Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Blaðsíða 8
IX J UR EINU I ANNAB * Rembingur í Stalín — Bifreiðastöðvar opnar — Kaff- ið í Sjálfstæðishúsinu — Enginn hvalur í Þjóðleik- húsið — Sú saga gengur nú manna á milli í Sambandinu, að Stalín, marskálkur, sé bæði valdasjúkur og metn- aðargjarn og gangi um með rembingi og haldi, að hann sé Vilhjálmur Þór. I * Bifreiðastjórar hafa nú, guði sé lof, ákveðið, að vinna um jálahátíðarnar bæði dag og nótt. Þá er og ákveðið, að fargjöld þessa daga hækki um 50%. Þetta er ágæ ráðstöfun bæði til hags fyrir bæj- arbúa, sem vilja komast ferða sinna í spariklæðum og aukaþóknun fyrir bílstjóra, sem að nokkru leyti missa af hvíld og ánægju jólanna. ! & ★ Menn. kvarta yfir því að síðdegiskaffið í Sjálf- stæðishúsinu, sé ekki nógu heitt, en músíkin aftur á móti svo há, að ekki heyrist mannsins mál meðan leikið er. Framkvæmdastjórinn bætir þetta eflaust við fyrsta tækifæri. ★ Lárus Sigurbjörnsson, hinn kunni leikhúsmaður, ku hafa hlustað á þegar Þjóðleikhússtjóri fáraðist yfir lélegri aðsókn að leikhúsinu, og kenndi Circus Zoo um. „Það er ekkert fyrir þig að gera, Guðlaugur,“ sagði Lárus, „en að fá þér stórt gler-kerald, fara út á flóa, fanga hval og hafa hann á baksviðinu, þegar Hve gott og fagurt er leikið.“ Þjóðleikhússtjóri hugsaði málið, en réði gegn því eftir nokkra umhugsun. Hvað á að gera í kvöld: KVIKMY NDAIlCS: Gamla Bió: Beizk uppskera. Silv- ana Mangano. Kl. 9. Skuggi for- tíðarinnar; Robert Mitchum. Kl. 5 ok 7. Nýja Bíó: Johnny Appollo; Tyr- one Power. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Aumingja Sveinn litli; Nils Poppe. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Jón er ástfang- inn; Ronald Reagan. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Er þetta hægt?; Ro- bert Cummings. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Lifið er dýrt.; Hum- phrey Bogart. Kl. 5, 7 og 9. Trípolíbíó: Vegir ástarinnar; Olivia De Haviland. Kl. 5, 7 og 9. LEIKHÚS: Þjóðleikhúsið: Hve gott og fag- urt; Inga Þórðardóttir. Kl. 8.00. Iðnó: Doi-othy eignast son; Ein- ar Pálsson. Kl. 8.00. Sjálfstæðishúsið: Bláa stjarnan; Alfreð, Haraldur, Brynjólfur. Kl. 8.30—1. Bók frá Náttúrulækningafél. íslands Framhald af 3. síðu. neyzla hvítlauks vörn við allri hrörnun og aðsteðjandi sjúkdómum. Nú langar okk- ur í hvíta sykur og við getum ekki stillt okkur um að neyta hans. Hann er okk- ur skaðlegur. Er þá bezta ráð ið að mér finnst að éta sam- an hvítlauk og hvítan syk- ur. Yrði þá hvítlaukumm nokkurs konar móteitur móti hvíta sykrinum, og allt mundi þá vel fara. Hvað finnst háttvirtum lesendum um svona kenningar? Sumir kaflar ritsins eru ó- kjöts og fisks, sem er aðal- þar til nefna XI. kaflann sem eru sjúkrasögur frá heimili höfundarins. Finnst mér, að gjarnan hefði mátt sleppa honum. Þá er XII. kafli ritsins um krabbamein. Er þar veruleg- ur hluti um sjálfan höfund- inn, sem telur sig hafa verið þjáða af þessum sjúkdómi. Við það er að athuga, að mér vitanlega var aldrei sannað, að frú Nolfi væri haldin af krabbameini, né heldur hvort þetta var illkynjað mein. Hún hafði