Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Af því, svaraði hann, af iþví hér er ekki um það að 1 hvemig þér lízt á mig. Hún glápti á hann, li •ekki — Hann horfði á hana stund- Eirkom, áður en hann skildi Bvo hló hann. Þú hefur víst farið of oft í bíó. Nei, það var ■ÍÐkki neitt svona tuddalegt, Isem ég hafði hugsað mér. Hann hristi höfuðið. Þú ert ■iekki eins sæl og þú ættir að fvera, eða finnst þér það ? ! Auðvitað er ég það. Því Jieldur þú, að ég sé það ekki? Eg hef þó augu í höfðinu. Eg sé að hjónabandið hefur ekki alveg uppfyllt allar vonir þínar. Þar skjátlast þér, og þú hef- ur engann rétt til þess að — Því tekur þú ekki það, sem þú þarfnast, þegar enginn hef ur illt af því ? Þegar það gerist með þeim manni, sem ekki hefur neinar tálsýnir um neitt ? Sem ekki skýzt í burtu með þér eða breytir líferni þínu á neinn hátt? Hvers- yegna ættir þú að kvelja þig? Það geri ég ekki Það eru einstaka konur, sem eru þannig gerðar, sagði hann ófeiminn, og þú ert ein faf þeim. Einum karlmanni mun aldrei takast að full- nægja þér. Zona setti upp stór augu, ibæði af reiði og af því að ihenni blöskraðí. Hvaða við- hjóðstal var þetta í honum? Hvaða rétt hafði hann til að segja nokkuð þessu líkt? Það var ekki satt, það var ekki satt. Var þefta í 'rauninni svona augljóst? Gátu allir séð þetta ? Eða bara menn eins og hann? Og vissi hann það eða hafði hann getið upp á því? Hana langaði til að segja hon- um, að honum skjátlaðist, og ausa úr skálum reiði sinnar yfir hann, og losna við það, ,sem hann vildi gjöra henni, en það sem hann hafði séð eða gizkað á, var alltof hræði- legt. Hún gat ekki að því gert, að hún fann til máttleysis og svo sem eins og allir gætu les ið hana eins og opna bók. Hún var hrædd og gekk frá honum. Hvað vilt þú mér? Blíðlega, eins og hann hefði saert eitthvað, sem hann elsk- aði og óskaði að bæta fyrir, laut Foster yfir hana og tók hana í faðm sér. Þegar hann snerti varir hennar þá varð hún rugluð. Henni virtist hann vera viðbjóðslegri maður en nokkru sinni áður. Samt lað- aðist hún að honum, máttlaus og töfruð. Hún hataði þennan mann af öllum lífs- og sálar- ikröftum. En hér var samt aft- ur kominn sætleikinn, sem hitaði henni meir en allt ann- að. Hún vildi ekki hafa þetta. Hún streittist í móti því, en það var ekki til noips. I ákaf- anum varð hún vör við tilfinn- inguna mn móður hennar, og 1 Theodore Pratf: ZON A l Framhaldssagan; ■ 12. (THE TORMENTED) hún gaf sjálfri sér, að ef hún gæti ekki reitt sig á sjálfa sig, skyldi hún hugsa um móður sína. Örvita hratt hún Foster burt og stökk á fætur. Hann stóð á fætur þegar hún lét dynja á honum ásakanir og skoraði á hann að hverfa burtu og lofa sér að vera í friði. Augnabliki síðar var hann farinn, hafði ekki sagt neitt, en skilið eftir þögnina, sem sagði henni, að hann mundi koma aftur, og þetta væri aðeins byrjunin hjá hon- um. Með hinum vaxandi störf- uim, sem Roger hafði með höndum og með stuðningi Lyntons Wirt, sem hann veitti honum fyrir firmað, hækkuðu laun hans jafnt og þétt. . Fyrstu sex mánuði hjóna- bandsins hafði Zona unnið öll hússtörf, að fráskildum nokkr um hreingemingum, sem unn- in voru fyrir timakaup, en í ágúst, þegar hitar höfðu geng ið í margar vikur, var Zona orðin leið á hússtörfunum. —- Daghjálpin, Gladys, byrjaði með tímavmnu. Hún reyndist vera afbragðs matselja. Zona varð fegin að hafa manneskju á heimilinu allan daginn, því það var að minnsta kosti nokk ur vöm gegn næstu heimsókn Fosters. Zona eyddi nú talsvert meiri tíma en áður við búningsborð- ið sitt. Hún reyndi að ímynda sér, að það