Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 1
8. árgangnr. BlaSfyrír alla Mánudagur 25. september 1950. 36. tölublað. „LágmarkssiðgæðiíT og rifstjórn Þjóðviljans Ritstjórn Þjóðviljans rak upp sársaukavein ný- lega, líkt og fálkinn gerir, þegar hann kemur að hjarta rjúpunnar. Tilefni veinsins var það, að Mánudagsblaðið hafði undrazt yfir hinni löngu f^jarveru Einars Olgeirsson ar og þögninni, sem ríkt hafði um ferðalag hans til Þýzkalands. Blaðið skýrði svo einnig frá því, að kona Einars hefði farið á fund utanríkismálaráðherra og spurzt fyrir um mann sinn, sem hún hafði ekki heyrt frá í svo langan tíma. Flokksbræður Einars vissu ekki, hvar hann var, enda lét Einar ekki f rá sér heyra af einhverjum ástæðum. En tilefni sársaukaveins ritstjórnarinnar verður því, aumara, þegar betur er að gætt. Þar segir m. a.: „Þótt oft haf i verið óvægilega deilt í íslenzkum stjórnmál- um, hefur yfirleitt verið hhfzt við að gera árásir á konur st jórnmálamanna og aðstandenda þeirra. En í gær rýfur Mánudagsblaðið einnig þetta lögmál lág- markssiðgæðisins". Það er hálfgaman, þegai blað eins og Þjóðviljihn, sem svo oft hefur rofið „lágmarkið" í fréttastarf- semi sinni og söguburði, að allur almenningur bei'ui fyrir löngu hætt að taka mark á honum, vænir aðra um lúalega árás á „aðstand endur stjórnmálamanna". Magnús Kjartansson og Sigurður Guðmundsson muna kennske ekki eftir því, þegar þéir réðust á svívirðilegan hátt á dóttur Ólafs Thors, nemanda í Menntaskólanum, til þess eins að hefna sín á Ólafi fyrir það, að hann sá, þótt seint væri, að samstarf við kommúnista var óhæft með öllu. Þeim mun einnig úr niinni liðið, þegar þeir réð- ust á f jölskyldu eins mik- ilvirkasta stórkaupmanns höfuðstaðarins fyrir það eitt, að hann leyf ði sér að sigla til Danmerkur. Þeim eru ur mirnii allar Framhald á 8. síðu. :n ORMAÐUR FJARHAGSRAÐS SANNUR AÐ 00 LEIÐINLEGRI HLUTDRÆGNI í STARFI Magnús Jónsson, guðfræðiprófessor, formaður Fjárhagsráðs og einhver sá óhæfasti opinber starfs- maður, sem við höf um, og er þó Iangt til jafnað, hefur nú um skeið ekki látið til sin heyra. Hann hefur tekið upp það ráð, sem rökþrota mönnum er oft svo hentugt, en það er að þegja. En eins og við höfum svo oft bent á hér í blaðinu, má ekki skilja það á þann hátt, að Magnús eða samstarfs- menn hans hafi nú yfirgefið veg óréttlætis og rang- inda og reynt að þræða hinn grýtta veg réttlætisins. Því er langt frá. Daglega er vildarmönnum Fjárhags- ráðs veitt leyfi, en þeim, sem minna mega sín, neitað um nauðsyn jar. Hér í blaðinu hefur margsinnis verið bent á, hversu furðulega Fjárhagsráð hefur misnotað vald sitt og þau dæmi standa enn óhögguð. Hvað ef tir ann- að hef ur verið skorað á hið opinbera að hef ja alls- herjar rannsókn á störfum ráðsins og athöfnum einstaklinga innan þessa ráðs. Hingað til hef ur dóms- málaráðuneytið ekki séð sér fært að hefja þessa rannsókn, og má vera að ástæðan sé sú, að of margir gæðingar stjórnmálamannanna kynnu þá að verða opinberir að ýmsu misjöfnu, ef slík rannsókn yrði