Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Blaðsíða 8
- ÚR EINU í ANNAÐ — Leighúshornið — Hljóðfærakaup Þjóðleikhússins — „Honie aml beauty“ verður frumsýnd í Þjóðleikhús- inu í næstu viku. Stykkið er bráðf jörugt að sögn. Sýn- ingar Bláu stjörnunnar „Nei þetta er ekki hægt,“ vekja mikla kátínu. Vegna rúmleysis verður ekki hægt að geta frekar um hana fyrr en í næstu viku.For- stöðukona veitingasalanna í Þjóðleikhúsinu er hætt eins og hér var spáð, en eigandi matvörubúðarinnar „Síld og fiskur“ tekinn við .... Leikritið „Tyrkja Gudda“ á einn aðdáanda utan höfundar sjálfs. Hann er Þjóðleikhússtjóri sjálfur, sem tók stykkið þrátt fyrir mótmæli betri manna. Annars ætti hann að spara Þjóðleikhúsinu útgjöld og semja sjálfur nokkur leikrit. Þau yrðu ekki verri en Gudda....L.R. sýnir „Ðoro- þea eignast son“ bráðlega. Skipt hefur verið um eitt af stærri hlutverkunum. Bergljót Garðarsdóttir hættir eftir margra vikna æfingar, en Erna Sigurleifsdóttir tekur við. ★ — Fátt er nú rætt meira manna i milli en síðasta hneykslið í Þjóðleikhúsinu. Fyrir nokkrum dögum gat að lesa fyrirferðarmikla frásögn í blöðunum um vígslu nýs hljóðfæris, sem píanósnillingurinn Serkin, sem hér var á ferð, átti að framkvæma. Vígsluathöfnin leiddi í ljós, að hljóðfærið fullnægði hvergi sjálfsögðum kröfum um hljómmagn og tón- gæði. Serkin hefur neitað að snerta aftur á þessu hljóðfæri, enda var hann bókstaflega uppgefinn, með bláa og bólgna fingur, að vígsluathöfninni lokinni. Eðlilega spyrja allir á einn og sama veg: Hvað veldur? Hvernig stendur á þessu? Af hverju var þessi „PETROV“-flygill valinn austur í Tékkósló- vakíu, eða hvaðan hann nú er ? Spurningarnar vakna hver af annarri. Leituðu forráðamenn stofnunarinnar ekki til- boða í þetta hljóðfæri, sem mun kosta kr. áttatíu þúsund, án tollgreiðslu ? Meoal annarra þjóða er slíkt talið sjálfsagt, enda þung rök, sem hníga að þeirri reglu. Ber þá fyrst að nefna veigamesta atriðið, gææði hljóðfærisins, sem bezt verða tryggð með samkeppni. Annað atriði er einnig þungt á metun- unum, verð hljóðfærisins. Samkvæmt opinberri auglýsingu skal velja úr framkomnum tilboðum, í þessu tilfelli viðstöddum umboðsmönnum hljóðfæraverksmiðja. Kann þá s'vo að fara, að einhver ágæt verksmiðja bjóði hljóðfæri fyrir nokkum hluta raunverulegs verðs. Stundum ekki ósjaldan, gefa verksmiðjur hljóðfæri í slík hús í menningar- og auglýsingarskyni. Hafa forráðamenn Þjóðleikhússins brotið hér alþjóða siðareglur og trún- að við þjóðina? -4 Menn spyrja að vonum, hvort tónlistarráðunaut- ur Þjóðleikhússins, Jón Þórarinsson, endurgjaldi þjóðinni laun sín með slikum ósæmilegum vinnu- brögðum. Hér er vegið öðru sinni í sama knérunn. Hvaðan kom Guðlaugi Rósinkranz vald til þess að semja við vissan mann um Hátíðaforleik við opnun Þjóðleikhússins? Slíylt var að auglýsa eftir slíku verki, svo sem gert er hjá öðrum þjóðum, og einnig hefur verið gert hér. Þjóðin kostar miklu fé til lista og mennta árlega, og er vel að því komin, að upp- skera sem mest. Ástæða er til að ætla, að auglýs- ing um hátíðaforleik hefði örvað hlutaðeigendur, tónskáld