Mánudagsblaðið - 03.11.1952, Blaðsíða 2
MÁNUDAG8BLAÐIB
Mániídagur 3. nóv. 1952.
Svik bygpipmefndarinnar..
• •
Framhald af 1. sifiu.
embættismenn Háskóla ís-
lands í þessu máli að ég minn-
ist ekki próf. Jóns Steffensen,
sem var í byggingarnefnd
rannsóknarstofnunarinnar á
Keldum. Honum bar skylda til
að Ieita umsagnar minnar,
hvort ég hefði fengið þessa
svokölluðu dýrtíðanippbót áð-
ur en Rockefellerstofnunin
var beðin um meira fé. Þetta
er því furðulegra, þar sem
mér er kmmugt um af fyrri
viðskiptum mínum við próf.
Jón Steffensen, að hann er
maður aðgætinn í f jármálum
a. m. k. á eigið fé. Það var þvi
ekki nema eðlilegt að hann
grenslaðist eftir hvort ég
hefði fengið þessa peninga,
sem dýrtíðaruppbót.
Þetta er í stuttu máli reynsia
alþýðumanns af embættis-
mannastétt þessa lands. Leið-
inlegast er þó, að yfirmaður
æðstu menntastofnunar lands
ins, sem er falið að kenna og
ala upp embættismenn þjóð-
arinnar, skuli ekki i-eyna til,
að hreinsa sig af þessu ljóta
máli. Hvei’s má þjóðin vænta
af hinum ungu embættis-
mönnum þessarar stofnunar,
því hætt er við, að eftir höfð-
inu dansi limirnir.
Til glöggvunar fyrir al-
menning', vil ég nú hér á eftir
rekja forsögu þessa máls, og
skýra frá forsendum þessarar
viðureignar minnar við áður-
nefnda og eftirtalda embætt-
ismenn íslands.
Það skeði í nóvember 1948
að ég hitti út á götu dr. Björn
Sigurðsson, sem var þá og er
enn yfirmaður rannsóknar-
stöðvarinnar á Keldum.
Var þá nýlega -búið-að aug-
Iýsa í Ríkisútvarpinu að Há-
skóli Islands hefði fengið að
gjöf frá Rockefellerstofnun-
inni 50.000.00 dollara, gegn
jöfnu íramlagi frá ríkissjóði
íslands. Viðbót þessi var feng
in á þeim forsendum að bygg-
ingarkostnaður raunsóknar-
stofurmar á Keldum, hefði
farið langt fram úr áætlun.
Eg segi þá við dr. Bjöm,
að það sé gleðilegt að heyra
að þeir skuli hafa fengið þetta
viðbótar fé, og þar sem þessir
peningar hafi fengizt út á alla
bygginguna, því ekkert var
undandregið í auglýsingunni,
þá muni ég fá tjón mitt bætt
líka. Þá segir döktorinn, og
þeim orðum mun ég seint
gleyma. „Þig varðar ekkert
tun þetta og kemur þér ekk-
ert við, mér er akkúrat sama
þótt þú tapir öllu þínu, mér
gerir það ekkert til.“ Eg sá þá
að hér var ekki við mann að
eiga, og kom það þó betur í
ljós síðar. En margt skeður
á langri leið, og upphöfst nú
ganga mín frá Heródesi til
Pílatusar, þ. e. a. s. milli ráðu-
neytaima, sem þessi mál
heyrðu undir. I fyrstu virtist
það s\ro að málaleitan mín
mundi ætla að bera árangur,
því að núverandi dómsmála-
ráðherra Bjami Benediktsson
sagði, að ég ætti siðferðilegan
rétt til að fá tjón mitt bætt,
þar sem viðbóarféð hefði feng
izt út á mitt tap líka. En starfs
mannaklíkan í menntamála-
ráðuneytinu var nú ekki al-
deilis á því, að láta málið fá
sæmilega afgreiðslu, því
skömmu seinna er ég átti tal
nm þetta mál bæði við
mennta- og f jármálaráðuneyt-
ið, vildu ráðherrar ekkert við
mig tala og að því er mér virt-
ist helzt vilja eyða málinu.
Eg komst að því að mótstaðan
gegn mér var mest frá skrif-
stofu menntamálaráðuneytis-
ins.
