Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 10
KNATTSPYRNA
10 B MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÝSK dagblöð skýrðu frá því í gær að Bayern
München, stærsta knattspyrnufélag Þýskalands,
hefði boðið Borussia Dortmund fjárhagsaðstoð. Í
Bild birtust myndir af forráðamönnum félaganna
að heilsast á hóteli í Düsseldorf. Forráðamenn
þeirra vildu ekki ræða málin, nema hvað Karl-
Heinz Rummenigge hjá Bayern sagði að félag sitt
hefði hjálpað Dortmund á áttunda áratugnum og
það kæmi til greina að gera það aftur. „Bayern á
heiður skilinn fyrir að koma okkur til aðstoðar,“
sagði Reinhard Rauball, forseti Dortmund, við Bild.
Dortmund, sem varð þýskur meistari 2002 og
Evrópumeistari 1997, glímir nú við stærsta skulda-
hala í sögu þýskrar knattspyrnu og hefur boðað
miklar aðgerðir til niðurskurðar. Samkvæmt Bild
hefur verið rætt um að Bayern veiti Dortmund
vaxtalaust lán eða láni félaginu leikmenn, og þar
eru nefndir til sögunnar þeir Vahid Hashemian og
Samuel Kuffour.
Fær Dortmund
hjálp frá Bayern?
ARSENAL endurheimti annað sætið
í ensku úrvalsdeildinni með 1:0 sigri
gegn Newcastle en Dennis Berg-
kamp skoraði eina mark leiksins.
Ensku meistararnir eru samt sem
áður 10 stigum á eftir Chelsea sem
er í efsta sæti. Þetta var fjórða
markið sem Bergkamp skorar í vet-
ur. Shay Given markvörður New-
castle átti stórleik á Highbury og
bjargaði sínum mönnum frá enn
stærra tapi.
Arsena Wenger og Graeme Sou-
ness lentu í harkalegum orðaskiptum eftir að
Lee Bowyer fékk gult spjald fyrir að brjóta á
Patrick Vieira. En gengi Newcastle hefur átt
erfitt uppdráttar að undanförnu.
Newcastle var nálægt því að ná einu stigi er
stundarfjórðungur var eftir af leiknum en þá
sendi Alan Shearer knöttinn á Lee
Bowyer sem þrumaði að marki en
Almunia markvörður Arsenal bjarg-
aði glæsilega.
Vieira varaði leikmenn Chelsea við
því að baráttunni um meistaratitilinn
væri ekki lokið. „Við munum gera
þeim erfitt um vik, auðvitað er staða
þeirra sterk, en það er allt mögulegt
enn sem komið er. Við trúum á það
sem við erum að gera og munum
halda áfram að berjast. Þessi leikur
sýndi að við erum ekki dauðir úr öll-
um æðum,“ sagði Vieira.
Thierry Henry segist ekki hafa áhyggjur af
því að hafa ekki skorað í fimmta leiknum í röð.
„Það er nóg að skora eitt mark og ég hef ekki
áhyggjur af því hvort ég skori eða ekki – á
meðan við erum að vinna leiki,“ sagði Henry.
Vieira: „Við höfum enn ekki gefið
upp vonina í baráttunni um titilinn“
Patrick Vieira
FÓLK
JOSE Mourinho knattspyrnu-
stjóri Chelsea segist ekki hafa
áhuga á að hafa David Beckham í
sínu liði né aðrar stjórstjörnur í liði
Real Madrid. ,,Það eina sem þú
þarft er sterkur hópur leikmanna en
ekki Hollywoodstjörnur. Mínar efa-
semdir tengjast ekki hæfileikum
þeirra heldur treysti ég ekki þessari
stjörnumynd,“ segir Mourinho.
STEVE Bruce knattspyrnustjóri
Birmingham er á höttunum eftir
tveimur varnarmönnum Newcastle,
Oliver Bernard og Andy O’Brien ef
marka má fréttir í The Mail í gær.
NIGEL Quashie, skoski miðju-
maðurinn sem Southampton keypti
á 140 milljónir króna frá Ports-
mouth í síðustu viku, verður frá æf-
ingum og keppni næstu vikur og
jafnvel mánuði. Quashie, sem átti að
spila sinn fyrsta leik fyrir South-
ampton gegn Liverpool á laugar-
daginn, meiddist á hné á æfingu fyr-
ir leikinn og er talið að meðslin séu
alvarleg.
SAMI Hyypia varnarmaðurinn
sterki hjá Liverpool getur ekki spil-
að með sínum mönnum þegar þeir
etja kappi við Watford í síðari leik
liðanna í undanúrslitum ensku
deildabikarkeppninnar í knatt-
spyrnu á morgun. Hyypia varð að
fara af leikvelli vegna meiðsla í
mjöðm þegar Liverpool tapaði fyrir
Southampton í fyrradag.
