Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Page 1

Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Page 1
Mánudagurinn 22. júní 1953, argangur 22. tölublað. - Framboðin í Reykjavík - | Ajax skrifar um: | | Xlþinjis- ! kosninjAf Óvíða á landinu er eins erfitt að segja fýrir um úrslit og hér í Reykjavík. Áhugi almennings á kosningurium. virðist ekki mikill. Mikill hluti Reykvíkinga er. orð- inn leiður á stjórnmálaþvarginu. Því fer fjarri, að annar eins kosn- ihgahiti sé í þessari kosningabar- áttu og í forsetakosningunum í fyrra. Og fjöldi fólks virðist enn ói'áðnir í því á hvaða lista það lætur atkvæði sín falla. Einkan- Jega virðist margt fólk reika á mörkum Sjálfstæðisflokksins og Lýðveldisflokksins og milli komm únista og Þjóðvamarmanna. A-lisfinn Þar eru tvö efstu sætin skipuð eins og síðast. Haraldur er efstur og Gylfi annar. í þriðja sæti er Alfreð Gíslason læknir, vinsæll maður, sem annars hefur tekið' Htinn virkan þátt í pólitík. Af þeim, sem neðar eru á listanum, vekur Grímur Þorkelsson mesta áthygli. Hann hefur verið í fram- boði fyrir kommúnista við undan- farnar kosningar, en hefur nú yfir gefið þá. Margt er á huldu um fylgi Al- þýðuflokksins í Reykjavík nú. — Sennilega missir hann eitthvað slangur af atkvæðum til Þjóð- varnarmanna. Það hefur lika heyrzt, að eitthvað af fylgi hans yzt til hægri muni fara yfir á Lýðveldisflokkinn. Þess ber að gæta, að Jónas Guðmundsson á marga vini í Alþýðuflokknum. Á hinn bóginn telja ýmsir, að Al- þýðuflokkurinn muni fá eitthvað af atkvæðum frá fyrrverandi Sjálfstæðisfólki, sem studdi Ás- geir í forsetakosningunum. Á A- listanum eru nú m. a. Björn Páls- son fli^gmaður, sem var einn helzti stuðningsmaður Ásgeirs. — Mestar líkur eru á þvi, að Al- þýðuiflokkurinn f|i aftur einn mann kjörinn í Reykjavík, og svo auðvitað einn uppbótarþing- mann. E-iÍStÍRtl Þar er Rannveig aftur í efsta sæti, en heyrzt hafði, að hún væri treg til framboðs. í öðru sæti er Skeggi Samuelsson, sem-er flutt- ur til bæjarins vestan af Fjörðum fyrir nokkrum árum. Heyrzt hef- ur, að Skeggi hafi fvrr á árum verið bendlaður bæði við komm- únista og Alþýðuflokkinn, hvað sem hæft kann að vera í því. — Flestir hinir á listanum eru kunn- ir Framsóknarmenn. Listanum er styrkur af Ingvari Pálmasyni skipstjóra, sem er harðduglegur aflamaður og vinsæll meðal sjó- manna. Athygli vekur það, að á listanum er frú Valborg Bents- dóttir, sem til skamms tima hefur verið talin gallharður kommún- isti. Það er líka erfitt að spá um fylgi B-listans. Andstæðingar list- ans halda því fram, að hjá Fram- sókn muni verða stórfellt fylgis- hrun og Rannveig muni kolfalla. Það er líka víst, að allmargt fólk, sem síðast kaus Rannveigu, gerir það ekki nú. Talsvert af vinstri Framsóknarmönnum fer yfir til Þjóðvarnar og einhverjir hægri menn flokksins til Lýðveldis- flokksins. En ég er samt ekki viss um, að Framsókn tapi eins miklu og margir halda.' Eg gæti trúað, að hún fengi nokkurn vegin sama atkvæðamagn og síðast, en auð- vitað er mjög hæpið, að það dugi nú til að koma Rannveigu á þing. Lofsöngur Timans um Rannveigu er ósköp leiðinlegur, og hún græð- ir áreiðanlega ekkert á honum. Hinsvegar gæti ég vel trúað, að hún græddi eitthvað á hinum sí- felldu skömmum í blöðum and- stæðinganna, sem oft og tiðum eru vægast sagt ósmekklegar. C-lisfinn Þar eru í efstu sætunum gömlu þingmennirnir þrír, Einar