Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 15
Það var helst í tækni-
æfingum sem mun-
aði meiru á stúlkun-
um en þegar kom að
listfengi skildi leiðir, þó sem fyrr
væri ekki mikill munur. „Ég var ekki
viss um að vinna því það er aldrei að
vita hvernig til tekst og þá spilar
heppni alltaf inní, það þarf að vera
rétt stemming og maður þarf að gefa
allt sitt í æfingarnar. Það fer öllum
mikið fram, mér og öðrum, og allt á
uppleið. Ég þarf að keppa við margar
góðar auk þess að þær yngri taka
miklum framförum,“ sagði Audrey
Freyja eftir mótið. Hún hefur tvisvar
keppt á Norðurlandamóti og þó
gengið þá hafi ekki verið sem best þá
slær Audrey Freyja ekki slöku við.
„Ég fer aftur á Norðurlandamót í
febrúar og síðan jafnvel á enn fleiri
alþjóðleg mót í mars en það hefur
aukist mikið að taka þátt í slíkum
mótum því það er mun meiri alvara í
kringum íþróttina núna og við erum
að nálgast aðrar þjóðir. Það er upp-
bygging í gangi. Ég æfi allt að þrisv-
ar á dag og oft eru teknar miklar
tarnir. Þá er allt tekið fyrir en sér-
staklega fyrir mót er farið yfir æfing-
ar sem á að sýna.“
Keppni fer fram á tveimur dögum.
Fyrri daginn fá keppendur æfingu á
ísnum að morgni en keppt er í svo-
kölluðum stuttum æfingum síðar um
daginn og þá þurfa allir að sýna
ákveðin atriði, svo sem stökk, snún-
inga og fleira. Seinni daginn er æfing
að morgni en síðar eru svokallaðar
frjálsar æfingar, sem eru þrjár og
hálf mínúta þar sem keppendur sýna
sínar bestu hliðar með öllum þeim at-
riðum sem þeir geta.
Góður grunnur
Sarah Hanrahan var annar af er-
lendum dómurum á Íslandsmeiara-
mótinu en hún er frá Englandi og
hefur nokkra reynslu af slíkum störf-
um. Hún var hér fyrir nokkrum ár-
um, kom síðan aftur í fyrra og er
ánægð með þróunina. „Ég sé mikinn
mun á getu keppenda, sérstaklega
frá ég því að kom hingað fyrir þrem-
ur árum því standardinn hefur hækk-
að gríðarlega. Þar munar mest um að
grunnurinn er mun betri og á því er
hægt að byggja tækni og listfengi
enda sé ég margar efnilegar stúlkur
sem gætu spjarað sig síðar á alþjóð-
legum mótum,“ sagði Hanrahan eftir
mótið. Undir þetta taka forráðamenn
í Skautasambandinu, sem sjá aukn-
ingu í yngri flokkunum þar sem góð
uppbyggingin skilar fleiri og betri
skautastúlkum í eldri flokkana. For-
ráðamennirnir tóku samt skýrt fram
að þeir vildu fleiri stráka á svellið.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Keppendur í kvennaflokki á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum 2005 sem fram fór í Egilshöll í Grafarvogi. Frá vinstri Hild-
ur Ómarsdóttir, silfurhafinn Írís Kara Heiðarsdóttir, sigurvegarinn Audrey Freyja Clarke og Ásdís Rós Clarke sem varð í þriðja sæti.
Audrey Freyja Clarke
sigraði í fjórða sinn
FJÓRÐA árið í röð hampaði Akureyringurinn Audrey Freyja Clarke
sigri þegar Íslandsmeistaramótið í listhlaupi á skautum fór fram á
skautasvellinu í Egilshöll um helgina. Þó sigurinn væri ekki mikilli
hættu mátti lítið útaf bregða því það getur verið hált á svellinu og
mótherjar narta í hæla hennar.
Stefán
Stefánsson
skrifar
TIM Clark frá Suður-Afríku fagn-
aði sigri á SAA-mótinu í Durban í
dag en mótið er hluti af Evr-
ópumótaröðinni. Þetta er í annað
sinn sem Clarke vinnur þetta mót
en þá fór mótið einnig fram á
Durban-vellinum. Fyrir síðasta
keppnisdaginn voru fjórir kylf-
ingar frá Suður-Afríku jafnir en
Clark var sá eini sem hélt höfði á
síðasta keppnisdegi á meðan
Hendrik Buhrmann, Titch Moore
og Tjaart van der Walt léku yfir
pari.
Clark lék á 66 höggum í dag og
var samtals á 15 undir pari eða
273 höggum. Hann var sex högg-
um betri en Gregory Havret frá
Frakklandi og Charl Schwartzel
frá Suður-Afríku. Havret lék á 69
höggum á lokadeginum og
Schwartzel lék á 68 höggum, en
þeir ógnuðu aldrei sigri Clark.