Þá var það í maí mánuði
1950, að ég fékk Jón Arin-
bjömsson til að endurskoða
reikninga mína yfir Keldna-
bygginguna, en þannig liittist
á að samtímis var verið að
endurskoða i-eikninga frá
skrifstof u Húsameistara fyrir
sömu byggingu í menntamála-
ráðuneytinu. Er við vonrm að
vinna að þessu á skrifstofu
Jóns, er hringt til hans frá
menntamálaráðuneytinu og
var það Ásgeir Pétursson lög-
fræðingur, sem spyr Jón að
því hvernig standi á að Svein-
björn sé að fara fram á við-
bótargreiðslur, þar sem búið
sé að greiða honum sex hundr-
uð þúsund krónur í xlýrtíðar-.
uppbót. Við Jón sátum hlið
við hlið, á skrifstofu hans, er
þetta samtal fór fram, og
heyrði ég því orðrétt hvað
þeim fór á milli.
Jón féklc svo að. sjá þessi
plögg til Rockefellersfcofnun-
arinnar, og reyndust þau vera
með stimpli Húsameistara rík-
isins. Tveim dögum síðar en
þetta samtal fór frarn kom ég
á skrifstofu Ásgeirs Péturs-
sonar í menntamálaráðuneyt-
inu, og bað ég þá um að fá að
sjá kvittanir frá mér fyrir
þessum sex hundruð þúsund
krónum. Lögfræðingurinn fór
allur hjá sér við þessa bón
mína, og sagði að þetta væri
misskilningur með þessa
greiðsiu til min, það hefði vei’-
ið fært í skakka línu hjá þeim
í bókhaldinu. Eg sá fljótlega,
að hér vai' ekki allt með
felldu, og hér mundu vera svik
í taflinu, og sagði við lögfræð-
inginn Ásgeir Pétursson, að
það lcæmi út á eitt hvort prett-
irnir úr þeim væru færðir í
efri eða neðri línu í einhverri
bók, þeirra fyrirætlun væri
mér alveg Ijós. Síðan minntist
ég þess við lögfræðinginn, er
ég vissi deili á, að hann skyldi
heldur reyna að feta í fótspor
föður síns, er aldrei hefði ver-
ið bendlaður við neitt mis-
jafnt.
Því næst lét ég útrætt um
þetta við lögfræðinginn, ég sá
að liann var að framkvæma
skipun húsbænda simia, og
væri því þýðingarlaust að
vera að karpa við hann. Eg
hitti þá Hanes Davísson á
slcrifstofu Húsameistara rík-
isins, og spurði hann að hvort
þaö hefði verið tekið út á mitt
nafn sex hundruð þúsund
krónur. Hannes Daviðsson
segir þá orðrétt. „Þú hefur
aldrei fengið eina krónu af
þessum peningum, og þar af
leiðandi aldrei gefið neina
neina kvittun fyrir þessu fé.
En þar sem þú varst eini verk
takimi, þá urðum við að skrifa
þig fyrir þessum peningum,
til að ná svona hárri upphæð
hjá Rockefellerstofnuninni.“
Eg bað þá Hannes að lofa
mér að sjá afrit af þessum
plöggum, sem þeir hefðu sent
Rockefellerstofnuninni, og
var það auðfengið. Plöggin
voru auðvitað skrifuð á
ensku, og stimpluð með
stimpli Húsameistara ríkisins.
Eg sneri mér þá til húsa-
meistara hr. Einars Erlends-
sonar og skýrði lionum frá
þessu. Honum kom þetta mjög
á óvart, og lofaði að rannsaka
máhð. Eg bað um að fá afrit
af þessum pappírum og vár
það veitt, en af einhverjum
ástæðum hafði orðið eftir af-
rit fyrir hálft árið 1947, og
drógst því á langinn að ég
gæti snúið mér að frekari að-
gerðum í málinu. Seinnihluta
ái-sins 1951 fæ ég svo afrit
það er mig vantaði, og urðu
þá svikin augljós hverjum
heilvita manni.
Eg vil nú birta tölur þær, er
bókfærðar voru á skrifstofu
Húsameistara, sem greiðslur
til mín, en ég aldrei fengið.
Arið 1946 greitt verktaka, Sveinbirni Hristjánssyni kr. 633.000.00
Árið 1947 greitt verktaka, Sveinbirni Kristjánssyni — 227.000.00
Árið 1947 greitt verktaka, Sveinbirni Kristjánssyni — 459.839.20
Árið 1947 greitt verktaka, fyrir aukavinnu og efni — 58.892.31
Árið 1948 greitt verktalca, Sveinbirni Kristjánssyni — 143.349.31
Árið 1948 greitt verktaka fyrir aukavinnu og efni — 358.648.02
Z z Samtals kr. 1.880.728.79
En raunverulegar greiðslu til mín fyrir ofanrituð
tímabil voi’u aðeins .............................. kr. 1.270.700.00
Mismunur ........................................... — 610.028.79
sem er hin falsaða upphæð.
