Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Qupperneq 8
DREINUIANNAÐ
Skattskránni seinkar — Leikhúsliornið — Börnin og
í|>róttavöllurinn — Kósinkranz og forsetastúkan.
ÞVf ER BÖRNUM EKKI LEYFT að sitja fyrir
framan grindurnar á Iþróttavellinum ? Þessi litlu grey
eru troðin undir, þegar margt er á vellinum og hrakin
víðsvegar. Forráðamenn vallarins ættu að sjá um að
snáðarnir njóti leikanna engu síður en fullorðnir.
Auk þess finnst oss, að krakkar, allt að 10—11
ára að aldri ættu að fá frían aðgang. íþróttahreyf-
ingin nýtur styrks og henni ber skylda að hlúa að
áhuga yngstu borgaranna.
ÞAÐ VEKUR ANDÚÐ áhorfenda, að Rósinkranz
og vinafólk hans skuli alltaf vera að flækjast í for-
setastúku Þjóðleikhússins. Stúkan á að vera tóm,
nema þegar forseti og fylgdarlið hans nota hana.
STJÖRNARFLOKKARNIÍt hræðast nú kosning-
arnar meira en góðu hófi gegnir og beita ýmsum
brögðum til þess að breiða yfir syndir sínar.
Síðasta bragðið er það, að seinka útkomu Skatt-
skrárinnar þar til kosið hefur verið.
Skráarófétið átti að koma út fyrir kosningar, en
skyndilega fékk prentsmiðjan skipun irm það að vinna
hægt að henni og m. a. sleppa allri aukavinnu. Þessi
ráðstöfun nægir til þess, að skráin kemur ekki út
fyrr en eftir kosningar.
Jæja, GUNNAR HANSEN er nú kominn í ljósa-
dýrð Bachmanns í Þjóðleikhúsinu. Hann á að setja
upp „Private lives“ eftir Noel Coward í haust, og verð-
ur það sennilega fyrsta sýningin þar. Þá er og hjalað,
að Nitouche-óperettan verði flutt þar.
Víst er talið, að „Landið gleymda“ mum hirða
þann gróða, sem Þjóðleikhúsið hafði af sýningum
eins og Topaze og Rekkjunni. Sök sér ef um góða
sýningu hefði verið að ræða — en svo var ekki.
MÍR-lónleikar í
Ausfurbæjarbíó
Tveir rússneskir listamenn
liafa haldið konserta hér á
vegiun MÍR. Eru það frú
Kra.vtsenko (píanó) og herra
Lisitsian (barytón og „þjóð-
listamaður" Sovét-Rússlands
og Sovét-Armeníu).
Frúin er duglegur pían-
isti, en hún virtist ekki skilja
Chopin mjög vel. Hins vegar
var allt öðru máli að gegna
ura Rachmaninoff og Kabal-
ewski. Sérstaklega var áber-
andi hve frúin náði mikl-
um hljómi, og ræður hún yfir
unjög hnitmiðaðri tækni. —
Heildarsvipurinn yfir leik
f rúarinnar var glæsilegur, ef
til vill miklu glæsilegri en
hvað hann var innilega list-
rænn.
Barytóninn Lisistsian er af-
burðagóður söngvari. Tón-
anyndun hans er mjög góð og
raddblærinn nær alltaf við-
íkunnanlegur og stundum
mjög fagur. Þarna söng mað-
:ur, sem hafði söngtækni mjög
á valdi sínu. Efnismeðferðin
;var glæsileg og sterk. Lisitsi-
an ef vafalaust með beztu
eöngvurum, sem hér hafa
heyrzt.
Þriðjudaginn 2. júní verður
Elísabefc drofcfcning Breta
krýnd. — Krýningin verður
mjög háfcíðleg. — Myndin
sýnir drottninguna og mann
hennar, Filipus hertoga.
Pavel Lisitsian.
Mikið var klappað. Mátti
sjá og heyra, að hér var um
pólitískan konsert að ræða.
Mátti sjá það á því, að þarna
gat að líta menn og konur,
sem annars sjást aldrei á
konsertum, en því oftar á
fundum í Stjörnubíó eða í
kaffi á Miðgarði. En pólitíkin
heyrðist á því, að hinir ó-
músíkölsku konsertgestir
komu upp um sig með því að
klappa inni í miðju lagi, sem
er alþekkt. Var klapplið þetta
auðþekkjanlegt.
