Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 1. október 1951. W^/VWWVVWWWVWWWWWVWMVVAVUVVWUWWVWVVVVVWUWVVMJVWW IFRAMHALDSSAGA: ;Í Efhel M. Dell: NICK RATCLIFFE (THE WAY OF AN EAGLE) ;j þeirra gat ekki verið stöðug vopnaviðskipti. Að því er virtist var Nick ekki á sömu skoðun. „Sjáðu ekki eftir því“, sagði hann léttilega. „Eg skil þig vel. Eg verð aldrei móðgaður, þegar ekki er til móðgunar ætlazt og stundum ekki þó til þess sé ætlazt. Það er engin ástæða til að sjá eftir“. Hún skildi, að hann reyndi að forðast hana og hún sneri sér frá honum án þess að segja fleira. Það átti þá ekki að vera neinn skilningur, eng- in vinátta og engin hugarró. Um leið og þau gengu til hússins, þá töluðu þau um þýðingarlaus málefni. En hún var mjög bitur í hjarta sínu. Hún vildi hafa gefið allt til þess að hafa neitað heimboði hans og vera komin langt í burtu frá öllu þessu. 31. KAFLI „Á ég að segja þér, hvað. er að þér?“ spurði Nick. Muriel hrökk við og sá þá, að hann lá á flata klettinum, sem hún hafði setið á um stund. Hann var sérstaklega bjartur á svipinn. Henni fannst einhvern veginn, að hann byggist við, að hún færi að hlæja. „Afsakaðu, að ég lét þig hrökkva við“ sagði hann. „Þú ættir að vera farin að venjast mér. En samt sem áður skaltu ekki vera hrædd. Það er fyrir löngu búið að taka úr mér vígtennurnar.“ Hún sneri sér skyndilega að honum. „Nick“, sagði hún, „stundum finnst mér ég vera voðalegur kjáni.“ Hann kinkaði kolli. Ákafi hennar virtist honum ekki undrunarefni. „Mig grunaði, að þú myndir sjá það fyrr eða seinna,“ sagði hann. Hún gat ekki gert að því að hlæja, þó tárin stæðu í aug- um hennar. „Ekki er mikil huggun í því.“ „Eg get ekki huggað þig,“ sagði Nick. „Ekki eins og komið er. Eg skal gefa þér ráðleggingu, ef þú vilt, sem ég þó veit að þú þiggur ekki.“ „Nei, gerðu það ekki. Það yrði aðeins verra.“ Rödd henn ar skalf dálítið. Hún vissi, að hún hafði gengið einu feti of langt. En hún hafði ákafa, jafnvel ástríðufulla löngun til þess að vita eitthvað um það, sem væri að ske bak við svip hans. „Við skulum ekki ræða um mín málefni," sagði hún. ,Segðu mér eitthvað um sjálf- an þig. Hvað ætlarðu að gera ?“ Nick leit upp. „Eg hélt, að ég væri kominn í brúðkaupið þitt. Það er allt og sumt, sem ég geri í bráð,“ sagði hann. Hún varð óþolinmóð. „Hugsarðu aldrei um fram- tíðina?“ „Ekki þegar þú ert við- stödd," sagði Nick hlæjandi. „Eg hugsa um þig — þig og aðeins þig. Vissirðu það ekki ?“ Hún sneri sér þegjandi við. Var hann að kvelja hana að gamni sínu? Eða mistókst henni að skilja, að hann væri einlægur? Það varð dálítil þögn, en síðan samkvæmt óskiljanlegri hvöt, gerði hún mjög einkenni legan hlut. Hún sneri sér aug- liti til auglits við hann og spurði: . ~„Nick, hvers vegna kem- urðu alltaf svona fram við mig ? Hvers vegna ertu aldrei heiðarlegur við mig?“ Rómurinn var fremur sár en ávítandi. Röddin var djúp og dauf. En Nick leit varla við henni. Hann reytti gróðurinn af berginu, sem hann lá á. „Góða mín“, sagði hann. „Hvers vegna geturðu búizt við því?. „Búizt við því ?“ endurtók hún. „Ég skil þig ekki. Hvað meinarðu?“. Hann settist rólega Upp. Hvernig á ég að vera heiðar- legur í þinn garð?“ spurði hann. „Þegar þú ert ekki heiðarleg gagnvart sjálfri þér?“ „Hvað meinarðu?" spurði hún. Hann leit einkennilega á hana. „Viltu fyrir víst vita það?