Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Blaðsíða 5
Mánudagur 5. nóvember 1951. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 „Risarnir“ skeyta skapi sínu. Flestir barnasálfræðingar halda því fram, að rangt sé að hýða eða löðrunga börn og hafi það aðeins þveröfug áhrif við það, sem til er ætl- azt. Aðrir telja, áð hýðingar í hófi séu ákjósanlegar og krakkar hafi aðeins gott af því að danglað sé í endann á þeim, þegar óþekktin keyrir úr hófi fram. Máltækið segir: „Enginn verður óbai’inn biskup", — og víst er um það, að fróðleg væri skoðanakönnun meðal velæruverðugra biskupa varð andi það, hvort þeir hafi þurft að ganga í gegnum hreinsun- areld rassskellinga og kinn- hesta áður en þeir komust í virðingarstöður sínar! En hvað sem því líður, — hvort rétt sé að hirta börn eður ei, — þá er eitt víst, og það er það: að það er frá- munalega óviðfelldið og and- styggilegt að sjá fullorðið fólk tuska til og lemja börn sín úti á götum og gatnamót- um, — og oft af litlu tilefni. Það er ekki óalgeng sjón, að sjá fullorðna draga á eftir sér smákrakkagrey með slíku offorsi, að þau fá ekki sínum litlu fótumfyrirkomið. Fylgja þessu oft á tíðum hnykkir miklir og kippir, þegar þeim fullorðnu þykir ferðin ganga of seint, og hefur maður þá það á tilfinningunni, að hand- leggurinn muni þá og þegar slitna af barnunganum. Venjulega eru börn þessi þá svo lítil, að að réttu lagi ættu þau annað hvort að vera í kerrum eða sitja á handlegg þess fullorðna. Kannske er það skiljanlegt, að mamman missi þolinmæð- ina, þegar krakkaóþekktin tekur að öskra og belja á götum úti af einskærri frekju, heimtandi allt, sem hann sér í búðargluggum, og kastandi sér niður í götuna og baðandi út öllum öngum, -— enda sárvorkenna flestir vegfarendur öllum þeim, sem í slíku stríði eiga. En taki mamman að lemja krakkann og hóta honum öllu illu á al- mannafæri, — þá er með- aumkvunin ekki lengi að snú- ast upp í fyrirlitningu. í gær stóð ég á götuhorni og var að bíða eftir strætó. Á síðustu stundu kom kona nokkur hlaupandi til að ná í vagninn, og dró hún á eftir sér litla, sparibúna stelpu- snudda, um þriggja ára gamla. í flýtinum missti litla greyið fótanna, datt á mag- ann í forina og dróst þannig méð nokkur skref. Konan gerði sér lítið fyrir, lyfti barnunganum upp á handleggnum úr forinni og upp í axlarhæð, setti hana síðan niður á jörðina aftur og rak henni rokna löðrung á mjúku, litlu kinnina! Telpan fór að vola eins og eðlilegt var, en konan ýtti henni hranalega á undan sér inn í vagninn. Farþegar litu hver á annan, en síðan með vanþóknun á konuna. En hún lét sig það engu skipta, heldur tók nú að láta dæluna ganga, meðan hún reyndi að þrífa mesta ó- þverrann framan af kápu barnsins: ,,. . þessir krakka- skratttar .... geta ekki einu- sinni staðið á löppunum .... það er til nokkurs að punta upp svona sóðablesa .... væri réttast að rassskella þig duglega .... o. s. frv.“ Eg býst við, að flestum, sem í bílnum voru, hafi held- ur langað til þess að gefa konunni duglega utanundir, því að auðsjáanlega veittist henni ómögulegt að skilja það, að óhappið var fyrst og fremst henni sjálfri að kenna, þar eð hún hafði dregið barn- ið hraðar en það gat komizt. Eg get ímyndað mér, að fyr ir-Jitlu böi-nunum séum. við, fullorðna fólkið eins og risar. Góðir eða slæmir eftir ástæð- um. Hvernig ætli okkur sjálfum þætti það, ef einhverjir risar og þursar hefðu yfirráð yfir okkur, og gætu lamið okkur með stóru hrömmunum sín- um, þegar þeim byði svo við að horfa? Þegar fullorðna fólkinu þóknast að skeyta skapi sínu á börnunum — (og oft að ó- sekju eins og í þetta sinn) — þá hlýtur varnarleysistilfinn- ingin frá sjónarmiði barnsins að vera sú sama og ef tröll réðust á okkur. Meira nöldur um útvarpsdagskrána. Fyrir stundu sat ég við símann og fékk mér langt og vænt spjall við vinkonu mína. ,,Æ, góða, gerðu það fyrir mig að nöldra svolítið í næsta blaði um útvarpsdagskrána,“ sagði hún. Eg maldaði í móinn og taut- aði um, að það væri að bera í bakkafullan lækinn, þar eð bæði ég og ýmsir aðrir væru margbúnir að gefa „leiðinleg- ustu útvarpsdagskrá heims“ til tevatns í blöðunum, — án þess að það bæri meiri á- rangur en að skvetta vatni á gæs. Hún hélt því aftur á móti fram, að góðar vísur væru sjaldan of oft kveðnar, — kvað það um að gera að nöldra sem mest, því að á- stæðulaust væri að vera svo