einfaldasta væri ofureðlileg ósk hennar að vera sem fallegust. En innra með sjálfri sér vissi hún, að or- sökin átti sér dýpri rætur. — Hún varð að horfast í augu við þau sannindi, að hún reyndi ákaft að vekja Roger, þannig að hann þráði hana meira en eðlilegt var fyrir hann, svo að óskir hennar um neitt annað yrðu að hverfa. Hún reyndi að segja sér sjálfri það, að hún væri hepp- in með þessa tilraun sína. En það leið ekki á löngu áður en henni var fullkomlega Ijóst,, að hún var ekki komin nær takmarkinu en áður, um að vera fullkomlega ánægð. Það var árdegis einn dag, meðan hún sat fyrir framan búningsborðið, að hún hrökk við, þegar hringt var dyra- bjöllunni. Það kom kippur í hönd hennar, sem hélt á vara- litnum, svo að rauð rá,k var eftir á annarri kinninni. Henni geðjaðist ekki að þessu og nuddaði rákina burt, meðan hún beið eftir að Gladys opn- minningin um loforðið, semað Ijúka við andlitssnyrting- una, heyrðist ekkert hljóð í íbúðinni. Það var hingt aftur. Zona mundi allt í einu eftir því að það var fimmtudagur og frí- dagur Gladys. Hún var ein. Hún stóð á fætur, stóð kyrr nokkra stund og settist svo aftur. Hún vildi ekki opna, ekki ef það væri sá, sem hún hélt að það væri. Það var enn hringt. Hún stóð hægt upp. Það var hringt ennþá einu sinni, í því hún kom til dyr- anna. Hún hikaði, lagði hönd- ina á lokuna og hikaði aftur, svo kallaði hún: Hver er úti? Það er hann faðir þinn, Zona. Ljómandi af gleði lauk hún dyrimum upp undir eins og hljóp upp um hálsinn-á föður sínum. Góðan daginn, pabbi! sagði hún. Eg var búinn að hringja svo oft, að ég var farinn að halda að þú værir ekki heima. Eg — ég var einmitt að búa mig undir að fara í bað. Það er að minnsta kosti skemmtilegt að sjá að þér þykir mikið varið í hann föð- ur þinn. Svona á það að vera. Ef öll börn virtu f oreldra sína eins og þú, Zona, þá væri betra að lifa í heiminum. Þegar þau voru sezt í stof- unni, sagði hún: Hvernig líður mömmu? Will Dodd skimaði um her- bergið með meiri áhuga á öðr- um hlutum, áður en hann svaraði Já, henni líður vel. Það er að segja, hún heldur áfram með þessa heimskulegu spila- tíma sína. Eg hef alltaf verið mótfallinn þeirri hugmynd hennar. Það er ekki nauðsyn- legt. Einkum ekki núna, með þeim viðskiptum, sem ég hef í undirbúningi. Það er þess vegna, sem ég er kominn hing að til New York, sérðu. Hann skýrði fyrir dóttur sinni, hversu vel allt myndi fara fyrir sér. Þetta virtist býsna flókið í frásögninni og ruglingslegt, og hugmyndin sjálf var í lausu lofti. Fyrir Zonu þýddi þetta það eitt, að hann hafði nú einu sinni enn misst atvinnuna. Enginn gat notað hann til neins. Hún lét föður sinn vaða elg- inn án þess að koma með nokkrar mótbárur. Þegar hann ætlaði að fara að fara, þá stakk hún að honum sam- anbrotnum tíu dala seðli. — Hann neitaði með meiri ein aði dyrnar. En meðan hún var lægni en hún hafði búizt við. Eg get ekki tekið á móti þessu, Zona, þið Roger hafið alltaf verið svo góð við okk- ur og — Taktu hann og kauptu eitt- hvað fallegt handa mömmu, sagði hún, þótt hún vissi vel, að mamma hennar mundi ekki fá mikið af þessu, en það varð nú svo að vera. Þegar Roger kom heim um kvöldið og hún sagði honum, að faðir hennar hefði komið í heimsókn, sagði hann: Já, ég . . . og svo þa.gnaði hann. Orðin voru komin fram á varir honum áður en hann áttaði sig. Hann heimsótti þig þá líka ? spurði Zona. Hann rak bara inn höfuðið augnablik. Hvað var hann að vilja? Ekki neitt, bara bauð mér góðan dag. Zona horfði vandlega fram- an í Roger. Hann var of heið arlegur til að geta skrökvað, til að þegja