Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Blaðsíða 4
 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. nóvember 1951. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 100 kr. Aígreiðsla: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3496 og 3975. Auglýsingasímar: 6530 og 6947. Prentsmiðja Þjóðviljana. Karl ísfeld: La donna e mobile Alberto Moravia Dóttir Róm- ar. Andrés Kristjánsson og Jón Helgason þýddu. Bókaútgáfan Setberg. Reykjavík 1951. yNDIR heiðbláum, sólfáðum himni söngva- og sögu- fræga landsins, þar sem gula sítrónan grær og gulleplið hlær í dökku laufinu, býr þjóð með heitan bríma í blóði og sterkar og trylltar ástríður jafnt í hatri sem ástum. Þessi þjóð hefur alið fjölda lista- manna og snillinga, þar á með- al nokkra rithöfunda, sem hafa skrifað um hin róttæk- ustu ástamál, svo að mikil hind þykir á — allt frá Bocc- accio til d’Annunzio. Nú hefur nýjan höfund 'langað til að komast í hóp þessara heimsfrægu höfunda og er skerfur hans til listar- innar skáldsagan ,,La Rom- ana“, sem nýlega er komin út undir heitinu - „Dóttir Róm- ar,“ og spá gagnrýnendur því, svo erlendir sem innlend- ir, að hún muni endast höf- undi sínum til heimsfrægðar, en af fyrirhyggju hinna reyndu gagnrýnenda láta þeir ekki hafa neitt eftir sér um það, hversu langæ sú heims- frægð muni verða. Sagan fjallar um óskemmtilegt og raunalegt þjóðfélagslegt fyrir brigði, sem á borgaralegu máli nefnist vændi, og er slíkt efni allajafna fréttnæmt, þótt ekki sé það kræsilegt, en hins vegar vandmeðfarið, bæði frá listrænu, sálfræðilegu og þjóðfélagslegu sjónarmiði. Allir góðir skáldsagnahof- undar setja skáldverki sínu eitthvert markmið. Tilgangur Boccaccios með Tídægru var sá, að ráðast á spillingu og skinhelgi aldarinnar með miskunnarlausu háði. Skáld- verk d’Annunzios eru vængj- uð stílsnilld, sem kynt er undir með sóttheitri ástríðu. Fyrir Alberto Moravia virðist einna helzt vaka að skrifa sölubók. Hann eyðir hvorki miklum tíma né rúmi í að skýra hina sálfræðilegu hlið málsins. Og á hinar þjóðfélagslegu orsak- ir þessa fyrirbrigðis er hann mjög sjóndaufur á öðru aug- anu og hér um bil blindur á hinu. Þeim mun meiri áherzlu leggur hann á að lýsa því, sem lesandanum finnst sér koma minnst við, sem sé, hvernig söguhetjan lítur út innan klæða, og hvar, hvenær og hvernig hún hafi ,,brosað“ (svo notað sé grænlenzkt orð- tak) með elskhugum sínum. Þetta hvimleiða ágauð höf- undarins orkar að lokum skoplega á mann og freistar manns til að skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut, en þó þurrkast af manni glottið, þegar höfundur sviðsetur eina slíka senu inni í kvik- myndahúsi, meðan á sýningu stendur, að vísu í aftasta bekk, sennilega af hlífð við velsæmistilfinningu sýningar- gesti, en fullkomnu hlífðar- leysi við grandalausan les- anda, sem ekki hefur ráðrúm til að loka augunum og verður að láta sér nægja að hugsa til höfundarins með fyrirlitn- ingu. En hvað skal segja. „chacun tue ses puces á sa fagon“, eins og þeir segja, í Parísarborg, eða sérhver drepur sínar flær með sínu lagi. Sagan hefst á því, að sögu- hetjan fer í fylgd með móður sinni til listmálara, til að reyna að fá starf sem fyrir- sæta. Þetta tækifæri grípur höfundurinn fegins hendi til að fræða okkur á því, sem okkur reið einna mest á að vita, sem sé hvern- ig naflanum væri fyrirkomið á söguhetjunni, og er téður nafli — með leyfi að segja — framan á maganum á henni, og kemur okkur þessi stað- setning—margnefnds nafla svo á óvart, að okkur verður á að'taka undir með Ganglera gamla: „Það eru mikil tíð- indi, sem nú sagðir þú.