Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1952, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 03.11.1952, Blaðsíða 1
5. árgangur Mánudagnr 3. nóv. 1952. 40. tölublað. SVIK BYGGINGARNEFNDARINNAR Á KELÐUM Eg A'il ekki draga það lengur að láta koma íyrir al- inenningssjónir reynslu mína af réttarfarinu í þessu landi. í framhaldi af þ\í, sem ég hef áður skrifað um bygg- ingarframkvœmdirnar á Keldum í Mosfellssveit, og um svik þau og falsanir, er nafn mitt var notað til að svíkja fé út úr Kockefellerstofmmiiini. I>að virðist \ era grýtt og torsótt leið fyrir almúgamaim að ná réti sínum í þessu landi, cinkum og sér í lagi þegav s\ ik og prettir eni verndaðir af ríkisstj. íslands. Og þar sem ég hef nú fengið staðgóða reynslu af réttarfari þessa lands, aeí la ég að skýra frá reynslu minni í þesu máli. J júnímánuði 1951 stefndi ég fyrir sáttanefnd Keykja- víkur, ráðherruuum lir Eysteini Jónssyni og lir. Birni Ólafs- syni, á tilteknum stefnudegi mætti þá aðeins fulltrúi frá f jár- ni^laráðuneytinu en enginn frá menntamálaráðuneytinu. A þessum sáttafundi sagði fulltrúi f jármálaráðuneytisins hr. Sigurður Áskellsson, orðrctt: „Þetta fer eklíi í mál, þetta er rétt hjá mannimmi og verður greitt“. Eg bað þá sátta- semjara um að þetfa yrði bókað og var svo gert. Málafærslu- maður minn sagði mér svo síðar, að f jánnálaráðherrann hr. Eysteinn Jónsson hefði samþykkt þetta fyrir sitt leyti. Elisábet 2. Englandsdrottning sést liér á myndiimi sem yfir- foringi skozku varðanna. Myndin var tekin við athöfn þá, sem nefnist „Trooping the eolour“ og er atliöfnin sama dag og hiim opinberi fæðingardagur drottningar er lialdinn hátíðlegur. leynilögreglu- , maður Crtll Eftir Austin Ripley Óheppni leigubílstjórinn Eg hélt nú að málið væri til lykta leitt, og ég mundi fá leiðréttingn á rangindum þeim er ég var beitur þar sem þetta fékk svona góðar undir- tektir hjá sjálfum fjármála- ráóherranum. En þetta reynd- ist þó dálítið öðruvísi, orð þessara manna var ekkert að marka, lét ég þá málið fara í unclirrétt. Þar gerðist lítið, nema það að lögfræðingur rík- isstjórnarinnar hr. Hannes Guðmundsson krafðist þess, að dýrtíðaruppbót sú er mér átti að hafa verið greidd, yrði dregin út úr málinu. Á þessu sést hvað málstaður þeirra var góður, að taka það mál út úr, sem einmitt var kjarni málsins og einmitt það mál, sem málshöfðun mín byggðist á. Meðan þetta stóð yfir bár- ust mér í hendur gögn, sem gerðu það að verkum, að ég tók málið úr undirrétti og hugðist reka það á öðrum vettvangi, eins og síðar mun sagt verða. f sumar er leið, skrifaði ég svo um málið í Mánudagsblað- ið og bar þar á skrifstofu Húsameistara ríkisins að nafn mitt hefði verið notað til að svíkja fimmtíu þúsund doll- ara út úr Rockefellerstofnun- inni, ásamt jöfnu f ramlagi frá ríkissjóði, og átti mér að hafa verið greit þetta, sem dýrtíð- aruppbót. Skrifstofa Húsa- meistara svaraði þessu ekki, og reyndi ekki með einu orði að hrekja skýrslu þá, sem ég birti í blaðinu. Þegar sýnt var að þetta mundi ekki vekja Húsameistara til rannsóknar í máli þessu, sneri ég mér til Sakadómara og krafðist máls- höfðunar. Fulltrúi