“ „Auðvitað“, sagði hún á- kveðin. Gamla hræðslan var að koma upp í henni, en hún vildi ekki láta undan henni. Nú eða aldrei myndi hún komast að, hvað innifyrir bjó. Hún mundi vita sannleikann, hvað sem.hann kostaði. „Það sem ég meina er þetta“, sagði Nick. „Þú vilt ekki játa það, auðvitað, en þú ert að svíkja. Ekki ein af tíu þúsund konum þora að leggja spilin á borðið, eftir að hún er byrjuð að svíkja. Hún heldur áfram — eins og þú munt gera — þar til líf- inu lýkur, aðeins vegna þess að hún þorir ekki annað. Þú ert að svíkja Muriel. Þess vegna er allt í svona hræði- legum rústum. Þú ætlar að giftast röngum manni, og þú veizt af því.“ Hann leit framan í hana á ^sama augnabliki og hann sagði þetta. Hann hafði tal- að ákveðinn eins og hans var vani, en alveg æsingarlaust. ' Hann hefði getað verið að tala um alveg ópersónulegt málefni. Muriel stóð þegjandi og gerði holur í sandinn. Hún gat ekkert sagt við þessari yfirlætislausu ákæru. „Og nú,“ hélt Nick áfram, skal ég segja þér af hverju þú ert að gera það“. Hún leit upp og greip framí kafrjóð í framan". Ég held ekki, að ég þurfi, að heyra meira, Nick. Það er orðið — áliðið — er það ekki ?“ Hann yppti öxlum. „Ég vissi, að þú myndir hræðast að heyra það“, sagði hann. „Það er miklu auðveldara að halda áfram að svíkja“. Augu hennar tindruðu augnablik. Hann hafði komið við hjarta hennar. „Jæja“, sagði hún ákveðin. „Segðu það, sem þér sýnist. Það skiptir engu máli. En mundu það, að ég játa ekkert af þessu“. Brosið á andliti Nicks breikkaði. „Ég bjóst heldur aldrei við því“, sagði hann kuldalega. „Þú myndir frem- ur drepast en að játa, það. úf þeirri einföldu ástæðu, að þér væri léttara að drepast. Þú verður sjálfri þér ósönn. Grange ósönn og mér ósönn, heldur en að lækka þetta ves- ala stolt, sem kom þér til að segja mér upp í Simla. Ég álasaði þér ekki svo mjög þú varst aðeins barn. Þú skidir ekki. En sú afsökun kemur þér ekki að liði nú. Þú ert kona, og þú veizt hvað ást er. Þú kallar hana ekki því nafni, en þú þekkir hana“. Hann þagnaði augnablik og Muriel reyndi að mótmæla. „Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja“, sagði hún lágri röddu. Hann stökk skyndilega á fætur. „Já“, sagði hann fljót- mæltur. ,,Þannig muntu blekkja sjálfa þig til bana- dægurs. Kvenfólkið gerir oft slíka hluti. En það hjálpar þeim ekki. En sá hlutur hjarta þíns — sá sem þú vilt ekki játa og samt heimtar útrás -— sá sami og rak þig til Granges, til þess að fá vernd — mun aldrei deyja. Þú get- ur gert við hann eins og þér sýnist, falið hann, gælt við hann eða trampað á honum. En hann mun lifa það allt saman. Allt líf þitt verður hann þarna. Þú gleymir hon- um aldrei, þótt þú reynir að telja þér trú um, að hann tilheyri liðínni tíð. Allt líf þitt —“ rödd hans skalf allt í einu og ókyrru augun hans skutu gneistum" Allt líf þitt muntu muna, að ég var einu sinni þinn, hvort sem þú vildir eiga mig eða láta mig fara. Og— þú þráðir mig, en kaust samt að láta mig fara“. Hann þeytti orðunum fram- an í hana. Það var ekkert ópersónulegt við hann núna. Hann var algjörlega einlæg- ur. Dökkur roði var í brúnu andlitinu. Á þessari stund var hann þrunginn ástarofsa. Og Muriel horfði á hann höggdofa eins og ógnir hefðu dunið yfir. Hvað var þetta, hvað var þetta, sem hann hafði sagt við hana. Hann hafði sannarlega opnað hug sinn fyrir henni. En hvers konar hræðilega sýn hafði borið fyrir augu hennar ? Gamla lamandi hræðslan bærðist í brjósti hennar. Hún óttaðist á hverju augnabliki, að djöfullegur svipur kæmi á andlit