gerð af samvizkusömum þjónum réttvísinnar. Þar sem ekki hefur dugað að beita þeim vopnum, sem hingað til hafa þótt nægja til þess að knýja fram opinbera rannsókn, verður hér ef tir í þessu blaði teknar til meðferðar ýmsar nærtækari staðreyndir en til þessa hafa verið nefndar, tíl þess eins að sýna, hversu einstaklingar innan Fjárhagsráðs hafa not- fært sér stöðu sína til eigin framdráttar í þessum efnum. Næst'er þá að líta á prófessorinn í guðfræði, Magnús Jónsson, formann ráðsins, þann mann, sem mest hefur verið fyrir svörum, þegar réttilega hefur verið deilt á ráðið. Fjárhagsmál Islands hafa alltaf verið gamansmál Magnúsar, og sjálfur hefur hann skrifað, að svör sín hafi verið meira gamansöm, heldur enað þau kæmi málefninu við. Hann virðist ekki hika við að neita mönnum um.nauðsynleg efni til reksturs fyrirtækja sinna og eyðileggja þannig atvinnumöguleika manna. Hann hikar við að gefa jáyrði sitt, þegar merni bjóðast til þess að selja vöru til útlanda, sem er óselj- anleg hér heima, á vöruskipta grundvelh og Ieysa þannig eitthváð hina miklu vöruþurrð, sem hér ríkir. Slík mál eru guðfræðiprófessornum gainansmál. En þegar þörf er í búi Magnúsar sjálfs eða hans nánustu, þá breytast málin úr gamansmálum í alvörumál. Eins og sjá má á mynd, sem hér er birt, þá hefur formaður fjárhagsráðs fcngið Ieyfi til þcss að setja nýtt þak á hús sitt með miklum kostnaði, auk þess scm efniviður sá, sem í þakið er notaður, er öllum venjulegum borgurum þessa , lands með öllu ófáanlegur. Hús prófessorsins við Laufásveg er ekki gamalt hús. Nauðsyn til þess að láta nýtt þak á húsið var engin og sizt þegar á, það er Iitið, að hér í Keykjavík w*s? er fjöldi húsa, sem þarfnast skjótra aðgerða, ella má ætla, að þau eyðileggist. Leyfi tíl þess- ara f ramkvæmda Magnúsar fékkst án ítrekaðra tilrauna, útúrsnúninga eða svika. Og leyfið fékkst einungis vegna þess, að umsækjandinn er formaður ráðsins, sem leyfin veitir. Þetta geta þeir, sem svo hafa um sig búið sem hinn ærukæri prófessor. Þetta dæmi, sem við nú höfum nefnt, er ekki mikil'» virði, þegar litið er í heild á störf þau, sem unnin hafa Framhald á 8. síðu. Rikisstjórn án fram- kfæmdavalds Togaraflotinn liggur enn bundinn í höfn. Stöðvun hans' hefur nú kostað þjóðina milljónir.í dýrmætum erlendum i gjaldeyri. Vöruþurrð og skortur á nauðsyn jum eru daglegt brauð og allstaðar blasir við hrun. Við verðum nú nauðugir viljugir að horfast í augu við þá staðreynd að ríkisst iórnin er ekki annað en þýðingarlítilE titill ác: framkvæmdavalds og úrræða. Ef til væri nokkurt framkvæmdavald þá yrði því opinbera í Iófa lagið að skipx togaraeigendum og sjómönnum að halda flotanum úti og; tryggja sölu sjávarafurðanna. Fulltrúar bcggja aðila geta síðan reynt að ná sara- komulagi og yrði þá uppbót greidd seinna ef svo semdist„\ Kikisstjórnin má vita það að aUur almenningur krefsfc þess að auðæfi fiskimiða okkar séu hagnýtt til fulls og henni ber skyída til þess að sjá um að svo sé gert.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.