sakadóm- ara lofaði að rannsaka málið og senda svo málskjölin til dómsmálaráðuneytisins. Þeir háu herrar í dómsmála- ráðuneytinu, voru nú ekki al- veg á því, að láta embættis- lausan iðnaðarmann ná rétti sínum. Þann 22. október til- kynnir sakadómari mér að dómsmálaráðuneytið leyfði ekki frekari aðgerðir í mál- inu Þannig er þá réttarfarið á Islandi á því herrans ári 1952. Þá var það að ég sneri mér til þess manns, er ég hélt, sök- um embættis síns, ætti öðrum fremur áð gæa sóma þessa lands. Þessi maður er rektor Háskóla fslands, dr. Alexandr er Jóhannesson. I maí mán- uði 1950 fæ ég viðtal við rektor Háskólans, dr. Alex- ander Jóhannesson, og spyr hann þá hvort hann fylgist með gerðum dr. Björns Sig- urðssonar í f jármálum Keldna byggingarinnar. Rektor segir það vera og segir að Björn Sigurðsson hafi gert vel við mig, þar sem ég hafi fengið greiddar sex hundruð þúsund krónur. Eg sagði honum þá að ég hefði ekki fengið eina ein- ustu krónu af þessum pening- um, hrukku þá rektor þessi orð af munni: „Svona eru þessir andskotans kommún- istar.“ Eg bjóst nú við að rektor mundi bregðast við og hreinsa svikin við Rockefellerstofn- unina af Háskóla íslands. Mér er ekki sársaukalaust að segja frá því, að reyndin hef- ur orðið allt önnur. Rektor Háskóla íslands reyndist ekki hafa þrek eða manndóm til að hreinsa sig og æðstu menntastofnun þjóðarinnar af þessu óþverramáli, og er þar með orðinn samsekur þeim er svik fé á fölskum forsendum út úr Rockefellerstofnuninni. Ekki get ég skilið svo við Framhald á 2. síðu. Brown, leisubílstjóri, benti á hræið ai' ttauðum manni, sem sat uppréttur í miðju aftursætinu. „Þessi maður var að tala við kvenmann fyrir framan liótelið, þegar mig bar þar að með far- þega. Hann veifaði mér um það bil, sem ég var að fara þaðan og' bað mig' að aka sér að Burling ton vega mótunum. Eg' þekkti stytzlu leið- ina, en kvensan sagði mér að aka aðra leið yfir gamla liolótta veg- inn og þegar liann sagði að það væri rétt, þá fór ég þá lcið. I»ess vegua tók það mig svo' langan tima a ðkomas't þaugað“. „Haltu áfram“, sagði Forney prófessor. „Sannast bezt sagt, þá veit ég ekki hvernig hann fékk þcnnan hníf í lijartað. Eg nam aldrei staðar, slapp við öll umferðar- ljósin og þegar ég kom að vega- inótunum og' hann lireyfði sig ekki, þá sneri ég mér við og sá hnífinn á kafi í brjósti hans. Það var ljósastaur rétt lijá svo að það var augljóst. Eg fann aðeins púlsinn á hon- um og flýtti mér á lögreglustöö- ina. Eg visgi að hann var dauður. Eg hef séð mörg lík um æfina. En. hvernig þessi hnífur kornst í lijartaö á honiun, nema að hann hafi rekið liann í sig sjálfur, veit ég ekki.“ „Var konan há eða lávaxin?“ „Smávaxin og grönn — en dálítið lagleg." „Var farþeginn, sem þú iórst með á liótelið hona?“ „Já . . . eldri kona.“ „Þú ert að Ijúga Brown. svo að ég tek þig fastan“, greip prófess- orinn fram í. Hvernig vissi prófessor Fordnev að Brown var aö ljúga? Lausn á síðu 8. Antlxony Eden, utanríliisráðlierra Breta, sést hér tala í útvarp og skýra Jijóðinni frá mikilverðum málum. Gaman væri ef Bjami Bcn. gerði liið sama.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.