Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 5
HM Í HANDKNATTLEIK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 5
Við vorum með unninn leik í hönd-unum og glopruðum honum nið-
ur á einstaklega klaufalegan hátt,
menn virtust telja að
þeir væri komnir
með örugg tvö stig.
Ég verð hins vegar
að hæla íslenska lið-
inu sem sýndi gríðarlegan baráttu-
hug þar sem það gafst aldrei upp.
Þetta stig sem við töpuðum getur
reynst okkur dýrt þegar upp verður
staðið,“ sagði Trtik og átti greinilega
þá ósk heitasta þar sem hann sat á
blaðamannafundinum eftir leikinn
að geta farið sem fyrst til þess að
lesa leikmönnum sínum pistilinn.
Trtik var ólíkt glaðbeittari á blaða-
mannafundi á EM í Slóveníu í fyrra
eftir jafntefli við Íslendinga, 30:30.
Þá tryggði jafnteflið honum sæti í
milliriðlum á kostnað Íslendinga.
„Ég hef enga aðra skýringu á
þessum síðustu mínútum leiksins en
þá að leikmenn mínir virtust orðnir
þreyttir enda komum við ekki til
Túnis fyrr en í gær [laugardadag],
degi á eftir öðrum liðum. Það voru
örugglega mistök hjá okkur að leika
tvo leiki við Þjóðverja svo skömmu
fyrir mótið, þann síðari á fimmtudag.
Síðan tókum við þá ákvörðun að fara
ekki frá Þýskalandi fyrr en á laug-
ardag. Þá flugum við til Parísar og
þaðan til Túnis. Þetta ferðalag að-
eins sólarhring fyrir fyrsta leik voru
mistök og sennilega áttu þau stærsta
þáttinn í að svona fór hjá okkur að
þessu sinni,“ sagði Ratislav Trtik,
landsliðsþjálfari Tékka.
Markús lét verulega að sér kveðaí sínum fyrsta leik á stórmóti,
skoraði sex mörk úr sjö skottilraun-
um. „Við lékum alveg skelfilega vörn
lengst af leiknum og við vissum að ef
við næðum að laga hana þá gætum
við átt allskostar við Tékkana. Viggó
barði það inn í hausinn á okkur í hálf-
leik að úrslitin væru ekki ráðin þótt
staðan væri slæm. Viggó og fyrirlið-
inn [Dagur Sigurðsson] stöppuðu í
okkur stálinu stanslaust allt leikhléið
og það skilaði sér um síðir. Það gaf
okkur aukna trú þótt það hafi reynd-
ar ekki sést á leik okkar fyrsta
stundarfjórðunginn í síðari hálfleik,
“sagði Markús sem mun sennilega
seint gleyma sínum fyrsta leik á
heimsmeistaramóti. „Tékkarnir
slökuðu á, töldu sig vera vissa um
sigur og við létum þá svo sannarlega
finna fyrir því, tókum þá hreinlega í
bólinu. Þessi síðasti stundarfjórð-
ungur var gríðarlega mikilvægur
fyrir okkur, gefur okkur vonandi
aukið sjálfstraust fyrir næstu leiki.
Það hefði verið skelfilegt að byrja
heimsmeistaramótið á því að vera
rasskelltir. Í stað þess náðum við að
brjóta niður andstæðinga okkar. Úr
því sem komið var getum við verið
mjög sáttir við úrslitin að ná jafntefli
þótt að sjálfsögðu höfum við ætlað
okkur að vinna þegar gengið var til
leiks. Næsta skref er að takast á við
Slóvenana og þá verðum við að nýta
okkur þann byr sem við fengum í
seglin á síðasta stundarfjórðungnum
í þessum leik,“ sagði Markús Máni
Michaelsson Maute.
Morgunblaðið/RAX
Ólafur Stefánsson í kröppum dansi er hann sækir að marki Tékka, sem taka hann engum vettlingatökum.
Morgunblaðið/RAX
Ólafur og samherjar fagna í
leikslok.
Markús Máni Michaelsson Maute lét mikið að sér kveða í fyrsta HM-leik sínum
„Misst-
um
aldrei
trúna“
„Þótt frammistaða okkar hafi ekki verið góð lengst af leiknum þá
höfðum við alltaf trú á því að við gætum gert betur, við misstum aldrei
vonina þótt staðan hafi ekki verið gæfuleg,“ sagði Markús Máni
Michaelsson Maute þegar hann gekk af leikvelli í íþróttahöllinni í El
Menzha. Hann skoraði 1.700 mark Íslands á heimsmeistaramóti.
+
+! *
$
,+-
!
"#"
!
"#"
!
"#"
" ! " !
$
"
%
%
$ "
$ "
&
'( !
)
*#
+,) !
)
!
-#
.
!
"/ .
!
(# "
#0
'( #
"/ 1 !
2 !
'( #
34534
36537
47577
88568
77574
37573
78577
74579
73579
7:577
78576
6;57:
7357:
76577
6:56;
7656<
79563
6:57:
*
=
"
Þjálfari
Tékka
niður-
brotinn
„VIÐ köstuðum sigrinum frá
okkur á hreint ævintýralegan
hátt, ég bara trúi því ekki að
þetta hafi gerst,“ sagði Ratislav
Trtik, landsliðsþjálfari Tékka
eftir leikinn við Íslendinga í gær.
Trtik var gjörsamlega niðurbrot-
inn, skyldi engan undra, og
mátti hann vart mæla.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Túnis