„Ég er gríðarlega ánægður
með sigurinn þar sem ég setti
mikla pressu á sjálfan mig að
leika vel í þessari viku. Ég lék
ekki mikið golf fyrir þetta mót en
ég vissi að ég væri á réttri leið, en
þetta eru líklega bestu hringirnir
sem ég hef leikið á undanförnum
misserum. Ég fékk gríðarlegt
sjálfstraust með því að bjarga tví-
vegis úr sandglompum. En næsta
markmið mitt er að vinna mót ut-
an Suður-Afríku enda veit ég að
ég get unnið hvaða mót sem er,“
sagði Clark sem fékk tæplega 10
millj. kr. fyrir sigurinn.
Darren Clarke sem var stiga-
hæsti kylfingur mótsins, í 14. sæti
heimslistans, lék vel á síðasta
keppnisdeginum en hann endaði á
8 höggum undir pari og náði því
að vera í 4.–8. sæti eftir afleita
byrjun á mótinu. Clarke hefur lít-
ið æft og leikið á undanförnum
mánuðum þar sem eiginkona
hans greindist með krabbamein á
ný. Hann hafði í hyggju að draga
sig í hlé á þessu ári en eiginkona
hans, Heather, hvatti hann til
þess að halda sínu striki.
Trevor Immelman frá Suður-
Afríku sigraði á þessu móti í fyrra
og árið þar á undan, en hann náði
sér ekki á strik og endaði í 40.–43.
sæti á einu undir pari. Immelman
lék á Canon-mótinu á Íslandi s.l.
sumar á Íslandi.
Clark
með
stál-
taugar
AP
Clark með verðlaun sín.
Tryggvi verður fjórði nýi leik-maðurinn sem gengur í raðir
FH fyrir komandi tímabil. Hinir
þrír eru Auðun Helgason sem kom
frá Landskrona, Ólafur Páll Snorra-
son frá Fylki og Daninn Dennis
Siim.
Tryggvi kom til Íslands á laug-
ardaginn en fyrir helgina hafnaði
hann tilboði frá sínu gamla félagi
Stabæk í Noregi og tók þá ákvörðun
að ganga að tilboði FH en að
minnsta kosti fjögur lið úr úrvals-
deildinni hafa sóst eftir kröftum
hans þegar ljóst var að hann fékk
sig lausan frá sænska liðinu Ör-
gryte.
Hef taugar til félagsins
„Hugurinn sagði mér að velja
FH. Ég hef taugar til félagsins.
Faðir minn er mikill FH-ingur,
bróðir minn spilar með yngri flokk-
um félagsins og ekki skemmir fyrir
að fara til besta liðsins,“ sagði
Tryggvi við Morgunblaðið í gær.
Tryggvi, sem er þrítugur að aldri,
hefur leikið erlendis síðustu sjö árin,
með Tromsö, Stabæk og Örgryte.
Hann hóf ferlinn með ÍBV, lék með
Eyjamönnum í efstu deild, 1992–93,
með KR 1994 og aftur með ÍBV
1995–97 áður en hann skipti yfir til
Tromsö. Hann hefur leikið 88 leiki í
efstu deild hér á landi og skorað í
þeim leikjum 56 mörk. Þá á hann að
baki 39 landsleiki og hefur í þeim
leikjum skorað 9 mörk.
Eins og áður segir er þó ekki al-
veg víst að Tryggvi leiki með FH-
ingum í sumar því ef Tony Pulis,
knattspyrnustjóra Stoke, líst vel á
Tryggva og hann stendur sig með
liðinu það sem eftir lifir tímabilsins
hefur Stoke möguleika á að gera við
hann samning.
„Ég lít á förina til Stoke fyrst og
fremst sem góða upphitun fyrir Ís-
landsmótið. Ég er ekkert að hugsa
mikið lengra. Ef tilboð kemur frá
Stoke þá kemur það bara,“ segir
Tryggvi.
Stoke vantar tilfinnanlega marka-
skorara en liðið hefur ekki skorað
mark í síðustu sex deildarleikjum og
eftir ágæta byrjun í deildinni en lið-
ið komið niður í 16. sæti.
Tryggvi til FH – lánaður
til Stoke fram til vors
Tryggvi Guðmundsson
TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður, hefur ákveðið að
ganga til liðs við Íslandsmeistara FH og er ráðgert að hann skrifi
undir þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið í dag. Tryggvi kem-
ur þó ekki strax til FH-inga því enska 1. deildarliðið Stoke hefur náð
samkomulagi um að fá hann að láni út tímabilið, með möguleika á
kaupum standi hann undir væntingum.