hans. En þegar augna- blikin liðu sá hún, að hann hafði enn yfirhöndina á skapi KÍnn. Kánn hafði kastað hanzkanum og mundi ganga lengra, ef hún ekki tæki hann upp. Og það gat hún ekki. Hún vissi, að við honum hafði hún ekki. Hann horfði á hana gaum- gæfilega, og eftir nokkur augnablik hafði hún eignast kjark til þess að mæta augnaráði hans. Henni fannst það brenna sig, en hún vildi ekki láta undan. Hann mátti ekki gruna eina sekúndu, að þessi hörðu orð hans hefðu stungið hjarta liennar. Hvað, sem seinna kynni að ske, eft- ir að þetta áfall hefði lið- ið hjá, þá mátti hún ekki láta sjá, að hún tæki hann alvarlega. Svo að lokum leit hún framan í hann og hló dá- lítið að henni fannst drengi- lega, en hana grunaði ekki hve vesall sá hlátur raunveru- lega var. ,,Ég held ekki, að þú sért eins slyngur og þú varst einu sinni, Nick,“ sagði hún. „Þó ég játi“, varir hennar skulfu lítið eitt, ,,— að þú sért stundum mjög skemmtilegur. Blake sagði mér einu sinni að þú hefðir augu slöngu- temjara. Ég efast um að það sé rétt. Þau hafa samt engin heillandi áhrif á mig“. Hún þagnaði fremur skyndilega, hálfhrædd við ró hans, Myndi hann skilja, það var ekki ætlun hennar að bjóða honum byrginn (ögra honum) — að hún var bara að neita að berjast? Hjarta hennar sló ákaft nokkra stund, en svo róaðist það. Já, hann skildi. Hún hafði ekkert að óttast. Hann greip höndum fyrir augu sér og sneri sér undan. „Ég hefi aldrei reynt að heilla þig,“ sagði hann með hálfkæfðri rödd, sem hljómaði ókunnuglega. „Eg hefi aðeins — elskað þig“. I þögninni, sem fylgdi, gekk hann hægt og hljóðlega burt frá henni. Hún horfði á eftir honum þögul, en hún þorði ekki að kalla til hans. Og bráðlega varð hún alein. 37. KAFLI. Það tók ekki Dr. Jim lang- an tíma að sjá, að einhver vandræði lágu unga gestinum hans á hjarta. Hann sá líka, að áhyggjurnar höfðu byrj- að, þegar hún fyrst kom í hús hans. Enginn annar tók eftir því, og það var ekki undravert. Það var alltaf nóg um að vera í Ratcliff-hús- inu og nógu eftir að taka, en Dr. Jim gat þó haft vak- andi auga með öllum með- limum íbúanna. Auk þess var, fljótt á litið, ekkert óvenju- legt í fari Muriel. Vissulega var hún þögul, en engan veg- inn var hún soj'gjhtin. Hlát-' ur hennar var ekki alltaf eðlilegur, en það var allt og sumt. Það voru önnur ein- kenni, mjög lítil, og algjör- lega ósýnileg öllum nema hinu þjálfaða auga, en samt fór ekkert þeirra framhjá Dr. Jim. Hann hafði engin orð, en fyrstu vikuna, sem hún bjó hjá honum, þá aðgætti hann hana og beið tækifærisins. Á ökuferðunum, sem hún fór með honum í, þá hagaði hann sér svona, og hún óttaðist hann ekki eins og Daisy gerði. Og svo fór eins og við var að búast, að hún áð lokum gaf honum tækifærið. Kvöld nokkurt seint, þá kom hún í læknastofu hans, þar sem hann sat við skriftir. „Ég þarf að tala við þig,“ sagði hún, „trufla ég þig?“ Læknirinn hallaði sér aftur ábak í sæti sínu „Seztu þarna“, sagði hann og benti henni á stól. Hún leit bbrosandi á hann roðnaði lítið eitt og settist. „Ég er ekki sjúklingur, er það?“ Hann hnyklaði brýrnar. „Klukkan er orðin mjög margt, því ferðu ekki í rúm- ið?“ „Vegna þess að ég vil tala við þig“. „Þú getur það á morgun", svaraði Dr. Jim. „Þú hefur ekki efni á að fórna svefn- inum til þess að hjala“. „Ég er ekki að fórna svefninum", sagði Muriel fremur þreytulega. „Ég sofna. aldrei fyrr en undir morgun“.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.