Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Blaðsíða 7
Mánudagnr 25. september 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ LESENDANNA . Dakar, 13 8. 1950. .Hr. ritstjóri. Þér verðið nú sjálfsagt hissa á að fá bréf frá Afríku. Ástæðan fyrir því, að ég skrifa yður, en ekki einhverj- um öðrum, er í stuttu máli sú, að mér líkar Mánudags- blaðið svo vel, enda er það það fyrsta, sem ég les, er ég fæ blaðapakka' sendan. Eg er, ásamt sjálfsagt svo mörgum öðrum, óánægður með marga hluti heima, en eitt er það, sem mér mest við kemur hérna í útlandinu, það er fréttasendingin til Islend- inga erlendis, á henni eru mikl ir gallar, sem auðvelt væri að laga, ef viljinn væri fyrir hendi hjá þeim, sem hlut eiga að máli. Skulu nú taldir upp í stuttu •máli helztu gallarnir. 1. Sendingin fer fram á sömu bylgjulengd, sem morse stöð notar, og eru stanzlausar truflanir af hennar völdum og oft ógerniningur að heyra orðaskil. 2. Tíminn, sem notaður er, 1615 G.M.T., er ákaflega ó- hentugur, í fyrsta lagi, að fyrir þá, sem vilja reyna að hiústa, er allur sunnudagseft- irmiðdagurinn eyðilagður, sem fólk notar sér til upplyft- ingar á ýmsan hátt, og í öðru lagi eru hlustunarskilyrðin á stuttbylgjunni betri eftir að líða tekur á kvöldið. 3. ,,Programið“ er nú svona upp og ofan, hvað gæði snert- ir, fréttayfirlitið stendur yfir 7—15 minútur, á eftir þess- um vikuskammti af íslenzkum fréttum hafa erindi komið, sem sum hafa verið ágæt, en önnur fyrir neðan allar hellur, og nægir þar að nefna kven- réttindakerlinguna í einum tímanum. Fréttirnar og erindin hafa að jafnaði staðið yfir í ca. 25 mín., en nú bregður svo við, að í þremur síðustu tímunum hefur erindunum verið sleppt, svo að sendingin hefur ekki staðið yfir í 15 mín., og nú sú síðasta aðeins 7 mínútur. Ef svo er, að þetta er gert, tíminn styttur, af sparnaðar- ástæðum, þá vildi ég benda á eitt ráð til sparnaðar, það er að kalla 'hann Daða heim frá Trygve Lie, og þá kannske selja $, sem hann amj ars notaði, á því mætti kannske fá peninga til sjö mínútna daglega. (Daða er ekki borgað af Rík- isútvarp. heldur SÞ. Ritstj.). Útvarpið á heilmikið af gramófónplötum með ís- lenzkri músík, söngvurum og hljómlistarmönnum, það er MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Bókaverzlun Böðvars, Hafnarfirði. Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavflí: Verzlun Helga S. Jónssonar. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. ísafirði. Jónas Tómasson, bóksali. Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Bókaverzlun Lárusar Blöndals, Siglufirði. Auk þess er blaðið selt 1 helztu bókabúöum Revkjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum. Þeir, sem beðið hafa um árgang Mánudags- blaðsins 1949, eru vinsamlega beðnir að hringja i síma 3975. -S haldið spart á þeim, og hafa þær ekki verið notaðar í þéss- um séndingum. 4. Flestar, ef ekki allar stuttbylgjustöðvar senda í 10—15 mínútur lög eða tóna áður én dagskráin byrjar, til að auðvelda hlustendum að finna og stilla inn stöðina, en Útvarp Reykjavík lætur séi víst nægja nokkrar sek. Eg væri yður mjög þakklát- látur, ef þér sæjuð yður fært að koma þessum athugasemd- um í blað yðar við tækifæri. Ferðalangur. Hotel Borgog dansleikir A. H. hefur sent blaðinu eft irfarandi pistil vegna dans leikja á Hótel Borg. ,,Það er ekki ég einn, sem ræði um vönjtun staða til