Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudacrur 1. október 1951. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 100 kr. Aígreiðsla: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3496 og 3975. Auglýsingasímar: 6530 og 6947. Prentsmiðja Þjóðviljans. RADDIR lesenda Matstofa Náttúrulækningafélagsins Nýif tímari! „VIRKIÐ í NORÐRÍ" í Mánudagsblaðinu 24. sept. víkur P. Jak. nokkrum orð- um að matstofu Náttúrulækn- ingafélagsins á miður smekk- legan hátt, og eru ummæli hans sprottin af misskilningi og vanþekkingu, ef ekki af öðrum hvötum. Ætlun mín hér er þó ekki að svara þess- ari ritsmíð, heldur gefur hún mér kærkomið tækifæri til að segja álit mitt á matstofunni. Tala ég þar af reynslu, því að ég hefi verið þar fastur matþegi frá því hún tók til starfa árið 1944. Ég hefi stundum orðið var þess misskilnings, að matstof an væri aðallega fyrir sjúkt fólk og þar væri eingöngu jurtafæða á borðum. Um fyrra atriðið er það að segja, að flestir matþega eru heilbrigt fólk, sem hefur valið þennan matsölustað vegna hins holla og góða matar, sem þar er á borðum og það vill ekki án vera. Enda stendur matstofan öllum opin, einnig utanfélagsfólki. Hvað síðara atriðið snertir, þá er þarna á borðum venju- legur blandaður matur, nema hvað speytt er hjá, að mestu eða öllu leyti, ýmiskonar mið- ur hollum réttum eða matvæl- um, svo sem hvítu hveiti, hvít um sykri og allskonar skað- legu kryddi. I stórum dráttum er fæðið sem hér segir: Hádegisverður er einhver heitur réttur (kjöt a. m. k. einju sinni í viku, fiskur tvisv- ar til þrisvar og aðra daga réttir úr baunum eða græn- meti ásamt soðnum kartöfl- um). Þar að auki allskonar grænmeti hrátt og soðið. Spónamai 'turinn er góðir og næringarríkir grautar eða súpur, t. d. heilhveitigrautar, ávaxtagrautar, mjólkurgraut ar, skyr, súrmjólk o. s. frv. Þá er einnig á borðum hveiti- hýði og alfaalfa, sem menn taka sér eftir vild. Kvöldverðurinn er kalt borð og oft einhver heitur réttur. Þar er á borðum síld, harðfiskur, stundum blóðmör, ostar og allskonar hrátt græn meti og grænmetissalöt. Þá er hinn vinsæli réttur „Krúska" og nóg mjólk, og lýsisflaska stendur þar á borðum. Eins og þessi lýsing sýnir, er þarna matur við allra hæfi, einnig fyrir þá, sem lifa singöngu á mjólkur- og jurta- fæði. Og upp á síðkastið hef- ur fjölbreytnin aukizt, hvað grænmetisrétti snertir, eink- um um hádegið. Reynt hefur verið að veita sjúklingum sérstakt fæði, ef þeir hafaþurft á því að halda, auk þess sem matþegar geta að sjálfsögðu valið af því, sem framreitt er, þann mat, sem þeir vilja og telja sig hafa bezt af. Veit ég um allmarga, sem hafa fengið þarna gagn- gerða heilsubót við magasjúk- dómum o. fl. kvillum, m. a. einn maður á afturbata af beri-beri á háu stigi. Eg vona, að af þessari stuttu lýsingu fái fólk nægi- lega skýra hugmynd um fæð- ið í matstofu Náttúrulækn- ingafélagsins og réttari en það, sem fréttist á skotspón- um. Dagbjartur Gíslason. Enskir karl- mannasokkar með teygju að ofan Nylon í hæl og tá. ÁSGEIR G. GUNNLAUGSSON & CO. Austurstræti 1 Á síðari hluta hernámsár- anna hóf Gunnar M. Magnúss, þáverandi kennari, og rithöf- undur, svo sem hann er enn, söfnun ýmislegs fróðleiks, er varðaði sambýlið milli heima- manha ög gesta á íslandi styrjaldarárin og annars þess er snerti styrjaldarmálin og okkur Islendinga. Afleiðing þessa varð sú, að Gunnar rit- aði bækur tvær, þar sem hann birti niðurstöður rannsókna sinna. Hlutu þær heitið Virk- ið í Norðri. Voru menn yfir- leitt þeirrar skoðunar, að Gunnar hefði með þessu unn- ið hið þarfasta verk, enda þótt nokkur ágreiningur væri um einstaka þætti, svo sem engan skyldi undra, þegar um þetta mál er rætt og ritað. Þegar eftir komu herliðs þess frá Bandaríkjunum, 7. maí s.l., er taka skyldi að sér varnir íslands, samkvæmt samningi þeim, sem gerður var um það milli íslenzkra og bandariskra stjórnarvalda, mun Gunnari hafa orðið ljóst, að því fyrr sem saga þessara atburða væri skráð, því meiri líkur væru fyrir, að hún varð- veittist nokkurn veginn ó- brjáluð fyrir eftirkomendur okkar. Þess vegna ákvað hann að skrá söguna, svo að segja