þjóðarinnar, til afkasta. Ef þessi leið hefði verið farin, má fullyrða, að nokkur verk hefðu orðið til, sem þjóðin nú fer varhluta af. Að lokum þetta: Skilyrðislaus krafa er sú, að forráðamenn Þjóðleikhússins skýri tafarlaust frá því hver sé ástæðan fyrir þeim vinnubrögðum, sem hér hefur lítillega verið vikið að. Þjóðin á heimtingu á skýringu um allt það,, sem viðkemur rekstri Þjóð- leikhússins, og mun ekki líða neitt baktjaldamakk, sem mönnum virðist vera undarlega eðlilegt að hafa í þýðingarmiklum málum, sem framkvæmd eiga að vera fyrir opnum tjöldum. (Aðsent). Fjármálasiiillmg- ur Hiiíers vekor deilur Þegar Sir Mirza Ismail, fyrrverandi forsætisráðherra Hyderabad og Mysore, kynnti heiðursgest sinn Dr. Hugh L. Keenleyside fyrir öldnum en teinréttum Þjóðverja og konu hans, féll algjör þögn yfir hina 30 virðulegu gesti sem viðstaddir voru. Atburður þessi skeði í móttökusölum Hótel des Indes í Jakarta, Indonesíu. Sir Ismail er nú fultrúi í teknisgu hjálpar- deild Sameinuðu þjóðanna. Dr. Keenleyside heilsaði konu Þjóðverjans, sneri sér síðan að hinum gestunum og sagði hljómmiklum rómi: „Mér þykir það leitt, en ég get ekki tekið í hönd þessa manns. Eg er samhuga öllu heiðvirðu fólki allstaðar í heiminum, sem þekkja ævi- sögu herra Schachts og ég get ekki tekið í hönd þeim manni, sem hefur slikan ævi- feril.“ Dr. Hjalmar Schacht, hinn heimsfrægi fjármálafræðing- ur, blóðroðnaði, tók í hand- legg hinnar fögru konu sinn- ar og gekk hratt út úr saln- um. ★ Þetta skeði 3. október síö- astliðinn. En í síðustu viku var þessi atburður orðinn að alþjóðaáárekstri. Keenleyside sem er yfirmaður teknisku hjálpardeildarinnar hjá S. Þ. gaf út frekari skýringu á at- burðinum á þingi SÞ og Sir Mirza sagði upp stöðu sinni í mótmælaskyni við hegðun yf- irmanns síns. Dr. Schacht gaf líka út yf- irlýsingu þar sem hann lýsti Keeneleyside „auðvirðilegan slefbera“. Schacht hafði dvalið í Ja- karta, sem gestur indonesisku stjórnarinnar og hafði síðustu þrjá mánuði unnið að því að ljúka við athugun sína á f jár- málavandræðum Indonesíu. Honum hafði verið boðið þangað af Dr. D. Sumitra, ráðherra og mesta fjármála- sérfræðingi landsins. I síðustu viku hafði skýrsla hans um fjárhagsástandið verið fullgerð og send til for- sætisráðherrans Sukiman Wirjosandjojo, og meðan öll ólætin út af móðgun Dr. Keeneleyside stóðu sem hæst þá tilkynnti Dr. Schacht að annað ferðalag væri í vænd- um og mætti þaðan vænta enn fleiri atburða. Hann fer frá Jakarta bcina leið til Teheran sem gestur stjórnarinnar í Iran. ¥ Það væri kannski ekki ó- nýtt að fá hann hingað. Mánudagsblaðfð „Niðurselningurinn” í Nýja Bíó Loftur Guðmundsson, ljós- myndari, bauð blaðamönnum til sín á Bárugötu, til þess að skoða hina nýju kvikmynd hans „NLðursetningurinn“. Þetta er önnur sögumynd Lofts, og sú síðasta að eigin sögn. Sjálfur hefur Loftur annazt, kvikmynd^m, samið söguna og stjórnað verkinu í heild, en tekniskur ráðunaut- ur er Valdimar Jónsson. Brynjólfur Jóliannesson hef- ur haft leikstjórn á hendi, auk þess sem hann leikur aðal- hlutverkið. Efnið í myndina er sótt í sögu landsins, f jallar um