Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins JÓN Arnar Magn- ússon tugþraut- arkappi gekk um helgina frá fé- lagaskiptum frá Breiðabliki yfir í FH. Auk þess að keppa fyrir hönd FH-inga, sigursæl- asta frjáls- íþróttaliðs landsins, mun Jón Arnar að- stoða við þjálfun fjölþrautarmanna félagsins. Jón Arnar hefur um árabil verið fremsti frjáls- íþróttamaður lands- ins og mun örugg- lega reynast FH-ing- um vel. Hann var á síðasta ári með besta árangur Íslendings í 200 metra hlaupi, 400 m hlaupi, 110 m grindahlaupi, stang- arstökki, langstökki og í tugþraut þar sem hann hefur ver- ið á meðal tíu bestu í heimi undanfarin ár. Jón Arnar gekk í raðir Breiðabliks í ársbyrjun 2001 eftir að hafa keppt í átta ár fyrir lið Tinda- stóls á Sauðárkróki. FÓLK  ÍR-ingarnir tveir í landsliðshópn- um, Hreiðar Guðmundsson mark- vörður og Ingimundur Ingimund- arson skytta, hvíldu í leiknum gegn Tékkum í gær.  SVO virðist sem Túnisbúar séu um margt líkir Íslendingum. Altént var verið að gera Íþróttahöllina í El Menzha, þar sem B-riðillinn er leik- inn, tilbúna alveg fram á síðustu stundu. Auglýsingar á gólfi hall- arinnar voru meðal annars frá ís- lenskum fyrirtækjum eins og Ice- landair, Steypustöðinni, Íslands- banka og fleirum. Í kringum völlinn voru einnig auglýsingar frá íslensk- um fyrirtækjum, svo sem Rarik, Bílanausti, Ingvari Helgasyni og Epal.  DAGINN fyrir mótið var íþrótta- húsið gríðarlega drullugt en fjöl- margir sjálfboðaliðar og verkafólk höfðu greinilega lagt hart að sér til að höllin liti sem best út þegar flautað yrði til leiks því allt var orð- ið hreint og fínt í tíma. Reyndar var verið að þvo gluggana að utan þremur klukkustundum áður en fyrsti leikurinn hófst og eins var verið að sópa áhorfendastæðin og hreinsa koldrullug plastsætin.  ÍÞRÓTTAHÖLLIN er dálítið sér- stök því hún er hringlaga, með hvolfþaki líkt og Laugardalshöllin. Gólfið sjálft er hringlaga og sæti allt um kring þar sem 3.500 áhorf- endur geta fylgst með leikjum. Parketgólf er á húsinu en á það var lagður sérstakur dúkur með hand- knattleiksmerkingum. Leikmenn voru nokkuð sáttir við dúkinn, sögðu hann ágætan.  DANIR voru ekki sannfærandi í fyrsta leik sínum á heimsmeistara- mótinu. Danir öttu kappi við Grikki og lögðu þá með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að Grikkir höfðu haft einu marki yfir í hálfleik, 15:14. Danir lentu fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik og þeir áttu í hinu mesta basli með baráttuglatt lið Grikkja. Danir geta öðru fremur þakkað markverði sínum, Kaper Hvidt, fyrir sigurinn því hann varði oft á tíðum meistaralega. Sören Stryger var markhæstur í liði Dana með 11 mörk.  SVÍAR gjörsigruðu Ástrala, 49:16. Svíar höfðu eins og tölurnar gefa til kynna mikla yfirburði. Þeir komust í 12:1 og voru yfir í leikhléi, 22:5. Jonas Källman, Johan Pett- ersson, Stefan Lövgren, Fredrik Lindahl, og Marcus Ahlm voru at- kvæðamestir í liði Svía með sex mörk hver.  JALIESKY Garcia skoraði 6 mörk fyrir Göppingen þegar liðið tapaði fyrir Granollers, 30:28, í æf- ingaleik í Þýskalandi um helgina. Við bara töpuðum áttum strax íupphafi og náðum aldrei að ráða við varnarleik Tékkanna og þrátt fyrir að Rol- and [Eradze] væri að verja vel í upp- hafi þá tókst okkur aldrei að leika varnarleikinn almennilega, vorum of staðir. Í sókninni létum við Tékkana brjóta alltof mikið á okk- ur, lukum sóknunum illa og fyrir vikið var okkur refsað með hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru. Undir lok fyrri hálfleiks náðum við aðeins að rétta úr kútnum, eða svo virtist en þá köstuðum við bolt- anum frá okkur skipti eftir skipti. Í stað þess að vera þremur mörk- um undir í hálfleik voru við sex mörkum undir,“ sagði Viggó sem taldi kjark í mannskapinn í hálf- leik, en virtist hafa talað fyrir daufum eyrum því ekki tók betra við á upphafsmínútum síðari hálf- leiks. Þegar allt virtist vera komið í kalda kol þá snerist allt skyndi- lega á sveif með íslenska liðinu? „Það urðu bara algjör hamskipti auk þess sem Tékkar höfðu ekki líkamlega burði til að halda í við okkur. Við erum einfaldlega í betri líkamlegri æfingu. Eitt skýrasta dæmið var undir lokin þegar þeir voru farnir að kasta boltanum á máttlausan hátt út af,“ sagði Viggó sem viðurkenndi að það hefði farið virkilega um sig að sjá hversu illa lið hans var leikið lengst af leik. Stóð inni í teig og skoraði „Þegar öllu