Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 1. október 1951. Óiaíur Hansson, Mennfaskólakennari: Með Brúarfossi til Miðjarðarhafslanda ' I. Prá Reykjavík til Afríku Klukkan er 11 að kvöldi hins 3 ágúst 1951. Brúarfoss •er að leysa landfestar í Reykjavíkurhöfn. Skipið er að leggja af stað í langferð, förinni er fyrst og fremst heit ið til Grikklands, en þangað á skipið að flytja saltfisksfarm. Eimskipafélag Islands hafði gefið mönnum kost á því að fara sem farþegar með skip- inu gegn vægu verði, en svo •undarlega brá við, að aðeins þrír notuðu sér þetta tæki- færi. Þetta er því óskiljan- legra þegar vitað er að margt rnantia fer með Gullfossi til Kaupmannahafnar og heim aftur eftir tveggja daga dvöl þar og eyðir þó líklega eins miklu eða meiru á slíkri ferð en í langferð til Suðurlanda eins og kostur var á með Brú- arfossi. En ekki þýðir að f jöl- yrða um þetta — hver hefur sinn smekk. Á Brúarfossi var 29 manna áhöfn í þessari ferð, svo að alls voru 32 á skipinu. Þessir Islendingar voru alla ferðina eins og ein stór f jölskylda — þéringar og annað slíkt hættir meðal Islendinga, þegar þeir eru komnir suður að Afríku. Mörg lofsyrði hafa verið lát- in falla um íslenzku sjómanna stéttina, og eftir viðkynning- una ‘ við áhöfnina á Brúar- fossi get ég ekki annað sagt en að mér finnst þau fyllilega réttmæt. Þar er valinn maður í hverju rúmi, hver einasti maður af áhöfninni er til fyr- irmyndar um alla framgöngu, og gildir þetta jafnt um æðri sem lægri á Brúarfossi. Skip- stjórinn á Brúarfossi, Har- aldur Ólafsson, er gæddur öllurn þeim kostum* sem ís- lenzkan sjómann meera prýða. Haraldur er af dýrfirzku sæ- garpakyni, og honum er ekki í ætt skotið. Það er sannarlega ekki lít- ilsvefð landkynning fyrir Is- land í framandi löndum að eiga slíka skipstjóra og slíka áhöfn, ekki sízt í löndum, þar sem fáni Islands er sjaldséður gestur. Hér heima lítur mað- ur á íslenzka fánann eins og sjálfsagðan hlut, en þessi til- finning breytist á fjarlægum höfum og í framandi höfnum'. Það er líklega ósköp barna- legt, en ég gat ekki að því gert, að mér hlýnaði um hjartarætur af því að sjá ís- lenzka fánanri bera við sói- hrunnar hæðir Afríku, bleik- rauða tinda Sikileyjar og him inblá sund Grikklands. Brúarfoss tekur stefnuna út flóann og farþegarnir fara að taka á sig náðir. Næsta morgun sést ekkert nemá himinn og haf, og land sáum við ekki aftur fyrr en eftir meira en fimm sólarhringa. Veðrið er ágætt og næstum sléttur sjór, en lítið sér til sólar. Þó verður rnaður þess var, að hún er hærra á lofti með hverjum deginum sem líður. Mörgum finnst tilbreyt- ingarlítið að sigla úti á rúm- sjó, þegar hvergi sér til lands, en ég þekki ekki aðra betri hvíld en þá að vera úti á rúm- sjó á góðu skipi í góðu veðri. Tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Það er alltaf eitthvað, sem hægt er að hafa sér til dægrastyttingar, t. d. að at- huga sjófuglana. Mávar eru alltaf á flökti kringum skipið, þótt það sigli langt frá lönd- um. Þegar komið er á móts við sunnanverðan Biskaya- flóa, bætist nýr og einkenni- legur fugl í hópinn. Það er stormsvalan. Hún er á stærð við kríu, en er dökk á lit. Hún er með langt klofið stél og líkist mjög svölum, en mér er sagt, að þetta sé sundfugl. Aldrei sá ég þó stormsvölurn- ar setjast á sjóinn, þær eru á. sífelldu sveimi yfir öldutopp- unum. Niður með Portúgals- ströndum er urmull af storm- svölum, en þegar komið er inn á Miðjarðarhafið, hverfa þær fljótlega með öllu. Sjómenn hafa mikla trú á stormsvölun- um, t. d. að