Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.03.1954, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 29.03.1954, Blaðsíða 5
5 Mánudagur 29. , marz ,1954 MÁNUDAGSBLAÐBÐ 'V Ö3BÍÍ?/ '.TJKAK; Nú eru þær svona kvenkápurnar. Litli „skóla“-strákurinn Úti var slagveðursrigning og rok þegar ég og vinkona mín lögðum af stað að sækja lítinn son hennar í ,,skólann“. Pilturinn er þriggja ára gamall og fer keikur í „skól- ann“ sinn kl. 9 á hverjum morgni og er þar til kl. 6 á kvöldin. „Skólimi“ er að sjálf sögðu eitt af hinum ágætu barnaheimilum Sumargjafar, og reyndar’er það ekki rétt að skrifa skóli í gæsalöppum, því að börnin læra margt í dag- heimilum og leikskólum þessa þarfa bai'navinafélags. Brosleit og snyrtileg ung hlý- kommulaus, og gat ekki ann- að en farið að hlæja, meðan litli ræðumaðurinn skoppaði og valhoppaði í kring um okk- ur og romsaði þessu öllu upp úr sér. Mamman bað hann að syngja nýju vísuna fyrir okk- ur, og sá litli lét ekki standa á því að verða við þeirri ósk: „Gæsamanna gékk af stað með gæsabörnin smáu Eg hafði orð á því, hve mikill munur það væri að geta komið börnunum í svona góða „geymslu“ allan daginn. Mikl ar væru nú framfarirnar í að- búð Reykjavíkurbarnanna frá því sem var fyrir ca. 25—30 árum, þegar mæður þurftu annaðhvort að setja börn sín út á götuna eða hafa sérstaka barnfóstru til þess að gæta þeirra úti. „Já, þar segirðu orð að sönnu,“ sagði vinkona mín og dæsti. Hún á von á litlu dótt- urinni (eins og ég spái!) í apríllok. „Eg get aldrei dá- húsmæðra. Það, að alltaf kom- ast færri að en vildu á barna- heimilum Sumargjafar sann- ar bezt, að íslenzkar húsmæð- ur kunna vel að meta þau hlunnindi sem starfsemi fé- lagsins veitir þeim. Dagheimilin gera ótal mæðr um kleift að vinna úti, og þau Þó hatturinn sé má skreyta hann blómum eða fjöðnim. Svo er að sjá, sem ljósmyndarinn hafi meiri áhuga á skóm stúlkn- anna, en hinum fallegu fótleggjum. lega klæddan, glaðan og á- nægðan á móti okkur. Sá litli varð auðvitað himinlifandi að sjá mömmu sína, en ekki gleymdi hann þó því, að faðma hina brosleitu „dagmömmu" sina að sér að skilnaði. Það þótti mér bara órækt vitni þess, að þarna hefði barninu liðið vel yfir daginn. „Jæja, elskan? Og varstu svo vænn og prúður piltur í dag- eins og mamma sagði þér?“ spurði vinkona mín. „Ó, mamma, já! og ég var fyrstur að klára grautinn minn og við fengum appelsín- ur og ég bjó voða fína bra-bra úr leirnum mínum og hann Helgi er svo voða mikið hrekki svín hann kleip hana Biddu og Bidda fór að skæla og ég gretti mig ekkert þegar ég tók lýsið og hún Sigga (hér breyti ég nafninu á „dagmömm- tuini") sagði okkur ,sögu um litla bangsa og pabba-bangsa o g mömmu-bangsa og ég lærði nýja vísu í dag mainma - 4» • • • • Mér fannst þessi ræða skemmtileg, syona algjörlega jsamað það nógsamlega að (hafa getað komið honum þarna fyrir. Hann var orðinn (svo rellinn og óþekkur við mig, ég hef verið hálflasin í (vetur og þurfti auk þess að sinna húsverkunum eins og gengur, — hann vildi ekkert borða, fussaði lýsinu út úr | sér, — og við vorum bæði orð- in hálf-taugaveikluð af öllu saman. Auðvitað hefur þetta stafað af því, að ég hafði ekki nógan tíma til þess að sinna honum og hann fékk ekki að vera nógu mikið úti. En síðan ég kom honum þarna fyrir er hann eins og annað barn og mér sjálfri liður lika miklu betur. Nú hámar hann í sig matinn þegjandi og hljóða- laust ,tekur lýsi án þess að blikna, syngur margar vísur og kann að dunda sér með blað og blýant eða leirhnoðra. Það er sannarlega mikill mun- ur.“ Ómetanlegt starf. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur unnið ómetanlegt starf í þágu reykvískra barna og létta ótrúlega undir með önn- um hlöðnum húsmæðrum. Það er dýrt að hafa stúlku í vist, — og oft reynast þær auk þess misjafnar þótt kaupdýrar séu, — og geta því ekki allir leyft sér þann lúxus. Gjaldinu á barnaheimilunum hefur Sum- argjöf tekizt að stilla svo í hóf, að engum vex það í aug- um, þegar tekið er tillit til þess hve ágætlega börnin eru þar pössuð og hve fæðið er þar hpllt og gott miðað við þarfir og hæfi barnanna. Þangað ráðast einnig aðeins stúlkur sem hafa unun af börnum og geta því mæður verið óhultar um það, að þar verði verið eins gott við börn þeirra og framast verður á kosið. Sumargjöf er sífellt að færa út kvíarnar, nú síðast með hinu sólríka og glæsilega barnaheimili, Laufásborg. Fá málefni eru styrktarverðari en það að reyna að búa sem bezt að yngstu borgurunum, sem seinna eiga að taka við uppi hróðri gamla Þessi blómahetta, sem kallast kvenhattur hallast meira út á vinstri vangann eins og sést í speglinum. En eins og ég sagði áðán eru barnaheimilin samt of fá. í hinum nýju úthverfum Reykjavíkur býr mestmegnis yngra fólkið, og þar eru því að sjálfsogðu bömin flest. Mæður í úthverfunum kvarta yfir þvi að of langt sé að sækja í dagheimilin. Þegar fólk á ekki bíl getur það oft verið erfiðleikum bundið að fylgja barninu eða sækja það langar leiðir í leikskóla eða dagheimili. Æskilegt væri, að góð dag- heimili risu upp sem víðast í bænum. Þau þyrftu ekki að vera stór eða sérlega glæsileg, aðalatriðið er auðvitað að að- búð barnanna væri þar fyrsta flokks. Mér var nú að detta í hug, hvort hér væri ekki eimnitt verkefni fyrir hin ýmsu safn- aðar-kvenfélög úthverfanna? Engin þjóðareign er dýrmæt- ari en hin uppvaxandi kyn- slóð, börnin, og er það þá ekki nær, að leggja krafta sína í það að hlúa sem bezt að þeim, heldur en að leggja alla vinnu sína og peninga í það að skreyta kirkjur, se.m hvort sem er oftast standa auðar nema um stórhátíðar? Hér er líka verkefni fyrir húsmæðrafélagið, því að hvað er hægt að gera húsmæðnm- um og mæðrum betra en það, að skapa góð skilyrði fyrir góðri aðbúð barna þeirra? Þessi félög ættu sannarlega að reyna að beita sér fyrir því, að leikskólar og dagheim- ili verði í hverju hverfi bæj- arins þannig að enginn aigi alltof óþægilega langt í þau að sækja. PARÍS SEGIR ... Vordragtirnar frá París eru nú enn með víðum jökk- um. Sagði einn herramaðurinn um daginn: „Ekki skil ég neitt í þessu blessuðu kvenfólki! Þarna sveltir það sig heilu og hálfri hungri til þess að verða sem grennst og spengi- legast, og hvað skeður svo? Þær æða út og. kaupa sér kápur og jakka, sem eru svo víðir að þær líta út eins og tíu manna tjöld þegar þær eru komnar í þessar flíkur. Ja, ekki er öll vitleysan eins! Nei, sem betur fer er ekki öll vitleysan eins! En skiljið þið þessai blessaða karlmenn? Veit t. d. ekki þessi ágæti herramaður, að stundum fer kvenfólkið úr þessum tjald- víðu kápum og jökkum og þá kemur vaxtarlagið í ljós? Hann hefur líklega aldrei séð j'akka- eða kápulausan kven- I mann, veslingurinn! (Haha!). Krossgáta Mánudagsblaðsins Nr. 79. Eárétt: 1. Móta — 5. ’Knýr — 8. Yfirhöfn — 9- Fallegi — 10. Æti — 11. Fjalls — 12. Þurrlendi — 14. Skemmd — 15. Reikningurinn — 18. Samtenging — 20. Missir —• 21. Dreifa — 22. Fugl — 24. Farir niður — 26.^Sin — 28. Stilli upp — 29. Fjær — 30. Áburður. Lóðrétt: 1. Sögustaður (þgf.) — 2. Fjöniga — 3. Dýrið. —* 4. Tveir — ósamstæðir — 5. Leiðslurnar — 6. Nothæf — 7. Verk — 9. Skefur —13. Drasl — 16. Verk —17. Undin — 19. Mánuðurinn — 21. Venja — 23. Hjálparsögn — 25. llát — 27. Ósamstæðir. Ráðning á krossgátu 78. Lárétt: 1. Skála — 5. Slá — 8. Kára — 9. Stóð — 10. Efa — 11. Aka — 12. Land — 14. Rum — 15. Argar — 18. Is — 20. Ólu — 21. Un — 22. Skó — 24. Ætinu — 26. Káls — 28. Snuð — 29. Slasa — 30. Ama. Lóðrétt: 1. Skelfisks — 2. Káfa — 3. Árana — 4. La — 5. Staur — 6. Ló — 7«.Áði — 9. Skrauts — 13. Dró — 16. Glæ — 17. Snuða — 19. Skál — 21. Unun — 23. Öla — 25. Ina — 27. S.S.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.