“ Sem betur fer hendir sögu- hetju okkar ekkert slys hjá listmálaranum, enda þótt sú hætta vofi alltaf yfir, að list- málari, ef hann hugsar ekki því meira abstrakt, kunni á veikri stundu að líta á fyrir- sætu sem heimasætu, og „þá segja menn að fuglurinn má nú fara að vara sér.“ Hins vegar verður hún fyrir því ó- happi að láta ginnast af bíl- stjóra og fer heim með hon- um. Hún verður ástfangin af honufn, en hann dregur hana á tálar og sannast á honum spænski málshátturinn: ,Cada uno es como lo hizo Dios, y un poquito peor.“ Sér- hver maður er eins og guð gerði hann, og dálítið verri. Lesandinn þarf að erfiða sig fram á síðustu blaðsíðu til að finna eina vængjaða setningu: . það getur orðið hlutskipti allra að myrða, og það er engin sú kona, að hún kunni ekki að láta sig fala fyrir peninga.“ í þessari skáldsögu er allt, sem með þarf, morðingi, heið- arleg vændiskona og hjarta- prúður hugsjónamaður. En morðinginn myrðir ekki af nauðsyn, og vændiskonan fer ekki út á braut sína af beinni nauðsyn heldur. Hann virðist vera ástríðumorðingi, lyst- morder, hún virðist hafa full- heitan bríma í blóðinu og of veika skaphöfn. Skúrkurinn er að lokum skotinn niður af húsþaki, samkvæmt ritualinu, hjartaprúði hugsjónamaður- inn fremur sjáífsmorð af of- miliilli samvizkusémi, og þá á höfundurinn aðeins eftir að losa sig við heiðarlegu vænd- iskonuna, en hann gerir sér lítið fyrir og skilur hana eft- ir, sjálfa dóttur Rómar, sitt andlega fósturbarn, úti á götu, bandólétta — og auð- vitað eftir morðingjann. Nema hvað. Lesendum til huggunar hefur höfundurinn góð orð um að koma faðern- inu á hjartaprúða hugsjóna- manninn, sem hann var bú- inn, af mikilli fyrirhyggju, að kála í tæka tíð, svo hann gæti ekki gert röfl, enda átti hann efnaða að, þótt hugsjónamað- ur væri, og er þannig tals- verð von um, að afkvæmi þeirra allra þriggja fái þann- ig uppeldi, að það standi ekki mikið að baki foreldrunum. Höfundurinn ætlar lesand- anum að skíra hinn tilvon- Pramhald ». 7. síðu. : HOFUM OPNAÐ í stærra og endurLættu hásnæði Höíum fengið mikið af nýjum vömm, t. d. Allskonar ljósmyndavörur í miklu úrvali. Sjónaukar, 3 tegundir. Badmington-spaða og -bolta, mjög vandaoar teg. Úti- og inni-hitamæla. Verzl. Hcxns Petersen, Bankastræti 4. É». M. --- ITJ- -.fl JT|_I IV-VI eru nú komnar út og kosta til áskrifenda kr. 160.00 í skinn- bandi og kr. 120.00 heft. I ÞESSUl BINS5UM eru m. a. EIis saga og Rósamundu. Parcivals saga Clari saga Vilmundar saga viðutan Sigurðar saga fóts Drauma-Jóns saga o. fl. Áskrifendur eru vinsamlega beðnir að vitja bóka sinna sem fyrst. ISLENDINGASAGNAIITGAFAN H.F. Túngötu 7 — Pósthólf 73 — Símar 7508 og 81244— Reykjavík

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.