er á botninn hvolft, og við erum ánægðir með annað stigið úr því sem komið var, þá má einnig segja að Tékkar geti ekki kvartað yfir að hafa unnið annað stigið, ekki hreinlega tapað báðum. Þeir gátu tapað leiknum. Þrítug- asta og fjórða mark þeirra kom eftir að Filip Jicha hafði tekið fimm skref auk þess sem hann stóð inni í vítateignum þegar hann skaut,“ sagði Viggó sem hafði ým- islegt við dómgæsluna í leiknum að athuga og lét það óspart í ljósi jafnt og þétt annan leikinn. Upp- skar hann m.a. gult spjald síðla leiks fyrir kröftuglegt öskur. Viggó segist hafa reynt fjögur varnarafbrigði, hann hafi verið óhræddur við að breyta leik liðsins þegar illa gekk og það hafi að lok- um skilað árangri því fjórða varna- rafbrigðið 5/1 gekk fullkomlega upp og sló öll vopn úr höndum Tékka. „Við vorum alltaf að breyta og reyna, gáfumst aldrei upp, það var málið. Ég skipti fjórum sinn- um um vörn í leiknum og rétt með- al fannst loksins, það var 5/1 vörn- in, en það mátti ekki tæpara standa,“ sagði Viggó sem sagði Arnór Atlason hafa staðið sig afar vel, jafnt í vörn sem sókn eftir að hann sendi hann inn á þegar tæp- lega 20 mínútur voru eftir. Arnór hafi leikið stórt hlutverk í 5/1 vörninni. Beið eftir Guðjóni Val „Frábær leikur hjá Arnóri, hann var reyndar klaufi að skora ekki í tvígang úr góðum færum. Markús Máni lék einnig einstaklega vel og einnig Ólafur Stefánsson. Guðjón Valur Sigurðsson var mjög mis- tækur lengi vel en bætti það upp á lokakaflanum þar sem hann stóð sig vel. Ég beið eftir honum, hafði þolinmæði til þess og hann borgaði fyrir það, annars var ég alveg við það að skipta Guðjóni út fyrir Loga og hafði reyndar sagt honum að vera klár. Sprengikrafturinn fram á völlinn var mikilvægur og Guðjón hafði hann þegar mest þurfti á að halda,“ sagði Viggó. Spurður af hverju Markús Máni, Guðjón Valur og Alexander Pet- ersson hafi leitað mjög mikið inn á miðjuna í sókninni í fyrri hálfleik í stað þess að teygja á vörn Tékka með því að ógna meira út í hornin sagði Viggó það ekki hafa verið svo auðvelt. „Tékkar léku alveg rosalega góða vörn og því var okk- ur þröngt skorinn stakkurinn. Oft tókst okkur vel upp við að opna vörn Tékka en þá brást mönnum bogalistin gegn markverðinum eða þá að skotið var framhjá. En í seinni hálfleik tættum við Tékkana í sundur og vorum í raun algjörir klaufar að gera ekki enn betur því bæði Einar Hólmgeirsson, Arnór og fleiri voru klaufar að láta verja frá sér í opnum færum,“ sagði Viggó. Staðan var aldrei vonlaus „Ég hugsaði að sjálfsögðu aldrei þannig að staðan væri orðin von- laus í síðari hálfleik, verandi níu mörkum undir, en það skal fúslega viðurkennt að útlitið var ekki gott. En við hættum aldrei og það sýndi sig að leikslokum að staðan er aldrei algjörlega töpuð. Með ótrú- legri þrautseigju tókst okkur að saxa á forskotið á skömmum tíma. Við verðum hins vegar að draga lærdóm af fyrstu 40 til 45 mín- útum leiksins. Það er nauðsynlegt að leika í 60 mínútur af þeim krafti sem við lékum af síðustu 15 mín- úturnar. Við getum það og ég und- Morgunblaðið/RAX Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarþjálfari og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari höfðu nóg að gera við að stjórna sínum mönnum undir lok leiksins gegn Tékkum. Ég man ekki eftir öðru eins „ÉG man ekki eftir öðrum eins umskiptum á leik, en á lokakafl- anum þá sýndum við einfaldlega að við erum í miklu betra lík- amlegu formi en Tékkarnir og mætum því hér til mótsins rosalega vel undirbúnir þótt andlega hliðin hafi ekki verið í lagi fram af,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn við Tékka, 34:34, síðdegis í gær. Ívar Benediktsson skrifar frá Túnis „Tékkar geta líka verið sáttir við sitt stig,“ segir Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari Jón Arnar Jón Arnar Magnússon til liðs við FH-inga RÚSSAR höfðu betur gegn Alsír, 28:22, en þjóðirnar leika í sama riðli og Íslendingar. Rússar, sem mæta til leiks með mikið breytt lið, gekk illa að hrista Alsíringa af sér. Rússar höfðu þó undirtökin allan tímann og voru fjórum mörkum yfir í leikhléi, 16:12. Eduard Kokcharov var í miklum ham í liði Rússa og skoraði 16 mörk. Slóvenar, sem Íslendingar eiga í höggi við á morgun, áttu ekki í vand- ræðum með að leggja Kúveita að velli. Slóvenar unnu með 17 marka mun, 34:17. Kokcharov með 16 fyrir Rússa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.