yfir leyndarmáli. Hún gat séð það á andliti hans. Með lágri röddu spurði hún: Hvað gafstu honum mikið ? O, bara fimmtíu dali. Eg gaf honum tíu dali. Og hann þáði þá. Roger huggaði hana og sagði, að ekki væri nein á- stæða að fyrirverða sig, og hann varði föður hennar. Zona fór ekki til Cranston aftur fyrr en daginn fyrir brúðkaup Gracie Warrens, í lok sumarsins. Zona átti að verða brúðarmey. Gracie ætl- aði að giftast blaðamanni frá Pensylvaníu, og hún sagði, að hún væri viss um, að Zonu mundi geðjast að honum. Og Zonu geðjaðist að honum. Johnny Leonard var sjaldan allsgáður, en hafði aðlaðandi bros og var vinur þeirra, sem hann var með. Þegar hann var ódrukkinn var hann góð- ur blaðamaður. Gracie játaði, að hún hefði vitað um allan hans drykkjuskap, allt frá upphafi, og að hún ætlaði að koma honum á rétta braut. Daginn eftir leit Gracie vel út, en Zona var þó fallegri. Við brúðkaupsmiðdegisverð- inn kom líka Emest og heils- aði Zonu glaður og brosandi á svipinn. Eg heyri, að Roger sé að verða mikill maður í Wall Street, Zona, sagði hann. Já, það gengur ekki svo illa hjá honum. Það getur vel verið, að ég flytji til New York áður en langt mn liður, sagði hann, En hvað það væri gaman, Emest. Mánudagurinn 22. júní 1953. þá verður þú að koma og heimsgekja okkur. Hann hikaði eitt augna- blik áður en hann svaraði. Eg vildi óska að ég gæti það. En þú skilur víst, í rauninni á ég við, að þú skilur mig, ef ég get það ekki. Hann fór frá henni í öllum gauraganginum út af morg- unmatnum, þar sem brúðgum inn lagði mesta áherzlu á há- tíðinni. Hann skálaði við alla og við hvert tækifæri. Hann hélt ræðu, og það kom í ljós að hann var eitthvað ruglað- ur um, hvers brúðkaup það í rauninni var, sem verið var að halda uppá, og hann settist mitt í ræðunni og kyssti Gi’acie. Og þegar þau óku burt, hrópaði hann aftur til Zonu; heyrðu, brúðmey, ef hún ekki þolir mig, þá kem ég til þín. I New York rak faðir Zonu upp höfuðið aftur, einn góðan veðurdag, alveg eins og fyrr. I þetta sinn tók hún á móti homun dálítið ef ablandin. Þetta sá hann strax, og sagði. Eg hef ekki verið hjá Roger, það segi ég alveg satt. Eg hef heldur ekki efast um það. Nei, það hef ég heldur ekki gert. Eg veit að ég hefði ekki átt að geraþað í fyrra skiptið, þótt ég sjái ekki mikið rangt í því að fá smá lán. Og þegar á allt fer litið, ef ættingjarnir geta ekki .... Meðan hann hélt áfram varnarræðunni, horfði Zona á hann og sá að hann var að ljúga. Henni gramdist, og hún tók framm í fyrir honum. Gaf Roger þér nokkuð? Eg hef ekki hitt hann. Eg hef ekki séð hann síðan um daginn. Og ég skil ekki hvers vegna þú heldur að — Ó, pabbi, ég sé það á and- litinu á þér. Hann opnaði munninn til að koma með fleiri mótbárur, en síðan sagði hann. Auðvitað hefði ég ekki farið til drengs- ins, ef við hefðum ekki neyðzt til þess, Zona. Þú veizt svo ofboð vel, að ef þú eða mamma þurfið ein- hvers, þá gerum við allt sem við getum. En ekki á þennan hátt. Ekki á bak við mig. Og ekki á bak við mömmu. Það er ekki svo að — Jú, ég veit það. Eg veit hvað þú hefur gert. Það lá við að reiðin ætlaði að ná yfir- höndinni yfir henni, þegar hún horfðist í augu við breisk leika hans. Það vakti henni viðbjóð þegar henni var ljóst, að þessi veikleiki hafði gengið í arf til hennar. Það var frá honum, að ajlir erfiðleikarnir og sársaukinn stöfuðu. Og hún æpti að honum: Þú get- ur ekki hagað þér svona við mig. Þú getur ekki gert ann- að eins og þetta við mig. En Zona, hvemig geturðu talað svona við hann pabba þinn?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.