Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Blaðsíða 1
BlaSfyriv alla 4. árgangur. Mánudagur 10. des. 1951 43. tölublað. *rx ■*. "JsécmgtfÉSy* 'íw«iÉBaam i ZLAN I VEST Glæsilegt boS GisSinundar HlíSdals Mönnum er enn í huga reisan sú hin mikla, er Guð- mundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, bauð fjár- veitinganefnd Alþingis á- samt fleiri mönnum til þess að skoða mannvirki í Vest- vekur ánægju en hinir, sem óvanir voru strembnum drykkjum urðu ó- málga. Þegar leið á veizluna, tók fyrir alvöru að svífa á gesti, en þjónar báru inn góðgætið. Varð nú hið mesta f jör meðal mannaeyjum. Héðan úr gesta, og tóku sumir að hrópa Reykjavík var haldið loft- leiðis með einu af loftskip- um Loftleiða, en þegar þang- að var komið, var mönnum sýnt hið nýja mannvirki, sem í sjálfu sér er merki- legt, en ekkert nýtt, þar sem hliðstæð mannvirki eru hér austur á Selfossi. Eftir að gestir höfðu séð það sem merkilegt þótti, var setzt að veizluborðum. í þeirri veizlu mátti glöggt sjá, að Guðmundur er öllu meiri heimsmaður en fyrir- tæki hans bera vott um, og kunnur veizlusiðum á borð við lærðustu yfirþjóna stór- borganna. Fyrst voru kverkar hinna virðulegu gesta vættar með vel blönduðum coek-tail-um, —item visky-blöndu—romm- blöndu, svartadauðablöndu og allskonar góðgæti, en vatn og gosdrykkir voru til reiðu þeim, sem illindi hafa í maga og önnur innanmein. Næst var svo setzt undir borð, og hafði Guðmundur skipað þjónaliði að bera hin léttari vín fram sæmilega volg — stuevarme eins og hinn velmennti heimsborgari komst að orði. Var nú etið fimmréttað, en Guðmundur valdi hnífapör og skeiðar af leikni hins alkunnandi, en aðrir gestir öpuðu eftir af lipurð. (Aðeins eitt ómerki- legt óhapp: Framsóknarmað- ur í Fjárveitinganefnd varð fyrir því óhappi, að kjöt- stykki festist milli tanna honum, og tók hann til þess óyndisúrræðs að nota gaffal- inn til þess að losa um ó- vættinn, en var á það bent kurteislega af einum þjóni, að slíkt væri ekki til siðs) Eftir að gestir voru mettir, var borið fram kaffi og koni- jak til þess að hjálpa melting- arvöðvunum að vinsa næring una úr kjarnfóðrinu. Urðu nú ýmsir kátir og hófu upp raust sína og hrópuðu lofsyrði til vegs Guðmundi. Urðu all- margir háværir í lofinu, en aðrir linmæltir eða loðmæltir, á konur, aðrir á spil, en enn aðrir tókust fangbrögðum. Hinir meir hægfara hófu upp ráðagerðir um að gera Guð- mund að forseta Islands, en aðrir vildu svifta Thor Thors embættinu, en senda Guð- mund vestur til að kynna nýja siði meðal Indíána. Tók Guðmundur á öllu vel, en þótt- ist ei reiðubúinn að taka á- kvarðanir um, hvað myndi helzt liggja fyrir honum í mannvirðingum, en þakkaði þó traust þeirra. Gæti þar allr- ar hófsemi í svarræðum Guð- mundar, enda maðurinn lítt fyrir tyllistöður. Að lokum var vísað í rekkj- ur, en griðkonur drógu af þeim skóplögg og leystu þá klæðishnúta, er erfiðastir voru viðfangs. Sváfu menn nú af um nótt- ina. Um morguninn, er risið var úr rekkju, var komið veður illt og óhægt fyrir loftför að athafna sig sökum skyndi- vinda. Hinir hraustari höfðu sig í spjarir og gengu út, en aðrir dreyptu á meðalaglös- um til þess að fá heilsu sína aftur. Þegar leið á daginn, þótti Framhald á 8. síðu Hækkun símagjalda um áramót? + 4- t + I ráði er að hækka símagjöld, að minnsta kosti hér í Reykjavík, um 10—20% frá næstu áramótum. Hefur mál þetta verið á döfinni alllengi en farið heldur hljótt þar sem nokkrir ráðamenn hafa ekki kjark til þess að leggja svo svívirðilegt gjald á síma- notendur ofan á öll þau gjöld, sem símnotendur greiða til þessarar fyrirmyndarstofnunar. Hinir „varfærnari“ meðal ráðamanna halda sig þó í námunda við 10% hækkun en aðrir vilja allt að 20%. Mönnum verður á að spyrja hvort hið opinbera sé með fullu ráði, að voga sér ofan á það sem undan er gengið að leggja enn miklar gjaldabyrðar á almenn- íng? Ef ríkisstjórnin ætlar að ganga á undan með for-j dæmi í öllum álagningarmálum hérlendis, þá er ekki annars að vænta en að smásalar, heildsalar og framleiðendur geri Iiið sama. En ætli þess sé langt að bíða að gjaldþrot al- mennings skeljur á. Hvað skeður þá Eysteinn litli? 