Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 3
Mánudagur 1. október 1951. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reyhvíhings Dýrið" í þjóðféfaginu Það er makalaust, live pólitískt flokkavald hefur náð þrælslegum tökum á okkar smávaxna þjóðfé- lagi. Þetta vald sýnist magnast því meir sem lengra líður. Á fyrstu tug- um aldarinnar var þetta vald lítið, en þó var það að myndast. Eftir 1920 fór það hraðvaxandi, og nú er það orðið eins og dýrið í Opinberunarbókúmi. Nú er svo komið, að borgar- arnir hafa ekki lengur neinn sjálfstæðan mátt til að mynda hagsmunasam- tök, sem ganga að ein- hverju leyti í berhögg við ríkjandi flokka. Þegar sjálfvirki síminn kom fyrst hér í Reykjavík, var stofn- að ■ félag talsímanotenda. Ætlunin var, að skv. hinum nýja taxta yrði greitt fyrir upphringingar, hvort sem nokkur anzaði eða ekki. Þetta félag fékk slík og önnur ránsákvæði, sem símastjómin hafði á prjón- unum, felld burt. Svo logn- r aðist það útaf. Síðan hefur ekkert • félag af svipaðri tegund verið stofnað í Reykjavík, og þó hafa til- efnin verið ærin. Borgar- arnir hafa verið reyttir eins og hænsni af ótal op- inberum aðilum, án þess nokltur hreyfði hönd eða fót. Og nú er svo komið, að almætti flokkavaldsins sit- ur yfir hvers manns hlut, og ef gjöld innast ekki af liendi, er tekið að senda lögregluna með lokunar- valdi til að skrúfa fyrir þær fjárhagslegu æðar, sem halda lífinu í rekstri borg- aranna. Slík lögregluof- sókn er nýtt fyrirbæri, en sýnir betur en flest annað, hvíh'k kverkatök það em, sem hið opinbera hefur náð á almenningi. Korfið menningarsfig Sumir hrukku örlítið við, þegar Skattgreiðenda- félagið lét frá sér heyra fyrir nokkm. Var hér raun verulega um að ræða nýja hreyfingu á borgurunum til varnar gegn almætti flokkavaldsins? Gat hugs- azt, að nú væri mælirinn loksins fullur og veðra- breyting í aðsigi? Sumir voru svo bjartsýnir að halda, að svo væri. Ýmsum þótti tilefnið þó ef til vill í hæpnasta lagi. Nú stóð svo á, að sjálft bæjarfélag- ið hafði þyngt gjöldin á bæjarbúum, og ýmsir hugs- uðu sem svo, að það væri kynlegt, að einmitt ÞETTA tilefni væri gripið eftir ára- langa áþján skattheimtu- manna SJÁLFS RÍKIS- If^S, sem taka langt um hærri upphæðir úr pyngj- um bæjarmanna og nota ósvífnari innhcimtuaðferð- ir en bæjarfélagið. Þó ráð- stöfun bæjarfélagsins væri hörð, var þó hér um að ræða f járheimtu, sem nota skyldi handa bæjarbúum sjálfmn, en það fé, sem rík- ið reytir af Reykvíkingum, RENNUR EKKI NEMA AÐ ÖRLITLU LEYTI AFTUR TIL ÞEIRRA SJÁLFRA. Hefði ekki ver- ið nær að taka duglega í lurginn á sjálfu ríkisvald- inu en efla til fjöldasam- taka bæjarmanna, sem beinast GEGN BÆNUM SJÁLFUM? Þannig hugs- uðu sumir, en aðrir sögðu, að einhvers staðar yrði að byrja. En hvað svo um Skatt- greiðendafélagið ? Er það vænlegt til þess að reisa nýja öldu almenningsálits- ins gegn opinberum f jár- gíæfrum og skattpíningu ? Var forystuliðið þannig skipað, að slíkt væri lík- legt? Svo sýnist ekki vera. Félagið hefur alls engu á- orkað að einu né neinu leyti. Það hefur ekki vak- ið borgarana til nokkurrar varnar. Vel má vera, að einhverjir stjómarmenn hafi gerzt háværir á skrif- stofum borgarstjóra, en slikt hrekkur skammt. Á- stæðan er auðvitað sú, að forystuliðið er fyrst og fremst pólitískir spekúlant- ar, en ekki menn með neinn eldmóð fyrir þjóðfélagsleg- um umbótum. Slíkar „stræber“-typur eru aldr- ei vænlegar til forystu. Hér þarf menntaða menn, sem vita, hvað þeir vilja og hugsa ekki um neitt annað en að koma réttu máli áleiðis. Það þýðir ekk- ert fyrir menn, sem ekki hafa