sjá megi af hátt- erni þeirra, hvort stormur sé í aðsigi. Þá er það og talið ó- lánsmerki að drepa storm- svölu, en svipuð trú er víst um albatrosinn og fleiri sjó- fugla. Eftir nærri sex daga sigl- ingu sáum við loks land á ný. Það er síðari hluta dags, kom- ið undir sólarlag. Maður grill- ir í allhátt fjall í gegnum móðuna, og brátt skýrist það og kemur greinilega í ljós. Þetta er Cabo da Roca rétt fyrir norðan Lissabon. Tveir vitar eru á fjallinu, annar niðri undir sjó, hinn uppi und- ir efstu brún. Portúgalska yitakerfið virðist bera af vita- kerfum annarra landa í Suð- ur-Evrópu. Vitarnir eru flest- ir gríðarlega Ijóssterkir, og víðast hvar er örskammt á miili þeirra. Á sviði útgerðar virðast Portúgalar einnig skara fram úr öðrum þjóðum á þessum slóðum. Undán Portúgalsströndum getur víða að líta nýtízku togara auk fjölda smærri vélskipa, sem flest munu stunda sar- dínuveiðar. Þegar inn á Mið- jarðarhaf kemur, sjást ekki önnur fiskiskip en seglbátar eða smáir vélbátar, og að því er sagt er, mun því hafi annað betur gefið eh fiskisæld. Skömmu eftir að farið er framhjá Cabo da Roea, er sigít fyrir ós Tejó-fljóts'tnjög nærri landi. Það «r komið myrkur, en ljósadýrðin blasir við frá útborgum Lissabon, sem teygja sig niður með ósn- um. Borgin sjálf er að mestu í hvarfi lengra upp með ánni, maður sér aðeins Ijósabjarm- ann upp af henni. I birtingu næsta morgun er farið fyrir St. Vincenthöfða, suðvestasta odda Evrópu. Geysimikill viti er á höfðan- um. Örskammt suðaustur af St. Vincent er annar höfði, Sagres-höfði. Ströndin milli þessara höfða er ákaflega ein- kennileg. Snarbrattir hamr- ar 60—70 metra háir, ganga hér alls staðar í sjó fram, og uppi undir ströndinni er f jöldi klettadranga, sem taka á sig alls konar skringimyndir. I hamrana sjálfa hefur brimið sorfið fjölda hella, en surnir hellanna eru hátt í björgun- um, alveg u.ppi undir brúnum. Sumir af hellunum eru gríðar stórir. Eg held, að hellarnir í hömrunum milli St. Vincent og Sagres skipti mörgum hundruðum, og þó er þessi strandlengja varla meira en svo sem tveir kílómetrar. Strangar rastir eru undan þessum höfðum, svo að skipið fer að rugga talsvert, þó að blíðaiogn sé. Mikið fiskæti virðist vera í þessum röstum, því að annað eins ger af sjó- fuglum hef ég aldrei séð. Lík- lega eru það aðallega sardín- ur eða aðrir smáfiskar, sem þeir eru að veiða. Hér sér mað ur sjón, sem er algeng heima á Islandi, kjóa, sem eru að taka síli af kríum. Skipið sveigir fyrir Sagres- höfðann og tekur nú stefnu í suðaustur í áttina að Gíbr- altarsundi. 1 fyrstu er siglt nærri landi. Hér er Algarve, syðsta hérað Portúgals. Eg hafði lesið einhvers staðar, að þetta hérað væri suðrænn ald- ingarður, en ég verð að segja, að ég varð fyrir vonbrigðum. Meginhluti landsins er nakinn og gróðurlaus. Við sjóinn eru allháir marbakkar, sem minna undarlega mikið á bakkana í Melasveit í Borgarfirði. Þeg- ai^upp á bakkana kemur, er landið sums staðar nærri mar- flatt, en sums staðar eru lágir ásar og á stöku stað allhá fjöll, á að gizka 300—400 m á hæð. Þessir ásar og fell eru víða nær alveg gróðurlaus, en á stöku stað teygir lágvaxið kjarr sig upp eftir gulbrúnum kalksteinsskriðunum. Gras sést óvíða, og þar sém það er eitthvað, er það gulbrúnt eða inódökkt að lit. Hlíðar og brekkur með sliku grasi eru langlíkastar yfirlitum ís- lenzkúm f jallabrekkum í óktóberftíánuði. Græftán lit á grasi sá ég hvergi í Miðjarð- arhafslöndunum. Annað var það einnig, sem sást þar hvergi. Það var rennandi vatn. Hvergi nokkurs