Ef þessi póhtiski músík-
svipur er frá tekin, svo óekta
sem fcann var, þá var þessi
konsert mjög ánægjulegur.
Bakk.
Hneykslið að Keldum
BÆTUR. Þurfti hann að' fá sam-
þykki rektors til þessa lítilræðis
sökum þess, að þetta viðbótarfé
— 50 000 dollarar — frá Rocke-
fellerstofnuninni átti svo að koma
sem GJÖF TIL HÁSKÓLA ÍS-
LANDS. Þannig virðist rektor
Háskólans bera yfirábyrgð á
þessu viðbótarfé. — En maðurinn
er góðhjartaður og virðist taka
það nærri sér að skýra sjálfur'frá
sannleikanum opinberlega.
4. Hr. Einar Bjamason er að
reyna að bera blak af byggingar-
nefndinni á Keldum. Það er nú
með þessar 227 000 krónur, svo
virðist sem allir hafi flaskað á
þeim. Hr. Ásgeir Pétursson sagði,
að eftir skýrslum að dæma væri
búið að greiða mér G00 000 krón-
ur í dýrtíðaraukningu, og sama
sagan var með rektor Háskólans,
hann tók þær sem sjálfstæðar
tölur.
Kem ég þá að játningu Bjöms
á Keldum. Hann segir, að tölurn-
ar í skýrslum til Rockefellerstofn-
unarinnar séu að öllu leyti réttar,
og hefur það verið staðfest af end
urskoðunardeild fjármálaráðu-
neytisins, en SVO KEMIIR játn-
ingin. Þar stóð: Til verktaka fyr-
ir aukaefni og vinnu kr. 358.648,02,
en þar liefði þá átt að standa, ef
verktakarnir voru margir: Til
ýmissa verktaka. Og hverjir em
þeir þá, þessir „ýmsu verktakar“?
1. Húsameistari ríkisins.
2. J. Þorláksson og Norðmann
selur nokkra poka af sementi.
3. Ýmsir reikningar um 20.000
krónur.
4. Axel Kristjánsson Rafha sel-
ur gips.
Þetta nægir til að sýna óheil-
indin. En svo kórónar nefndin
þetta með því að þetta sé falsað í
ógáti, eins og stendur í Þjóðvilj-
anum 13. nóv. 1052. Ja, þetta eru
nú menn, sem blakta! En þið,
góðu herrar í stjóraarráðinu, haf-
ið ekki mótmælt amerísku skýrsl-
unuffl.
Sveinbjöm Kristjánsson.
MÁNUDAGSBLA&IÐ
Opinber ákœra á heudur
landlækni?
Landlæknir er sem kunnugt
er ritstjóri og útgefandi rits,
sem nefnt er Heilbrigðisskýrsl
ur, og gefið er út árl., og sent
víða um lönd, þar á meðal til
.Heilbrigðisstofnunar Samein-
uðu þjóðanna*. Rit þetta hef-
ur aðeins, eða á að hafa aðeins
eitt markmið, að gefa hlut-
lausa skýrslu um heilbrigðis-
ástand þjóðarinnar. Þeir hér-
lendir menn, er undanfarin ár
hafa lesið skýrslur þessar,
munu hafa veitt því athygli,
að inn á milli hinna fróðlegu
talna eru aðfinnslur og ákæru
greinar á ýmsa slækna og
læknastéttina í heild; greinar
er minna óhugnanlega á
,,Skutul“ gamla á Isafirði, á
meðan hinn pólitíski andi Vil-
mundar Jónssonar sveif þar
yfir vötnum.
Um það skal ekki dæmt hér,
hversu mikil rök hafi hingað
til legið á bak við árlegar að-
finnslur og kærur landlæknis,
því ekki hafa heyrzt, svo vitað
sé, óánægjuraddir úr hópi
lækna né leiðréttingar.
Þungar ákæru á t\ o lækna
á Isafirði.
I síðustu heilbrigðisskýrsl-
um keyrir alveg um þverbak.