ber í brjósti, að því að hermt er. Þetta ber hjaðnaði. Telur frúin sig hafa ráðið niður- lögum þess með hráfæði. Ég hefi lítið lært af því að lesa þetta rit. Hafði ég heyrt um efni þess og lesið í öðrum ritum félagsins, enda ber þéim lítið á milli Dr. Holfi og hr. Wearland, nema hvað Nolfi gengur enn engra um almætti hráfæðisins og varn- að við neyzlu á fæði úr dýra' ríkinu. Samt ráðlegg ég fólki að kaupa ritið og lesa það. Öll rit, sem Náttúrulækn ingafélagið hefur gefið út, eru svo hvert öðru lík að efni og innihald að eitt- hvert eitt þeirra hefði nægt félagsmönnum og lands- mönnum í heild, að efni og innihaldi þeim til fróðleiks um kosti þesss að éta ailt hrátt eins og skepnan 1 hag- anum. Ef við eigum að fara að lifa á hráum mat, verðum við að hverfa aftur í tímarm um nær 25 aldir, fleygja frá okkur allri dýrtkeyptri og hagnýtri kunnáttu í matar gerð. en þjóna okkur í þeirri grein í samræmi við mann kynið á frumst. sínu. áður en það fann eldinn, sem síð an hefur verið talinn beztur með ýta sonum. Öll rit Náttúrulækningaíé lagsins eiga sammerkt í því að vara menn við neyzlu kjöts og fiskjar, sem er aðal framleiðsluvara þjóðarinnir og liún hefur lifað góðu lííi á um rúmar 10 aldir, og get- ur ekki án verið, ef vel á að fara um heilsu hennar og starfsþrek. Hver trúir því, að kjöt og fiskur sé skað- leg neyzluvara, þar sem menningarþjóðir, sem eru langt á undan okkur í þekk- ingu á manneldi, sækjast eftir þessari vöru, framleiða hana sjálfur eftir ýtr- ustu getu og kaupa hana fyrir mikið verð, hvar sem hægt er að fá hana keypta? Sagt er að sumir, sem mest Veizlan Framhald ar 1. síðu sýnt, að ekki yrði komizt aft- ur til Reykjavíkur sömu leið og farið var þaðan. Þóttust embættismenn mega til með að komast í bæinn, því þar biðu mörg skyldustörf. Þá var gripið til þess að senda eftir varðskipi, og átti lað að flytja menn í bæinn. Várðskipið kom á vettvang, og gengu gestir um borð. Sjór var heldur illur, en fátt um sjóveikismeðul. Þótti ekki annað vænlegt til bjargar, en grípa til örþrifaráða þeirra, er vel myndu reynast. Hófst þá að nýju veizla um borð í varðskipinu, og gengu menn að drykkjarföngum fremur af nauð en lyst fyrst í stað. Þó kom svo, að drykk- irnir fóru að svífa á menn, að ölið gekk betur niður, og hóf st nú á ný kátínan. Menn voru nú miklu spakari við drykk- inn og vildu fæstir minnast lofsyrða né — orða frá deg- inum áður, enda fór veizlu- haldarinn ekki fram á slíkt. Þegar til Reykjavíkur kom, þökkuðu menn Guðmundi veizluna með handabandi, og kváðust sumir ekki hafa set- ið slíkan gleðskap í langa tíð, en aðrir minntust óljóst ein- hverrar bæjarstjórnarveizlu, boðið austur fyrir fjall, en þar sem gestum hafði verið aðeins helmingur þeirra var fæær um að fara úr bifreiðum á Kambabrún, til þess að skoða hið fagra útsýni það- an. Nokkrir blaðamenn, sem höfðu verið í förinni, gengu til skrifstofa sinna og rituðu greinar um ágæti Guðmund- ar, en Tíminn sá ástæðu til þess að ónotast út af öllu sam- an. Ástæðan: Tímaliðinu þótti Guðmundur ekki hafa gert nógan „bisniss" við Helga Ben. 1 Vestmannaeyj- um. Á laugardaginn