Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 1
34. tölublað. Mánudagur 1. október 1951. « B O Oll heildsalcsstéttin liggur irndir grun ism ^kurstorisemi Nöfn okurkarla tafarlaust birt Heildsalar bæjarins sitja nú allir undir árnæli bæjarbúa, sökum þess eins, að Björn Ólafsson, við- skiptamálaráðherra, neitar að gefa blöðununi skýrslu um nöfn þeirra manna, sem sýnt liafa sij> óverðuga þess að hafa réttindi til vöruinnkaupa lianda þjóðiuni. Menn 'vissu nú almennt, að viðskiptamálaráðherra myndi ekki verða stórorður í garð jæirra verzlunar- manna, sem sannazt hefur á, að selt hafa vöru sína á óhæfilegu, eða réttara sagt, glæpsamlegu verði. Hörð orð og þungar ásakanir hafa horfið úr munni viðskipta- máláráðherra, síðan hann fékk hlutdeild í stjórn landsins, enda verka slíkar stöður nú á tímum eins og jtagnargull á ]>á, sém valdalausir dæmdu harðast og voru flokkum sínum óstýrilátastir. I>að þarf ekki að muna tvenna tímana til j>ess að minnast iiinna frægu skýrslna, sem hið opinbera gaf út, |>egar smásalar og heiklsalar bæjarins urðu sekir um verðlagsbrot. Smáyfirsjónir, eins og t. d. tuttugu krónu ólögleg álagning á vörutegund, voru miskunn- „Nfju fötin keisarans' I Alþbl. 21. og 22. ág. s. 1. birtist erindi, sem Einar Magnússon, menntaskóla- kennari, flutti í útvarpið þá skömmu áður, að því er seg- ir i formála blaðsins. Ég heyrði ekki erindið í útvarpi, en las það, þegar það birtist í Alþbl. Er þetta gagnmerk grein, svo sem bú- ast mátti við af höfundin- um, sem verið hefur kennari við Menntaskólann a. m. k. tvo áratugi. Fjallar greinin um meiintamál og skóla, og er sannarlega orð í tíma töl- uð. Segist hann endursegja þar grein eftir Harry J. Full- er, prófessor við háskólann í Illinois, en hún hafði birzt í tímaritinu Science. — Er j>að skemmst frá að segja, að engu er líkara en að prófess- orinn sé að gagnrýna ástand- ið hjá okkur hér á íslandi, síðan við urðum þeirrar blessunar aðnjótandi að eign- ast „samræmt fræðslukerfi nýtt“ eða „fullkomnustu fræðslulög heimsins“, eins og það er kallað jöfnum hönd- um af formælendum þess. — Þá er komið að því, sem er mergurinn málsins, en ]>að er þetta: Hvernig er þetta f ram- kvæmt, og hver er árangur- inn ? — Ég hefi hérna tbl. af Vísi dags 22. des. 1949. Á öftustu síðu er grein með yf- irskriftinni: Meira en sjötti hver Islendingur við nám í einhverjum skóla. Hörgull á sérlærðum barnakennurum. í greininni segir síðan, að 25 þúsundir íslendinga hafi stundað skólanám veturinn áður, og er þetta byggt á upp- lýsingum fulltrúa fræðslu- málastjóra. Mikið er nú unnið fyrir menntun landsmanna! Hörgull á sérlærðum barna- lcennurum. Já, það var nú það. Hvert skyldi nú það eiga rætur sínar að rekja? arlaust birtar almenningi, til þess að liaim gæti varazt að skipta við „j>vílíka glæpamenn“ í framtíðinni. Nú hafa aftur á móti sannazt stórköstlegar, órétt- lætanlegar vöruverðsálögur hjá liópi manna innan verzlunarstéttarinnar, en í stað þess að birta nú al- menningi nöfn mannanna og verzlananna, hefur \ið- ■skiptamálaráðuneytið séð sér hag í j>ví að neita opinber- um blöðum um öll skjöl í þessum málurn. Það mun láta nærri, að heiklsalarnir liér í Reykja- vík séu um 200. Orðrómur gengur um, að tala þeirra, sem gerzt hafa sekir um svívirðilegar álögur, sé milli 15 og 20. Á meðan viðskiptamálaráðuneytið gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum í jiessu máli, er öll verzlunar- stéttin undantekningarlaust undir grim uin óhóflegt okiir á viðskiptavmum sínum. Eitt helzta og elzta heildsöíufyrirtæki bæjarins liefur séð sig knúið til j>ess að auglýsa opinbérlega, að það sé ekki meðal hinna seku, j>ótt ekki hafi legið neinn grunur á J>ví frennir en öðruin hliðstæðum fyrir- tækjum. Björn ráðherra gerði á tíu mínútum grein fyrir jiessum