Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Blaðsíða 4
 4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 10. des. 1951 Haiidrifa- og forngripamálíð Framhald af 1. síðu. því. AS ófriðnum loknum var farið að hugsa til þess máls, og reyndist sem vonlegt var, að allir voru á eitt sáttir um að halda yrði fram fyllstu kröfum í málinu og lúta ekki að neinu nema fullum skilum, en um það greindí menn nokk- uð á, hvernig ætti að halda á málinu nú. Sumir vildu sem fyrr byggja málsmeðferðina á trausti til réttlætistilfinningar Dana, en halda þó kröfunni um lagarétt vorn til skilanna mjög greinilegri í baksýn. Aðr- ir vildu aðeins byggja á rétt- lætistilfinningu Dana einni, og enn aðrir höfðu ekkert traust á henni, og meðal þeirra var og er ég. Hitt vildi þó eng- inn útiloka, að Dönum gæfist kostur á að skila með góðu, ef þeir kynnu að sjá, að auk lagaréttárins, er siðferðilegi rétturinn einnig vor meginn, og þeim þætti sómalegra að skila samkvæmt honum. Fyrir þessu skal nú gerð nokkur grein. Það er enginn vafi á því, að Danir eru upp og ofan hver og einn beztu menn, en hins vegar fer fyrir þeim | éinsog flestum öðrum, að þeg- ar þeir eru komnir saman í hóp, þá er einsog þeir missi sjálfa sig út um greiparn- ar á sér og renni inn í sér- staka sálarheild, sem sumir nefna múgsál, en hún á ekk- ert skylt við einstaklingshug- arfarið. Það er um flestar þjóðir einsog Bismarck sagði um Prússa: „Einzeln vernunf- tig, massenhaft dumm“. Það er því ekki hinn einstaka Dana að saka um það, sem Danir hafa áður gert oss, og munu ef til vill gera oss, rangt til. En hver er reynsla okkar af Dönum sem heild? Hún er sú, að vér höfum aldrei náð nein- um rétti vorum hve auðsjáan- legur og sjálfsagður, sem hann var, hjá þeim, nema með illu. Og menn, sem eru á aldur við mig og nokkuð yngri, ættu að vita þetta af eigin raun, því að öll seinustu átökin við þá ’ gerðust í okkar minni full- orðinna. Það skýtur því nokk- uð skökku við að láta sér detta í hug, að Danir verði við nokkrum kröfum okkar með góðu nú, þegar sambandið, sem þeir vildu margt til vinna að héldist, er rofnað. Reynsl- an kennir okkur, að nú verði að tjalda því þegar í stað, sem til er, og halda þegar fram hinum ótvíræða lagarétti vorum afsláttar- og slyndru- láust, því að ef Danir finna þar engan svikk á okkur, kann að vera, að þeir sjái svo sóma sinn, að ljúka ekki samband- inu við okkur með sömu hátt- um og þeir beittu okkur öld- um saman, oss til stórtjóns. Það kynni að vera, að þeir hugsuðu sig tvisvar um, áður en þeir hleyptu máli til al- þjóðaaðgerða, sem þeir sæju, að mundi ganga oss í vil. Það er þess vegna skilmálalaust nauðsynlegt að vera ekki að fela fyrir Dönum hin lögfræði- lega rétt vorn, og það má aldr- ei verða, að við förum að skríða fyrir þeim til þess að fá þá til að henda i oss rétti vorum öllum eða að einhverju leyti, rétt einsog hent er beini í hund. Hitt er svo annað mál, að við megum ekki torvelda þeim að gera okkur rétt skil, ef þeir kynnu að sjá, að það sé skylda þeirra. Ekki má gleyma því, að það er bein- línis defaitismus, sem kallað er á útlendu máli, að vilja ekki sýna Dönum framan í full- an rétt vorn, af hræðslu við, að þeir af því espist til mót- stöðu. Á hinu skulu menn vara sig, að Danir þekkja fullvel hinn lagalega rétt vorn til handrita vorra og forngripa, svo að ef vér höldum honum ekki fast fram, getur það hæg- lega orðið til þess, að þeir haldi að vér treystum honum ekki, og að þeim sé því óhætt að neita oss um hann, þar eð við þorum ekki að halda honum til streytu. Það má því vera að réttast sé, einsog nú er komið, að halda kröfum vorum fram á grundvelli hins siðferðilega réttar vors, en láta Dani um leið stöðugt horfa í eggjar hins lagalega réttar. Það er því miður mjög fjarri því, að það hafi verið gert. Hitt nær engri átt að halda fram siðferðilegum rétti vorum, en nefna ekki hinn lagalega rétt eða, sem lang- verst er, að gera ekkert úr honum. Við skulum nú athuga, hvað gerzt hefur í málinu eftir sam- bandsslitin. Þegar að ófriðn- um loknum