nesbúð Þorsteinsbúð Verzlunin Ás Júlíusar Evert, Lækjargötu Hverfisgötu 71 Árna Pálssonar, Miklubr. Krónan, Mávahlíð Fossvogsbúðin Kópavogsbúðin Langholt h.f.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.