svartsýnn að halda, að hinir háu herrar útvarpsins muni alltaf láta óskir hlustenda sem vind um eyrun þjóta, — þótt þeir hafi óhikað gert það hingað til. „Mér er t. d. ómögulegt að skilja það, hvers vegna þessir drjólar geta ekki gert „oss, sem vinnum eldhússtörfin" það til geðs, að hafa létta músik í útvarpinu allan morg uninn,“ sagði hún meðal ann- ars. „Það er verið að gapa og guma af því, að allt eigi að gera fyrir okkur húsmæðurn- ar, — en svo er aldrei neitt fyrir okkur gert. Það eina, sem Ríkisútvarpið gerir okk- ur „til geðs“ er að hleypa Kvenréttindafélaginu í út- varpið einu sinni í viku, en sá þáttur er venjulega sá þraut- leiðinlegasti, sem þaðan heyr- ist, — og er þá mikið sagt. Þegar maður er rétt al- mennilegá vaknaður á morgn ana, búinn að koma krökkun- um í skólann, svolgra í sig kaffisopann og er tilbúin að hef ja morgunverkin, — þá er morgunútvarpinu lokið! Held urðu, að það væri nú ekki munur, að vinna húsverkin við svellandi músik! Eg er viss um, að flestar eru mér sammála um það, að vinnan mundi ganga hehningi betur með því móti, — og Útvarps- ráð mundi stór slá sér upp á því að gera okkur þetta til geðs. Ekki ætti það heldur að þurfa að vera þeim ofraun. því að ég get ekki ímyndað mér, að það væri svo kostn- aðarsamt, að hafa einhvern liðlétting þarna niðurfrá til þess að skipta um plötur fyrir okkur. Þulur væri auðvitað ó- þarfur, því að ástæðulaust væi'i að kynna hvert skralllag ið, sem spilað væri.“ Eg samsinnti öllu, enda er ég viss um, að hún mælir fyr- ir munn margra. Og hún hélt áfram: „Og þá dagskrá kvöldins! Drottinn minn dýri! Nefmælt- ir, kverkmæltir og málhaltir karlfauskar flytja leiðinleg erindi. Og jafnvel þótt efni er- indanna í sjálfu sér sé ekki svo slæmt, þá finnst þeim um að gera áð láta alltaf KÖF- IINÐ lesa, þó að hann varla virðist læs á sitt eigið hand- rit. ' ' Eftir eril og önn dagsins langar flesta að hlusta á eitt- livað skemintilegt eða veru- lega fróðlegt í útvarpinu, — flutt af viðkunnanlegum röddum. Flest kvöld sezt. ég við útvarpið með handavinnu í þeirri von, að fá að heyra eitthvað almennilegt og upp- lífgandi. Von, sem næstum alltaf bregzt. Hátíðleikinn, merkikertisliátturinn, húmor- leysið og búrahátturinn virð- ist allsráðandi í „Útvarpi Reykjavík.“ Af hverju má aldrei gera manni létt í skapi með ein- hverju gríni og gamni? Af hverju ætli þeir hafi t. d. hætt við Pétursþáttinn, Sitt af hverju? Hann var þó orðinn vinsæll og sannarleg tilbreyt- ing að honum í fásinninu.“ Enn samsinnnti ég öllu og bætti auk þess >misu við frá eigin brjósti. „Og þá barnatímarnir, manneskja!“ þrumaði hún á- fram. „Hvers eiga aumingja krakkarnir að gjalda, mér er spurn? Nú eru þeir t. d. farn- ir að salla löngum klassisk- um tónverkum á krakkagrey- in í barnatímunum! Veit ég vel, að Jascha Heifetz spilar dásamlega á fiðlu, — en hvernig þeir geta ætlazt til, að smákrakkar hafi ánægju af að hlusta á svo háfleyga músik ? Krakkarnir vilja held- ur heyrá skemmtilega sungn- ar vísur, þannig að vel heyr- ist orðaskil. Nú er t. d. Hildi Kalman aldrei falið að sjá um barna- tímann, og kom þó flestum saman um, að alltaf væru þeir beztir hjá henni. Það er -eins og reynt sé að koma sem mest um kauðabrag að hljóðnem- anum og vandlega forðazt að láta að smekk og vilja hlust- enda. Ja, ef ég mætti ráða . . “ O. s. frv. En nú neyðist ég rúmsins vegna til að skrúfa fyrir mína ágætu vinkonu, — rétt eins og við oft neyðumst til að skrúfa fyrir útvarpið okkar. Mér er Ijóst, að margt af því, sem hún sagði, eru „gaml ar lummur", — en líklega er það alveg rétt, að forráða- mönnum útvarpsins sé aldrei of oft birtur vilji hlustenda. Hver veit þá nema svo ó- líklega vilji til einhvern góðan veðurdag, að þeir þarna nið- urfrá sjái að sér, og fari að flytja við og við dagskrár- efni, sem orðið gæti hlustend- um til skemmtunar? Og kannske láta þeir þá, sama góða veðurdaginn, að vilja húsmæðranna og leyfa þeim að vinna morgunverkin eftir dynjandi músík frá Ríkisút- varpi íslendinga? CLIO Mótavír i og múrhúðunarnet fyrirliggjandi. Aluminium þakplötur væntanlegar bráðlega. Egill Árnason Klapparstig 28. — Sími 4310. irfósthgldarar MerkiS iryggir gæSin \ ACTIVE ■J 1S T • »:i5ar» í ÍSjlNZK-ERLENDá VERZLUHARFÉLA8IÐ H.F. jj Garðastræti 2. Sínii 5333. í WAV.V--.%W.-WWJ.V-W.V*V-WA%-.%W-,WVWA%WV^

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.