voru teknir upp samningar milli íslendinga og Dana um þau málefni land- anna, sem þurfti að skipa vegna sambandsslitanna. Var handrita- og forngripamálið eitt þeirra, og voru neíndinni, sem stóð í samningunum af okkar hálfu, skipaðir menn til ráðuneytis um það mál. Þegar til kasta kom um mál- ið, þóttust dönsku samninga- mennirnir ekki hafa umboð til þess að semja um það, og kváðust ekkert geta gert, nema að ráðgast um það við við stjórn sína. Þetta létu ís- lenzku samningarmennirnir og íslenzka stjórnin gott heita og héldu áfram samningum um önnur atriði, í stað þess að segja Dönum, að þeir yrðu annaðhvort að útvega sér um- boð stjórnar sinnar símleiðis, til að afgreiða handrita- og forngripamálið eða að öðr- um kosti yrði frestað öll- um samningum, unz þeir gætu komið fram í þessu máli með fullu umboði stjórnar sinnar. Það var leitt, að þetta skyldi ekki vera gert, en hitt var lakara, að einn ráðunaut- anna, sem hafði orð fyrir ís- lenzku samningamönnunum um handrita- og forngripa- málið og flutti það að öðru leyti af hinni mestu festu á grundvelli hins siðferðilega' réttar vors, lýsti því greinilega yfir, að hann leggði mjög lít- ið upp úr lagarétti vorum. Ég veit, að þessi maður hefur sagt það eitt, sem hann hefur talið vera satt og rétt, en þetta var svo hyggindasnautt skraf, að ótrúlegt má heita. Hann fór þarna að lýsa viginu, sem vér sitjum í og sýndi sem rétt var „fjandmönnunum" glögglega þær varnir vígisins, er hann taldi traustar, en gerði svo það afglapastrik að benda þeim jafnframt á hverjar varnanna hann taldi veikar. j Fyrst og fremst treysti hann sjálfum sér svo að dæma þetta, að hann taldi sjálfsagt, að hon- um gæti ekki skjátlað, og í öðru lagi taldi hann rétt að benda „fjandmönnunum“ á það , sem hann taldi vera ónýtt í vörnunum. Ekki mundi þetta þykja gott í hernaði, og mundi ekki vera látið óátal- ið, því að slikar upplýsingar verða „fjandmennirnir“ að út- vega sér sjálfir. Þegar dönsku samninga- mennirnir komu heim frá þessum samningaumleitunum, var þegar skipuð 13 manna dönsk nefnd til þess að semja álit um málið til afnota fyrir dönsku stjórnina. Það var af öllum talið sjálfsagt, úr því sem komið var, að bíða eftir því, að danska stjórnin væri búin að fá álit þessarar nefnd- ar í hendur, og hafast ekki að fyrr. Það þótti með réttu' fair play. En Danir misnotuðu þetta á allósaemilegan hátt, því að auðvitað gátum við ekki beðiðeftir því áratugumsaman að danska stjórnin fengi þessi gögn í hendur. Biðin hlaut auðvitað að hafa sín takmörk. En svo leið á sjöunda ár, að ekki skilaði þessi nefnd áliti sínu. Menn voru því farnir að þreytast hér á biðinni og fóru að rita um málið, að vísu lítið í íslenzk blöð, er voru ófús að láta menn tala um það í dálkum sínum. Þó ritaði dr. Éinar Arnórsson ágæta grein um málið í Morgunblaðið, og var hún nánast svar við grein, sem þáverandi prófessor Sig- urður Nordal hafði ritað um málið í hið svo nefnda Letter- stedska tímarit í Stockhólmi, þar sem hann hafði haldið mjög að Dönum hinum sið- ferðilega rétti vorum, en ekki minnzt á hinn lagalega, og sýndi það að minnsta kosti, að höf. var ljóst, að ekki mætti niðra þeim rétti. Þó held ég, að þessi grein hafi frekar spillt málinu en hitt, vegna þess, að hún mun hafa getað stælt Dani upp í þeirri vissu, að vér legðum sjálfir ekkert upp úr lagalega réttinum. Þetta kemur og heim við það, að Danir eru sífellt að vara okkur við því að hafa laga- réttinn á cddi. Það hafa marg- ir Danir brugðizt vel undir þetta mál. sumir óskorað eins- og t. d. lýðháskólamennirnir, en sumir, aðallega einstak- lingar, eins og t. d. próf. Hur- witz o. fl., hafa tekið hálfvel í kröfur vorar, en hjá öllum hafa fylgt góð ráð um það, að vér skyldum ekki hafá lagaréttinn á oddi. Þetta hef- ur verið mér vísbending um það, sem ég þóttist reyndar vita með fullri vissu áður, að veiki staðurinn í vörnum Dana í málinu er einmitt lagaréttur vor, og að þeir kjósi heldur að láta undan góðfúslega, en að honum sé beitt. Það er ekki til Dana, sem við eigum að leita ráða