Lensar landlæknir þar fyrir
fullum seglum, með hinar
þyngstu ákærur á hr. yfir-
lækni Bjarna Sigurðsson á
ísafirði, þar sem að því er
virðist er borið á lækninn að
hann leggi líf fjölda manna í
stórhættu með holskurðaað-
gerðum að ástæðulitlu. Og rök
rétt ályktun er sú, að þetta
athæfi sé framið í gróðaskyni
Annar læloiir þar á staðnum
liggur að vissu leyti einnig
undir sömu ákæru, sem sé,
frambjóðandi Sjálfstæðis
flokksins þar, hr. Kjartan Jó-
hannsson, því flesta sjúkl-
inga leggur hann inn á sjúkra
húsið; og svo er hann enn-
fremur aðstoðarlæknirBjama
Sigurðssonar. Það er strax
hægt að fullyrða, að þessi
kæra landlæknis átti ekki
heima i heilbrigðisskýrslun-
um; hún átti beint að sendast
til viðkomandi sakadómara.
Og annað er strax hægt að
fullyrða, að kæran er öll á
sandi byggð, og gjörsamlega
óverðskulduð. Og mjög leiðin-
legt er og fullkomið hneyksli,
að slíkt og þvílíkt skuli að al-
gjörlega órannsökuðu máli
koma fyrir auga sérfræðinga
jafnvel birtast í stórblöðum
erlendum.
Það virðist alveg óhugsan-
legt annað en að bæði íslenzk
yfirvöld og læknafélagið ís-
lenzka láti mál þetta ekki af-
skipfcalaust, og hreinsi mann-
orð ágætra lækna af ófyrir-
gefanlegri lausmælgi yfir-
manns stéttarinnar. Væri ekki
ennfremur athugandi, hvort
ekki bæri tafarlaust að fá ann
an lækni fyrir ritstjóra hinna
opinberu heilbrigðisskýrslna.
Eiturlyf jamálið Islenzka
í erlendum blöðum.
I dönskum blöðum, og senni
lega í blöðum fleiri þjóða, hef-
ur verið á það minnzt, að fs-
lendingar noti alls konar eit-
urlyf umfram aðrar þjóðir. M.
a. hefur danska læknablaðið
gert þetta að frásagnarefni.
Frétt þessi er höfð eftir Vil-
mundi Jónssyni, og tekin upp
úr riti hans, Heilbrigðisskýrsl
um. Þessa eftirtektarverðu
frásögn hefur svo landlæknir
endurtekið í boðsbréfi s. 1.
sumar, og borið þær þungu á-
sakanir á læknastéttina í heild
að gefin séu út eiturlyfja-
recept í tíma og ótíma, að
ástæðulausu, og í svo miklu
magni, að um verulegar eitur-
lyfjabirgðir sé að ræða á
heimilum víðsvegar í bænum.
Það má fullyrða hér, að dregið
er yfirleitt í efa að rétt sé frá
skýrt, hvað snertir gífurlega
notkun eiturlyf já á íslandi, og
alveg fráleitt og fullkomin ó-
sanniudi, að íslenzldr læknar
séu eiturlyfjagefendur um
f ram það, sem nauðsynlegt er,
og tíðkast meðal erlendra
lækna. Þessa fruntalegu á-
kæru ber að rannsaka tafar-
Framhald á 3. síðu.
Mvað á a& gera í kviild
Gamla Bíó:
Eg þarfnast þín.
Farley Granger, Dana And-
rews — kl. 5, 7 og 9.
Nýja Bíó:
Synir banakstjórans.
Edwará G. Robinson — kl.
5, 7 og 9.
Tjarnarbíó:
Carrie — kl. 9.
Lajla — kl. 5 og 7.
AusturbæjarMó:
Þjónustustúlkan.
Jane Wyman — kl. 5, 7 og 9.
Hafnarbíó:
Státnir stríðsmenn.
David Waine — kl. 5, 7 og 9.
Stjömubíó:
Syngjmn og hlæjum.
Bob Crosby — kl. 5, 7 og 9.
-Tripolibíó:
Brunnurinn — kl. 7 og 9.
LEIKHÚS:
Þjóðleikhúsið:
La Traviata. — Ópera.
Dox-a Lindgren, Einar Krist
jánsson — M. 20.