Oigeirs son, Sigurðnr Guðnason og Brj n- jólfur Bjarnason. Ekki hefur orð- ið úr því, að Sigui'ður hafi verið látinn draga sig í hlé, því að sam- komulag náðist ekki um eftir- mann hans, og vildu margir hreppa hnossið. Eðvarð Sigurðs- son, Eggert Þorbjarnarson, Snorri Jónssen, Guðgeir Jónsson og lík- lega margir fleúá. Útkoman varð sú, að gamli maðurinn varð aftur í kjöri, og það er svo sem engin skömm að honum, þetta er heið- urskarl. Hann er í eðli sínu alltaf sami afdalabóndinn, sinnugur og velviljaður, þröngsýnn og smá- glúrinn. í fjórða sæti er Gunnar M. Magnúss, baráttustjóri gegn her í landi, sem var látinn draga sig í hlé í Vestur-ísafjarðarsýslu til að fara fram í Reykjavík. Framboð Gunnars á að sýna það, að fleiri en kommúnistar standi að listan- um. En þarna hefðu kommúnist- ar getað verið klókari í vali. Jafn- vel hörðustu flokksmenn eru hundóánægðir með Gunnar og draga engan dul á það. Einkan- lega draga hinir intellektúellu dár að honum, liklega meir en hann á skilið. Naivitet Gunnars vekur megnaða kátínu í þeim sofistiseraða hópi. Annar maður á listanum, sem ekki er flokksbund- inn og aðallega styður flokkinn vegna hersetumálanna, er Lárus Rist, sem í alla staði er stórbrotn- ari og rismeiri persóna en Gunn- ar M. Magnúss. Annars eru fjest andlitin á listanum gamalkunnir kommúnistar. Þarna eru yfir- stéttarkommúnistamir gömlu frú Erla Egilsson, Kristinn Björnsson læknir og Halldór Kiljan Laxness. Þarna er líka Einar G. Einarsson lögfræðingur, sonur Guðrúnar Guðlaugsdóttur, Sjálfstæðiskon- unnar miklu--------—. Um fylgi C-listans eru spárnar harla sundurleitar. Sumir spá kommúnistum fylgisaukningar, aðrir stórfelldu hruni. Eg spái, að Framhald á 4. síðu. Er það satt, að Alþýðuflokk- urinn noti skrifstofur Trj gg- ingapstofnunar Hkisins fyrir kosningaskrifstof u ? IIinnzÉa kveðjan - | Rosenberg-hjónin bandarísku voru tekin af lífi aðfaranótt . laugardags. Þetta er ífyrsta sinni í sögu USA að njósnarar hafa verið teknir af lífi á friðartíma. — Þau hjón voru dænui til dauða fyrir tveim árum, en fullnægingu dómsins oft frest* að. Dómur þessi hlaut mikla gagnrýni af hálfu vinstri-sinna og ýmissa annarra, og bárust Eisenhower forseta mótmæli frá hópum og einstaklingum. — Myndin sýnir hjónin kveðj- ast áður en þau voru flutt hvort í 'sinn klefa. J Jónas Sveinssonf iæknir} kominn heim / Kynnti sér aðferðir við blóðhreinsun í Sviss Jónas Sveinsson læknir kom heim i síðastliðinni viltu. Læknirinn hefur dvalizt jira um tnæggja mánaða skeið. > Mánudagsblaðið náði sem snöggvast í Iækninn í gær (laugardag). Jónas Sveinsson kvaðst hafa aðal- lega dvalið I Lokarno í Srisslandi, þar sem hann kynnti sér hinar nýju aðferðir við blóðhreinsun. Hamjj, kynnti sér blóðhreinsunaraðferðir hjá Dr. Werli, sem; er nijög kunnur fyrir rannsóknir sínar á þessari ný- ung í læknarisindum. Eins og íslenzkum blaðalesendmn er kunnugt, þá hefur verið ritað í blöðin hér heima um blóðhreinsanir þessar, sem þykja hin mesta nýmig í læknafræðum. Sökum þess að Mánudagsblaðið er fullunnið á hádegi á iaugardag, vannst ekki tími til þess að spyrja iækninn nákvæmlega mn ferðina og þessa sérstökR grein, sem hann kynnti sér ytra. Vonandi fær blaðið tækifæri til að kynna þessl mál betur fyrir lesendum sínum, þegar betri túni jinnst til þess að ræða við Jónas Sveinsson. jé

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.