kom þó yfirlýsing frá framsóknar- arminum í fjárveitinganefnd, þar sem Guðmundi var hælt fyrir skyldurækni, enda munu fáir bera honum hið gagn- stæða á brýn. Frá Morgun- blaðinu var ekkert að frétta. Þingmannaveizla hafði verið á Hótel Borg kvöldið áður Er það satt að nokkrir erfiðleikar séu á að fá reikninga Sjómannadagsráðsins klára? iélagefraun isíendinia- sagnaúfgáfunnar Vegna hinna miklu vin- sælda er getraun íslendinga- sagnaútgáfunnar hlaut, hef- ur útgáfan ákveðið að stofna til annarrar getraunar,en þó í smærri stíl og á skemmri fordæma kjötneyzlu á dag- inn, éti kjöt með góðri lyst á nóttunni. P. Jak. tíma en hin var. ÞRJÁR spurningar verða lagðar fyrir þá er vilja taka þátt i þessari getraun, en það er öllum heimilt, og eru þær allar úr síðasta flokki út- gáfunnar, Riddarasögum fjórða til sjötta bindi, er út kom í síðasta mánuði. Spurningarnar eru þessar: 1..... „séð hef ég slíka mjöl sælda og eta sjálfir sáðirnar". - (Hver sagði þessa setningu, og hvar stendur hún í Riddara- sögum IV.-VI.?) 2. Sá er illa fallinn að berj- ast, er eigi kann vopn- um verjast. (Hvar stend- ur þessi setning í Ridd- arasögum IV-VI.?) 3. Hann var svo snar og fót- hvatur, að hann hljóp eigi seinna né lægra í loft upp en hinir fræknustu menn á báðum fótum framlangt. (Við hvern á þessi mann- lýsing og hvar stendur hún í Rddarasögum IV.- VI.?) Úrlausnum í getraun þess- ari skal skila fyrir kl. 12 í miðnætti 4. jan. 1952 og verð ui dregið á þrettándanum G. jan. Verðlaun fyrir rétt svor verða sem hér segir: 1. verð- laun kr. 300,00. 2.-3. verð- laun eintak af Þiðreks sögu af Bern, eða andvirði þess kr. 100,00, ef sá er verðlaun hlýtur, hefur þegar keypt Þiðreks sögu, er dráttur fer fram. Svörin þarf eigi að senda á einn sérstöku eyðublaði. heldur skulu send íslend- ingaútgáfunni, Pósthólf 73, Reykjavík, í bréfi eða sím- skeyti. Fyrirspurn til biskups 1. Hversvegna var prestakallafrumvarpið ei borið undir söfnuði lands- ins áður en það var lagt fyrir Alþingi 2. Er það með leyfi bisk- ups, að talið er að sum- staðar sé messað 3-4 sinn- um á ári á Austurlandi? 3. Hefur biskup leyft sum- um prestum t. d. hér Austanfjalls og í Borgar- firði og víðar að hætta við að húsvitja og taka manntal? 4. Er það með leyfi bisk- ups, að prestur einn í Borgarfirði hafi verið ár- um saman óslitið í út- löndum og alltaf fengið full laun, en prestakall hans verið prestlaust á meðan? Er það með leyfi bisk- ups að talað er um að hinu forna höfuðbóli kirkj unnar í Árnesi á Strönd- um verði skipt og helm- ingurinn tekinn af öllum jarðargæðum og hlunn- indum? 6. Á Hið gamla fræga höfuðból kirkjunnar Auð- kúla í Húnavatnssýslu, að bútast sundur í smábýli? 7. Er það með leyfi bisk- ups að prófastur enn norðanlands er búsettur og starfandi suður í Hafn- arfirði? 8. Hvað eiga þessir 2 nýju aðstoðarprestar að gera, sem prestakallafrum varpið gerir ráð fyrir að bætist við, án þess að hafa nokkuð embætti eða starf? Eiga þeir að hjálpa hin- um útslitnu á Austur- landi, eða taka manntal í Ölfusinu, eða vera lífverð- ir biskups?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.