nið- ursetning, líf hans og örlög og afstöðu sveitafólksins og hreppstjórans til þessara ves- alinga, sem undir urðu í lífs- baráttunni. Inn í aðalefnið er svo fléttað dálitlu ástarævin- týri milli fátækrar bóndadótt- ur og prestsefnis sveitarinn- ar. Hjónin að Glóru ásamt syni þeirra koma mikið við sögu og þá sérstaklega sonur þeirra, sem hyggur sér a.uð- unnar ástar bóndadótturinnn- ar fátæku. Loftur hefur lagt mikla alúð við kvikmynd sína, og eru í henni mörg allgóð atriði, Framhald á 7. síðu. Hvaðá aS gera í kvöld? Margir lesendur Mánudagsblaðsins hafa komið að máli við oss og farið þess á leit, að við birtum yfirlit yfir helztu skemmtanir í höfuðborginni á sunnudagskvöldum. Þar sem blaðið er komið á göturnar um 3 leytið á sunnu- dagseftirmiðdögum, munum vér leitast við að verða sem bezt við ósk lesc-nda, en birtum fréttir þessar án allrar á- byrgðar. Þáttur þessi verður undir nafninu fyrir ofan grein þessa: KVIKMYNDIR: Ganila Bíó: „Ævintýri og söngvar." Walt Disney: Kl. 5, 7 og 9. NýjaBíó: „Niðursetningur- inn“. Brynjólfur Jóhannes- son. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: „Ást sem aldrei dvín“. Phyllis Calvert, Mel- wyn Douglas. Kl. 7 og 9. „Bom verður pabbi“ kl. 5. Austurbæjarbíó: „Neyðar- ópið. Errol Flynn, Barbara Stanwyck. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: „Aldrei fann hún unnustann.' Edmund O’Brien, Wanda Hendrix. Kl. 5, 7 og 9. Trípólibíó: „Brúðarránið“, Van Johnson, June Allyson. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: „Draumgyðjan mín“. Marika Rökk, Walter Muller. Kl. 5, 7 og 9. LEIKHÚS Þjóðleikhúsið: „Dóri“ eftir Tórnas Hallgrímsson. Kl. 8. Leikfélag Reykjavíkur: „Elsku Rut“ Kl. 8,30. Cirkus Zoo: Dýrasýningar o. fl. Flugskýli, Reykjavíkur- flugvelli. VEITINGAHÚS Hótel Borg. Veitingar og dans 7—11,30. Sjálfstæðishúsið. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins. Breiðfirðingabúð. Dansleik- ur, gömlu dansarnir. Tjarnarcafé. V eitingar, hljómsveit 9—11,30. Borgarvirki Ii.í. Framhald af 1. síðu. burðarverksmiðjuna er að ræða, má þó að öðru leyt- inu segja, að hér sé við- leitni í skynsamlcga átt. Á HÉR AÐ KASTA MÖRSYÐRINU? Það leiðir af sjálfu sér, að félag slíkt sem Borgar- virlti h.f. getur ekki látið stjórnniál almennt án af- skipta, og niun það verða Ijósara, þegar hinn rétti tilgangur kemur í Ijós, hvers það verður megnugt á því sviði. En er það ekki mjög svo talandi tákn tímanna að fé- sýslumenn skuli telja það hagkvæmt í þjóðfélagi, scm á að heita lýðræðislegt eða „frjálst“, að stofna félag með sýndartilgangi í stað þess að láta sig fyllilega í ljós. Nafnið „Borgarvirki“ segir miklu miklu meira um tilgang félagsins, lield- ur en það, sem stendur í auglýsingunni um tilgang- inn. Félagið á að vera virki hér í Reykjavíkurborg fyr- ir tapandi hagsmuni einka- fyrirtækjanna í höggi við áleitið ríkisvakl og spillta samvinnustefnu. En hvað gerist svo í þessu nútíma Borgarvirki? Verður þar kastað ein- hverju pólitísku eða efna- Icgu mörsyðri í haráttunni við Vilhjálm Þór og hans gangster-samvinnumenn ?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.