ennþá hafið sig yfir menningarstig fjölkvænis- ins, að ætla sér að gerast foringjar á nútímavísu. Þeir hefðu í hæsta lagi get- að orðið soldánar í Tyrk- landi og gefið borgarstjór- anum orientalskan lunch. Þessar stræber-typur eru líka ýmsar af þeirri tegund, að þegar út- sogið nær buddunni, þá fjarar ámóta í hjartanu. Ekkert af þessu fólki er til þess skapað að leggja „dýrið“ í þjóðfélaginu að velli. Þeirra sjóndeildar- liringur er ekki stærri en krónupeningur, og andinn flýgur ekki hærra en upp í stjómarráðið. Því miður er samspil eins og Skattgreiðendafé- lagið ekki vænlegt til sig- urs á þeim íþióttavelli, þar sem flokksöflin leika á móti. Vindurinn stendur ekki á þeirra mark, og sein ast lötra þeir út áf vell- inum, áður en nokkrum hálfleik er lokið, og koma aldrei inn aftur. SKÓLAFÓLK ATHUGIÐ Alltaf era f æðiskortin f rá Möfuneyti Fæðiskaupendafélags Reykjavíkur drýgstu fæðiskaupin. Hádegisverður frá kl. 12—1.30: Tvíréttað og kaffi. Kvöldverður frá kl. 6—8,30: Heitur matur, y2 pottui af mjólk, kalt borð, skyrhræringur eða grautur, grænmeti, harðfiskur, síld, súrmeti og heimabakað brauð. 14. máltíðakort karla kosta kr. 140.00 14 máltíðakort kvenna kosta kr. 115.00 60 máltíðakort karla kosta kr. 560.00 60 máltíðakort kvenna kosta kr. 460.00 Fæðiskaupendafélag Reykjavíkur W/AVA/W,/AWi, Handavinnuuámskeið Byrja eins og að undanförnu 1. október. Dag- og kvöldtímar. Fjölbreytt úrval af útsaumsvörum selt á sama stað. — Nánari upplýsingar gefnar. Ólína Jónsdóttir, handavinnu kennari, Leifsgötu 5 (áður Bergstaðastr. 35), sími 3196. í HÖFUM 0PNAÐ SÖLUBÚÐ við hliðina á vinnustofu okkar, Brautarholti 22. Seljum þar eftirtalin bólstruð húsgögn: hin viðurkenndu sófasett, margar gerðir. armstólasett, armstólar, ruggustólar, hallstólar, svefnstólar með útskornum örmum, ottóm^nar, o. fl. Einnig sófaborð, innskotsborð, og málverk eftir þekkta listamenn. — Höfum ensk húsgagnaáklæði, ullartau, damask og pluss í 14 litum. Títvegum gegn pöntunum Wilton-gólfteppi, dregla og mottur fyrir ótrúlega lágt verð og með stuttum fyrirvara. Sýnishorn fyrirliggjandi. — Gjörið svo vel að líta inn til okkar, áður en þér festið kaup annarsstaðar. BÓLSTURGERÐIN, Brautarholti 22. Sími 80388. np / 1 resmioa- hringur SLIPPFÉLAGIÐ Sími 80123. Stímur Teygja á 3 m. spjöld- Handáburður Barna-herðatré um 100 spjöld í Lakaléreft 2 m. á Kúlupennar kassa breidd Spil Hárgreiður enskar Tvinni 400 yds. á kefli Khaki, grænt, ljósgrænt, (18 cm. langar) No. 40 blátt, 90 cm. Hárkambar enskir Georgette svart Sirs 90 cm. Blúnda hvít Sólgleraugu Gluggatjaldaefni 90 cm. Nylonsokkar (45 gauge 30 denier) Kvenbuxur, prjóna- silki, hvítar, bláar, Gluggatjaldaefni 100 cm. Campanula ullargarn bleikar Target Floss ullargarn Ullar-kvenbuxur It. ullargarn Hattaslör (rauð) Handklæði Flúnel HEILD SÖLUBI Sirs (cord) 70 cm. R G Ð I R : Vasahnífar og skæri. íslenzk-erlenda verzlunarféiagið h.í. Sími 5333. Garðastræti 2. Nýgiftu hjónin eiga von á gestum. Maðurinn: „Mér finnst kjóllinn allt of fleginn og ailt of stuttur. Frúin: „Hvað um það» Gestirnir koma til að sjá mig, ekki kjólinn. Piparsveinninn: „Það erí sagt að ljóshærðar stúlkuh séu geðbetri en dökkhæröar“. Gifti maðurinn: „Ég veit ekki, konan mín hefur verið> hvorttveggja, og ég hef ekki. Konan reið við myndatöku- manninn: „Mér finnst þetta alls ekki góð mynd af manninum mín- um, hann lítur út eins og api. Myndatökumaðurinn: „Þetta'hefðuð þér átt að* athuga frú, áður en þért komuð með hann hingaö . Bezt að auglýsa r 1 Mánudagsblaðinig íf i i íitns) i*.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.