skemmtunar á kvöldin, enda mun Reykjavík hafa fábreyti legra skemmtanalíf en nokk- ur önnur höfuðborg í henni veröld. Hér er aðeins um eitt veitingahús að ræða, sem hef- ur bæði bæði leyfi til áfengis- sölu o g matarframleiðslu, þannig að hjón á okkar aldri, sem viljum bregða okkkur út eina kvöldstund og vera í friði fyrir ungum dönsurum og drukknum æskumönnum, get- um veitt oltkur það. Þessi griðastaður er eða ætti að vera Hótel Borg. En því fer nú f jarri, því miður. Nú er þar hafinn sá hvimleiði siður að efna þar til dansl. á fimmtu- dögum og laugardögum, svo að þessi ánægja okkar, sem ekki erum mikið fyrir dans- leiki, er okkur fyrirboðin. Nú er mér spurn: Eru ekki Sjálfstæðishúsið, Tjarnar- café, Iðnó og hvað þessi 'hús öll heita (mér telst þau tíu) til þess einmitt að sinna þeim, sem dansa vilja og drekka sitt vín? Er okkur, sem vilj- um borða með konum okkar og gestum ekkert friðland ætl að í þessari höfuð—Borg. Mér finnst, að þetta hótel sé það vel sótt á þeim tíma, sem það hefur veitingar, bæði vín og mat, að ástæðulaust sé fyrir það að efna til slíkra dans- leikja nema þá á gamlárs- kvöld eðá viðlíka hátíðisdög- um. Eg hefi ekkert yfir hóteli þessu að kvarta, hvað snertir reksturstilhögun þess, nema bað, sem ég hefi ritað hér, en 'pað finnst mér á þeim, sem ég þekki, að þessi ráðstöfun forstöðumannsins sé fremui varhugaverð og óvinsæl. Við erum kannske kölluð eldra fólkið, en við erum þá fólk samt, og okkar peningar þykja ekki verri en annarra." A.H. Utboð fimm ára 6 présenf sérsEcuídabréfafóns fil £ ¥afi!S¥eifuframkvæmda í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur á- kveðið að bjóða út einnar milljón króna sérskulda- bréfalán til vatnsveituframkvæmda í Hafnarfirði. Sérskuldabréfin eru í þremur flokkum, að fjárhæð eitt hundrað krónur, eitt þúsund krónur og fimm þúsund krónur hvert skuldabréf. Skuldabréfin eru tryggð með ábyrgð ríkissjóðs, ársvextir eru 6% — sex af hundraði — og eru vextir fyrstu þriggja áranna greiddir fyrirfram, þannig að sá, sem kaupir 100 króna bréf, greiðir fyrir það 82 krónur, sá sem kaupir 1000 króna bréf, greiðir fyrir það 820 krónur og sá, sem kaupir 5000 króna bréf, þarf aðeins að greiða fyrir það 4100 krónur. Lánið endurgreiðist á áárunum 1953—1955 með árlegri greiðslu eftir útdrætti skuldabréfanna, sem notarius publicus í Hafnarfirði framkvæmir í apríl- mánuði hvert áranna 1953—1955. Skuldabréfalán þetta, sem er aðeins til fimm ára, er því í alla staði hið hagkvæmasta fyrir hvern þann, sem fé hefur til ávöxtunar, hvort heldur eru einstaklingar eða sjóðir. Skuldabréfin eru þegar komin á markaðinn, og er aðalútsala þeirra í bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði í Ráðhúsinu við Strandgötu. Ennfremur eru skuldabréfin seld á eftirtöldum stöðum: I Hafnarfirði: Akurgerði h.f. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Loftur Bjarnason Einar Þorgilsson & Co. h.f. Gunnlaugur Stefánsson (Gunnlaugsbúð) Stefán Sigurðsson (Stebbabúð) Kaupfélag Hafnarfirðinga Ingólfur Flygenring (Ishús Hafnarf jarðar) Jón Gíslason (Frost h.f.) Óskar Jónsson (Fiskur h.f.) Sparisjóður Hafnarfjarðar Hafnarskrifstofan í Reykjavík: Landsbanki Islands Útvegsbanki Islands h.f. Kauphöllin, Nýja Bíó, Lækjargötu 2 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 1. september 1950 HELGI HANNESSON.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.