Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.03.1954, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 29.03.1954, Blaðsíða 7
Mánudagur 29.. marz 195;! MÁNUDAGSBLAÐIÐ Kvikmynd Óskras . Framhald af 8. síðu. , sem leikendur hefðu allir unn- ið í tómstundum sínum en hafa öðrum aðalstörfum að gegna. 22 leikendur I myndinni leika alls 22 leik- endur, flestir lítt þekktir nem- endur í leikskóla Ævars Kvar- ans, en aðalhlutverk leikur Óskar Ingimarsson, en stærri hlutverk þau Gerður Hjör- leifsdóttir, Guðmundur Páls- son, Einar Eggertsson, Eme- Iía Jónasdóttir og Auróra Halldórsdóttir. Hetjusaga verkamanns ' Höfundur leitar efnis síns í hversdagsbaráttu alþýðunn- ar, en á því sviði hefur Vil- hjálmm’ getið sér beztan orð- stý. á bókmenntasviðinu. Fjallar myndin m. a. rnn bar- áttu gamals verkamanns, sem að leiðarlokum fæst við blaða- sölu til þess að sjá farborða skyldmennum sínum. Kvik- myndin hefur verið tekin víða í Reykjavík, við höfnina, I Grettisgötu, Ariiarhvoli og i Lækjargötu. \ Öll unnin á íslandi Óskar hefur nú til umráða betri tæki en áður og hefur nú fyrstm* manna unnið myndina alveg hér heima, bæði tón og framköllun film- unnar. Er nokkur eftirvænt- ing að sjá mynd Óskars, því þeir, sem séð hafa kafla úr henni telja hana með því betra, sem hér hefur sést í kvikmyndum og er unnið á íslandi. tékkneska hrærivélin hefur ávallt reynzt húsmóðurinni bezta hjálpin,. enda hin fullkomnasta, sem völ er á. Skálar og öll hin margvíslegu áhöld er heimi fylgja eru framleidd úr ryðfríu stáli óg aluminiúm og eykm* það kosti þéssarar einstöku heimilisvélar, því húsmóðirin þarf ekki að hafa áhyggjur af brotaskemmdum á skál- um og öðrum áhöldum vélarinnar. Munið að hið bezta verður ávalt ódýrast. Skoðið „ROBOT“ heimilisvélarnar hjá Járnvöruverzlun Jez Ziemsen h.f. R. Jóhannesson h.f. Lækjargötu 2 — Sími 7181. Raddir lesenda , a |L - : ■ ■ Framhald al 3. síðu. sinna eða láta fötin taka ’yið. Var hvor kosturinn slæmur. Svefnsamt, hefur ekki orðið og hiti sjálfsagt af skornum skamti og ekki vitað nema eitt hyað af söfnuðinum hafi orðið fyrir kælingu, sem leitt hafi ^ - af sér kvef eða annan far- aldui*. Þáð, sem er vert að at- huga og víta fyrir alvöru, er að hér kemur fram mikið fyrir hyggjuleysi af hálfu kennara, ^ að fara með svon stóran ung- V{'1 barnahóp og unglinga svo langan veg til f jalla í vályndu veðri og ískyggilegri veður- spá. Verður að gera þá kröfu til kennara að þeir gæti vits og varúðar í f jallferðum með bö.rn í vondum vetrarveðrum. Það er mikill munur á veðri hér niðri í borginni eða uppi á Hellisheiði, ef um veðrayá,- lyndi er að ræða eins og^þá var. Þetta*eiga menn að vita og haga sér eftir því, ef vel á að fara. Það má teljast mik- ið happ, að ekki varð meira slys af ferðinni, en vitað er og full ástæða til að vara við svona ferðalögum. Það er dýr varningur, sem í bílum þess- um var, og full ástæða að gæta allrar varúðar um meðferð hans. Watch BIENNA, SVISS Svissnesk úr EinkauraboÖ: Active ISLENZK-ERLENDA VÉRZLUNARFELAGID H.F. Garðastræti 2—4. Sínú 5333. Leikarafréttir Framhald af 8. síðu. og Spencer Tracy sögðu hvor öðr- um gamlar minningar nýlega og uppgötvuðu að þeir hefðu margt sameiginlegt. Svo er að sjá sem Spencer hafi leikið á túbu í æsku sinni, en Clark dundað við trombone-leik. (Þetta ætti að gleðja Björn R.) .... Lana Turn- er, se mgift er Lex Barker (Tarz- an) litaði hár sitt svart og hlaut skamníir " 'kvikmyndaskriffinna fyrír, lofar nú betrún og bót og ætlar að verða ljóshærð aftur, og „hora“ sig um 10 pund .... Vin- sælasti samkomustaður Holly- wood er þessa dagana Moulin Rouge Supper Theatre-klúbbur- inn, skírður í höfuðið á kvikmynd inni sem hér var sýnd (Rauða myllan). Klúbburinn er byggður eins og nafni hans í París .... Dean Martin og Jerry Lewis, þessi káta samstæða, eru nú orðnir svo leiðir á að umgangast hvorn ann- an, að í’áðlegt þykir að þeir fari frí, sinn í hvora áttina . Ingrid Bergman, sem legið hefur hýði um langa stund, er komin á kreik og hefur pantað spánýja ,wardr.obe“ frá klæðskerameist- aranum Don Loper, og þykir þetta benda til þess að hún sé að koma til Hollywood .... Bette Daviés segir nú, að hún hafi lagt leiklist ina á hilluna. Þeir, sem til þekkja segja að það sé vegna þess hve illa gagnrýnendur tóku gamanleik þeim, sem hún setti upp á Broad- way. Hún og stykkið voru hund- skömmuð .... Alan Ladd, sem undir venjulegum kringumstæð- um er rólegur og kurteis, gerði allt vitlaust í Paris á dögunum þegar hann fékk reikninginn á matsölustað þar. Alan og sjö gest- ir fengu sér ósköp venjuléga mál tíð, en hann sleppti sér alveg þegar hann sá að reikningurinn var sjö dollarar á nef ...... Sjáumst í næstu viku. Kariakórinn Fóstbræður í Sjálfstœðishúsinu sunnudaginn 28. þ.m. klukkan 9 UPPSELT : EFNI§SKRá: ., ., ? 1. Kigoletto-kórinn syngur "i '" 2. Hreinn Pálsson syngur — Gestur Þorgríms&on hermir eftir honum \ Kristján Kristjánsson syngur — Gestur Þorgrímsson hermir eftir honum 4. Gamanþáttur (spilakvöldið) 5. Kvartett 6. Gestur Þorgrímsson gamanvísur 7. Leikþáttur (Coektailparty) 8. Fóstbræður syngja 9. Dans til kl. 1 e.m. Næsta sýning finuntudagskvöld. Anglýsið í Mánudagsblaðinu fataefnin eru komin Mreiðar Jónsson klæðskeri Laugaveg 11 Sími 6928

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.