staðar í Portúgal, Spáni, Norður- Afríku, Italíu eða Grikklandi sá ég lækjarsprænu, þó að farvegir sæjust á nokkrum stöðum. Nú var þurrkatíminn, og allir lækir þornaðir. Þetta tvennt, grænt gras og renn- andi vatn, sá ég ekki frá því ég fór frá íslandi og þar til ég kom að Norður-Frakklandi á heimleiðinni. Ekki virðist þéttbýlt þarna á suðurströnd Portúgals. Með nokkru millibili sjást þó nokkur smáþorp á sjávar- bökkunum eða utan í ásahlíð- unum. Flest virðast húsin byggð úr gulbrúnum kalk- steini. Höfuð og herðar yfir önnur hús í þorpunum bera kirkjurnar, og kirkja er í hverju þorpi að heita niá. Hér er sums staðar styttra milli kirkna en milli kirknanna á Melstað og Staðarbakka, sem löngum hefur verið jafnað til hér á íslandi. Þegar lengra dregur austur með Algarve,ýjarlægist skipið ströndina, og maður sér nú aðeins nokkra höfða og fell í gegnum hitamóðuna. Nú er sem sé farið að hitna duglega á okkur. Iiitinn er kominn upp í 35 stig í skugganum, og þó átti eftir að hitna betur, þeg- ar við komum inn á Miðjarð- arhafið. Enn er hitinn ekki orðinn verulega þvingandi, því að úti á Atlantshafinu er næstum alltaf dálítill svali. Síðari hluta dagsins kom- ,um við upp undir land á ný. Nú komum við að strönd Spánar austan við Cadizfló- ann. Landið er hér með allt öðrum svip en Portúgal. Portúgölsku fjöllin eru aflíð- andi, og flestar línur þeirra mjúkar, hamrar og kletta- belti sjást þar óvíða, mörg þeirra minna á Hestfjall í Grímsnesi eða þingeysku heið- arnar. Á Spáni eru f jöllin með öðrum blæ, hömrótt, gneyp og snarbrött, þótt þau séu ekki alltaf há. Víða ganga þau upp í hárfínar eggjar efst, og þar getur að líta fáránlega dranga og strýtur líkt og í Austfjarðafjöllunum hér heima. Spænsku fjöllin eru grótesk, portúgölsku fjöllin eru mjúkleg og sviplítil. Skömmu eftir að við kom- um upp að Sjánarströnd, sést einnig strönd Afríku. Hún er með svipuðum blæ og Spán- arströndin, strandfjöll brött og fáránleg, en ekki mjög há, en langt í f jarska eygir maður há fjöll, liklega 1500—2000 metra. Það er sjálfur Atlas- f jallgarðurinn, sem hér sést í fjarska. Á spænsku strönd- inni er dálítill gróður, gulmó- rautt gras í brekkum og dökkt kjarr í fjallahlíðunum, en víða eru þó kjarrskógarnir rofnir af skriðum, sem ná allt í sjó fram. Afríkumegin sést varla stingandi strá, ekkert nema sólbrunnar klappir og skriður. Eg sá hér í fyrsta sinn, hve undarlega áþekkar Afríkustrendur geta virzt Is- landsströndum. MaðUr hefði getað talið sér trú um, að þetta væru fjöll norður á Hornströndum, gróðurleysið var hið sama, og skriður, hamrabelti, hnúkar og tind- ar áþekkt því, sem er í ís- lenzkum f jöllum. Maður get- ur siglt tímunum saman með- fram Afríkuströndum og blekkt sig til að ímynda sér, að maður sé við ísland. Við strendur Mið-Evrópu eða Suður-Englands gæti maður ekki blekkt sig þannig í eina sekúndu. Yfirleitt eru Mið- jarðarhafslöndin viða stórum líkari Islandi á yfirbragð en nágrannalönd okkar í Norð- vestur-Evrópu. Þessu veldur gróðurleysið, þótt það á öðr- um staðnum orsakist áf kulda Framhald á 7. síðu. Frá barnaskolum Reykjavíkur Mánudaginn 1. okt. komi börnin í skólana sem hér segir: Kl. 9 böm fædd 1939 (12 ára) Kl. 10 böm fædd 1940 (11 ára) KI. 11 böm fædd 1941 (10 ára) Þau börn, sem flytjast milli skóla, skulu hafa með sér prófskírteini og flutningstilkynningar. Skólastjórarair. , Philips Ijósaperur flestar stærðir. Kúluperur, Kertáperur og Flourcent. Rafcrka Vesturgötu 2. — Sími 80946.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.