SVISSNESKI landsliðsmaðurinn
Bernt Haas hefur yfirgefið herbúðir
enska úrvalsdeildarliðsins WBA og
mun hann leika með franska liðinu
Bastia. Haas gerði sex mánaða
samning við félagið. Hann er 26 ára
gamall og lék 36 leiki á síðustu leik-
tíð er WBA tryggði sér sæti í efstu
deild á ný. Bryan Robson sagði við
leikmanninn að hann gæti ekki lofað
honum sæti í leikmannahóp liðsins.
ENSKI landsliðsmaðurinn Jerm-
ain Defoe segir að hann hafi ekki
áhuga á því að yfirgefa herbúðir
enska úrvalsdeildarliðsins Totten-
ham. Hann er 23 ára gamall og hef-
ur verið orðaður við flest stórlið
Evrópu undanfarin misseri og er
Chelsea eitt þeirra liða sem nefnd
hafa verið til sögunnar. „Ég ætla
mér að ná árangri með Tottenham.
Það spyrja mig allir hvert ég sé að
fara þar sem búið er að opna fyrir
kaup og sölu á leikmönnum. En
svarið er einfalt, ég er ekki að fara
eitt né neitt,“ segir Defoe við Daily
Mirror. „Ég ætla að láta verkin tala
úti á vellinum enda er það það eina
sem ég get gert,“ bætti hann við.
UGO Ehiogu varnarmaður Middl-
esbrough gæti orðið frá keppni
vegna meiðsla í allt að sex vikur, en
hann er meiddur á hné og verður í
gipsi næstu vikurnar. Ehiogu er 32
ára gamall. Hann hefur átt í vand-
ræðum vegna hnémeiðsla og nú er
svo komið að hann getur ekki æft
með liðinu.
Manchester United hefur ekkitapað í ensku úrvalsdeildinni í
síðustu 13 leikjum en liðið hefur þrátt
fyrir það ekki náð að minnka forskot
Chelsea.
„Chelsea leikur gríðarlega vel og
mér sýnist að leikmenn liðsins muni
ekki gera nein mistök. En við ætlum
að halda okkar striki og árangur okk-
ar að undanförnu mun hjálpa til í öðr-
um keppnum,“ sagði Ferguson en
fyrri leik liðsins gegn Chelsea lauk
með markalausu jafntefli.
Hann hrósaði Cristiano Ronaldo
eftir leikinn gegn Villa og sagði að
portúgalski landsliðsmaðurinn hefði
aldrei leikið betur með Manchester
United.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins
og var gríðarlega ógnandi frá upp-
hafi til enda. „Hann mun skora 10
mörk í vetur og hann hefði átt að
skora 2–3 mörk í þessum leik. Það er
gott að hafa leikmann í sínum röðum
sem getur breytt leikjum okkur í
hag.“
Darren Fletcher meiddist í leikn-
um og verður ekki með gegn Chelsea
og fyrirliðinn Roy Keane tekur út
leikbann.
Rio Ferdinand lék með Man. Utd.
að nýju eftir að hafa verið frá vegna
meiðsla síðustu þrjá leiki.
Baráttan um fjórða sæti ensku úr-
valsdeildarinnar verður spennandi
enda gefur það sæti rétt til þess að
leika í Meistaradeild Evrópu á næstu
leiktíð.
Alan Curbishley knattspyrnustjóri
Charlton segir að leikmenn Everton
muni ekki hafa það sem til þurfi það
sem eftir lifir deildarkeppninnar en
Everton tapaði á heimavelli 1:0 gegn
Hermanni Hreiðarssyni og félögum.
Matt Holland skoraði eina mark
leiksins í fyrri hálfleik en Charlton er
nú í 5. sæti ásamt Liverpool og
Middlesbrough, sjö stigum á eftir
Everton sem er í því fjórða.
„Ég er viss um að aukin spenna
hefur hlaupið í leikmenn Everton eft-
ir að þeir vissu að Liverpool tapaði
gegn Southampton. Þeir vissu að
þeir gátu aukið bilið í 10 stig með
sigri gegn okkur. En ég tel að þeir
muni ekki höndla það álag sem fylgir
því að vera í fjórða sæti deildarinn-
ar,“ segir Curbishley.
David Moyes knattspyrnustjóri
Everton blæs á ummæli Curbishley
og segir sitt lið vera í góðri stöðu og
muni halda áfram að koma á óvart.
Everton hefur tapað sex leikjum á
leiktíðinni en í öllum þessum leikjum
hafa andstæðingarnir verið frá
London. Aðstæður á Goodison Park
voru skelfilegar og segir Moyse að
leggja þurfi nýtt gras á völlinn á
næstu vikum – ástandið sé skelfilegt.
Iain Dowie knattspyrnustjóri
Crystal Palace segir að félagið muni
ekki falla úr úrvalsdeildinni án þess
að berjast fyrir lífi sínu fyrst. Hann
var stoltur eftir 3:0 sigur liðsins gegn
Tottenham á laugardag en fyrr um
daginn hafði Southampton lagað
stöðu sína í botnbaráttunni með því
að leggja Liverpool að velli.