málum, jafnframt J>vl sem liann sendi blöðun- um skýrslu um okurmálið. Ræða lians var svo sem hvorki fugl né fiskur — tiísíigið kringum málefnið eins og köttur í kringum lieitt soð. Minnti ræða hans í einu og ölln furðu mikið á ropvatn J>að, sem liann sjálfur framleiðir, en bragðbætandi efni voru næsta fátíð, enda honuín óliægt mn vik, j>ar sem kunnings- skapur hans og innstu klíku trúnaðarráðs heildsalanna er þjóðkunnur. En gæti ráðherrann svarað J>ví, af liverju munur- inn á verði innfluttrar vöm í Sambandinu og systur- fyrirtækjum j>ess er enginn samanborið við verðlag í öðrnm verzlunum? MÖnnum J>ykir harla ólíklegt, að Villijáhnur Þór hafi glapizt svo lieriilega innkaupin á erlemluin vörutegundmn, að lians fyrirtæki hafi orðið að hafa í fullu tré, hvað xerðlag snertir, \ ið fyrirtæki, sem gruniið eru úrn óhóflega álagningu. Örlygur Sigurðsson opnar málverkasýningu Á laugardag o|>naði Örlygur Sigurðsson, listmál- ari, málverkasýningu í Eistamamvaskálamiin. AUs sýnir Örlygur 108 myndir, 25 vatnslitamyndir, en liitt cru teikningar at Eskimóum og olíumálverk. Máherkasýningar Örljgs liafa jafnan vakið mikla at- liygli, en J>etta er 4. sýniug lians síðan 1945. Sumarið 1949 dvaldist Örlygur á Grænlandi og málaði J>ar, en hemi hefur einnig dvalizt í Bandarík.þiniun, París og víðar. Örlygur hefur ekki lialdið sýningn hér síðan haustið 1949, en sú sýning vur alar f jölsótt og hlaut niikið lof. Sýning sú, sem opnuð var á laugard. verður opin alnienningi frá kl. 10 t'. h. til 11 e. h. og verður ekki efazt um, að al- menningur skoðar hin nýju verk Jiéssa ágæta listamanns. Ég lagði eitt sinn leið mína upp í skrifstofu fræðslumála- stjóra, eftir að ég hafði séð auglýst í Lögbirtingarblað- inu og víðar, að við tiltekna gagnfræðaskóla vantaði kenn ara í tungumálum, og vegna þess, að ]>aö hefur oft bor- ið við hin síðari ár, að nem- endur hafa leitað til mín um hjálp í vissum gr'einum, þ. e. tungumálunum, þegar erfiö próf, sem hafa úrslitaþýð- ingu, eins og t. d. stúdents- próf, hafa verið framundan, hélt ég, að greiðlega myndi ganga að fá slíka stöðu. En það var nú öðru nær! Mig skorti semsé próf í „uppeldis- og kennslufræðum", að því, er fræðslumálastjóri sagði, og' ráðlagði hann mér, að taka mig til og nema þessi stórmerku fræði við Kenn- araskóla íslands. Þegar ég lét hann á mér skilja, að ég væri ekki meir en svo fíkinn í það, sagði hann, að krafa um slíkt próf væri í fræðslu- lögunum, og væri það skil- yrði fyrir kennaraembætti. Svo fór um sjóferð þá. —- IJvað eru svo þessi „uppeld- is- og kennslufræði ?“ — Svar- ið er að fiima hjá prófessor Fuller í áðurnefndri grein Einars Magnússonar. „Blaður, skaðsamlegt blað- ur og kjaftæði, segi ég“. — Sami prófessor segir ennfr. í sömu grein: „1. Þessir upp- eldisfræðii>rófessorar byggja á fölskum lygafullyrðingum í fjandskap sínum við sanna menntun og lærdóm. 2. Kunn- áttu nemenda og kennslu í skólum hefir stórlega hrak- 'að hin síðari ár, einkum í gagnfræða og unglingaskól- um. 3. 1 stað heilbrigðrar kennslu og lærdóms í tungu- málum, bókmenntum, nátt- úruvísindum, stærðfræði, sögu, og listum, hafa verið tekin upp svokölluð „félags- lega mikilvæg“ viðfangsefni. 4. Öll hugsun (ef hugsun skyldi kalla) margra þessara uppeldisfræðiprófessora svo og orðfæri þeirra og öll starf- semi er óljós, sjálfri sér ó- samkvæm og ruglingsleg“. Þetta segir próíessorinn. Slíkur er dómur hans um þessa uppeldisfræðingavizku, sem svo hátt er metin af hæstarétti fræðslumálanna á íslandi um miðja 20. öld, að skorti þessi fræði, eru öll önnur fræði dæmd einskis nýt. — Árangurinn cr sá, að þeir, sem prófi hafa lokið við Kennaraskóla Islands, sem viðurkenndur var sem léleg- asta útgáfa af gagnfræða- Fraonháld á 8.-sl*v 9

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.