Alþýðublaðið - 31.05.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1922, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ BnÉba. Þansig nefnist bezta kýrin á Htfanneyri, og sennilega bezta kýria á landinu — Hún er íædd 33 október 1913. Hún er rauð dumbótt, kollótt, i meðallagi stór og með breitfc og fallegt júgur. A slðasta skýrslu ári, — l.» okt 1920 til 30 sept 1921, — bar hsiE 16. okt., tekih á gjöf 1 okt. og hleypt úfc, ásnmt hinum kún um 15 júní Þetta skýrala ár mjólk aði teún 5139 kg. Hún át 1015 kg. a( töðu, 1372 kg. útney, 2013 kg. vothey, 207 kg. sild, 59 kg. síldarmjöl Og 102 kg. rúgmjöl, eða 3350 fóðureiaingar alls. Hún stóð að eins 2 vikur geld, Af þurheyi íekk faún aldrei meira en 10 fcg ú, dag. Hún vegur 390 kg. Eiras og áður er - getið, mun Ðumba vera bezta kýrin bér á landi. Það eru að minsta kosti ekki til skýrslur svo kunnugt sé um er sýni, afl kýr hér hafi mjólkað jafn mikið og hún. Þæ> kýr, er sá veifc um, er þetta fitar, að skilað hafi mestri ársnyt, eru þessar: Fulltrúaráðsfundur í kvöld (miðvikudag) kl. 8. 1. Kro3si frá Rauðará mjólk&ði 1905—06, 4833 Htra. 2. Reiður írá Artúaum mjólkáði 1908—09, 4715 Iftra. 3. Pósta frá' Rauðará, mjólkaði 1905—06, 4697 litra. 4. Grana frá Hvarfi mjóikaði, 1884—85, 4677 lítra 5. Búttoiia írá Þverá í Lsxárdal œjólkaði 1869—70, 4557 Utra. Þessar tvær siðasttöldu kýr, fengu að eins hey, og átu 8—9 kg af töðu í mál, og virtist ekki verða meint af. Það voru hraustar skepnur — og gagnlegar „Freyr.* sffiafm agns afíöló. Htnar margeftirspurðu góðu BSvensku" Suðsplötur og Ofnar af mörgum stærðum er »ú aftur komið tii E. Jensen. Skólivörðusttg 14 — (Slmi 258 ) Alþbl. er blað allrar Alþýðu. Ra|magiil kosfar 12 atira á kilovattstniii. Raffeitun verður ódýrasta, hrein- legastá og þægilegasfca hitunin. Strauið með raibolta, — það kostar aðeins 3 aura á kiukku- stund. Spaiiö ekki ódyra rafmagn- ið í sumai, og kaupið okkar ágætu rafofna og rafstraujárn. Hf. Rafmf. Hltl & X.jé® Laugaveg 20 B — Síabi 830. Belðltjól srljábremifl og viðgeið i Faikanam. Alþbl. kostar I kr. á mánufli. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. 1 Frentsmiðjan Gutenberg. Edgm? Ric* Burroughs. Tarzan. sin hálfpartin fyrir það, að hafa setið hlægjandi og horft ástaraugum í augu sem svöruð á sama hátt, meðan þessir tveir menn er unnu henni svo mjög, liðu ýmis- 'konar þjáningar hennar vegna. En ástin er skrítið afl, og eðli mannsins ekki sídur, svo hún bar fram spurninguna, enda þótt hún væri ekki sá heygull að reyna að réttlæta það fyrir skin- semi sinni. Hún hataðist við sjálfa sig fyrir það, en hún spurði nú samt. „Hvar er skógarmaðurinn, sem fór ykkur til hjálpar? Því kom hann ekki". „Eg skil yður ekki", mælti Clayton. „Hvern eigið Þér'við?" „Þann, sem hefir bjargað okkur öllum — sem bjarg- að mér frá górillaapanum". „Ó—o", hrópaði Clayton undrandi. „Var það hann, sem bjargaði yður? Þér hafið ekki sagt mér neitt af æfintýri yðar; segið mér það nú". „En hvar er skógarmaðurinn", endurtók hún. „Sáuð í>ið hann ekki? Þegar við heyrðum skotið úr skópinum — að eins þö óminn — fór hann frá mér. Við vorum srétt komin að rjóðrinu, og hann þaut af stað í áttina til bardagans. Eg vissi að hann fór til pess að veita ykkur lið". Röddin var því nær ásakandi — látbragðið hafði á sér geðshræringarblæ, Clayton hlaut að veita því át- hygH-, og hann furðaði á því, hvers vegna hún var svo hrærð — svo áfram um að vita hvar þessi undravera yar.. Hann rendi ekki grun i hið rétta, enda ekki við því að búast. Honum féll þetta þó ekki í geð, o'g vá'rð þungt niðri fyrir. Hann vissi ekki hvernig á því stóð, en i brjöst hans var sáð fyrsta sáðkorni afbrýðissemi og tortryggni við apamanninn, sem hann þó átti líf sitt að launa.. „Við sáum hann ekki", svaraði hann dræmt. „Hann kom ekki til okkar". Svo bætti hann við eftir augna- bliksþögn: „Ef til vill slóst hann í för með sínum eigin flokki — mönnunum Isem réðust á, okkur". Hann vissi ekki hvers vegna hann sagði þetta, því hann trúði því ekki sjálfur; en ástin er undarlegt afl. „Nei", sagði hún áköf — alt of áköf, fanst honum. „Það er óhugsandi. Þeir voru svertingjar — hann er hvitur maður — pg göfugmenni". Clayton varð vandræðalegur. Afbrýðissemin sauð í honum. „Hann er ókunnur, og hálfvilt skógardýr, ungfrú Porter. Við þekkjum hann ekkert. Hann hvorki skilur né talar nokkurt evrópumál — og skrautgripir hans og vopn eru sama tegund og svertingjar á vesturströnd Afrtku nota". Clayton bar ótt á. „í hundruð milna fjarlægð eru engir menn aðrir, en villimenn. Hann hlýtur að heyra til þeim flokki, sem réðist á okkur, eða einhverjum jafningjum þeirra — lík- lega er hann líka mannæta". Jane fölnaði. „Eg trúi þvl ekki", sagði hún í hálfum hljóðum. „Það er ekki satt. ÞjSr skuluð sjá", sagði hún við Clayton, „að hann kemur aftur, og þá mun hann sanna, að þér hafið rangt fyrir yður. Þér þekkið hann ekki eins vel og eg. Eg skal segja yður, að hann er göfugmenni". Clayton var maður heiðvirður og kurteis, en það var eitthvað i rödd stúlkunnar og þessari áköfu vörn hennar, sem ruglaði hann og gerði hann órökvísan. Hann gleymdi öllu því, sem þessi hálfgerði skógarguð hatði fyrir þáu gert, og það lá við að illmensku brigði fyrir 1 svip hans og rödd, er hann svaraði Jane. „Ef til vill hafið þér á réttu að standa", mælti hann^ <„en eg held við þurfum ekki að ómaka okkur með þvtj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.