4- Gnðferanclur jónsson, prólessor: Framhald. Þá var það og afleíðing af starfi ráðgjafanefndarinnar, að skilað var 1930 allmörgum og merkilegum gripum úr Þjóðmenjasafni Dana, og var svo látið heita, að þetta væri gjöf til íslands af tilefni 1000 ára afmælis Alþingis. Sann- leikurinn um þau skil mun þó vera sá, að þau voru gerð í fullri óþökk stjórnar Þjóð- menjasafns Dana, en þá var stjórn Staunings við völd í Danmörku og mjög föst í sessi. Hún lagði ekki mikið upp úr slíkum málum sem þessum og vildi allt til vinna, að íslend- ingar væru ánægðir í konungs- sambandinu við Dani. Hefði henni vafalaust þótt litlu til kostað jafnvel þótt hent hefði verið í okkur öllu, sem vér kröfðumst, og hefði stjórnin sennilega gert það, ef hún hefði þorað það fyrir mótstöðu vissra manna heimafyrir í Danmörku. Þá munu og áhrif Jóns heitins Baldvinssonar, er var mjög náinn vinur Staun- ings, hafa valdið hér nokkru. Hins vegar sýndu skilin 1930, að verið var að kasta nokkru af farminum útbyrðis í trausti þess, að þá flyti skútan með því sem eftir væri, en að ekki væri viðlit, að Danir skiluðu öllu með góðu. Nú fór að síga á seinni hlut- ann af konungssambandi voru við Dani, og auðséð var að þeir voru búnir að skila því, er hugsanlegt var, að þeir skiluðu um sinn af fúsum vilja. Það var því úr þessu tilgangslaust að melja undir réttlætisti'lfinningu Dana, og varð, ef duga skyldi að gi’ípa til sterkari röksemda, ef takast mætti að láta þá skila öllu í þeirri von, að það gæti orðið til þess að treysta konungs- sambandið milli ríkjanna. Þó var ekki svo að skilja, að þar- með ætti að hætta að benda þeim á hinn siðferðilega rétt vorn, heldur að láta þá vita, að það rynnu sterkari stoðir undir kröfur vorar en réttlæt- istilfinning sjálfra þeirra, og að þeir yrðu að flýta sér að gera skil, ef það ætti að hjálpa nokkuð uppá konungssam- bandið, þegar stundaglas þess væri að renna út. Ég skrif- aði því 1937, er 6 ár voru eftir af samningstímanum, grein í Eimreiðina, sem ég kallaði „Eign vor í garði Dana“, og þar setti ég fram rökin fyrir hinum lögfræði- lega rétti vorum til skjala vorra og forngripa í Dan- mörku, og var aðaluppistaðan sú, að ekki væri hér einn aðili að heimta úr höndum annars heldur væi'i verið að skipta dánar- og þrotabúi, þar sem hver yrði að fara með sitt. Það er auðvitað ekki svo að skilja, að ég öðrum fremur hafi fundið upp þetta viðhorf. Það hefur í sjálfu sér frá upp- hafi verið hverjum hugsandi manni ljóst, þótt það væri þarna fyrst haft á oddi, er handrita- og forngripamálið var senn að breytast úr því að vera nokkurs konar innan ríkismál í að verða skýrt og glöggt utanríkismál með^þeim gífurlega aðstöðumun, er af þeirri breytingu hlaut að leiða. Það er um mig, einsog reynd- ar marga góða menn, að ég er ekki þeim kostum búinn að vera lögfræðingur, svo að hér var hugsanlegt, að geigaði hjá mér, en ég hefi verið svo heppinn, að ágætustu, íslenzk- ir lögfræðingar og aðrir góðir menn hafa síðar haldið fram sömu skoðun og ég um laga- réttinn; nefni ég menn einsog dr. Einar Arnórsson, Gísla sendiherra Sveinsson og pró- fessor Alexandur Jóhannes- son. Ég get ekki sagt, að þeir hafi fallizt á þetta, því að þeir hafa vafalaust hugsað það jafnsnemma og ég eða fyrr, en þeir hafa síðar haldið fram sömu skoðunum og ég um þetta efni. Ég hef upp frá þessu í blaðaviðtölum og blaðagreinum, sérstaklega í Danmörku, en einnig þó hér hamrað á þessu, nú seinast í sumar, og það mun ég gera svo sem kostur er, meðan ég skrimti og málið er óafgreitt. Árið 1938 fluttu fimm menn úr öllum þingflokkum undir forustu Gísla Sveinssonar þingsályktunartillögu á Al- þingi um það, að nú væri teknir upp samningar við Dani um handrita- og forngripamál- ið, en forngripamálið hefur £ umræðum um kröfur vorar orðið undarlega útundan hjá mörgum. Ekki er nú hægt að segja, hvern árangur sú til- laga hefði borið, því að nú kom síðari heimsófriðurinn í opna skjöldu, og samband ríkjanna var fijótlega rofið, svo að samningar um þetta og annað urðu óframkvæman- legir. Nú rann upp árið 1943, og var þá samkvæmt sáttmálan- um frá 1918 komið að sam- bandsslitum, ef við vildum. Fór svo, að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna greiddi sambandsslitum atkvæði, og fóru þau fram 1944. Því er ekki að leyna, að til voru þeir menn í landinu er töldu rétt að fresta þeirri athöfn um sinn, og gekk þeim mjög ólíkt til. Sumum og flestum, tilhliðr- unarsemi við Dani, vegna þeirrar úlfakrepp’u, er þeir voru í, illu heilli, en sum- um gekk til hræðsla við það, er kynni að steðja að úr austri eða vestri. Þó virðist svo, sem enginn hafi miðað aðstöðu sína við handrita- og forn- gripamálið, en í því hlaut að hefjast algerlega nýr þáttur við fullkomin sambandsslit, því að með þeim var málið orðið algert utanríkismál, og þurfti fyrir bragðið eftir það, að hafa allt önnur handtök í Framhald á 4. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.