jafnóðum og hún gerðist, og hefur hann nú gefið hana út í mynd tímarits, sem ákveðið er, að komi út f jórum sinnum á ári. 1 tímariti þessu, sem nefnt er Samtíðarsaga og tímarit um þjóðfélagsmál, kennir margra grasa. Er þar fyrst að nefna frásögn um daginn 7. maí 1951. Er þar rakinn gang ur málsins og einkum stuðzt við frásagnir dagblaðanna, varnarsamningurinn birtur orðréttur, og er boðað fram- hald af þessari grein í næsta hefti ritsins. Grein er þarna um víg Guðmundar Kambans, og rif jar hún upp fyrir okkur þá forsmán, að hann skuli enn liggja óbættur hjá garði, en ógleymanlegur verður hann öllum, þar sem hann stendur RAFLAGNINGAREFNÍ Vulcaniseraður vír, 1,5—2,5 og 6 qmm Glansgarn 2 x 0,75 Hnífrofar 3x25 og 3x60 Amp. Þrískiptir rofar 25 amp. f. þvottapotta Eldhús- og baðherbergislampar Tenglar utanál. Rofar utanál. Veggvör K II 25 Amp. Sendum gegn póstkröfu. Raftækjaverzlim Láðvíks GiiSmniidssoiiar Laugaveg 48 B. Sími 7775. með krosslagða brjósti, horfir á hina dönsku „frelsisliða" og segir: „Sáa skyd“. Skylt er að rifja at- burð þenna upp með nokkru millibili, unz Danir hafa gert yfirbót vegna manndráps þessa. — Þá er í ritinu greinin íslenzkar hermannakonur, en þar er dreginn saman mikill fróðleikur um konur þær, sem giftust hér erlendum setuliðs- mönnum. Mun það vera í fyrsta skipti, sem þessu efni er safnað saman í eina heild, og virðist vel úr því unnið, sem til grundvallar er lagt, en vitanlega eru giftingarnar langtum fleiri en þær, sem hér eru taldar, því að margar stúlkur fóru til útlanda vegna kunningsskapar við menn, sem þær höfðu hitt hér, og að lögregluskýrslur þær, sem getið er um í upphafi greinar- innar, séu afar hæpin plögg að sannleiksgildi, og er mér alltaf mikil furða, hve íslenzk- ar konur hafa tekið þeirri skýrslugerð stillilega, en nær er mér þó að halda, að það sé meir vegna þess, að þeim hafi þótt örðugt að afsanna full- yrðingarnar en að þær hafi vitað upp á sig skömmina. — Þá er grein um konungsskeyt- in, og sé ég ekki, hvaða erindi hún á í þetta rit, þótt góð sé hún, svona út af fyrir sig. — Hins vegar er greinin Bragga- líf í höfuðstaðnum mjög at- hygli verð og tímabær hug- vekja, en hér virðist það allt- af þurfa að verða svo, til þess að Reykjavík verði sjálfri sér lík, að stór hluti íbúanna hýr- ist í húsnæði, sem hundum er ekki bjóðandi, hvað þá mönn- um, meðan alls konar pen- ingaskríll byggir villur, sem talið er, að kosti nú nokkuð á aðra milljón hver. Auk þess- ara og fleiri langra greina, sem hér hafa ekki verið tald- ar,. er ýmiss konar samtíning- ur og fróðleikur, sem gaman er að. Margar myndir prýða ritið. Enda þótt Gunnar sé and- vígur hersetu, að því er virð- ist, eftir lestur ritsins að dæma, þá hefur hann þó hald- ið hefti þessu innan þess ramma, að skýra frá þeim sjónanniðum, sem fram hafa komið, og iátið hvern tala sínu máli. Takizt honum að halda næstu heftum á sama meðalhófinu, þá hlýtur Virkið í Norðri, Samtíðarsaga og tímarit um þjóðræknismál, að eiga framtíð fyrir sér og verða, þegar stundir líða, gagnmerk heimild og aðgengi leg, um þessa nýju hersetu hér á landi, hvort sem hún verður löng, eins og nú lítur út fyrir, að þeir, sem pantað hafa framkvæmdirnar á Keflavíkurflugvelli, geri ráð fyrir, eða stutt, eins og við vonum allir, sem óskum þess, að ísland megi sem allra fyrst verða laust við erlendan her, að sú skipan komist á heims- málin, sem geri dvöl hans ó- þarfa hér á íslandi, en meðan herinn er hér, ber okkur .að halda öllu því til^haga, er varðar samskipti okkar við hann, og þess vegna er Gunn- ar M. Magnúss að vinna þarft verk með útgáfu hins nýja tímarits. 43. Bezt aS anglýsa í Mánndagsfelaðinu v.v-%%v.vv.w.w.-1.v.w1.vwvw-.w.v-v Hefum opnað kjéiaverzlun | Sparta Garðastræti 6 i Dansskóli F.I.L.D. Kennsla hefst fimmtiadaginn 4. ehtóher. Ksnnt verður ballet fyrir börn og fullorðna og samkvæmisdansar fyrir börn. Kennarar verða: Sif Þórs, Sigríður Ármann. Aöstoðarkennarar: Ellý Þorláltsson, Sigrún Ólafsdóttir. Skírteini afhent aö Rööli, Laugaveg 89, kl. 2—6 á þriðjudag og miðvikudag. Sími 80509.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.