um það, hvernig halda skuli á þessu máli af vorri hálfu. En af þessum undirtektum Dana eigum við einmitt að læra það, að sjálf- sagt sé að hafa lagaréttinn á oddi. Það má segja dönskum blöðum til heiðurs, hvað sem íslenzkum blöðum líður, að þau hafa verið alveg óhrædd við að lofa íslenzkum mönn- um að segja ’álit sitt á málinu hjá sér, og það jafnt þótt þeir settu fram hinar hörðustu kröfur. Svo ritaði ég kjallara- grein um málið í Politiken í ágúst 1949, og heflaði ekkert utan af skoðunum mínum, og nú í sumar átti ég viðtal við umboðsmann sveitablaðanna dönsku (Provinspressen) um málið, og sagði þar allt, sem mér bjó í brjósti og einnig það, að ég héldi að Danir væru að teygja okkur á eyr- unum með þessari löngu setu ráðgjafanefndarinnar dönsku, og hafa ummæli mín birzt í allmörgum sveitablaðanna. Því er ekki að neita, að svo sýnist sem þeim, er hafa viljað treysta á réttsýni Dana, hafi þótt sem hún mundi ekki vera einhlýt, svo að eitthvað þyrfti að gera til þess að ýta undir hana. Það var far- ið að tala um það, að byggja þyrfti undir handritin, ef þeim væri skilað, mikla höll, og þyrfti að skipa þar sérstak- an handritavörð og ótal fræði- menn til að sitja þar undir stjórn íslenzks fræðimanns, sem nú er í Kaupmannahöfn, við víðtæka útgáfustarfsemi. Þá átti að hafa til reiðu styrki handa erlendum fræði- mönnum, sem hingað þyrftu að leita til að nota handritin. Þessi fáránlega hugmynd komst meira að segja inn í þingið í tillöguformi, en var breytt þar nokkuð til skyn- samari vegar. Hvernig þetta kann að verka, eða hafa verk- að á Dani, skal látið ósagt, en einhver hláturskenndur krampadráttur hlýtur að hafa setzt að munnvikum þeirra Dana, sem þekkja til hand- ritanna. Sannleikurinn er sá, að það fer sáralítið fyrir þeim, því að þau mundu ekki geta fyllt bókaskápana í hinni litlu vinnustofu minni. Það þarf því ekkert hús að byggja und- ir þau, og getur hvert stóru safnanna hér sem er holað þeim niður tryggilega og vandræðalaust, og að minnsta fullt eins tryggilega og Danir hafa varðveitt þessi handrit, og varðveita þau enn. Vörð þarf heldur engan sérstakan að skipa, því að frá öllum þau þurfa svo til engrar um- handritunum er svo gengið, að önnunar með. Um hina miklu útgáfustarfsemi, sem talað hefur verið um að tengja við handritin, er það að segja, að geymsla handritanna og útgáfa þeirra er sitt hvað, og má ekki brengla því saman. Um skil handritanna skiptir það engu máli, hvernig eða til hvers vér hagnýtum þau, þar er spurning um eignarrétt og ekkert annað. Hitt er augljóst, að vér verðum bæði vegna sjálfra vor og annarra að geyma þau svo, að þeim sé svo sem frekast er unnt, engin hætta búin, og að þau séu til- tæk hverjum, er vill nota þau, jafnt innlendum sem erlend- um. Þessi skilyrði eru sjálf- tengd við handritin, hver sem er handhafi þeirra, en útgáfa handritanna er geymslunni al- gerlega óviðkomandi, og eigi að koma einhverri stofnun á fót til að annast hana, þá verður hún að vera sérstofnun og vinna að handritunum við sömu skilyrði og hver annar, sem notar þau. Um styrk til erlendra fræðimanna til þess að nota handritin virðist sann- gjarnt, að þeir fái hann heima fyrir hjá sér, en ekki hjá okkur, enda er ekki kunnugt, að Danir hafi veitt eða veiti, hvorki okkur né öðrum, slíka styrki. Svona tillögur einsog þessar eru gerðar í stríðs- gróðavímu, og eru þær, ef bezt gegnir skaðlausar, en ef verst gegnir geta þær orðið afhendingu handritanna til trafala og jafnvel hindrunar, ef Danir fyndu upp á því að herma þessi gálausu og gengd- arlausu loforð uppá okkur og gera þau að skilyrðum fyrir afhendingunni. Það gæti far- ið laglega nú, þegar stríðs- gull okkar er orðið aska. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. ! Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa- ! sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 100 kr. ! Afgreiðsla: Tjarnargötu 39.— Símár ritstjórnar: 3496 og 397Ö. !] Auglýsingasímar: 6530 og 6947. | Prentsmiðja Þjóðviljans. ;

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.