Leikmenn Palace skoruðu mörkin
á síðasta stundarfjórðungi leiksins og
Andrew Johnson skoraði 14. mark
sitt á leiktíðinni. En þetta var aðeins
5. sigur liðsins í vetur í úrvalsdeild-
inni. „Við vissum hvernig hafði farið í
Southampton og ég er afar stoltur af
leikmönnum liðsins sem sýndu að
þeir gefast aldrei upp. Það þarf að
draga þessa stráka á hárinu,
öskrandi, niður í 1. deild. Þeir ætla
sér ekki að falla,“ sagði Dowie.
Wayne Routledge vængmaður
Palace var í kastljósinu þar sem hann
hefur neitað að skrifa undir samning
við félagið og á dögunum bauð Tott-
enham um 180 millj. kr. í leikmann-
inn en því boði var hafnað.
„Routledge er atvinnumaður,
leggur sig fram á æfingum og mætir
á æfingar þegar hann á frí. Hann hef-
ur rétt til þess að gera það sem hann
telur rétt, en hann er ekki að svíkja
Crystal Palace, hann er enn einn af
okkur,“ sagði Dowie en stuðnings-
menn Palace sýndu það í verki á
leiknum að þeir eru ekki ánægðir
með að Routledge vilji ekki semja við
félagið á ný.
Martin Jol knattspyrnustjóri Tott-
enham sagði sína menn hafa leikið
langt undir getu en þetta var þriðji
leikur liðsins í röð án sigurs.
„Ef menn ætla sér eitthvað í þess-
ari deild þá verðum við að vinna leiki
á borð við þennan. Við vorum langt
frá okkar besta,“ sagði Jol.
Lokamínútur leiks Norwich gegn
Middlesbrough voru ótrúlegar enda
voru gestirnir frá Middlesbrough 4:2
yfir er ein mínúta var eftir af leikn-
um.
Það ótrúlega gerðist, heimamenn
voru 4:1 undir er 10 mínútur voru eft-
ir af leiknum en vörn Middlesbrough
hrundi eins og spilaborg á lokamín-
útum leiksins.
„Ég get í raun ekki útskýrt það
sem gerðist, ég get ekki haft það eftir
sem ég sagði við strákana eftir leik-
inn í búningsherberginu. Þeir skildu
það sem ég meinti en það var allt liðið
sem brást í varnarleiknum á síðustu
mínútum leiksins. Við vorum eins og
smástrákar á þessum tíma, hriplekir
og það var hrikalegt að horfa upp á
þetta,“ sagði Steve McClaren knatt-
spyrnustjóri Middlesbrough eftir
leikinn. Boro hefur enn ekki unnið
leik á árinu en næsta laugardag leik-
ur liðið í 4. umferð ensku bikar-
keppninnar gegn Manchester Unit-
ed.
„Það gefst ekki betra tækifæri til
þess að svara fyrir sig. Leikurinn
gegn Manchester United er prófraun
fyrir andlegan styrk liðsins,“ sagði
McClaren.
„Ég hef tekið þátt í slíkum leik
sem leikmaður en aldrei sem knatt-
spyrnustjóri,“ sagði Nigel Worthing-
ton stjóri Norwich. „Ég var þá leik-
maður Sheffield Wednesday, við
vorum 3:1 yfir gegn Chelsea, en leik-
urinn endaði 4:4 eftir framlengingu.
Ég efaðist vissulega um að okkur
tækist að jafna í stöðunni 3:1 en leik-
menn liðsins höfðu meira fram að
færa en ég bjóst við og þeir eiga að fá
allt hrósið.
Það má segja að laugardagurinn
hafi verið dagur botnliða deildarinn-
ar en WBA sigraði Manchester City,
2:0. Þetta var aðeins annar sigur liðs-
ins í vetur og sá fyrsti sem Bryan
Robson vinnur sem knattspyrnu-
stjóri liðsins. WBA er sem fyrr á
botni deildarinnar, með 16 stig en
Norwich er með 17 stig og South-
ampton er 18 stig.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchest-
er United, segir að Chelsea-liðið sé óstöðvandi
„Chelsea-liðið
mun ekki gera
nein mistök“
ALEX Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að bar-
áttunni um meistaratitilinn sé nánast lokið – Chelsea muni ekki
missa niður það forskot sem liðið hefur þessa stundina. En Fergu-
son ætlar sínu liði að ná árangri á öðrum vígstöðvum og koma þar
með í veg fyrir að Chelsea vinni fleiri titla en enska meistaratitilinn.
Skotinn var afar ánægður með 3:1 sigur liðsins gegn Aston Villa á
laugardag en á miðvikudag tekur Manchester United á móti
Chelsea í síðari undanúrslitaleik liðanna í ensku deildabikarkeppn-
inni.