Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Síða 7

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Síða 7
Mánudagur 1. október 1951. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 GuSrún Á. Símonar Söngskemmtun með aðstoð Fritz Weissliappels í Gamla Bíó, mið- vikudaginn 3. október, kl. 7 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Ritfangaverzlun Isafoldar, Bankastræti 8 og Bókabúðinni Helgafell, Laugavegi 100. Með Brúarfossi... 4.-J--rtír-r-n--. Dúnheft léreff blátt, bleikt og Jivítt, hálfdúnn — dansk- ur og írskur — aldúnn og fiður, nýkomið. Verzl. Asg. G. Gunnlaugssonar & Co. Austui'stræti 1. Framhald af 2. síðu. og hráslaga, en á hinum af sólarhita og þurrki. Sundið þrengist nú óðum. Spánarmegin er farið framhjá Trafalgarhöfða, sem frægur er í sjóhernaðarsögunni, en annars er frekar lágkúruleg- ur og ekki sérkennilegur á neinn hátt. Á Brúarfossi er maður, sem þekkir þessa strönd eins og handarbakið á sér, veit nafn á hverjum höfða, hverju felli og hverri vík. Það er Bragi Agnarsson, 3. stýrimaður. Hann sigldi á sínum sokkabandsárum lengi um Miðjarðarhaf á norskum ávaxtaflutningaskipum og þekkir strendur Spánar, Norð ur-Afríku, Italíu og Grikk- lands eins vel og Effersey og Gróttu. Hér við Gíbraltarsund er- um við á f jölfarinni skipaleið. Hér er stöðugur straumur skipa inn á Miðjarðarhaf og út úr því. Mörg þeirra skipa, sem sigla vestur úr sundinu eru brezk olíuflutningaskip með síðustu olíufarmana frá Abadan. Um sólarlagsbil siglum við fram hjá borginni Tangier í Marokkó, sem er undir alþjóðastjórn. Hér sá- um við í fyrsta skipti nokkurn gróður í Afríku. Meginhluti borgarinnar stendur á allhá- um skógi vöxnum ási, og standa hvít húsin dreift í hlíðunum. Vestur af borginni er allhátt f jall, sem er skógi vaxið upp á efstu brúnir. Hér teygir byggðin sig upp eftir brattri hlíðinni alveg upp á brún. Það var í fyrsta sinn, sem við sáum þorp og borgir hátt uppi í bröttum fjöllum, en við áttum eftir að sjá mik- ið af sliku 1 Miðjarðarhafs- löndum, og kastaði fyrst al- gerlega tólfunum um þetta á Sikiley og Kalabríu. Myrkrið sígur nú á Gíbralt- arsund, strandfjöllin óskýr- ast, en kveikt er á ljósum í borgum og þorpum beggja vegna sundsins. Lítill árabát- ur fer fram hjá okkur. Hann er að koma frá Afríku og stefnir til Spánar. Talsverð ylgja er á sundinu, og það hlýtur að taka drjúgan tíma að róa milli heimsálfanna. Einn maður í bátnurn heldur á blysi og veifar því í sífellu til að vekja athygli skipa, svo að þau sigli ekki bátinn í kaf. — Litlu síðar blika ljósin í Ceut'a fram undan okkur. Brúarfoss siglir inn á ytri höfnina og bíður þar hafn- sögumanns. Fyrsta áfanga ferðarinnar er lokið. Við höf- um farið frá Reykjavík til Ceuta á tæpum sjö sólarhring um. Við bíðum þess með ó- þrej'ju að komast að bryggju og stíga fæti á afríkanska grund. Ólafur Hansson. 5 T 11 BtÐUR YÐUR: Briinatryggingar Sjóváíryggingar Skipatryggingar Ferðatryggiogar F arangur sir yggmgar Fktgvélalryggkgar Y atnsskaðatryggingar RekstiirsstöSvmiartryggingar Jarðskjálítatryggingar ÞjóínaSartryggingar o. fl. VerdlngarfySEs! Síffli 6434 REÝKJAVÍK - VesSurgöiu 10 Nvju föfln keisarans Pramhald af 1. síSu. skóla, hvað almennar greinar snerti, hafa skilyrðislausan forgangsrétt til kennaraem- bætta við gagnfræðaskóla, einungis vegna þess, að í þessum skóla hafa þeir num- ið „skaðsamlegt blaður og kjaftæði", svo að orðalag áð- urnefnds prófessors sé notað. Þegar svo „kandidatarnir" frá kennaraskólanum leggja undir sig hvern gagnfræða- skólann af öðrum, gefur nokk urn veginn auga leið, að þess- um ,,framhaldsskólum“ miðar óðum niður á við, í áttina tií barnaskólanna. Og er ekki einmitt þarna að finna lausnina á þessu ægilega fyrirbæri, sem um' getur í fyrirsögn Vísisgreinarinnar: Hörgull á sérlærðum barna- kennurum? „Sérlærður barna kennari" er nefnilega allt of hálærður til að kenna börn- um, og hefur enda sérstaka vernd yfirbarna- kennarans, sem nefnist því nafni „fræðslumálastjóri", til innrásar í gagnfræðaskólana Og „þróunin“ gengur lengra. Nú mun vera búið að veita kennaraskælingum rétt til þess, að taka stúdentspróf „í áföngum“, þó þannig, að þeir sleppi algjörlega stærð- fræði- og latínunámi en í þess stað komi framhaldskennsla í „skaðsamlegu blaðri og kjaft- æði“, þ. e. svokallaðri .„upp- eldis- og kennslufræði" — Haldi svo fram sem horfir nú, verður þess skammt að bíða, að kennaraskælingarn- ir leggi Háskólann undir sig, því að hvað ætli „langskóla- gengnir“ prófessorar hafi af „uppeldis- og kennslufræði- vizku“ í samanburði við þá? - Og þegar þetta er komið í kring, „þá verður nú gaman að vera íslendingur“. Borið hefur samt við, að háskólabbrgari hafi komizt að sem kennari við héraðs- gagnfræðaskóla án prófs í „uppeldis- og kennslufræði- vizku“ kennaraskælinga, en þó því aðeins, að hann skuld- byndi sig til þess að starfa við skógrækt alit sumarið. Það hefur mikið verið skraf- að og skrifað um „ræktun lýðs og lands“, en að rugla þessu tvennu svona óaðskilj- anlega saman, er vafasamt, svo að ekki sé meira sagt. Bjarnþór Þórðarson. 1 mu »vvvwwwwvwwww , WWVWWW^^^iTtfVWWWVUWVWWVyVVWWVUWWVVWftftWVWVVWWWVVVVVVWVVVV, YFIRLÍSÍNG Þess skal getið, að skóli nokkur, sem nú auglýsir sig undir heitinu Myndlistaskólinn í Reykjavík, er oss óviðkomandi. Reykjavík, 24. sept. 1951. HandíÖa- og myndiistaskóiinn í Reykjavík Grnndarstíg 2 a. — Sími 5307.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.