Það er leitt til þess að vita,
að jafn heiðarlegur og vamm-
laus maður og próf. Guðjón
heitinn Samúelsson var, að
þessi fulltrúi við Keldnabygg-
inguna, Hannes Davíðsson,
skyldi svívirða nafn hans síð-
ustu dagana, sem hann lifði,
með því að nota stimpil hans
til þessa verks.
Þeir félagar Bjöm og
Hannes höfðu tungur tvær og
töluðu sitt með hverri. Skýrsl-
urnar voru nefnilega tvær, ein
fyrii’ Rockefellerstofnunina,
og hin fyrir rikissjóð íslands.
Skýrslan til Rockefellerstofn-
unarinnar varð að vera 492.-
000.00 krónum hærri en
skýrslan til ríkissjóðs Islands.
Byggingarnefnd rannsókn-
arstöðvarinnar á Keldum átti
samkvæmt útboði að útvega
verktalca innflutningsleyfi
fyrir timbri til byggingarinn-
ar. En einnig þar þurfti hm
fengsama hönd dr. Björns Sig
urðssonar að grípi inn í.
Doktorinn rauk nefnilega ó-
beðinn í að panta timbrið frá
Kanada, sem þá var allt að
1/3 dýrara en frá Norðurlönd-
um, en það kom fljótlega í
Ijós hvað það átti að þýða.
Doktorinn vissi sínu viti. Níels
Karlsson kaupmaður var feng
inn til að annast um móttöku
og afgreiðslu þessa timburs,
og gerði hann það. En nú kem-
ur doktorinn á Keldum til
skjalanna og borgar timbrið,
og fær vitanlega af því ríf-
legar prósentur eða 13.25%
í algjörðu heimildaileysi, því
hann átti ekki að gera annað
en útvega innflutningsleyfið.
Reikningurinn var svo sendur
inn og miklu dýrara en það
þurfti að vera, og fá svo ríf-
legan afslátt og gera hvergi
grein fyrir þeim peningum?
Eg vil láta þess getið, að ég
skrifaði Rockefellerstofnun-
inni og gaf henni yfirlit yfir
minn byggingarkostnað eins
og hann raunverulega var.
Þeir urðu mjög undrandi
yfir þessu misræmi í reikn-
ingunum frá mér og Húsa-
meistara, sögðust vonast til
að ríkisstjórn Islands sæi
sér fært að borga mér tap
mitt að fullu.
Nú vil ég spyrja háttvirta
alþingismenn, alla, sem einn.
Eni ekki þau lög, sem þið setj-
ið þessari þjóð ætluð til að
vernda alla þegna hennar
jafnt? Ef svo er, hefur þá
dómsmálaráðherrann, Bjami
Benediktsson leyfi til að
banna rannsókn í þessu máli,
sem ég leyfi mér að kalla fjár-
svik, þó aldrei nema það sé
framið af mönnum í hæstu
embættum. Embættismönnum
ríkisstjórnarinnar. Eg krefst
bessvegna, að ef lög og lýð-
ræði er enn við líði í okkar
unga lýðveldi, þá sé þessi ó-
sómi þveginn af þjóðinni og
mér greiddir þeir peningar,
sem sviknir voru út á mitt
nafn hjá Rockefellerstofnun-
inni. Eg krefst þess að þeir
sem að þessu stóðu verði sótt-
ir til saka. Eg mun nú innan
tíðar skýra Rockefellerstofn-
uninni f rá þessari smánarlegu
málsmeðferð verði ekki þegar
í stað brugðið til réttrar máls-
meðferðar, svo ég nái réttí
til innheimtu á skrifstofu
Húsameistara án þess að gef-
inn væri eyris afsláttur. Húsa-
meistari sagði mér að þessi
afsláttur hefði hvergi komið mínura j 1>essu raáli
fram á reikningum Keldna-;
b'ýggingarinnar. Þó lét hann
þess getið að á reikningsafrit-
unum til Raclcefellerstofnun-
arinnar stæði, rabbat af
tinxbri 6.910.00 kr. Hvaða
heimild hefur opinber starfs-
maður ríkisins til svona vinnu-
’bragða? Fyrst að panta óbeð-
| Með lögum skal land
byggja, með ólögum eyða,
munið það góðir íslendingar.
Reykjavík, 27, október 19þ2.
Sveinbjörn Kristjánsson
byggingarmeistari.
Hofteig 12.
Myndin er af Clement Attlee, fyrrverandi forsætisráðherra
Breta og konu hans. Attlee er nú formaður konmiglegu
stjómarandstöðnnnar.